Morgunblaðið - 26.06.2002, Side 31

Morgunblaðið - 26.06.2002, Side 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2002 31 ✝ Páll Arnar Guð-mundsson prent- smiður fæddist á Barðastöðum í Stað- arsveit á Snæfells- nesi 3. ágúst 1950. Hann andaðist á líkn- ardeild Landspítal- ans í Kópavogi hinn 18. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Pálsson bóndi á Barðastöðum í Staðarsveit, síðar verkamaður í Hvera- gerði, f. 27. des. 1908, d. 4. feb. 1999, og kona hans var Anna Herdís Jóns- dóttir ljósmóðir, f. 3. júlí 1910, d. 12. júní 1996. Systkini Páls eru Jón, f. 27. apríl 1944, Klara, f. 13. apríl 1947, og Sigríður Ólöf, f. 22. apríl 1952. Páll kvæntist Þórunni Sigurðardóttur, f. 5. des. 1950, en þau slitu samvistum. Foreldrar hennar eru Sigurður Pálsson glerslípari og speglagerðarmað- ur, f. 13. nóv. 1926, og kona hans, Guðrún Pálsdóttir húsmóðir, f. 21. ágúst 1930. Börn Páls og Þórunn- ar eru: 1) Guðrún, f. 21. maí 1971, sonur hennar er Páll Arnar og sambýlismaður hennar er Sig- tryggur Árni Ólafsson. 2) Björg- vin, f. 13. ágúst 1974, sambýlis- kona hans er Sigrún Kristjáns- dóttir og eiga þau soninn Lárus Þór. 3) Guðmundur, f. 27. júlí 1980. Eft- irlifandi eiginkona Páls er Þóra Vigdís Guðmundsdóttir tónlistarkennari og organisti, f. 18. okt. 1956. Foreldrar hennar eru Guð- mundur Þórðarson bóndi á Miðhrauni 2 í Miklaholtshreppi, f. 4. okt. 1928, og kona hans, Anna S. Þórð- ardóttir, f. 20. maí 1931. Börn Páls og Þóru eru Anna Her- dís, f. 25. júní 1988, og Bjarki Þór, f. 14. ágúst 1990. Páll hóf nám í Prentsmiðjunni Eddu í janúar 1970 og lauk námi í október árið 1973 og fékk meist- araréttindi í setningu 7. maí 1984. Páll starfaði í Fjarðarprenti 1974, á Morgunblaðinu 1975–1979, hjá Frjálsri fjölmiðlun 1979–1987, í Prentsmiðju Odda 1987–1992 og hjá bókaútgáfunni Skjaldborg 1992–1993. Árið 1993 stofnaði Páll fyrirtækið Letra-Prentþjón- ustu og starfaði þar til ársins 1996 en þá hóf hann störf að nýju hjá Morgunblaðinu og starfaði þar til ársins 2002. Útför Páls verður gerð frá Hjallakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 15. Við kvöddum pabba með kossi og faðmlagi 17. júní en gerðum okkur ekki grein fyrir að þetta var síðasta kveðjan, hann lést síðar um nóttina. Við vitum að hann er búinn að fá friðinn frá erfiðum veikindum en við söknum hans sárt því að hann var okkur alltaf svo góður pabbi. Elsku pabbi, nú ertu farinn í himneska salinn, þú verður alltaf í huga okkar og hjarta. Guð geymi þig, Anna Herdís og Bjarki Þór. Elsku besti pabbi. Það er gott að vita að þú sért kominn til ömmu og afa. Það var svo gott að sjá hvað þú varst sæll á svipinn þegar þú fórst frá okkur. Elsku pabbi minn, það er svo margt sem mig langar að segja þér, hvað þá að halda utan um þig. Það er gott að vita að þú vakir yfir okkur og passar okkur. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af mér lengur, ég veit að þú hjálpar mér í gegnum lífið. Ég var að segja frá því um daginn á fundi hvað ég væri þakklátur fyrir að vera kominn í þessi frábæru sam- tök, því ef ég hefði haldið áfram að gera það sem Bakkus sagði mér að gera þá hefði ég aldrei náð svona vel til þín á þessum erfiða tíma okkar. Elsku pabbi, mér þykir svo of- boðslega vænt um þig og ég veit að það er gagnkvæmt. Mér þykir það sárt að við höfðum ekki meira sam- band í gegnum árin, því við náðum svo vel saman, og unnum vel saman. Sérstaklega gekk það vel, þegar við vorum að setja kvistana á sumarbú- staðinn þinn, þótt það hafi verið brjálað veður allan tímann. Ég ætla að skoða það vel sem þig langaði að ég yrði, enda langar mig það einnig. Elsku pabbi, ég ætla ekki