Morgunblaðið - 26.06.2002, Síða 12

Morgunblaðið - 26.06.2002, Síða 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er ekki dónalegt að fá að bregða sér á bak í skóla- tímanum eins og krakkarnir í Tjarnarskóla fengu að gera á síðustu dögum skólastarfsins í sumar. Veðurguðirnir voru í spariskapinu þessa daga og því var upplagt að bregða út af vananum og flytja skóla- starfið út í góða veðrið. Krakkar og kennarar nýttu þennan möguleika til hins ýtrasta því að eftir út- reiðartúrinn var farið í Heið- mörk. Sömuleiðis var Árbæj- arsafnið skoðað, auk gamalla bygginga í miðborginni, og þá fóru nemendur á listsýn- ingar í Hafnarhúsinu og á Kjarvalsstöðum. Skóli undir berum himni Miðborg Jón Reynir og Sigurbjörn klárir fyrir útreiðartúrinn. UM LEIÐ og fiðrildin hefja sig til flugs í Elliðaárdalnum eru börn með litlar krukkur komin á stjá og reyna eftir fremsta megni að fanga þau og önnur smádýr í lofti og á landi, einbeitt á svip. Ef vel ber í veiði hlaupa þau titrandi af spenningi til Guð- mundar Halldórssonar, skor- dýrafræðings og leiðbeinanda í skordýraferðum sem farnar eru reglulega um dalinn yfir sumartímann á vegum Orku- veitunnar. Hann ber kennsl á skepnuna og útskýrir á ein- faldan hátt fyrir ungum skor- dýraáhugamönnum hvert dýrið sé og hver séu helstu einkenni þess. Að því búnu er dýrinu ann- aðhvort sleppt eða það fær að dúsa lengur í krukkunni með- an börnin halda enn á ný til veiða. Foreldrarnir hafa ekki síður gagn og gaman af ferð- inni sem er hin mesta fjöl- skylduskemmtun enda áhugi á skordýrum ekki einskorðað- ur við ákveðinn aldur. „Sjáðu pabbi, hér er lirfa sem breytist seinna í tígulvef- ara!“ hrópar ungur drengur til föður síns og heldur áfram að færa honum glóðvolgar upplýsingar frá Guðmundi. Sumir, foreldrar jafnt sem börn, eru í fyrstu smeykir við að veiða smádýrin, en æfingin skapar meistarann og innan skamms eru tugir dýra fangar í litlum krukkum með loki sem er jafnframt stækkunar- gler. Guðmundur segir frá kjör- lendi dýranna, rekur þroska- feril þeirra og börnin hlusta agndofa á. Heimur skordýr- anna er vissulega forvitnileg- ur, „og þau umbreytast, alveg eins og Pókemon!“ segir einn og rekur upp stór augu þegar hann gerir sér grein fyrir því að litla lirfan í krukkunni verður um síðir fallegt fiðrildi. Elliðaárdalur er sögu- svið bókarinnar Höfundar bókarinnar Dulin veröld sem er nýútkomin út og fjallar um smádýr á Íslandi eru Guðmundur Halldórsson, Oddur Sigurðsson og Erling Ólafsson. Oddur tók myndirn- ar sem prýða bókina. „Við ákváðum að sviðsetja bókina í Elliðaárdal til að gera hana meira spennandi og að- gengilegri,“ segir Guðmundur sem einnig hefur leiðbeint í skordýraferðum í Elliðaár- dalnum. Ferðirnar eru hluti af fjölbreyttri fræðsludagskrá sem fram fer í dalnum allt sumarið. „Smádýrin hafa einhverra hluta vegna orðið útundan þrátt fyrir að áhugi fólks á ís- lenskri náttúru sé alltaf að aukast. Það vantar aðgengi- leg rit um smádýr og mun þessi bók bæta úr þeirri þörf.