Morgunblaðið - 26.06.2002, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 26.06.2002, Qupperneq 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2002 23 ÓPERUSTJÖRNUR morgundags- ins er yfirskrift tónleika á vegum hinnar nýstofnuðu Sumaróperu Reykjavíkur, sem haldnir verða í Gerðubergi í kvöld. Eru þetta fyrstu tónleikarnir af fernum sem áætlaðir eru í tónleikaröð á vegum Sumaróperunnar í sumar. Munu þar koma fram átta söngvarar, sem enn eru í námi, og taka þátt í starf- seminni í sumar. Þau eru Nathalía Druzin Halldórsdóttir mezzó- sópran, Dóra Steinunn Ármanns- dóttir sópran, Bentína Sigrún Tryggvadóttir mezzó-sópran, Haf- steinn Þórólfsson baríton, Aðal- steinn Bergdal tenór, Sólveig Sam- úelsdóttir sópran, Hjördís Elín Lárusdóttir sópran og Jóhannes Jó- hannesson bassa-baríton. Píanó- leikari er Steinunn Halldórsdóttir, en auk þess mun Hrólfur Sæmunds- son, baríton og einn af stjórnendum Sumaróperunnar, vera sérstakur gestur tónleikanna. „Mikil vinna en skemmtileg“ Í fréttatilkynningu um tón- leikana segir: „Óperustjörnur morgundagsins eru átta söngvarar sem Sumaróperan valdi eftir ströng áheyrnarpróf úr miklum fjölda um- sækjenda. Því er hægt að fullyrða að hér sé saman komið á tónleikum hið besta söngfólk á landinu, næsta kynslóð af íslenskum óperustjörn- um.“ Aðalsteinn Bergdal er einn hinna upprennandi óperustjarna, sem koma fram á tónleikunum í kvöld. „Æfingar fyrir tónleikana hófust um leið og starfsemi Sumaróper- unnar, sem var í síðustu viku,“ seg- ir hann í samtali við Morgunblaðið. Hann segir mikið hafa verið unnið undanfarna daga, enda fyrirvarinn stuttur. „Efnisskráin var að mestu valin af aðstandendum óperunnar, en einnig erum við nokkur að syngja aríur, þar sem við fengum að ráða valinu að nokkru leyti sjálf. Þá völdum við kannski eitthvað sem við höfum unnið áður.“ Aðalsteinn segir undirbúninginn ganga vel og að áhugavert sé að taka þátt í starf- semi Sumaróperunnar. „Það er al- veg frábært að geta tekið þátt í verkefni sem þessu. Þetta er auðvit- að alveg nýtt, og gott tækifæri fyrir okkur sem erum enn að læra,“ seg- ir hann. Atriði úr Dido og Aeneas flutt Á efnisskrá tónleikanna eru at- riði úr helstu óperum og söng- leikjum tónbókmenntanna, m.a. Smyglarakvintettinn úr Carmen eftir Bizet, Perlukafaradúettinn eftir sama höfund, Bess, You is My Woman úr Porgy og Bess eftir Gershwin og kvintett úr Töfraflaut- unni eftir Mozart. Auk þess verða flutt atriði úr Dido og Aeneas eftir Purcell, sem Sumarópera Reykja- víkur mun setja upp í Borgarleik- húsinu í ágúst. Munu söngvararnir átta vera þar í smærri hlutverkum og kór en með aðalhlutverk í upp- færslunni fara Ingveldur Ýr Jóns- dóttir, Hrólfur Sæmundsson, Ás- gerður Júníusdóttir og Valgerður Guðnadóttir. Sumarópera Reykja- víkur er styrkt af ÍTR og Hinu hús- inu. Tónleikarnir í Gerðubergi hefj- ast í kvöld kl. 20. Upprennandi „óperustjörnur“ koma fram á tónleikum í Gerðubergi „Gott tækifæri fyrir okkur“ Morgunblaðið/Jim Smart Söngvarar í Sumaróperu Reykjavíkur sem fram koma á tónleikum í Gerðubergi í kvöld. PER Olov Enquist, sem árið 1969 fékk Bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs fyrir heimildaskáldsögu, hefur slegið í gegn með nýrri skáld- sögu sinni sem nú er komin út á ís- lensku. Þetta er Líflæknirinn sem valin hefur verið besta erlenda skáld- sagan árið 2001 í Frakklandi og er metsölubók í Þýskalandi. Ekki verður annað séð en þessi upphefð sé að verðleikum. í Líflækninum segir frá fjölda per- sóna, en fyrirferðarmestir eru Þjóð- verjinn Struensee, líflæknir