Morgunblaðið - 26.06.2002, Síða 15

Morgunblaðið - 26.06.2002, Síða 15
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2002 15 STÓR flutningaþyrla Bandaríkja- hers flutti í gær göngubrú á sinn stað við Stóru-Sandvík, skammt frá veginum milli Hafna og Reykjanes- vita. Brúin er sett á gjá og á að vera táknræn brú milli heimsálfa. Á vegum Markaðs-, atvinnu- og menningarsviðs Reykjanesbæjar hefur verið unnið að því að gera áningarstaði ferðafólks á Reykja- nesi aðgengilegri fyrir ferðafólk. Liður í því er að koma upp bíla- stæðum, göngustígum og upplýs- ingaskiltum. Bygging umræddrar göngubrúar er liður í þessu. Skammt frá Reykjanesvitavegi, ofan Stóru-Sandvíkur, er stór gjá sem ferðafólki er gjarnan sýnd sem dæmi um skilin milli meginlands- fleka Evrópu og Ameríku. Þar er verið að koma Brúnni milli heims- álfa upp. Gjáin er um 18 metra breið á þessum stað og sex metra djúp. Chinook-flutningaþyrla Banda- ríkjahers sem hér tekur þátt í æf- ingunni Samverði 2002 var fengin til að flytja brúna í tvennu lagi frá veginum að þeim stað á gjánni þar sem hún á að vera. Að sögn Johans D. Jónssonar ferðamálafulltrúa var þyrlan fengin til verksins til að losna við að fara með þung tæki um svæðið. Vegna sviptivinda og ókyrrðar í lofti rakst endi þess brú- arhluta sem seinna var fluttur í þann fyrri og þurfti áhöfn þyrl- unnar að sleppa honum frá sér þannig að annar endinn er ofan í gjánni. Johan segir að auðvelt verði að rétta hana við með traktor sem hvort sem er þurfi að fara með á svæðið til að koma brúargólfinu á sinn stað. Aðalmálið hafi verið að koma þessum þungu hlutum á svæðið. Einnig er verið að gera bílastæði og göngustíga á staðnum og upp- lýsingaskilti verður komið upp síð- ar í sumar. Vonast Johan til að með þessu megi bæti við upplifun ferða- fólks og auka skilning á jarðfræði Reykjaness. Ýmsir hafa lagt fjármagn til þessa nýja áningarstaðar á Reykja- nesi en Íslenskir aðalverktakar eru þó aðalstyrktaraðilinn og starfs- menn fyrirtækisins smíða brúna. Annars segir Johan að því stefnt að rekstur staðarins muni standa und- ir sér. Til að afla tekna verða gefin út skjöl til staðfestingar því að fólk hafi gengið milli Evrópu og Amer- íku og þau seld á ferðamannastöð- um á Reykjanesi. Ætlunin er að vígja brúna með viðhöfn í næstu viku. Brú milli heimsálfa komið á sinn stað Morgunblaðið/Þorkell Hluti göngubrúarinnar settur á sinn stað á Hauksvörðugjá. Reykjanes BÆJARFULLTRÚAR meirihluta Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Grindavíkur felldu til- lögu fulltrúa Framsóknarflokks um að leitað yrði eftir því við fráfarandi bæjarstjóra, Einar Njálsson, að hann tæki að sér áframhaldandi störf sem bæjarstjóri. Fulltrúar meirihlutans hafa sem kunnugt er ákveðið að fá Ólaf Örn Ólafsson, viðskiptafræðing í Kanada, í stöð- una en enn hefur ekki verið gengið formlega frá ráðningu hans. Framsóknarmenn lögðu tillöguna fram á síðasta bæjarstjórnarfundi þegar málefnasamningur S- og D- lista var lagður fram. Eftir að til- lagan var felld létu þeir Hallgrímur Bogason og Dagbjartur Willardson bóka óánægju sína: „Það hryggir okkur hvernig núverandi nýstofn- aður meirihluti S- og D-lista hefur komið fram varðandi starf bæjar- stjóra í Grindavík. Frá því að