Morgunblaðið - 26.06.2002, Page 8

Morgunblaðið - 26.06.2002, Page 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ 3.490 kr. 7.264 kr. 11.998 kr. Hringsnúrur úr áli 4 arma, 38 mm stólpi 4 arma, 50 mm stólpi 4 arma, 52 mm stólpi Sími 525 3000 • www.husa.is Samtökin Landsbyggðin lifi eins árs Látum lýðræðið blómstra LANDSSAMTÖKINLandsbyggðin lifihafa starfað í um eitt ár. Meginmarkmið þeirra er að bæta hag hins almenna landsbyggðarbúa með því að virkja hann til góðra verka í sinni heima- byggð. Samtökin standa fyrir byggðaþingi í Hrísey helgina 29.–30. júní og ræddi Morgunblaðið við Fríðu Völu Ásbjörnsdótt- ur, formann samtakanna, af því tilefni. Hvað hefur á daga sam- takanna drifið frá stofnun fyrir réttu ári? „Það hefur ótrúlega margt gerst. Þar stendur upp úr að um tíu aðildar- félög hafa verið stofnuð í hinum ýmsu hreppum landsins, sérstaklega á Norður- og Austurlandi, og fleiri eru í bí- gerð. Starf mitt er meðal annars að heimsækja hreppana og kynna fyrir þeim starf samtakanna og möguleika fólksins í heimabyggð til jákvæðrar uppbyggingar og bjartsýnnar framtíðar. Við höfum einnig unnið að bæklingi á ís- lensku og ensku undanfarið með kynningu á samtökunum á lands- vísu.“ Þið eruð nokkur sem standið í framlínunni, ekki satt? „Jú, ég er formaður samtak- anna en hef í kringum mig ein- valalið fólks sem starfar ötullega að málefnum samtakanna. Við er- um ólík og hreinskilin en treyst- um hvert öðru mjög vel. Þannig náum við að vinna saman með góðum árangri. Samtökin eiga vonandi eftir að festa rætur um allt land í framtíðinni.“ Finnið þið fyrir áhuga á stofn- unum aðildarfélaga? „Já, sannarlega. Það er sterk undiralda í samfélaginu um end- urreisn landsbyggðarinnar. Landsbyggðin á undir högg að sækja og ekki veitir af að styrkja hana með sem flestum leiðum. Okkar starf byggist að mestu leyti á einstaklingsframtaki, trú á eigin getu og að hvetja aðra til góðra verka. Með starfi af þessu tagi færist maður yfir á annað svið, maður verður jákvæðari og lítur bjartari augum á staðinn sinn. Fyrir vikið verða góð verk augljósari og þakklæti vaknar.“ Þátttaka einstaklingsins er greinilega lykilatriði í starfinu. „Já, það er mjög mikilvægt að taka þátt í uppbyggingar- og þró- unarstarfi. Annars, ef maður er aðeins þiggjandi, getur maður orðið of heimtufrekur og gert óréttmætar kröfur til stofnana og sveitarstjórna. Grasrótin verður að vinna sitt starf og vera þátttak- andi í framfarastarfi. Lykillinn á að liggja í höndum íbúa hvers svæðis. Vaninn hefur verið að all- ar ákvarðanir hafa komið að ofan, án þátttöku íbúanna, og þeir hafa haft lítil áhrif á málin.“ Samvinna við yfirvöld er af hinu góða, samt sem áður? „Jú mikil ósköp. Góð samvinna er gulls ígildi. Til þess að hún blómstri verða íbúarn- ir að vera virkir og geta axlað þá ábyrgð sem á þá er lögð. Farsælt samstarf íbúanna og yfirvalda er að sjálfsögðu loka- takmarkið. Með þeim hætti má sjá lýðræðið blómstra.“ Þú hefur unnið að öflun fjár- magns til starfa, ekki satt? „Jú, og hlotið mjög góð við- brögð sem við þökkum innilega fyrir. Fjáröflun er einnig mjög góð kynningarleið, þá komast samtökin í góð tengsl við fjölda fyrirtækja og stofnana og verða þekkt á landsvísu. Það tel ég mjög mikilvægt til þess að þau hafi til- ætluð áhrif.“ Hafa margar hugmyndir sprottið í grasrótarstarfinu? „Já, ég hef orðið vitni að miklu hugmyndastarfi og vakningu meðal fólks. Hvatningin sem þessu fylgir er afskaplega mikil- væg, sérstaklega fyrir ungt fólk sem er með margar hugmyndir en getur átt í erfiðleikum með að framkvæma þær. Ég er kennari á unglingastigi í Reykjavík og þekki vel þörf unglinga fyrir að vera viðurkenndir og hafa áhrif á umhverfi sitt. Samstillt átak ryð- ur brautina fyrir góðar hugmynd- ir.“ Þú býrð og starfar í Reykjavík en ert virk í byggðamálum. „Það er sannarlega rétt að ég er borgarbúi og þurfti nokkur ár til þess að yfirvinna og vinna gegn fordómum gagnvart mér utan Reykjavíkur. Eðlilega er mér tek- ið sem Reykvíkingi, en ég hef mikla trú á samstarfi óháð upp- runa, og með því hugarfari hefur mér tekist að fá til liðs við mig fjölda fólks. Verkin munu tala.