Morgunblaðið - 26.06.2002, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 26.06.2002, Qupperneq 20
ERLENT 20 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ FORSÆTISRÁÐHERRA Kanada, Jean Chrétien, hefði vart getað fund- ið afskekktari stað en fjallaþorpið Kananaskis í kanadísku klettafjöll- unum í Alberta-héraði fyrir fund leið- toga átta voldugustu ríkja heims, svonefndan G8-fund, sem er um margt með breyttu sniði í ár frá síð- asta fundi í Genúa á Ítalíu í júlí í fyrra. Gríðarleg öryggisgæsla er sem fyrr í kringum fundinn, en með því að halda hann á afskekktum slóðum er reynt að hindra aðgang mótmælenda að honum og munu leiðtogar Banda- ríkjanna, Kanada, Japan, Frakk- lands, Rússlands, Bretlands, Ítalíu og Þýskalands dvelja á tveimur lúx- ushótelum í Kananaskis, einangraðir frá umheiminum í dag og á morgun. Mörgum er í fersku minni sá at- burður sem átti sér stað á fundinum í Genúa í fyrra þegar ungur mótmæl- andi var skotinn til bana af örygg- isliði fundarins. Mun færri embætt- ismenn munu fylgja leiðtogunum til Kanada en verið hefur að undan- förnu og má sem dæmi nefna að 800 embættismenn voru í fylgdarliði George W. Bush, Bandaríkjaforseta, í Genúa í fyrra en nú verða aðeins um 200 embættismenn á fundinum í heild. Þessar breytingar eru liður í því að hverfa aftur til hinnar upp- runalegu hugmyndar fyrrverandi forseta Frakklands, Valéry Giscard d’Estaing, frá áttunda áratugnum um fundina, en hún fól í sér að þeir ættu að vera samræður leiðtoganna „við arineldinn“, þar sem þeir væru lausir við áreiti. Yfir 20 kílómetra löng varnarlína hefur verið dregin í kringum dval- arstað leiðtoganna og ná öryggisráð- stafanir ekki einungis til mannfólks- ins heldur hófu stjórnvöld fyrir nokkrum vikum að merkja grábirni á svæðinu með rafrænum merkimiðum svo hægt verði að fylgjast með ferð- um þeirra meðan á fundinum stæði. Árásirnar 11. september hafa áhrif Andstæðingar hnattvæðingar voru í gær farnir að flykkjast til Calgary, en það er sú borg sem er næst Kananaskis. Áherslur mótmæl- endanna eru misjafnar en þeir eiga sameiginlega þá skoðun að fátæk ríki heimsins beri skarðan hlut frá borði í þeirri hnattvæðingu sem nú á sér stað. Yfirvöld í Calgary, sem lagt hafa blátt bann við því að komið verði upp mótmælabúðum í miðborginni, hafa búið sig undir komu mótmæl- enda með því að losa um 400 pláss í fangelsum borgarinnar, fari mót- mæli úr böndunum. Hópar mótmæl- enda hafa einnig tekið stefnuna á Ottawa, höfuðborg Kanada, sem er í 3.500 kílómetra fjarlægð frá fundar- staðnum. Athygli hefur í auknum mæli beinst að ofbeldi í tengslum við alþjóðlega fundi ráðamanna á und- anförnum árum og hefur því verið haldið fram að það hafi farið vaxandi. Í Bandaríkjunum hefur eðli mót- mæla hins vegar breyst eftir 11. sept- ember, en nú telja sumir stærstu bandarísku hópanna sem berjast gegn hnattvæðingunni að stórar fjöldagöngur sem feli í sér átök við lögreglu séu ekki lengur við hæfi. Hryðjuverkarásirnar á Bandaríkin 11. september hafa einnig haft áhrif á umfang þeirra öryggisráðstafana sem gerðar eru í tengslum við fund- inn, en þær eru hinar