Morgunblaðið - 26.06.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.06.2002, Blaðsíða 17
Í dag verður undirrit- aður á Egilsstöðum frí- verslunarsamningur milli EFTA-ríkjanna og Singapúr. Viðskipta- og iðnaðarráðherra Singa- púr, George Young- Boon Yeo, er staddur hér á landi af því tilefni. Fríverslunarsamningurinn er sá fyrsti sem gerður er milli Evrópu- ríkja og Austur-Asíuríkis. Yeo kveðst ánægður með samninginn og segist vona að í kjölfarið hefjist nýr kafli í samskiptum Íslands og Singa- púr. Um tildrög samningsins segir Yeo að gerð hans hafi upphaflega verið hugmynd svissneska viðskiptaráð- herrans, en Sviss og Singapúr hafa átt í viðskiptum lengi. „Það var í jan- úar 2000 að ég átti í viðræðum við svissneska ráðherrann um mögu- leika á frekari samvinnu milli þjóð- anna, en löndin tvö eru tengd sterk- um efnahagslegum böndum. Ráðherrann stakk þá upp á að sam- starfið yrði víðtækara og næði til allra EFTA-landanna. Því var geng- ið til viðræðna um gerð fríversl- unarsamnings milli Singapúr og EFTA. Singapúr hefur verið í mikl- um samskiptum bæði við Sviss og Noreg í yfir 200 ár. Við höfum hins vegar ekki átt nein samskipti við Ís- land hingað til. Með samningnum vonum við því að nýr kafli hefjist í samskiptum við Ísland,“ segir Yeo. Ráðherrann telur samninginn vel til þess fallinn að auka á viðskipti milli landanna þar sem hann sé afar víð- tækur, taki jafnt til vöru og þjónustu sem fjárfestinga auk fleiri atriða. Tengir saman Asíu og Evrópu Singapúr er aðili að hinu svokall- aða Asíska fríverslunarsvæði (The Asian Free Trade Area) og hefur áð- ur gert fríverslunarsamninga við Nýja Sjáland og Japan. Samning- urinn sem undirritaður verður á Eg- ilsstöðum í dag verður sá fyrst við ríki Evrópu. „Ég tel að þessi samn- ingur sé liður í því að færa Evrópu og Asíu nær hvor annarri. Við erum einnig í miklu samstarfi við aðrar Evrópuþjóðir. Eftir þessa ferð mína til Íslands held ég til Brussel til að ræða um samstarf við Evrópusam- bandið,“ segir Yeo og bætir við að Singapúr standi einnig í viðræðum um fríverslun við Bandaríkin, Kan- ada, Mexíkó og Ástralíu. Yeo hefur ekki setið auðum hönd- um frá því hann kom til landsins. Í gærmorgun baðaði hann sig í Bláa lóninu og fékk að vita allt um það hvernig jarðhitakerfið virkar. Því næst heimsótti hann Íslenska erfða- greiningu og átti áhugaverðar við- ræður við Kára Stefánsson, for- stjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um starfsemi fyr- irtækisins. Þá fór ráðherrann á ís- lenskan fisk- markað og voru honum kynntar uppboðsvenjur á slíkum markaði. „Á vissum sviðum eru Íslendingar á heimsmælikvarða og ég er viss um að þeim bjóðast miklir möguleikar í viðskiptum við Singapúr og fleiri lönd Asíu í kjölfar samningsins.“ Ráðherrann bendir á að frá Singapúr sé auð- velt aðgengi að öðrum mörkuðum Asíu. Hann segir að ef dreginn sé hringur í kringum Singapúr í um 7 klukkustunda flugtíma radíus þá búi um helm- ingur mannkyns á því svæði. Aukin viðskipti við Singa- púr hljóti því að koma Íslendingum til góða og opna möguleika á frekari viðskiptum í As- íu. Eyríkin standi saman Spurður um hvers konar samstarf hann sjái fyrir sér milli Íslands og Singapúr segist Yeo telja að í fyrstu verði einungis um viðskipti að ræða. Finna verði út hvað eigi að kaupa og selja og Íslendingar muni svo geta flutt út sínar vörur til Singapúr og keypt af þeim í staðinn. Í framtíðinni sér hann þó einnig fyrir sér sam- skipti á sviði stjórnmála, menningar og menntunar. Yeo álítur margt líkt og ólíkt með Íslandi og Singapúr. Telur hann löndin eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta í alþjóðasamfélaginu þar sem bæði séu þau lítil eyríki. Menn- ingin sé hins vegar afar ólík. Singa- púr er mikilvæg höfn og í raun þurfa öll skip sem sigla frá austri til vest- urs að fara í gegnum Singapúr. Þar mætast því ólíkir menningarheimar og margar þjóðir. Yeo segir fólkið í Singapúr afar misleitan og fjöl- breyttan hóp. „Í Singapúr hefur hver sína sögu að segja því fólk þar kemur víða að. Íslendingar eiga hins vegar sameiginlega sögu og sameiginlegan bakgrunn.“ Yeo er einnig umhugað um ferðaþjónustu og segist vona að fleiri Singapúrbúar fái tækifæri á að heimsækja Ísland í kjölfar samnings- ins. „Margir íbúar Singapúr myndu vilja sækja Ísland heim og Singapúr hefur margt að bjóða Íslendingum.