Morgunblaðið - 26.06.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.06.2002, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. F RAMLÖG til heilbrigð- ismála hér á landi eru há í alþjóðlegum sam- anburði. Opinber út- gjöld í þessum efnum hafa hins vegar ekki aukist sem hlutfall af vergri landsframleiðslu síðustu árin heldur minnkað aðeins á sama tíma og beinn kostnaður heim- ilanna vegna heilbrigðismála hefur aukist. Samkvæmt tölum Þjóðhagsstofn- unar voru útgjöld heimila vegna lyfja og læknisþjónustu 10,7 millj- arðar kr. árið 2000 og hafa hækkað um tæpa tvo milljarða kr. á tveimur árum frá árinu 1998 og úr tæpum sex milljörðum kr. árið 1995. Sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hefur hlutfallið vaxið úr 1,32% árið 1995 í 1,60% árið 2000. Opinber heil- brigðisútgjöld námu samkvæmt töl- um Þjóðhagsstofnunar 51 milljarði kr. árið 2000 samanborið við 31 milljarð króna árið 1995 og 40,5 milljarða kr. árið 1998. Sé miðað við hlutfall af vergri landsframleiðslu kemur fram að hlutfallið var 6,92% árið 1995, lækkar næstu tvö árin, en hækkar síðan í 7,88% árið 1999 og lækkar síðan aftur í 7,64% árið 2000. Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í heilsufélagsfræði við hjúkrunar- fræðideild Háskóla Íslands, segir að það sé alls ekki þannig að ríkið sé að draga sig út úr fjármögnun á heil- brigðisþjónustu. Hins vegar sé kostnaðurinn að aukast og sú aukn- ing sé að lenda á heimilunum fyrst og fremst. Eftir sem áður séu útgjöld hins opinbera vegna heilbrigðismála há og spyrja megi sig hvernig á því standi. Það skýrist fyrst og fremst af því að við séum með mjög umsvifa- mikla spítalastarfsemi í heilbrigðis- kerfinu, hvort sem litið sé til fjölda sjúkrarúma eða fjölda innlagna. Til að mynda séum við einna hæstir inn- an OECD-ríkjanna hvað varðar inn- lagnir á sjúkrahús og þetta sé þjón- usta sem ríkið borgi að fullu. Rangar áherslur í uppbygg- ingu heilbrigðisstofnana „Það má færa gild rök fyrir því að við höfum verið með rangar áherslur í uppbyggingu þjónustustofnana í heilbrigðiskerfinu að því leyti að við höfum lagt of mikla áherslu á spít- alarekstur og of litla á heilsugæsl- una í hinu opinbera kerfi,“ sagði Rúnar. Hann bætti því við að auðvitað gæti ríkið farið betur með þá fjár- muni sem fara til heilbrigðismála en það sé misráðið að reyna að ná því fram með meiri álögum á sjúklinga í heilsugæslunni eins og gert hafi ver- ið hér á landi á und- anförnum árum með komugjöldum og lyfjakortum. Miklu nær sé fyrir ríkið að leita leiða til þess að efla opinbera heilsu- gæslu, því þau tengsl séu á milli heilsu- gæslu og spítala- reksturs að öflug heilsugæsla geti dregið úr tilefnum til innlagna og verið lið- ur í því að halda kostnaði við sjúkra- húsin niðri. Við séum þannig með tiltölu- lega veikt opinbert heilsugæslukerfi ef miðað er við fjölda stöðugilda og fjármagn til málaflokksins, en á móti tiltölulega öflugt sjúkrahúskerfi út frá stöðugildum, fjármagni og sjúkrarúmum. Þar að auki sé at- hyglisvert að meðallega á íslenskum sjúkrahúsum sé með lengra móti, þrátt fyrir að hún hafi styst á und- anförnum árum. „Það gæti stafað af því að við inn- lögn er fólk veikara heldur en það er kannski annars staðar þar sem heil- brigðiskerfið er öðru vísi uppbyggt. Þetta er eitthvað sem er erfitt að leggja mat á en það gæti vel skýrst af þessu og ég held að við séum að færa okkur smám saman inn í kerfi þar sem að margir sjúklingar fara of seint með sín vandamál til heilsu- gæslunnar og að stærri hluti þeirra vandamála endi með innlögn heldur en er í kerfi þar sem heilsugæslan er öflug,“ sagði Rúnar. Hann bætti við að þar með værum við að viðhalda kerfi þar sem spít- alaþjónustan væri stór þáttur sem væri að vísu ókeypis fyrir sjúk- lingana. Það þýddi að sjúklingarnir væru að borga verulega mikið úr eigin vasa á sama tíma og ríkið væri líka að því, vegna þess að við værum með há komugjöld