Morgunblaðið - 26.06.2002, Page 33

Morgunblaðið - 26.06.2002, Page 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2002 33 ✝ GuðmundurÁgústsson fædd- ist í Hróarsholti í Flóa 1. ágúst 1917. Hann lést í Reykjavík 14. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ágúst Bjarnason, bóndi í Hróarsholti, f. 17. ágúst 1878, d. 28. júlí 1928, og kona hans, Kristín Bjarna- dóttir frá Túni, hús- freyja í Hróarsholti, f. 8. des. 1877, d. 16. ágúst 1963. Ágúst fæddist í Hróarsholti og bjó þar allan sinn aldur. Systk- ini Guðmundar eru Halldór, f. 22. ágúst 1912, d. 3. sept. 1992, Bjarni, f. 24. des. 1914, d. 12. sept. 1997, Guðrún, f. 29. jan. 1916, Guðfinna, f. 9. maí 1919, d. 23. jan. 1973, og Bjarney, f. 5. sept. 1920. Eiginkona Guðmundar er Jó- hanna Sveinsdóttir, f. 14. mars 1927. Börn þeirra eru: 1) Sveinn, f. 25. maí 1948, kona Málfríður Ellertsdóttir, f. 27. feb. 1950. Börn þeirra eru: Jóhannes Sveinn, f. 10. júlí 1975, og Jóhanna, f. 6. maí 1979; 2) Kristinn, f. 7. okt. 1949, kona Kristín Axelsdóttir, f. 16. nóv. 1952. Börn þeirra eru: Guð- rún Lilja, f. 16. nóv. 1983, og Axel, f. 15. maí 1990; 3) Guðmundur, f. 6. des. 1957, kona Rut Vilhjálms- dóttir, f. 17. ágúst 1960. Börn þeirra eru: Harpa, f. 24. mars 1986, Andrea, f. 21. okt. 1988, og Erla, f. 11. nóv. 1993. Guðmundur vann öll algeng sveitastörf á búi foreldra sinna til fullorðinsára. Á þrítugsaldri flutt- ist hann til Reykjavíkur og lærði bifreiðasmíði hjá Kristni Jónssyni vagnasmið. Hann tók lokapróf í Iðnskólanum í bif- reiðasmíði árið 1951 og vann við bifreiða- smíði hjá Vagna- smiðju Kristins og eftir lok þess fyrir- tækis í nokkur ár í sama fagi hjá einka- aðila. Lengst af vann Guðmundur við bif- reiðasmíði hjá Mjólkursamsölunni allt til starfsloka. Guðmundur var á ungaaldri afreks- maður í íþróttum og átti um tíma nokkur héraðsmet Héraðssambandsins Skarphéðins í frjálsum íþróttum. Hann var nemandi á íþróttaskól- anum Haukadal tvo vetur, 1938– 1940. Þar nam hann glímu og var á fimmta áratug aldarinnar talinn fremstur glímukappa landsins. Hann sigraði í Skjaldarglímu Skarphéðins 1943, Skjaldarglímu Ármanns 1943–1946 og Íslands- glímunni 1943–1947. Hann sigraði auk þess í ýmsum öðrum glímu- mótum. Hann var meðal þátttak- enda í glímusýningarferðum Glímufélagsins Ármanns til Sví- þjóðar 1946 og Finnlands 1947 og 1952 og var ávallt fyrirliði í sýn- ingarflokknum. Einnig var hann í fjölmörgum sýningarferðum Ár- manns innan lands. Hann var lengi glímudómari og glímustjóri á landsmótum glímunnar og þjálf- aði glímumenn Ármanns árin 1954–1958. Einnig var hann ritari Kvæðamannafélagins Iðunnar um árabil. Guðmundur ánafnaði Há- skóla Íslands líkama sinn eftir andlát sitt. Útför Guðmundar fór fram í kyrrþey. Guðmundur Ágústsson glímu- kappi lést sunnudaginn 14. apríl síð- astliðinn. Í samræmi við hógværð hans var jarðarförin um garð geng- in í kyrrþey þegar andlátstilkynning birtist. Því gafst vinum hans og fé- lögum, innan glímunnar og utan, ekki tækifæri til að fylgja honum til grafar. Ég get samt ekki látið hjá líða að kveðja Guðmund með nokkr- um orðum að leiðarlokum. Í ungdæmi mínu austur í Flóa heyrði ég Guðmundar fyrst getið sem afburðamanns á íþróttamótum ungmennafélaganna Samhygðar og Vöku. Hann keppti þar í flestum greinum frjálsíþrótta ár eftir ár og hafði jafnan sigur. Hann varð einnig oftsinnis héraðsmeistari í frjáls- íþróttum. Síðar varð hann þjóð- kunnur glímukappi og þá ekki síður þekktur fyrir þann glæsilega feril að hljóta jafnan fegurðarverðlaun glímunnar ásamt sigurlaunum fyrir flesta vinninga. Ég kynntist Guðmundi á hans efri árum, þegar erfiður sjúkdómur, – Parkinsonsveiki – hafði sett mark sitt á hans hrausta