hins geð- sjúka danska konungs Kristjáns sjöunda, konungurinn sjálfur og enskættaða drottningin Karólína Matthildur. Struensee var ráðinn líflæknir 1768 og varð uppáhald konungs og þá ekki síst drottningarinnar sem hann átti í ástarsambandi við. Læknirinn var upplýsingarmaður í anda frönsku byltingarinnar en á undan henni. Hann beitti sér fyrir ýmsum breyt- ingum við dönsku hirðina sem höfðu áhrif á stjórn ríkisins og þetta varð honum m.a. að falli. Bókin er í senn saga hamingju og blóðugra átaka sem lýkur með aftöku Struensee. Per Olov Enquist er það einkar lag- ið að draga upp myndir sælustunda þar sem ástalíf gegnir stóru hlutverki um leið og hann gleymir ekki hryllingi átjándu aldar. Einnig koma við sögu hugsuðir eins og Diderot og Voltaire sem konungurinn er í sambandi við. Diderot og fleiri gera sér vonir um að Danmörk með konunginn unga verði til þess að rofi til í evrópskum stjórnmálum, en jafnframt er þeim ljós sjúkdómur hans. Struensee getur hjálpað vegna þess að hann á trúnað konungsins. Lýsingin á konunginum er á köfl- um áþekk skrípamynd en hún er ákaflega lifandi og víða átakanleg. Konungurinn er í raun barn, gáfað barn og leiksoppur. Drottningin er annarrar gerðar en þrátt fyrir tign sína lokuð inni í undarlegu samfélagi og eigin taumlausu draumum. Samfélagslýsingin er vel gerð hjá Per Olov Enquist og felur í sér spá um að illa fari. Spilltir ráðgjafar, fulltrúar valdsins, og stjórnlaus múg- ur fá ekki lesandann til að halda að paradís á jörðu sé framundan í Dan- mörku þótt erlendir hugsjónamenn láti slíkt hvarfla að sér. Vegna hinna mörgu persóna er ekki alltaf létt að fylgjast með í þess- ari sögulegu skáldsögu, en greinilega hefur höfundurinn kynnt sér vel efnið og hefur að auki innsæi, einkum í mannlegan veikleika. Ástafundir þeirra Struensee og drottningar og áhyggjulaust líf þeirra þrátt fyrir allt skapa verkinu munúð. Vandræðagangur konungsins í ást- um, ekki síst samskipti hans við hórur þar sem Stígvéla-Katrín gnæfir upp úr, er varfærnislegur í frásögninni. Einnig verka brjálæðisköst hans sannfærandi en þau felast oft í að brjóta og rífa niður til að fá útrás. Menn hafa áhyggjur af kynlífi Kristjáns konungs. Samtíðarheimild- ir greina frá að lösturinn sé sjálfsfró- un. Hann hafi með örvæntingarfull- um hætti reynt að slá á þunglyndið sem „hrjáði hann en þetta athæfi dró smám saman úr mætti hans, lagðist þungt á hjarta hans og leiddi til þess harmleiks sem síðar varð. Tímunum saman reyndi hann að fróa sér í ákafa til að fá eitthvert samhengi í hlutina eða til að losa sig við örvæntingu sína. En það virtist ekki duga til“. Drottningin varð ekki til að lækna konunginn af lesti sínum, aðeins hór- ur, einkum ein, gátu um sinn beint honum af þessari braut. Fyrir þá sem áhuga hafa á kon- ungaættum hlýtur Líflæknirinn að vekja sérstakan áhuga því að eins og höfundurinn segir í eftirmála er í dag varla til nokkur konungsfjölskylda í Evrópu „að Svíþjóð meðtalinni, sem ekki getur rakið ættir sínar til Jo- hanns Friedrichs Struensees, ensku prinsessunnar hans og litlu stúlkunn- ar þeirra“. Þýðing Höllu Kjartansdóttur sýn- ist mér vönduð og hin læsilegasta. Konunglegar ástir BÆKUR Þýdd skáldsaga eftir Per Olov Enquist. Skáldsaga. Halla Kjartansdóttir þýddi. Oddi prentaði. Mál og menning 2002 – 316 síður. LÍFLÆKNIRINN Jóhann Hjálmarsson BLÚSSÖNGVARINN og munn- hörpuleikarinn Chicago Beau mun halda tónleika næstu daga, og verða þeir fyrstu haldnir á fimmtudag á N1 bar í Keflavík. Beau kom síðast til landsins í jan- úar 2001 og hélt tónleika á