“ Segðu okkur frá byggðaþinginu í Hrísey um næstu helgi. „Það verður mikið um dýrðir í Hrísey helgina 29.–30. júní en þá koma til landsins tæplega þrjátíu fulltrúar norrænna samstarfs- félaga okkar og halda erindi. Einnig mun Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ávarpa þingið ásamt háskólarektorum og fleiri. Að sjálfsögðu verður skemmtun í bland við er- indin. Þingið endar á pallborðs- umræðum sunnudaginn 30. júní klukkan 13 þar sem fullrúar stjórnmálaflokkanna ræða byggðamál. Til þingsins er von á fulltrúum aðildarfélaga samtak- anna og verðandi félaga. Allir eru hjartanlega velkomnir á þingið sem áhuga hafa á nýrri hugsjón í byggðamálum.“ Fríða Vala Ásbjörnsdóttir  Fríða Vala Ásbjörnsdóttir, for- maður samtakanna Landsbyggð- in lifi, fæddist í Reykjavík 10. desember 1939. Hún lauk prófi frá Verslunarskóla Íslands og frá Húsmæðrakennaraskóla Íslands. Hún lauk BA-prófi í heimilishag- fræði frá Kennaraháskólanum og háskólanum í Árósum og tók einnig próf í ferðamálafræðum. Hún starfaði sem næringarfræð- ingur á Borgarspítala um nokk- urra ára skeið en er nú kennari við Réttarholtsskóla. Fríða er gift prófessor Steingrími Bald- urssyni og eiga þau þrjá syni. Allir velkomn- ir á byggða- þing í Hrísey Má ég ekki stinga honum inn í geymsluna hjá þér Sturla minn, hann verður ekki eins einmana. ENN hefur ekki verið ákveðið hvað gert verður við flak Guðrúnar Gísla- dóttur KE-15 sem liggur á hafsbotni við Lofoten í Norður-Noregi eftir að skipið steytti á skeri og sökk í síðast- liðinni viku. Trond Eilertsen, lögmað- ur íslensku útgerðarinnar, segir að nú eigi sér stað viðræður við Mengunar- varnir norska ríkisins (SFT) um til hvaða aðgerða skuli gripið. Beðið sé ákvörðunar frá tryggjendum skipsins og eigendum þess um hvort skipinu verði lyft af hafsbotni. Eilertsen segir að nokkur tilboð hafi borist frá björgunarfyrirtækjum sem hafa reynslu af olíuhreinsun og að lyfta skipum upp af hafsbotni. Hann geti ekki greint frá tilboðunum, segir að mörg þeirra séu á frumstigi þar sem enn eigi eftir að ákveða til hvaða aðgerða verður gripið, meta áhættu af þeim og gera nákvæma kostnaðargreiningu. Eilertsen segir að um sé að ræða fyrirtæki sem hafa reynslu af slíkum aðgerðum en að erf- itt sé að segja til um hversu mörg fyr- irtækin eru þar sem sum þeirra starfi saman. Þau gætu þó verið um 5–6. Enginn leki frá skipinu Hann segir að SFT hafi skilning á því að eigendur skipsins og tryggj- endur þurfi tíma til að ákveða til hvaða aðgerða þeir vilja grípa. Eng- inn leki hafi komið frá skipinu og telur Eilertsen því mögulegt að lyfta skip- inu án þess að hreinsa olíuna út fyrst. Ágúst Ögmundsson, aðstoðarfor- stjóri Tryggingamiðstöðvarinnar, segir að allar tímasetningar séu enn óljósar, unnið sé af kappi að málinu en eigendur, Tryggingamiðstöðin og endurtryggjendur félagsins þurfi að komast að sameiginlegri niðurstöðu um hvað verði gert. Ásbjörn Helgi Árnason, fram- kvæmdastjóri útgerðarfélagsins Festar hf., segir að öll áhöfnin og fulltrúar útgerðarinnar sem fóru utan í tengslum við skipskaðann séu komn- ir aftur til landsins en sjópróf fóru fram á föstudag. Óráðið hvað verður um flak Guðrúnar Gísladóttur FLUGFÉLAG Íslands hefur ákveðið að lækka verðið á flugfarmiðum fyrir börn. Lækkunin er yfir 50%. Til dæmis lækkar fargjald til Akureyrar sem kostaði áður 3.300 kr. í 1.500 kr. án flugvallarskatta og tryggingar- gjalds sem er 333 kr. Einu skilyrðin sem fylgja þessum nýju fargjöldum er að þau eru ein- göngu bókanleg á heimasíðu félagsins www.flugfelag.is og að börnin þurfa að ferðast í fylgd með fullorðnum. „Flugfélag Íslands vonast með þessum aðgerðum til að gera fjöl- skyldum auðveldara að nota innan- landsflug í auknum mæli og að þær fái sem mest út úr sumarfríinu sínu,“ segir í fréttatilkynningu. Flugfélag Ís- lands lækkar barnafargjöld ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.