mestu sem gerðar hafa verið í Kanada á friðar- tímum. Á tímabili var uppi sá orðrómur að George Bush hygðist dvelja hinum megin við landamærin á bandarísku landsvæði í Montana-ríki þar sem Hvíta húsið treysti ekki fyllilega ör- yggisráðstöfunum Kanadamanna í Kananaskis. Eftir gríðarlegan und- irbúning Kanadamanna hefur Bush þó skipt um skoðun og hyggst dvelja í Kananaskis ásamt hinum leiðtogun- um. Umræður um hagvöxt, Afríku og hryðjuverk Það sem hæst mun bera á fund- inum í ár verða sennilega umræður um hvernig stuðla megi að hraðari hagvexti í heiminum, ný samvinna um aðstoð við Afríku og stríðið gegn alþjóðlegum hryðjuverkum en hið síðastnefnda er mál sem er Banda- ríkjaforseta afar hjartfólgið. Fyrir fundinn hafði því verið lofað af Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og fleiri leiðtogum að mál- efni Afríku yrðu ofarlega á baugi á fundinum. Á döfinni er ný áætlun sem nefnist Ný efnahagssamvinna fyrir þróun í Afríku (NEPAD), en henni hefur verið líkt við Marshall- aðstoðina eftir seinni heimsstyrjöld- ina. NEPAD-áætlunin sker sig þó frá henni að því leyti að hún er þróuð af Afríkuríkjunum sjálfum á ráð- stefnum, í hópum sérfræðinga og á ýmsum fundum. NEPAD felur í sér að hafist verði handa við þróun tækni, landbúnaðar, heilbrigðiskerfa og grunngerðar afr- ískra samfélaga. Iðnríkin átta muni leggja til fjárhagsaðstoð, ýmist í formi beinna peningagreiðslna til heilbrigðis- og menntamála, eða með afnámi skulda og viðskiptahindrana, en gert er ráð fyrir að kostnaður við framkvæmd NEPAD nemi 64 millj- örðum dollara á ári. Alls er óvíst að hugmyndunum verði hrint í fram- kvæmd strax, og ekki er víst að sum- ar þeirra verði nokkurn tímann að veruleika, en Afríkuríkjunum er mjög umhugað um að þær komist á dagskrá. Hefur forseti Suður-Afríku, Thabo Mbeki, verið ötull talsmaður þeirra en hann ásamt fleiri leiðtogum Afr- íkuríkja verður viðstaddur fundinn í Kananaskis. Fyrir stuttu lofuðu Vesturlönd á fundi í Mexíkó að 12 milljarðar doll- ara yrðu látnir renna til fátækra landa og gert er ráð fyrir því að á fundinum í Kananaskis verði þrýst á leiðtogana að láta meginhluta þess fjármagns renna til Afríku. Að auki hafa einstök ríki lofað fjármagni til Afríku, Bush hefur til að mynda til- kynnt að hann hyggist leggja 500 milljónir dollara til baráttunnar gegn alnæmi í Afríku og 100 milljónir til menntamála þar og fleiri þjóðir hafa tilkynnt að þær hyggist láta ákveðið fjármagn renna til álfunnar. Athygl- isvert er að sú aðstoð sem Kanada- menn hafa boðið fram til Afríku er álíka há og upphæðin sem þeir greiða í kostnað vegna fundarins í Kan- anaskis. Svo getur farið, Afríkuríkjunum til raunar, að umræða um hryðjuverk, öryggismál og Mið-Austurlönd muni skyggja á þau mál er varða Afríku á fundinum í Kananaskis. Til að mynda er líklegt að umræður um atburði síðustu daga í Palestínu muni taka töluverðan tíma á fundinum, sérstak- lega eftir ræðu Bush um málefni Mið-Austurlanda á mánudag. Það hefur viljað brenna við að ásetn- ingurinn um að ræða fyrirfram ákveðin mál á G8-fundunum, víki fyr- ir umræðum um það sem hæst ber í stjórn- og