Gauk á Stöng sem hlutu mikið lof. Beau hefur síðustu áratugi leikið um allan heim, flutt fyrirlestra um afrísk-ameríska menningu og staðið fyrir útgáfu tímarita og geisladiska. Hann hefur, að því er segir í tilkynn- ingu, starfað með mörgum goðsögn- um úr heimi blússins og djassins eins og Sunnyland Slim, Archie Shepp, Pinetop Perkins, Art ensemble of Chicago o.fl. Í tilkynningu segir ennfremur að Beau þyki með endemum líflegur skemmtikraftur og eigi það til að kynda verulega upp í áheyrendum. Chicago Beau til halds og trausts verða þeir Guðmundur Pétursson gítarleikari, Jóhann Hjörleifsson trommuleikari, Haraldur Þorsteins- son bassaleikari, Þórir Baldursson orgelleikari og Þorleifur Guðjónsson bassaleikari. Eins og fyrr sagði mun Beau leika 27. júní á N1 bar í Keflavík kl. 22, 29. júní á Blue North hátíðinni á Ólafs- firði, 30. júní í Hamraborg á Beru- firði kl. 21, 1. júlí í Valhöll á Eskifirði kl. 21 og 2. júlí í Blúskjallaranum á Norðfirði kl. 20.30. Chicago Beau blúsar fyrir landann ÞÓRHALLUR Barðason baríton og Ólafur Vignir Albertsson pí- anóleikari halda tónleika að Laugarborg í Eyjafirði á morgun, fimmtudag kl. 21. Á efnisskrá tónleikanna verða verk eftir Sigvalda Kaldalóns, Karl O. Runólfsson, Árna Thor- steinsson, Sigfús Halldórsson, F. Schubert, R. Schumann, W.A. Mozart, C. Gounod og G. Verdi. Þórhallur lauk 8. stigi í söng frá Söngskólanum í Reykjavík vorið 1999 og hefur síðan verið við einkanám í Vínarborg, ásamt því að vera gestanemandi í tón- listarháskólaVínarborgar. Í vor lauk hann einsöngvara- prófi frá Bel canto-stofnun kammersöngvarans Hugh Beres- fords. Ólafur Vignir starfar sem pí- anóleikari við Söngskólann í Reykjavík. Miðar verða seldir við inngang- inn og er miðaverð þúsund krón- ur. Ólafur Vignir Albertsson og Þórhallur Barðason. Sungið í Laugaborg BALDR op. 34, tóndrama án orða eft- ir Jón Leifs er komið út á geisladiski. Það er BIS-útgáfan í Svíþjóð sem gef- ur verkið út, Sin- fóníuhljómsveit Íslands leikur, einsöngvari er Gunnar Guð- björnsson, Schola Cantorum syng- ur, organisti og kórstjóri er Hörð- ur Áskelsson, en stjórnandi flutn- ingsins er finnski hljómsveitarstjór- inn Kari Kropsu. Baldr er eitt mesta verk Jóns Leifs og eina sviðsverk hans fyrir utan tón- list sem hann samdi við Galdra-Loft á æskuárum sínum. Verkið ber undir- titilinn tóndrama án orða en í pésa sem fylgir diskinum segir Árni Heim- ir Ingólfsson tónlistarfræðingur að sú lýsing sé nokkuð villandi þar eð í verkinu séu Óðni lögð í munn nokkur erindi úr Eddukvæðum og Snorra- Eddu, sem var helsta heimild tón- skáldins við framvindu atburðarásar verksins. Gunnar Guðbjörnsson syngur hlutverk Óðins. Í verkinu seg- ir af samskiptum Baldurs og Loka og baráttu góðs og ills. Eitt af einkenn- um verksins er fjölbreytt notkun slagverks; Jón Leifs notaði fjölda óhefðbundinna slagverkshljóðfæra í verkinu, eins og járnkeðjur, steðja, fallbyssur, steina og skildi. Jón Leifs var farinn að vinna drög að Baldri nokkrum árum áður en hann hóf sjálfa tónsmíðina. Fyrstu tónlistina setti hann á blað árið 1993 og lauk verkinu árið 1947. Stuttur kafli úr verkinu, Sköpun mannsins, var fluttur á minningartónleikum um Jón að honum látnum en verkið var ekki flutt í heild fyrr en árið 1991 þeg- ar Sinfóníuhljómsveit æskunnar lék það á tónleikum. Verkið var flutt í dansuppfærslu Sinfóníuhljómsveitar Íslands og finnskra dansara í eilítið styttri útgáfu í Laugardalshöll á menningarborgarári 2000. Baldr kominn á geisladisk Jón Leifs ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.