Morgunblaðið - 26.06.2002, Page 32

Morgunblaðið - 26.06.2002, Page 32
MINNINGAR 32 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ HreggviðurSteinn Hendriks- son fæddist á Akra- nesi 19. febrúar 1937. Hann lést á Sjúkra- húsi Akraness 17. júní síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Hendrik Kristinn Steinsson, f. 24.9. 1905, d. 17.7. 1994, og Jóna Ragn- heiður Vilhjálmsdótt- ir, f. 20.8. 1909, d. 24.12. 1997. Systkini Hreggviðs voru Anna Jóna, f. 14.3. 1930, d. 22.9. 1945, Inga Lilja, f. 6.2. 1934, d. 3.6. 1935, og Vil- hjálmur Rúnar, f. 5.11. 1951, kvæntur Aðalheiði Oddsdóttur, f. 10.2. 1954, þau eiga tvo syni, Dag- bjart, f. 30.3. 1977, og Jón Ragnar, f. 3.4. 1984. Hinn 1. apríl 1961 kvæntist Hreggviður eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigrúnu Sigur- jónsdóttur, f. 30.8. 1937. Þau eiga þrjá syni: 1) Hendrik, f. 5.12. 1960, kvæntur Guðrúnu Brynjólfs- dóttur, f. 12.12. 1966, þau eiga tvo syni, Daníel, f. 25.7. 1985, og Davíð Heiðar, f. 16.3. 1989. 2) Rúnar, f. 14.7. 1962, á tvö börn með Jóhönnu Steinunni Hauksdótt- ur fyrrverandi eigin- konu sinni, f. 21.3. 1966, Hafdísi Rögnu, f. 6.6.1986, og Hregg- við Hauk, f. 9.8. 1990. 3) Sigþór, f. 28.4. 1966, sambýliskona Guðrún Guðbjarnadóttir, f. 27.7. 1971, þau eiga tvær dætur, Sólrúnu, f. 27.4. 1997, og Eyrúnu, f. 30.4. 2001. Útför Hreggviðs verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Það er erfitt að venjast þeirri hugsun að Hreggi sé nú horfinn frá okkur svo skjótt. Hann sem átti svo margt eftir ógert og svo margs að njóta. En örlögin ætluðu honum ann- að hlutverk annars staðar og vitum við að þeir sem njóta krafta hans þar verða ekki sviknir. Hreggviður fæddist á Akranesi 19. febrúar 1937. Foreldrar hans voru heiðurshjónin Hendrik Kristinn Steinsson og Jóna Ragnheiður Vil- hjálmsdóttir. Að lokinni skólaskyldu fór Hreggviður í Iðnskóla Akraness þar sem hann lærði vélvirkjun. Að því loknu lá leiðin í Vélskóla Íslands og þaðan lauk hann námi árið 1961. Að námi loknu fór Hreggi á sjóinn og var oft og tíðum fjarri heimili sínu svo mánuðum skipti. Árið 1967 réð hann sig á Akraborgina og sinnti vél- stjórastarfi þar, þar til Akraborgin hætti áætlunarferðum sínum árið 1998 með tilkomu Hvalfjarðargang- anna. Ljóst er að Hreggi var farsæll vélstjóri. Hjá Speli starfaði Hreggi svo þar til sjúkdómur hans greindist síðastliðið haust. Hreggviður og Sigrún kona hans kynntust á gagnfræðaskólaárunum. Þau gengu í hjónaband 1. apríl 1961 um leið og Hendrik, frumburður þeirra, var skírður. Hreggi og Sig- rún byrjuðu búskap sinn í Akurgerði 2, niðri hjá Hinna og Jónu, og hófu að byggja sitt eigið hús á Esjubraut 28 árið 1964. Þangað fluttu þau svo í apríl 1966 og hafa búið þar síðan. Hreggi átti trillu ásamt Villa bróð- ur sínum og þar eyddi hann ófáum stundunum. Ýsan var sótt á haustin, rauðmaginn, svartfuglinn og ritu- eggin á vorin og þorskurinn á sumr- in. Er óhætt að segja að hver sjóferð á Eyrúnu AK hafi verið sælustund í huga Hregga. Stangveiði og skot- veiði áttu einnig hug hans allan. Þau voru ófá jólaboðin á Esjubrautinni sem fóru í að spjalla um hvar ætti að panta daga á sumri komanda. Þegar þessi orð eru skrifuð er einmitt verið að undirbúa veiðiferð í Stekkinn í Norðurá sem við feðgarnir ætluðum að fara saman, og án efa verðum við saman en ekki eins og ég hefði óskað. Árið 1971 keypti Hreggi lítinn kofa sem fluttur var norður að Vest- urhópsvatni og notaður sem sum- arbústaður. Í dag er þessi litli kofi orðinn að stórglæsilegu sumarhúsi þar sem fjölskylda og vinir hafa eytt mörgum góðum stundum. Hreggi og Sigrún eiga vægast sagt ófá hand- tökin þar. Hreggi hafði einhverntíma orð á því að í Hópið ætlaði hann að flytja þegar hann væri hættur að vinna. Hópið var ekki bara sælureit- ur í hans augum heldur líka Sólrúnar afastelpu. Hún var varla farin að tala þegar farið var að spyrja reglulega: „Hvenær förum við í Hópið?