líkama, en stál- minni hans og andlegur styrkur voru óbuguð með öllu. Guðmundi þótti gaman að ræða liðna tíð og hæglát gamansemi hans kom oft fram í glettnum athugasemdum um samferðamenn en allt var það græskulaust og í góðsemi fram sett. Afrek sín ræddi hann lítið. Guðmundur Ágústsson var fríður sýnum, hávaxinn, herðabreiður, djarfmannlegur á velli og í alla staði glæsimenni. Hann lærði glímu hjá Sigurði Greipssyni í Haukadal og vakti mikla athygli þegar hann hóf sinn keppnisferil fyrir alvöru árið 1943. Er ekki að orðlengja að það ár sigraði Guðmundur í hinum þremur stórmótum glímunnar; Skjaldar- glímu Skarphéðins, Skjaldarglímu Ármanns og Íslandsglímunni. Slíkt hafði ekki áður gerst samtímis, og það sem gerði þetta einstakt var að hann hlaut jafnframt fegurðarverð- laun Íslandsglímunnar. Mikill fjöldi öflugra glímukappa keppti við hann um æðstu metorð glímunnar. Hann var glímukóngur Íslands fimm ár samfleytt en hægði þá á keppni vegna meiðsla. Guðmundur var glaðvær í hópi fé- laga og þeir áttu þar prúðmenni að mæta jafnt á æfingum og mótum. Hann var fjarri því skaplaus maður en svo geðrór að einn hans helsti fé- lagi sagðist aðeins einu sinni hafa séð hann skipta skapi. Það var á æf- ingu í viðureign við þjösna nokkurn sem hugðist þjarma að Guðmundi. Þann mann jafnhenti Guðmundur og fleygði honum af höndum sér víðsfjarri og var sá maður þó með þyngri mönnum. Guðmundur tók þátt í tugum glímusýninga innan- lands og þremur sýningarferðum til útlanda, enda eftirsóttur sýningar- maður. Öllum samtíðarmönnum Guðmundar í glímu ber saman um að yfirburðir hans í keppni hafi ver- ið þvílíkir að í raun voru þeir aðeins að keppa um annað sætið þegar hann var með í leiknum. Af frásögn- um þeirra má ráða að aðsókn að glímumótum hafi aukist stórlega eftir að Guðmundur kom til sög- unnar. Ekki var það síður kvenfólk- ið sem mætti til að horfa á Guð- mund sem var alveg grunlaus um það mikla aðdráttarafl sem hann hafði á kvenþjóðina. Enginn þurfti að mæla afl sitt við hann, en Guð- mundur fór vel með styrk sinn og beitti aldrei bolabrögðum til sigurs. Hann stóð ekki af sér brögð en vék sér fljótt og fimlega undan þeim og var oftast fljótur að ljúka sínum við- ureignum. Glíma hans einkenndist af yfirburðum, glæsileika og dreng- skap. Hann á skilinn titilinn glímu- kappi aldarinnar að öllum öðrum ólöstuðum. Guðmundur var vel hagmæltur og stytti sér stundir á efri árum með kvæðagerð. Hann var góður liðs- maður Kvæðamannafélagsins Ið- unnar og ritari félagsins um árabil. Eftir Guðmund liggja margar vel ortar vísur, en lítt flíkaði hann þess- um hæfileikum sínum. Guðmundur var hamingjumaður í einkalífi. Jóhanna Sveinsdóttir varð eiginkona hans ung að árum og þau þóttu glæsileg hjón og sómdu hvort öðru vel. Þau eignuðust þrjá mann- vænlega syni sem voru stolt foreldr- anna. Guðmundur átti við heilsuleysi að stríða þegar árin færðust yfir. Hann þurfti að gangast undir ekki færri en sjö mjaðmaaðgerðir vegna kölk- unar og það ásamt Parkinsonsveik- inni varð til þess að hann var bund- inn hjólastól á lokaskeiði ævinnar. Mátti hann muna tvenna tíma en bar sig af karlmennsku og mælti ekki eitt æðruorð af þessum sökum. Síðustu æviárin voru Guðmundi ekki léttbær. Ef til vill var það af- gjald lífsins fyrir það sem honum var lánað umfram aðra en hlaut nú að gefa til baka. Um árabil dvaldi hann á hjúkrunarheimilinu Eir og naut þar góðrar umönnunar. Eig- inkona hans og fjölskylda studdi hann þegar heilsan fór að gefa sig. Undir lokin dvaldist hann skamman tíma á Landspítalanum þegar hjart- að sló ekki jafnsterkt og fyrr. Síð- ustu daga sína kom hann aftur á Eir og þar lést hann á sunnudegi með bros á vör og blik í auga. Þá var fall- inn