“ Guðmundur segir að sú leið hafi verið farin að segja les- endum sögu smádýralífs í ein- um dal frá landnámi til okkar daga. „Með því móti getum við kynnt smádýralífið í nokkrum af þýðingarmestu og útbreiddustu vistkerfum landins og hvernig athafnir mannsins hafa haft áhrif á þetta líf og jafnvel ógnað því.“ Hvernig fanga á skordýr Bókin er ríkulega mynd- skreytt og textinn líflegur. Í bókinni er hægt að nálgast upplýsingar um ævi og „störf“ fjölmargra smádýra sem þríf- ast á Íslandi og er ýmsum öðr- um fróðleiksmolum komið að inn á milli. Til dæmis eru leið- beiningar um hvernig best er að safna skordýrum og hvern- ig má varðveita þau og koma smám saman á fót spennandi og fjölbreyttu skordýrasafni. Guðmundur segir að í Elliðaárdalnum megi finna umhverfi sem sé líkt því sem var þegar landnámsmenn stigu hér fyrst á land. Áin sé undirstaða lífsins í dalnum og hafi verið það frá upphafi. Þá séu ákveðnar trjátegundir og annar gróður þar til staðar sem voru hér við fyrstu heim- sókn mannanna. „Ákveðnum gróðri fylgja ákveðin smá- dýr,“ segir Guðmundur. „Með nýjum landnemum trjáa og plantna hér á landi hafa komið ný skordýr.“ Magnaðri upplifun af útivist Með breytingum sem átt hafa sér stað í dalnum, gróður hefur komið og farið og sömu- leiðis mannabústaðir, er hægt að rekja sögu smádýralífsins sem hefur sömuleiðis breyst í tímans rás. Fyrri tíðar búsetu í dalnum fylgdu ákveðnar tegundir smádýra. Það samfélag er nú horfið en hefur sett spor sín á sögu smádýralífsins. „Við spyrjum og leitum svara við því hvað hafi breyst, hvaða áhrif breytingarnar hafi haft á smádýralífið og hvernig dýralífið er nú í dalnum,“ seg- ir Guðmundur. „Með nýjum plöntum hafa komið nýjar líf- verur, nýtt líf.“ Guðmundur segir að með auknum áhuga á náttúrunni sé fólk fróðleiks- fúsara um jarðfræði og líf- fræði því gaman sé að krydda gönguferðina með dýraskoð- un og fræðslu. „Þetta eykur þá upplifun sem fólk fær í úti- vistinni. Það er skemmtilegt að ganga um og sjá ákveðnar plöntutegundir og vita að á þeim og í nánasta umhverfi þeirra má vænta þess að finna vissar tegundir smádýra.“ Guðmundur segir að sú leið að nota umhverfi Elliðaár- dalsins til að segja sögu smá- dýralífs á Íslandi sé ekki síst komin til vegna sagnahefðar þjóðarinnar. „Íslendingar hafa gaman af því að segja sögur og heyra og lesa sögur. Bókin fjallar um sérhæft efni en með því að búa því ákveðið sögusvið er efnið gert áhuga- verðara. Það er mun skemmtilegra aflestrar en þurr upptalning á tegundum og lifnaðarháttum ákveðinna smádýra.“ Litlir fingur sem leituðu óöruggir á laufblöðum og und- ir steinum eftir skordýrum í fyrstu eru orðnir öruggari er skordýrafræðslu Guðmundar í Elliðaárdalnum lýkur. Áhuginn á skordýrum hef- ur líka margfaldast og veiði- mennirnir ungu bera saman bækur sínar um veiði dagsins og það sem þeir hafa lært. „Býflugur eru ekkert hættulegar, mamma, en mað- ur má ekki stríða þeim, þá verða þær hræddar og geta stungið mann í rassinn,“ segir ein lítil þegar hún leiðir mömmu sína af heimaslóðum skordýranna í Elliðaárdal, sögusviði bókarinnar Dulin veröld. Dulin veröld í dalnum Morgunblaðið/Jim Smart Guðmundur Halldórsson skordýrafræðingur ber kennsl á skordýr og sýnir börnunum stækkaða mynd af því í bókinni Dulin veröld