“ Það er erfitt þegar maður er ekki nema fimm ára að skilja að Hreggi afi skuli vera dáinn og komi ekki aftur. Ófárra spurninga er spurt og reyn- um við að svara eins vel og hægt er. Einnig munum við, eftir okkar bestu getu, segja Eyrúnu, sem minna vit hefur, frá góðum afa. Við kveðjum í dag mætan mann sem sárt verður saknað, góðan vin og einn besta veiðifélaga sem fyrir- finnst. Við þökkum allar dýrmætar samverustundir og biðjum algóðan Guð að styrkja Sigrúnu á erfiðri stundu. Minning þín er ljós í lífi okk- ar. Sigþór Hreggviðsson, Guðrún Guðbjarnardóttir. HREGGVIÐUR STEINN HENDRIKSSON ✝ Bjarni Jósef Frið-finnsson fæddist í Reykjavík 9. maí 1943. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 12. júní síð- astliðinn. Bjarni var sonur hjónanna Frið- finns Árnasonar, bæjarstjóra á Húsa- vík og síðar fulltrúa á skrifstofu Ríkisskatt- stjóra, f. 20. maí 1909, d. 3. desember 1976, og Sigurlaugar Bjargar Albertsdótt- ur húsfreyju, f. 4. apríl 1917. Systur Bjarna eru Kristín Sigríður, f. 1939, og Berta Björg, f. 1955. Hinn 28. nóvember 1964 giftist Bjarni eftirlifandi eig- inkonu sinni Grétu Gunnarsdótt- ur, fulltrúa á Landspítala, f. 27. febrúar 1945. Foreldrar hennar voru Gunnar Vilhjálmsson vél- stjóri, f. 14. júní 1908, d. 15. júlí 1974, og Guðlaug G. Guðlaugs- dóttir húsfreyja, f. 31. maí 1908, d. 30. maí 2002. Börn Bjarna og Grétu eru: 1) Birna fjármálastjóri, f. 31. desember 1962, maki Ing- ólfur Sigurðsson, deildarstjóri og kennari, börn þeirra eru Laufey Sif, f. 1988, og Bjarni Grétar, f. 1990, 2) Kristjana Sif verkefnisstjóri, f. 19. janúar 1967, börn hennar eru Gunn- hildur Sif, f. 1995, og Þórir, f. 1997, sam- býlismaður hennar er Steingrímur Ólafsson ritstjóri, dóttir hans er Stein- unn Edda f. 1990, og 3) Arnar, doktors- nemi í tónsmíðum, kvæntur Rakel Hall- dórsdóttur, stjórn- málafræðingi og nema í listasögu, börn þeirra eru Gréta, f. 1996, og Halldór Egill, f. 2002. Bjarni ólst upp á Húsavík til 12 ára aldurs er hann flutti til Reykjavíkur. Hann fór í ljós- myndanám í Iðnskólanum og árið 1964 setti hann á fót Barna- og fjölskylduljósmyndir, sem hann rak til ársins 1987. Einnig rak hann um árabil passamyndastof- una Mínútumyndir. Árið 1986 byggði hann, ásamt tengdasyni sínum, verslunarhús í Seljahverfi þar sem þeir settu upp bakarí og starfræktu til ársins 1995. Útför Bjarna fór fram í kyrrþey 21. júní. Við erum á leiðinni heim eftir nokkurra daga dvöl í sveitinni. Sólin skín og við njótum þess sem fyrir augu ber þegar síminn hringir og við fáum þær fréttir að Bjarni hafi and- ast fyrir stundu. Þrátt fyrir að ljóst hafi verið um nokkurt skeið að hverju stefndi er erfitt að sætta sig við þessa niðurstöðu, ekki síst fyrir börnin í aftursætinu sem sakna afa síns svo sárt. Þau eru orðin 25 árin sem liðin eru síðan ég fyrst kom inn á heimili þeirra Bjarna og Grétu í Búlandinu, þá nýbúinn að kynnast Birnu dóttur þeirra. Mér er nú ekki grunlaust um að Bjarna hafi fundist dóttirin vera helst til ung til að vera komin með kærasta en aldrei lét hann á neinu bera og aldrei fann ég annað en vel- vild