“ Að lokum lýsir ráðherrann ánægju sinni með gerð samningsins og segist viss um að af honum leiði gott sam- starf og aukin viðskipti við EFTA- löndin, ekki síst við Ísland. „Ég er viss um að þessi samningur er af hinu góða. Aukin viðskipti eru alltaf til góðs,“ segir Yeo. Nýr kafli í samskiptum landanna Morgunblaðið/Árni Sæberg George Young-Boon Yeo viðskiptaráðherra Singapúr undirritar fríverslunarsamning við EFTA í dag. VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2002 17 ÍTALS K- ÍS LE N S K A VE R S LU NAR RÁÐIÐ E in n t v e ir o g þ r ír 2 7 4 .0 0 1 ÖR ÞRÓUN Á ALÞJÓÐLEGUM VÍNMARKAÐI fimmtudaginn 27. júní kl. 15:30 í Sunnusal Radisson SAS Hótel Sögu Ítalsk-íslenska verslunarráðið heldur fund um þróun á alþjóðlegum vínmarkaði þar sem fjallað verður um hinar öru breytingar á markaðnum. Allir velkomnir en æskilegt er að þátttaka sé bókuð hjá Verslunarráði Íslands s. 510 7100 eða í tölvupósti mottaka@chamber.is • Þátttökugjald kr. 2000,- Frummælandi: Piero Antinori, vínframleiðandi í Toskana Eiríkur Ingi Friðgeirsson, hótelstjóri Ólafur Sveinsson, útsölustjóri Álit á þróun á Íslandi: Fundur með Piero Antinori Að fundinum loknum verður kynning á þekktum vínum frá Antinori. VATNSVIRKINN ehf Ármúla 21 · Sími 533 2020 vatnsvirkinn@vatnsvirkinn.is MERKILÍMBÖND Sérstaklega hentug og þægileg merkilímbönd til notkunar í lagnakerfum. Merking og litir samkvæmt stöðlum RB Heildsala - Smásala Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666 og hjá umbo›smönnum um land allt www.urvalutsyn.is Stökk- pallur Allra sí›ustu sætin … *Innifali›: Flug, flugvallarskattar, gisting, fer›ir til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn. kr.48.467 m.v. tvo fullor›na og tvö börn í viku. Aukavika: 14.000 kr. Ver›: kr.59.900 m.v. tvo fullor›na í viku. Aukavika: 18.000 kr. Ver›: ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 1 81 37 06 /2 00 2 Sætin bóku› og uppl‡singar gefnar um gistista› tveimur dögum fyrir brottför. Benidorm / Albir 17 sæti Krít 19 sæti Mallorca 22 sæti Portúgal 27 sæti * * í næstu ferðir DÓMUR var í gær kveðinn upp í héraðsdómi á eynni Storð í Noregi þar sem Samherji hf. var dæmdur til að greiða skaðabætur til norska ríkisins að fjárhæð 10 milljónir norskra króna, jafnvirði 117 millj- óna íslenskra króna fyrir að hafa sýnt gáleysi, – þó ekki stórkostlegt gáleysi, í samskiptum við skipa- smíðastöðina Th. Hellesöy í Noregi og hafa þannig átt þátt í að rík- issjóður Noregs styrkti skipasmíða- stöðina ranglega vegna smíði ís- lenska fjölveiðiskipsins Vilhelms Þorsteinssonar EA. Samherji hefur ákveðið að áfrýja dómi þessum. Gera má ráð fyrir að málið verði tekið til meðferðar fyrir í Gula- þingsrétti í Bergen á fyrri hluta næsta árs. Dómstigin í Noregi eru þrjú. Í greinargerð um málið frá Sam- herja hf. kemur eftirfarandi meðal annars fram: „Forráðamenn Samherja hf. hófu 1995 undirbúning að hönnun og smíði fjölsveiðiskips. Niðurstaðan varð sú seint á árinu 1997 að semja um verkið við norska skipasmíða- stöð, Th. Hellesöy Skipsbyggeri fyr- ir atbeina söludeildar samtaka norskra skipasmíðastöðva. Norskur skipasmíðaiðnaður hafði um árabil notið ríkisstyrkja og vitað var að breytinga var að vænta á þessu nið- urgreiðslukerfi um áramótin 1997/ 98. Þannig lá fyrir að skipasmíða- stöðvar þar í landi hefðu ekki sömu möguleika til opinbers stuðnings ár- ið 1998 og áður. Skipasmíðastöðvar í Noregi og samtök þeirra lögðu því ofurkapp á það síðari hluta árs 1997 að afla verkefna um allan heim og skrifa undir samninga þar að lút- andi fyrir áramótin. Þetta sést best á því að í opinberum norskum gögn- um kemur fram að gerðir hafi verið samningar um ný verkefni í skipa- smíðaiðnaði fyrir 145 milljarða ís- lenskra króna 1997 en fyrir aðeins um 45 milljarða króna 1998, eftir að styrkjakerfinu hafði verið breytt. Ástæðan fyrir því að Samherji hf. lét smíða fjölveiðiskipið Vilhelm Þorsteinsson EA-11 í Noregi, en ekki annars staðar, var einmitt sú að skipasmíðastöðin umrædda bauð verð sem var samkeppnishæft á við það sem ýmsir keppinautar buðu í öðrum löndum – vegna ríkisstuðn- ingsins við skipasmíðaiðnaðinn. Án þessa stuðnings hefði aldrei komið til álita að smíða skipið í Noregi. Samherji gerði samninga við norsku fyrirtækin í góðri trú um að við- semjendum væri treystandi til að fara rétt með mál sín gagnvart yf- irvöldum Noregs – enda kom Sam- herji ekki þar við sögu. Það kom því forráðamönnum Samherja í opna skjöldu að fyrirtækið skyldi vera lögsótt vegna máls sem því er í raun ekki viðkomandi.“ Samherji dæmdur til að greiða norska ríkinu bætur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.