í valinn mesti höfðingi glímunn- ar á nýliðinni öld. Blessuð sé minn- ing Guðmundar Ágústssonar. Jón M. Ívarsson. Kveðja frá Ármenningum Guðmundur Ágústsson, bifreiða- smiður frá Hróarsholti í Flóa, glímukappinn mikli, andaðist á vor- dögum 14. apríl sl. Guðmundur hafði gengið til liðs við Glímufélagið Ármann þegar hann fluttist til Reykjavíkur á lýðveldisárinu 1944 og var félagsmaður æ síðan. Guðmundur Ágústsson var með hærri mönnum og einn glæsilegast- ur manna á velli, drengur góður og bar slíkan þokka að eftir var tekið hvar sem hann fór. Glímuíþróttina nam Guðmundur Ágústsson á heimaslóð og varð öðr- um mönnum fremri enda atgervis- maður hinn mesti. Hann vann til þeirra heiðurslauna, sem glímu- mönnum stóð til boða, bæði í héraði austanfjalls og í Reykjavík og á landsvísu. Varð Glímukóngur Ís- lands fimm sinnum, Skjaldarhafi Ármanns í fjögur skipti og Skjald- arhafi Skarphéðins einu sinni, svo að fátt eitt sé talið. Auk sigurlauna í kappglímumót- um hlaut hann oftar en ekki fegurð- arglímuverðlaun einnig, þegar þau voru veitt. Segir það ekki lítið um færni hans og styrk í glímunni og ekki þótti hann níða viðfangsmenn sína enda drengskaparmaður. Guðmundur Ágústsson var á há- tindi ferils síns á fyrstu árunum eft- ir að hann gekk í Glímufélagið Ár- mann og fram undir 1950. Guðmundur var fyrirliði í glímusýn- ingarflokkum Ármanns, bæði innan- lands og í utanlandsferðum, og fór meðal annars í sýningarflokki fé- lagsins til Helsinki á Ólympíuleika 1952. Hann starfaði áfram að glímu- málum í félaginu næsta áratuginn og var þjálfari til 1958. Fundum okkar Guðmundar Ágústssonar bar fyrst saman á haustdögum 1948, þegar Glímu- félagið Ármann bauð ungum svein- um í Reykjavíkurbæ á glímuæfingu í Íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu til að kynna þeim íþróttina. Er það vel í minni, hve starsýnt mér varð á þennan stóra og glæsilega mann glíma af léttleik og ekki síður þegar glímumennirnir hófu æfingar á ýmsum tólum í saln- um, eins og hesti, tvíslá og í hringj- um. Þá sýndi hann mikla fimi og styrk, ekki síst í hringjum, þar sem hann endaði æfinguna með því að halda sér uppi með beinum útrétt- um örmum lengur en nokkur annar. Samskipti okkar Guðmundar voru allnokkur á sjötta áratug síðustu aldar og fram á þann sjöunda en urðu strjálli er frá leið. Hann var hógvær maður og skarpur en óáleit- inn, sem kom ekki síst í ljós eftir að heilsu hans hrakaði er leið á ævina. Með þessum kveðjuorðum vil ég persónulega og fyrir hönd aðal- stjórnar Glímufélagsins Ármanns og annara Ármenninga þakka af- reksmanninum ljúfa og glímukapp- anum Guðmundi Ágústssyni fyrir samfylgd um áratuga skeið og að hafa með atgervi sínu varpað ljóma á nafn Glímufélagsins Ármanns um ómælda tíð. Hörður Gunnarsson, varaformaður. GUÐMUNDUR ÁGÚSTSSON  $      $      9 : $;< &.=/ )! 9""        "!   %     &$      !    "''# + !! + !! (" ." '" "# # ! "" + !!# !   "" -!  " (" "" !""  " ." & !" ("  !'! 9!""  ) - " # ! !"!" ( !"!"!",      $      $      +0$ : ; ! ' - #8!)     ( )     * +   % ,    '         -      /    "'## (! ! !! " (" 2" ! "##>! !"!" ( !"!"!", 01 %   1   ;;? $0. ! & !! ' @ 21 '1         2$ )1   "   %     3  %  4    !    "#'# 2    ,     $   )1 +  $       - ) +  ;   : # !  " (! # (", 5 1      $      $    .$  < :"8 ' +! !#     3$     6+ ,   7      8  -!  " +!"" (" !' & !1 -!  " # ! 9*   ) ("  !! +!! -!  " (" + #' +!A -!  " # !    +  -!  " # !  ! 8' (" "#!  1 ( ?! & !1, 5 1            .       .+  $: $ $ $0&.= 1  4B 21 '1      "'   9        +,+  $     * 8   3+       ' -!  " # !, 5 1      )$ +. : + $-$ %  )%      9  8  9  ! ! +   ("  !'! )"' -!  " # ! 9  ! ! 9  ! (",

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.