að hafa þetta lengra núna, ég veit að þú ert að passa mig og það róar mig. Elsku Þóra, Anna Herdís og Bjarki Þór, þið hafið allan þann stuðning sem ég get gefið, og ég bið Guð að hjálpa okkur öllum í gegnum þetta. Ég þakka starfsfólkinu á Líknar- deildinni kærlega fyrir allt, honum þótti gott að vera hjá ykkur. Þinn sonur, Guðmundur. Elsku pabbi minn, þá er komið að kveðjustund. Þó svo að við vissum að þetta væri að nálgast er þetta mjög erfitt. Ég sakna þín svo mikið pabbi minn, minningarnar allar hrannast upp hjá mér og er ég mjög þakklát fyrir allan þann tíma sem við eydd- um saman síðustu mánuði, allt spjallið okkar og samveru. Þú barð- ist hetjulega við þennan illvíga sjúk- dóm en að lokum gafst líkaminn upp. Ég hugsa oft um þá helgi síðasta sumar er ég, Sigtryggur og Páll Arnar sonur minn komum í heim- sókn til ykkar Þóru í sumarbústað- inn. Þá varstu svo hress og kátur og fannst svo gaman að hafa okkur öll í kringum þig. Þú leist svo vel út að ég hafði þá tilfinningu að þetta myndi kannski allt enda vel, að þú myndir sigrast á þessu en svo kom annað reiðarslag núna um jólin og þá viss- um við að þessi barátta yrði ekki unnin. En þú tókst þessu með þinni ró og sagðir að svona væri lífið. Þú fékkst allan þann stuðning og þá ást sem þú áttir skilið, sérstaklega var hún Þóra eins og klettur þér við hlið. Einnig fá vinnufélagar þínir á Morg- unblaðinu og yfirmenn þar mínar bestu þakkir fyrir allt, það var ómet- anlegur stuðningur. Systir þín, hún Klara, sýndi það og sannaði einnig enn og aftur hvílík perla hún er. Páll Arnar sonur minn er búinn að tala mikið um þig og saknar þín mik- ið, hann talar sérstaklega um það hvernig þið kvöddust alltaf í hvert sinn. Ég á alltaf eftir að minnast þín eins og þessa helgi síðasta sumar, glaðan og spilandi á harmonikkuna þína, það var frábær stund. Þér leið svo vel í Grímsnesinu, búinn að gera svo fallegt í kringum þig og áttir góða vini þar. Elsku pabbi, ég ætla að standa við loforðið sem þú tókst af mér þegar við kvöddumst, þú baðst mig að halda utan um okkur systkinin fimm og reyna að styrkja okkur öll. Hafðu þökk fyrir allt pabbi minn, ég veit að þér líður vel núna. Og eins og við Páll Arnar segjum alltaf þegar við förum með bænirnar á kvöldin, Guð geymi þig. Ástarkveðja, þín dóttir Guðrún. Elsku pabbi, þá er þinni erfiðu baráttu lokið, þú varst búinn að berjast í þrjú ár, öll þessi erfiðu ár varstu alltaf svo bjartsýnn á að þú myndir yfirbuga sjúkdóminn en að lokum varstu búinn með allan þinn kraft í þessari erfiðu baráttu. Þegar ég sit hér hugsa ég til baka um allar okkar góðu stundir sem við áttum saman þó að við værum ekki alltaf sammála, en við leystum nú úr því og urðum sterkari fyrir bragðið. Það var svo gott að eiga þig að þegar við Sigrún keyptum okkar fyrstu íbúð þá varst þú alltaf tilbú- inn að koma með okkur að skoða íbúðir, eins með það þegar ég var að spyrja þig álits þegar ég ætlaði að fara að gera eitthvað, þá hringdi ég í þig og þú hafðir svör við öllu. Það var yndislegt að þú náðir því að sjá son okkar Sigrúnar, og koma í skírnina þótt þú hafir verið svo veik- ur en þú komst á þrjóskunni. Ég mun ekki gleyma varðandi bústað- inn í Grímsnesinu, hvað þú varst bú- inn að gera hann flottan, þó að þú hafir verið mjög veikur oft á tíðum, þegar þú varst að smíða pallinn síð- asta sumar þá vildir þú vera búinn að klára sem mest ef illa færi með þig. Þær eru svo margar, góðu minn- ingarnar sem ég, Guðrún og Guð- mundur höfum um þig þó að við byggjum ekki alla tíð saman en minningarnar fara ekki. Og nú ert þú kominn til ömmu og afa, ykkur á eftir að líða vel saman, það er ég viss um. Að