ráð- inn var framkvæmdastjóri fyrir Grindavíkurbæ og áður -hrepp hef- ur ráðningin verið hafin yfir flokka- drætti. Sami háttur var hafður á þegar Einar Njálsson var ráðinn bæjarstjóri og það var mikið heilla- spor fyrir Grindavík að fá svo hæf- an mann. Það eru svik við kjós- endur að hvorugur meiri- hlutaflokkurinn hafði fyrr en að loknum kosningum viðrað það að skipta ætti um bæjarstjóra. Væn- legast er að bæjarstjóri sé bæj- arstjóri allra Grindvíkinga og höfn- um við því að ráðinn verði pólitískur bæjarstjóri í Grindavík.“ Þetta var síðasti fundur bæjar- stjórnar sem Einar Njálsson situr sem bæjarstjóri en hann lætur af störfum í lok næsta mánaðar og af því tilefni lét hann bóka þakkir til bæjarstjórnar fyrir einstaklega gott samstarf á nýliðnu kjörtímabili. Hann óskaði jafnframt nýkjörinni bæjarstjórn og nýjum bæjarstjóra allra heilla í ábyrgðarmiklum störf- um og Grindavík farsældar og framfara. Minnihlut- inn hafnar pólitískum bæjarstjóra Grindavík HREPPSNEFND Gerðahrepps hefur samþykkt deiliskipulag að svæðinu við hjúkrunarheimilið Garðvang með ákveðinni breytingu sem ætlað er að koma til móts við mótmæli stjórnarmanna heimilis- ins. Sveitarfélögin, sem eiga hjúkr- unarheimilið Garðvang með Gerða- hreppi, og meirihluti stjórnar hafa lýst sig mótfallin fyrirhugaðri byggingu íbúða fyrir aldraða á eignarlóð heimilisins, samkvæmt deiliskipulagi sem kynnt var. Þrír stjórnarmenn mótmæltu formlega deiliskipulagstillögu sem verið hef- ur til meðferðar hjá hreppsyfir- völdum, meðal annars vegna þess að þeir telja það þrengja að fram- tíðarþörfum heimilisins og útsýni starfsmanna og heimilisfólks. Vöktu þeir athygli á því að nóg landrými væri fyrir slíkar íbúðir annars staðar í Garðinum, meðal annars í nágrenni Garðvangs. Við afgreiðslu deiliskipulagstil- lagnanna í skipulags- og bygging- arnefnd Gerðahrepps var ákveðið að leggja til við hreppsnefnd að deiliskipulagið yrði staðfest með þeirri breytingu að felldar yrðu út lóðir norðvestan við Garðvang, það er lóð undir þjónustuhús og fjöl- býlishús, til að koma til móts við mótmæli stjórnarmanna. Tekið var fram að síðar yrði reynt að ná samkomulagi við stjórn Dvalar- heimila á Suðurnesjum um upp- byggingu á því svæði sem nú verði undanskilið skipulagi. Hreppsnefnd kom saman til aukafundar í fyrrakvöld vegna þessa máls og samþykkti tillögu skipulags- og bygginganefndar. Fjórir fulltrúar F-listans sem hafa hreinan meirihluta í hreppsnefnd samþykktu tillöguna ásamt öðrum fulltrúa I-listans. Hinn fulltrúi I- listans og fulltrúi H-listans sátu hjá. Sveinn Magni Jensson, I-lista, gerði grein fyrir hjásetu sinni með bókun um að hann væri sammála því að byggja íbúðirnar en teldi óeðlilegt að gera það svo nálægt fiskhúsum og gera þær þannig verðminni. Sveitarstjóra var falið að senda stjórn DS samþykktina og óska eftir svari eigi síðar en 5. júlí næstkomandi. Umdeild staðsetning íbúða aldraðra við Garðvang Samþykkja breyt- ingar á tillögum Garður MIÐHRAUN 11 535 6600 FAXAFEN 12 588 6600 LÆKJARGATA 4 561 6800 GLERÁRGATA 32 461 3017 Níðsterkir regngallar á alla krakka sem fá hæstu einkunn! Litir: Blár, bleikur, rauður. Verð frá: 4.900 - 7.400 kr. settið. „A“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.