í heilsugæslunni og einnig umsvifamikinn spítala- rekstur. Auka þarf áherslu á heilsugæslu Rúnar sagði að við þyrftum að snúa ofan af þessari þróun og færa okkur nær því sem gerist meðal ann- arra þjóða sem við berum okkur saman við í skiptingu sj þjónustu og heilsugæslu verði samhæfingar- og vanda í heilbrigðisþjónus auka áherslu gæsluna. Það s riði að þjónus heilsugæslunni alarnir vinni ve þannig að þ verði samfelld komandi einsta „Ég held að um það ekki m hækka enn fre ustugjöld í he unni heldur þve með því að leit þess að draga útgjöldum o heilsugæsluna aðgengilegri fy lingana, ekki b isþjónustuna gæslunni heldur einnig for heilbrigðisþjónustu að öð Þar held ég að heilsugæslu ar gegni lykilhlutverki ve að þær veita bæði þessa he almennu læknisþjónustu e ýmsa aðra heilsugæsluþjón og fræðslu og forvarnir hjúkrun, þjálfun og fleir Rúnar. Hann og samstarfsme hafa verið að rannsaka að heilbrigðisþjónustu og kos sjúklingar hafa af þjónus hvernig þróunin hefur ver efnum undanfarin ár. Rún að það hefði komið veruleg hversu stór hluti aðspurð frestað því að fara til læknis kvæmt niðurstöðum könnu náði til tæplega tvö þúsun úrtaks af þjóðinni á aldrinu ára hafði tæpur fjórðungur frestað för til læknis á síða sex mánaðum, þó þeir teld hefðu haft þörf fyrir að fara is. Tvær ástæður eru eink ar. 45% sögðust ekki hafa læknis vegna tímaskorts sögðust ekki hafa farið t vegna kostnaðar. Rúnar segir að þegar ú skoðað nánar sé það mjö isvert og áhyggjuefni að þa um yngsti hópurinn, 18–24 skeri sig úr í þessum efnum fólks á þessum aldri hafi fr til læknis á síðustu sex mán Rúnar varar einnig vi framkvæmd á sviði heilbri ustu til að mynda hvað varð Rangar áherslur í uppbyggingu stofnana Rúnar Vilhjálmsson Færa má gild rök fyrir því að við höfum verið með rangar áherslur í uppbyggingu þjón- ustustofnana í heil- brigðiskerfinu að því er fram kemur í samtali Hjálmars Jónssonar við Rúnar Vilhjálms- son, prófessor í heilsu- félagsfræði við hjúkr- unarfræðideild Háskóla Íslands. Of lítil áhersla hefur verið lögð á uppbyggingu heils að mati Rúnars Vilhjálmssonar, prófessors við                    '  #()% # %  * +, '  #  # %  * +,                 '  YFIRSTJÓRN LANDSSÍMANS ÁTÖK UM FJÁRMÁLAFYRIRTÆKI Tilraun Búnaðarbankans til þessað ná ítökum í SPRON, meðmilligöngu nokkurra einstak- linga, þarf ekki að koma á óvart. Tækifærið er notað, þegar þessi gam- algróna fjármálastofnun er að taka ákvarðanir um grundvallarbreyting- ar á rekstrarformi. Ekki eru nema rúmlega þrír mán- uðir liðnir frá aðalfundi Íslandsbanka en síðustu vikurnar fyrir hann stefndi í mikil átök um yfirráð yfir bankanum. Til þeirra kom þó ekki vegna óvæntra afskipta Fjármálaeft- irlitsins. Frá því að umræður hófust að ráði um einkavæðingu bankakerfisins sumarið 1998 og 1999 hefur Morgun- blaðið hvatt alþingismenn til þess að setja löggjöf, sem tryggi í einu eða öðru formi dreifða eignaraðild að fjármálafyrirtækjum. Þeim hug- myndum hefur víða verið illa tekið og annars staðar misjafnlega, þótt flest- ir stjórnmálamenn viðurkenni, að dreifð eignaraðild að þessum fyrir- tækjum sé æskilegt markmið. Í tengslum við umræður um breyt- ingu sparisjóða í hlutafélög hefur komið fram, að samkvæmt lögum er sparisjóðum heimilt að takmarka at- kvæðisrétt einstakra hluthafa við 5%, þótt eignarhlutur þeirra í sparisjóð- unum geti verið meiri. Markmiðið með því að setja slík ákvæði er ein- faldlega að koma í veg fyrir að ein- stakir aðilar eða fámennir hópar leggi sparisjóðina undir sig. Sú aðferð að takmarka atkvæðis- rétt við ákveðið hlutfall, hvað sem líð- ur eignarhlutnum sjálfum var ein þeirra hugmynda, sem Morgunblaðið setti fram haustið 1999 og vísaði þar til reynslu í öðrum löndum. Í samtali við Morgunblaðið í gær taldi Valgerður Sverrisdóttir, við- skiptaráðherra, þá annmarka á þess- ari aðferð, að gerðar yrðu athuga- semdir við hana annaðhvort af hálfu ESB eða EFTA og vísaði til umræðna í Noregi í því sambandi. Hins vegar taldi hún að slíkar at- hugasemdir yrðu ekki gerðar vegna sparisjóðanna og sagði: „Í ESB-lönd- um eru sparisjóðir hlutafélög og þar eru þessi ákvæði án þess að gerðar séu athugasemdir við það. Það kemur til af því að sparisjóðir eru annars eðlis en viðskiptabankar almennt.