lokum vil ég þakka Morgun- blaðinu fyrir að standa svona rosa- lega vel við bakið á þér, og eins þeim á líknardeild Landspítalans, megi minningin lifa. Þinn sonur, Björgvin. Elsku afi, mér finnst svo skrítið að þú sért farinn frá okkur, ég er búinn að tala mikið um þig og rifja upp skemmtilega hluti með mömmu. Ég veit að þú ert núna hjá Guði og líður ekki illa, þú varst orðinn svo veikur. Ég var að segja mömmu að mér hefði alltaf fundist svo gott að knúsa þig þegar við vorum að kveðj- ast, þú kysstir mig alltaf þrjá kossa og fékkst stórt knús, það var mjög gott. Mér leið alltaf svo vel hjá ykk- ur Þóru og krökkunum, við Bjarki erum góðir vinir og skemmtum okk- ur alltaf vel heima hjá ykkur og í sumarbústaðnum. Afi minn, ég veit að við hittumst aftur og þá eigum við góðar stundir. Mér þykir svo vænt um þig, ég mun aldrei gleyma þér. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn og verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Guð geymi þig, afi minn. Þinn nafni, Páll Arnar. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Fáeinar kveðjulínur tíl þín Páll minn, með þakklæti fyrir samveruna hér á jörð. Það gerist oft, að þegar mig langar að koma einhverju á blað, þá er „lítið blek“ í pennanum, svo þessar línur verða færri en ég vildi. Hún mamma okkar kvaddi litla drenginn sinn sem fæddist og dó fyrir rúmlega 47 árum með þessari vísu sem mig langar að fylgi þér: Drenginn litla leiddu ljúfi Guð um rann. Bænir mínar breiddu og blessaðu yfir hann. (Anna Herdís Jónsdóttir.) Ég og fjölskylda mín biðjum góð- an Guð að styrkja Þóru þína og börnin. Þín systir, Klara. Kæri mágur og vinur. Þá er komið að kveðjustund. Margs er að minn- ast frá 37 ára samferð í gegnum lífið. Þú varst 15 ára þegar ég 19 ára kom inn í fjölskylduna í Varmahlíð 2 í Hveragerði. Hægur og ljúfur dreng- ur sem öllum þótti vænt um strax við fyrstu kynni. Það var oft gaman, mikið hlegið og sagðir brandarar við eldhúsborðið í Varmahlíðinni, það leið öllum vel sem þangað komu inn fyrir dyr. Þú unnir tónlist og öllu fögru í kringum þig, þú varst ákaf- lega hagur í höndunum, smíðaðir hús og innréttaðir íbúðir eins og út- lærður trésmiður og allt sem þú gerðir var svo vandað sem best má sjá á sumarbústaðnum ykkar í Grímsnesinu sem ber handbragði þínu svo fagurt vitni. Þú lærðir prentiðn og vannst við það lengst af og seinast á Morgunblaðinu, eða til áramóta en þá varst þú orðinn svo veikur af þeim sjúkdómi sem nú hef- ur lagt þig að velli. En þrátt fyrir veikindi þín fylgdistu vel með þegar Jón bróðir þinn lá veikur á Land- spítalanum í janúar, þú hringdir í mig á hverjum degi til að spyrja um líðan hans og sýndir mikla um- hyggju. Þá spjölluðum við oft mikið saman. Þakka þér fyrir það, vinur. En stoltastur varstu af börnunum þínum fimm, þeim Guðrúnu, Björg- vini og Guðmundi sem þú eignaðist í fyrra hjónabandi og Önnu Herdísi og Bjarka Þór í því seinna. Öll bráð- myndarleg og efnileg. Svo áttirðu tvo afastráka, þá Pál Arnar og Lár- us Þór sem þú varst svo stoltur af. Það er frá miklu að hverfa og margt sem þig langaði að gera með þeim en enginn ræður sínum næturstað. Þegar dró að lokum vildirðu fara á líknardeildina í Kópavogi. Hinn 17. júní vorum við öll hjá þér og er það dýrmætt í minningunni að hafa get- að kvatt þig á þann hátt sem við gerðum og sjá hvað konan þín hún Þóra, börnin þín og systkini sýndu þér mikla ástúð og hlýju. Það snart mig djúpt að fylgjast með því. Og svo er það starfsfólk líknardeildar- innar, þar er gott fólk með hjartað á réttum stað. Guð blessi ykkur og störf ykkar. Þó að ég vissi að hverju stefndi þá brá mér aðfaranótt 18. júní þegar hringt var og okkur sagt að nú væri þessu stríði þínu lokið. En þú átt áreiðanlega góða heimkomu og vel hefur verið tekið á móti þér, vinur, það er ég viss um. Elsku Þóra mín, Anna Herdís, Bjarki Þór, Guðrún, Björgvin, Guð- mundur, Páll Arnar, Lárus Þór, Sig- tryggur, Sigrún, Jón, Klara og Silla, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið Guð að senda ykkur styrk í sorginni. Kæri mágur, ég kveð þig með söknuði og bið Guð að gæta þín. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Alma Garðarsdóttir. Þegar við kveðjum vini eins og Pál Arnar Guðmundsson koma upp í hugann margar minningar um liðnar stundir og einnig hugsanir um það hvað einkenndi hann mest. Kynni okkar Páls hófust þegar hann og mágkona mín, Þóra, fóru að vera saman fyrir um það bil 16 ár- um. Þau stofnuðu sitt eigið heimili, giftu sig síðar og eignuðust tvö börn, Önnu Herdísi og Bjarka Þór. Páll og Þóra bjuggu allan húskap sinn á höfuðborgarsvæðinu. Það var Páli mikið metnaðarmál að heimili fjölskyldunnar væri fagurt og vel búið. Páll var einstaklega hagur maður og óhræddur við að taka sér fyrir hendur miklar breytingar og lagfæringar á íbúðum þeirra hjóna. Hann kláraði það með mikilli prýði og var sú vinna unnin eins og eftir bestu fagmenn. Í því skipti engu máli hvort um smíðar, málun eða annað væri að ræða. Ungur lærði Páll prentverk og á þeim tíma var prentað með gamla laginu, „blýið og allt það“. Páll til- einkaði sér vel þær miklu breytingar sem áttu sér stað í prentlistinni og fylgdist grannt með þeirri öru þróun sem átt hefur sér stað í faginu, enda vel móttækilegur fyrir nýjungum. Þessi hæfileiki hans varð líka til þess að hann hafði alltaf vinnu bæði hjá dagblöðum og einnig við það að hanna og útbúa blöð og bæklinga fyrir ýmsa aðila. Öll vinna Páls bar vott um listfengi hans og hversu næmt auga hann hafði fyrir formi og fegurð. En hann var ekki einungis hagur til handa heldur og orðsins og komu þeir hæfileikar honum vel að gagni í störfum hans. Páll sá um útgáfu og útlit á kímnisögunni um Árna í Klömbrum sem móðurafi hans, Jón Guðmundsson, hafði skrifað snemma á síðustu öld. Bók þessa myndskreytti Páll með skemmtileg- um skopteikningum, er hann teikn- aði sjálfur. Þó Páll væri á tíðum dulur maður þá bjó hann yfir mikilli spauggreind og gat svo sannarlega slegið á létta strengi. Já, þegar maður fer að hugsa um hann Pál og rifja ýmislegt upp sér maður betur og betur hversu mikill hæfileikamaður hann var. Tónlistin bjó líka í honum. Hann spilaði vel á nikkuna sína og hljóm- borðið og átti við það góðar stundir. En um fram allt vildi hann koma börnunum sínum vel áfram. Bæði þeim Önnu Herdísi og Bjarka og einnig þeim Guðrúnu, Björgvin og Guðmundi sem hann hafði eignast með fyrri konu sinni. Páll veiktist af krabbameini fyrir tveimur árum. Í veikindum sínum sýndi hann mikinn styrk og elju. Hann var þakklátur vinnuveitendum sínum á Mogganum hvað þeir hafa sýnt fjölskyldunni mikinn stuðning. Já og öllum þeim sem hlúðu að honum í veikindum hans bæði í aðhlynningu Krabba- meinsfélagsins og þeim á Líknar- deildinni. Oft kom fram hversu velviljaður og góður maður Páll var og hvað hann hafði næma tilfinningu fyrir dýpt lífsins og mikla von um áfram- haldandi líf að jarðvistardögum okk- ar loknum. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast Páli Arnari Guðmundssyni. Guð blessi og styrki eftirlifandi eiginkonu hans og börnin og barnabörnin tvö á þeim sorgar- tímum sem þau mæta nú. Karl V. Matthíasson. PÁLL ARNAR GUÐMUNDSSON Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284 við Nýbýlaveg, Kópavogi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.