efnahagsmálum líðandi stundar. Leiðtogafundur átta helstu iðnríkja heims hefst í afskekktu fjallaþorpi í Kanada í dag Málefni Afríku ofar- lega á baugi Leiðtogafundur átta voldugustu iðnríkja heims hefst í afskekktu fjallaþorpi í kanadísku klettafjöllunum í dag. Elva Björk Sverrisdóttir kynnti sér þær miklu öryggisráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna fundarins og það sem efst verður á baugi á honum. AP Indíánahöfðingjar úr Stoney Nokoda-þjóðflokknum taka á móti Jean Chrétien, forsætisráðherra Kanada, í Calgary í gær, á leið hans á G8- fundinn sem haldinn er í Kananaskis í Kanada. elva@mbl.is GEORGE W. Bush Bandaríkja- forseti kom til Arizona í gærmorg- un og skoðaði eyðilegginguna af völdum skógareldanna er geisað hafa þar frá því í síðustu viku. Mikil vinna slökkviliðsmanna hafði, ásamt bættum veðurskilyrðum, í gær skilað þeim árangri að bærinn Show Low hafði ekki orðið eldinum að bráð, eins og talið hafði verið óhjákvæmilegt að myndi gerast. En hættan var þó alls ekki liðin hjá, og svört reykský umluktu bæ- inn og aska lá yfir öllu. Hafa flestir íbúanna, sem eru um átta þúsund, yfirgefið heimili sín. Lögreglumenn segja eldinn hafa kviknað af manna völdum og hefur á fjórða hundrað húsa eyðilagst í honum. Í gær hafði ekki tekist að ná tökum á eldinum en þúsundir slökkviliðsmanna og sjálfboðaliða berjast við hann. Reuters Slökkviliðsmenn stöðva umferð skammt frá eldunum í Arizona.         +, - .-. +/0)1234512612789:1                             !      !       "    #$ %&                        !  '  (                    ! " #  #$%& $"                            ! "!#  Bush kannar eldana Show Low í Arizona. AFP. MAHATHIR Mohamad, forsætis- ráðherra Malasíu, mun láta af störf- um eftir fund leiðtoga múslimaríkja í Malasíu í október á næsta ári og tek- ur Abdullah Ahmad Badawi, næst- ráðandi Mahathirs, við embætti for- sætisráðherra. Fulltrúi stjórnar- flokksins í Malasíu tilkynnti þetta í gær og sagði jafnframt að þessi langi fyrirvari á forsætisráðherraskiptun- um myndi tryggja stöðugleika í stjórnmálum landsins. Mahathir er 76 ára gamall og hef- ur verið forsætisráðherra Malasíu í 21 ár. Hann olli miklu uppnámi á laugardag er hann tilkynnti um tvö þúsund fulltrúum á flokksþingi stjórnarflokksins að hann hygðist segja af sér öllum trúnaðarstörfum. Sjónvarpað var beint frá fundi flokksins og því urðu allir landsmenn vitni að því er Mahathir tilkynnti grátandi afsögn sína. Síðar um daginn greindi Abdullah varaforsætisráðherra frá því að sam- starfsmönnum Mahathirs hefði tek- ist að fá hann til að endurskoða ákvörðun sína en sjálfur lét Mahath- ir ekkert hafa eftir sér opinberlega, skundaði í sumarfrí á Ítalíu og er ekki væntanlegur heim til Malasíu fyrr en eftir viku. Hefur nú verið tilkynnt, sem fyrr segir, að Mahathir gegni forsætis- ráðherraembættinu um drjúga stund enn og segja fréttaskýrendur þá niðurstöðu til marks um að skort- ur sé á mönnum í stjórnarflokknum sem geti tekið við hlutverki Mahath- irs svo umsvifalaust. Mahathir hættir á næsta ári Kuala Lumpur. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.