og hlýju í minn garð. Fljótlega þróaðist með okkur vinskapur sem aldrei rofnaði og nú þegar ég lít til baka koma ótal myndir upp í hugann sem kalla fram bros og þakklæti. Bjarni naut þess að ferðast, hvort sem það var innan lands eða erlendis. Sumarbústaðaferðir og önnur ferða- lög fjölskyldunnar voru gleðistundir þar sem glögglega kom í ljós hversu mjög hann naut þess að vera með fjölskyldu og vinum og þegar barna- börnin komu til sögunnar urðu þau hans mesta yndi. Hann gladdist inni- lega yfir hverjum áfanga í lífi þeirra. Velferð hans nánustu skipti hann meira máli en allt annað. Veiðitúr- arnir eru einnig ógleymanlegir þar sem aflinn skipti Bjarna litlu máli en félagsskapur góðra vina var meira metinn. Bjarni var ungur þegar hann setti upp sitt fyrsta fyrirtæki, Barna- og fjölskylduljósmyndir. Hann vildi vera sinn eigin herra og var tvímæla- laust, um margra ára skeið, frum- kvöðull í sinni grein. Hann var fljótur að tileinka sér tækninýjungar og naut virðingar kollega sinna. Síðar þegar við, í félagi, réðumst í það að byggja iðnaðar- og verslunarhús í Seljahverfi, í þeim tilgangi að setja þar upp bakarí, kom atorka hans og metnaður best í ljós. Minnisstæð er ferð sem við fórum saman til Dan- merkur og Þýskalands í þeim til- gangi að kaupa vélar og tæki fyrir bakaríið. Þar varð mér ljóst að betri félaga hefði ég ekki getað fengið. Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika sem ein- kenndu atvinnurekstur á þeim árum sem í hönd fóru var Bjarni óþreyt- andi við að byggja upp fyrirtækið og gekk þar í öll störf sem til féllu. Jafn- vel eftir að veikindin fóru að há hon- um til verka lét hann aldrei á neinu bera og vann ótrauður eins lengi og honum var unnt. Þrátt fyrir að Bjarni gæti ekki lengur stundað vinnu gat hann um langa hríð verið heima við og fylgst með námi og starfi fjölskyldumeð- lima. Hann naut þess einnig að lesa góðar bækur og fylgjast með frétt- um. Daglega fór hann í gönguferðir um Elliðaárdalinn og naut þess á milli samvista við fjölskylduna. Erfiðu veikindastríði lauk 12. júní síðastliðinn. Það var vel við hæfi að það var einn af fallegustu dögum sumarsins. Hafðu þökk fyrir ánægju- lega samfylgd, kæri tengdapabbi. Ingólfur Sigurðsson. Elsku hjartans Bjarni. Það er sárt og skrítið að þurfa að kveðja þig svona fljótt. Það er sárt að vita það að við munum ekki geta glaðst saman oftar og sömuleiðis er skrítið að hugsa til þess að þú munir ekki vera með okkur í framtíðinni öðruvísi en í minningunni. Þú munt alltaf vera okkur ofarlega í huga og við munum minnast þín fyrir allt hið góða sem þú varst. Á yngri árum varstu athafnasam- ur frumkvöðull, rakst blómlega barna- og fjölskylduljósmyndastofu og varst fyrstur að kynna mínútu- myndir fyrir Íslendingum sem tóku þessari nýjung opnum örmum. Þú varst listrænn ljósmyndari og hafðir gott auga fyrir því fallega og einstaka í fólki og umhverfi. Það er gaman að geta skoðað eftir þig myndir af börn- unum þínum og barnabörnum og séð hvernig þér tókst alltaf að töfra fram hið fallega og láta persónuleikann skína, einbeitnina hjá Adda, íhyglina hjá Sif, værðina yfir Birnu. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvernig þér tókst að fanga þetta á ljósmynd og eins hvernig þér tókst svo auð- veldlega að ná fram innilegu og kar- akterríku brosi hjá ungbarni. Þegar árin liðu urðu líkamleg höft til þess að þú varðst að leggja þessa listgrein á hilluna en listfengið og hæfileikinn til að sjá hið fallega og góða í öllu var enn til staðar. Þú kunnir svo innilega vel gott að meta og naust þín best í faðmi fjölskyld- unnar, með góðgæti á borðum og gleði í lofti. Þetta var þér svo miklu meira virði en nokkrir veraldlegir hlutir. Hæfileikann til að njóta hins góða í lífinu hefur sonur þinn, eig- inmaður minn, óneitanlega fengið ásamt listfenginu í arf frá þér og njótum við góðs af því á hverjum degi. Þar sem við fjölskyldan höfum ver- ið búsett erlendis síðustu ár hafa stundir okkar saman verið miklu færri undanfarið en við hefðum ósk- að. Þó við getum ekki hitt þig lengur eigum við þig alltaf í minningunni. Við minnumst þín fyrir hversu góður, umhyggjusamur, einlægur og ein- stakur þú varst. Gréta mun alltaf muna eftir afa Bjarna og Halldór Eg- ill mun þegar fram líða stundir fá að vita hversu góðan afa hann átti sem kyssti hann á kollinn átta vikna gaml- an. Við munum gleðjast við tilhugs- unina um allt hið góða sem fylgdi þér og söngla saman uppáhalds lagið hans afa Bjarna: „Fly me to the moon and let me sing among the stars …“ Þín tengdadóttir, Rakel Halldórsdóttir. Elsku afi. Ég á margar góðar minningar um þig. Ég man eftir því að þegar ég var lítil og kom í heim- sókn til ykkar ömmu spilaðir þú við mig og sagðir mér margar skemmti- legar sögur. Þrátt fyrir veikindin tókst þú alltaf vel á móti öllum sem þú þekktir. Þú hélst á mér í fyrsta skiptið þeg- ar ég var aðeins 5 daga gömul og hef- ur alltaf hugsað vel um mig eftir það. Þú varst alltaf svo duglegur, fórst yf- irleitt alltaf út að labba á hverjum degi og þegar þú komst heim lagðir þú þig í brúna sófann heima. Ég man hvað ég leit alltaf upp til þín. Þú varst eiginlega alltaf í góðu skapi og alltaf gastu þerrað tárin mín þegar mér leið ekki vel. Alltaf mun ég muna hvað mér leið vel í návist þinni. Ég á aldrei eftir að gleyma því að þú gast ekki komið í ferminguna mína vegna veikinda þinna, ég saknaði þín svo mikið á þessum stóra atburði í lífi mínu. Þeg- ar þú fórst á spítalann stuttu eftir ferminguna hringdi mamma í mig og sagði mér hvað þú værir orðinn veik- ur. Í þetta skiptið var enginn afi til að þerra tárin. Ég heimsótti þig á spít- alann nokkrum sinnum, stundum hélt ég í höndina á þér og þá fannst mér ég vera svo örugg. Þegar ég var að fara vildir þú ekki sleppa en hélst bara þéttingsfast um hendina. Þegar ég, bróðir minn og pabbi minn fórum í sveitina um daginn fór- um við til þín áður. Þú steinsvafst og virtist svo ánægður að við tímdum ekki að vekja þig. Á leiðinni heim úr sveitinni hringdi mamma og þá feng- um við þær fréttir að frábær persóna væri farin frá okkur. Sofðu rótt afi, ég átti dásamleg 14 ár með þér. Aldrei fellur á þig ryk fyrir innri sjónum mínum. Átt hef ég sælust augnablik í örmunum sterkum þínum. (Þura í Garði.) Laufey Sif Ingólfsdóttir. Elsku afi. Mér þykir leiðinlegt að þú þurftir að fara, en ég veit að þú ert ánægður þar sem þú ert. Ég mun aldrei gleyma þér og ég veit að þú munt aldrei gleyma mér. Sofðu rótt elsku afi minn. Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast. – Það er lífsins saga. (Páll J. Árdal.) Bjarni Grétar Ingólfsson. BJARNI JÓSEF FRIÐFINNSSON                                              !" # ! $" !  "%! # ! & '  ("  )!  "%! ("  )"   !" # !  "! & ! !  "%! (" ""  ! # !   ""  "%! (" & !" )" # ! "* !  "%! ("   +!"" # ! !"!" ( !"!"!",         -.   +/  $0 !1 1  2 3 45 6455 7  /"!1                        !    ""## # 8 7 (!  ! (" ""! - !" (" & ! " - !" (" ."  "! - !" (" ( )  12 #!,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.