en sögusvið hennar er Elliðaárdalurinn. Í grasinu kennir ýmissa forvitnilegra grasa – og skordýra. „Sjáðu fiðrildið sem ég veiddi,“ gæti þessi litla snót verið að segja og má vera stolt af litríkum feng sínum. Feðgar skoða rannsakandi veiðina hjá hvor öðrum. Elliðaárdalur Hulunni hefur verið svipt af dulinni ver- öld smádýra á Ís- landi með nýútkom- inni bók. Sunna Ósk Logadóttir fór í skordýraleiðangur um Elliðaárdal ásamt sérfræðingi og nokkrum ungum veiðimönnum. HVERFANDI eftirspurn er eftir þjónustu gæsluleikvalla í borginni og hefur heimsókn- um þangað fækkað um helm- ing, úr 200 þúsund í 100 þús- und á síðustu átta árum. Yfirmaður fagsviðs hjá Leik- skólum Reykjavíkur segir þó ekki hafa verið tekna ákvörð- un um að leggja af fleiri gæsluleikvelli í borginni eftir að þeim var fækkað úr 20 í 14 um síðustu áramót. Gæsluvellirnir sex sem ekki eru lengur starfandi voru við Barðavog, Freyju- götu, Kambsveg, Rofabæ, Tunguveg og Vesturgötu. Margrét Vallý Jóhannsdóttir, yfirmaður fagsviðs Leikskóla Reykjavíkur, segir þetta hafa verið gert vegna minnkandi aðsóknar undanfarin ár. „Að- sóknin hefur dregist saman um 20 þúsund heimsóknir á ári síðustu ár þannig að stað- an er mjög breytt. Núna eru yfir 90 prósent barna, þriggja ára og eldri, í leikskóla og markmiðið er að tveggja ára börnin komist öll inn á þessu ári,“ segir hún. Aðspurð segir Margrét Vallý að vellirnir hafi vissu- lega verið mest nýttir á sumr- in. „Það er vegna veðurfars okkar og aðstæðna en auk þess taka börnin alltaf fjög- urra vikna frí frá leikskólan- um. Starfsfólk gæsluleikvalla er fastráðið allt árið og þess vegna hefur það ekki komið til tals að hafa sumaropnun.“ Hún segir mikinn mun á aðsóknartölum nú og fyrir nokkrum árum. „Það voru 100 þúsund heimsóknir í fyrra, 120 þúsund heimsóknir árið þar áður og nú áætlum við að fá um 70 til 80 þúsund heimsóknir í ár. Fyrir átta ár- um voru heimsóknirnar 200 þúsund þannig að þetta er gríðarleg breyting.“ Völlum með góðri aðsókn verði haldið opnum Misjafnt er hvað verður um aðstöðu þeirra gæsluleikvalla sem lagðir eru af. Að sögn Margrétar Vallýjar hafa sum húsin verið flutt til annarrar notkunar innan borgarinnar, sum hafa verið seld og enn önnur fjarlægð enda í mörg- um tilfellum um gömul hús að ræða. Leiktækin eru áfram á sama stað og geta foreldrar þannig nýtt sér leiksvæðið. En er starfsemi gæsluleik- valla þá á undanhaldi? „Þar sem svona stór hluti barnanna nýtur þjónustu leikskólanna er hverfandi eft- irspurn eftir þessari þjón- ustu. Engin ákvörðun hefur hins vegar verið tekin um að leggja af rekstur gæsluleik- valla. Ég held að borgaryf- irvöld muni halda þeim völl- um opnum þar sem er þokkaleg aðsókn,“ segir Mar- grét Vallý. „Þegar borgaryf- irvöld ná því að öll tveggja ára börn fái leikskólapláss þá sé ég ekki betur en að við- skiptavinum gæsluleikvall- anna fækki svo mikið að sjálf- krafa dragi úr þessari þjónustu. Það er í sjálfu sér ekki verið að skerða þjónustu með þessu heldur breyta henni í samræmi við óskir foreldra og auka hana.“ Gæsluleikvellir lítið sóttir Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.