“ Þessi röksemdafærsla gengur ekki upp hér. Það er engin grundvallar- munur á rekstri banka og sparisjóða á Íslandi. Stærri sparisjóðir, eins og t.d. SPRON, Sparisjóður vélstjóra, Sparisjóður Hafnarfjarðar og Spari- sjóður Keflavíkur gegna nákvæmlega sama hlutverki gagnvart einstakling- um og atvinnufyrirtækjum og við- skiptabankarnir og raunar gera minni sparisjóðir í einstökum byggð- arlögum það einnig. Má í því sam- bandi t.d. vísa til Sparisjóðs Bolung- arvíkur, sem gegnt hefur mikilvægu hlutverki í vestfirzku atvinnulífi. Ef við komumst upp með þetta lagaákvæði vegna sparisjóðanna gagnvart ESB og EFTA eigum við að láta á það reyna einnig í sambandi við viðskiptabankana. Reynslan frá Íslandsbanka og nú í sambandi við SPRON sýnir að öflugir aðilar í viðskiptalífinu hafa mikinn áhuga á að ná undirtökum í fjármála- fyrirtækjum. Þjóðin mun ekki sætta sig við þá þróun. Ríkisstjórnin á ekki að halda áfram með einkavæðingu ríkisbankanna fyrr en skýr stefna hefur verið mótuð í þessum efnum. Það á við um Landsbankann ekkert síður en Búnaðarbankann. Á þessum forsendum lagðist Morgunblaðið gegn sölu á þeim hlut í Landsbank- anum, sem seldur var á dögunum á 15 mínútum. Sú framvinda mála, sem nú stendur yfir, er uggvænleg. Þetta mál getur farið úr böndum. Stjórnmálamenn- irnir eiga ekki að láta það gerast. Það hafa verið miklar sviptingar íkringum Landssímann á undan- förnum mánuðum og misserum. Stund- um verður tæpast hjá einhverju umróti komizt og á það ekki sízt við, þegar um er að ræða áform um einkavæðingu grundvallarfyrirtækja á borð við Landssímann. Það fer hins vegar ekki á milli mála, að það er skaðlegt fyrir fyrirtæki, þeg- ar stormar geisa um þau af hvaða ástæðu svo sem það er. Vonandi er Landssíminn kominn í gegnum þann kapítula. Ákvörðun stjórnar Landssímans um að ráða Brynjólf Bjarnason, forstjóra Granda hf., til þess að veita fyrirtækinu forstöðu er skynsamleg og líkleg til þess að verða fyrirtækinu til farsældar. Brynjólfur Bjarnason var að mörgu leyti boðberi nýrra tíma í sjávarútvegi, þegar hann var ráðinn forstjóri Bæj- arútgerðar Reykjavíkur á sínum tíma. Tími frumkvöðlanna í íslenzkum sjáv- arútvegi var að mestu liðinn en þótt ótrúlegt sé var ekki mikið um það á þeim tíma, fyrir tæpum tveimur ára- tugum, að ungt fólk með menntun í stjórnun atvinnufyrirtækja væri ráðið til starfa í sjávarútvegsfyrirtækjum. Brynjólfur Bjarnason tók þar upp ný vinnubrögð, sem síðan hafa rutt sér til rúms í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja. Að því leyti til markaði ráðning hans til Bæjarútgerðarinnar á sínum tíma í borgarstjóratíð Davíðs Oddssonar ákveðin þáttaskil. Og eins og alltaf þeg- ar menn koma með nýja starfshætti og ný vinnubrögð var þeim misjafnlega tekið af þeim, sem fyrir voru. Nokkru síðar voru Bæjarútgerðin og Ísbjörninn hf. sameinuð í Granda hf. og nokkrum árum seinna gekk Hraðfrysti- stöðin í Reykjavík inn í þá sameiningu. Stofnun, uppbygging og þróun Granda hf. markaðí líka ákveðin tímamót í sjáv- arútvegi og vísaði veginn til nýrra tíma. Hinn nýi forstjóri Landssíma Íslands hefur því áður komið við sögu við að leiða breytingar í mikilvægri atvinnu- grein. Hann hefur reynslu af því að reka stórt fyrirtæki og reynzt farsæll í því starfi, þótt um hann hafi á stundum staðið deilur eins og um aðra menn. Væntanlega er nú búið að skipa mál- um Landssímans til nokkurrar framtíð- ar og verður ekki annað sagt en að vel hafi tekizt að greiða úr þeim vanda- málum, sem upp hafa komið í málefnum fyrirtækisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.