Morgunblaðið - 26.06.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.06.2002, Blaðsíða 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2002 39 Í KJÖLFAR Estonia-slyssins voru samþykktar nýjar reglugerðir af Alþjóðasiglingamálastofnuninni um að allar ferjur í föstum áætl- unarsiglingum hefðu svokallaða sjálfréttandi björgunarbáta um borð en slíkir björgunarbátar rétta sig við sjálfir með nýrri tækni, ef þeir blása upp á hvolfi. Í kjölfar þessara nýju alþjóða- reglugerða efndu Ríkiskaup til út- boðs á slíkum bátum fyrir hönd Vegagerðarinnar þar sem gerðar voru ýtrustu kröfur um gæði og öryggi. Í kjölfar útboðsins voru keyptir 23 DSB-björgunarbátar sem fram- leiddir eru í Þýskalandi. Keyptir voru tólf 35 manna bátar fyrir Herjólf og níu 25 manna bátar fyr- ir Baldur. Að auki voru keyptir 18 manna hífanlegir (Means of Rescue) MOR-bátar fyrir bæði skipin. Þetta eru opnir björgunar- bátar án þaks og með hífibúnaði þannig að þegar björgunarskip kemur á staðinn getur fólk fært sig yfir í þá báta og björgunarskip híft þá með fólki um borð, segir í fréttatilkynningu. Nýir björgunarbátar í Herjólf og Baldur Hjörtur Cýrusson, sérfræðingur ICEDAN, og Sævaldur Elíasson, skip- stjóri á Herjólfi, við nýju björgunarbátana. HESTAR EKKI er útilokað að einhverjir þeirra sem hugðust keppa á lands- móti en mistókst að tryggja sér sæti þar fái nú möguleika á að keppa á Vindheimamelum þrátt fyrir allt því á mánudag, reyndar degi áður en landsmótið sjálft hefst formlega, verður haldið upphitunarmót í þeim tilgangi að prófa tölvukerfi mótsins fyrir starfsmenn þess. Auk þess fá dómarar þarna góða upphitun og möguleika á samstillingu fyrir alvör- una sem hefst þriðjudaginn 2. júlí. Á heimasíðu landsmótsins kemur fram að skráning í upphitunarmótið verði á staðnum en Hinrik Már Jóns- son mótsstjóri upplýsti að að sjálf- sögðu yrði um mjög takmarkaða þátttöku að ræða í þessu móti sem yrði sömuleiðis afar óformlegt. „Ætl- unin er að renna nokkrum hrossum í gegn í öllum flokkum í forkeppni þannig að það reyni á öll kerfin. Einnig verða sett upp einhver úrslit og getur þá verið um önnur hross að ræða þar en þau sem tóku þátt í for- keppninni,“ sagði Hinrik. Hann upp- lýsti einnig svona til frekari árétt- ingar að gæðingakeppni mótsins yrði þrískipt eins og lög og reglur kveða á um, þ.e. forkeppni þar sem þrír verða inni á velli í senn og sýnd eru þrjú atriði, tölt, brokk og skeið eða yfirferðartölt. Síðan eru milli- riðlar þar sem 20–25 efstu í hverjum flokki sýna að auki fet og stökk og einn keppandi er inni á velli í senn. Að endingu verða svo A-úrslit í öllum greinum en að auki B-úrslit hjá al- hliða gæðingum og klárhestum. Af þessu má sjá að það verða strembin verkefnin hjá þeim tveimur hestum sem lenda í og vinna í B-úrslitum og taka að endingu þátt í A-úrslitum. Svo gæti allt eins hagað svo til að annar eða báðir þessir hestar tækju þátt í einhverri af fjölmörgum af- kvæmasýningum mótsins eða rækt- unarhópssýningum. Hinrik sagði að allur undirbúning- ur væri að komast á lokastig, menn væru bjartsýnir á að vel tækist til og hestamenn muni eiga góða daga á Vindheimamelum í næstu viku. Hann sagðist búast við talsverðum fjölda keppenda strax á laugardag. Aðgangseyrir inn á mótið verður 7.500 krónur fyrir alla dagana en verðið lækkar klukkan 23 á föstu- dagskvöld í 6.000 krónur og sólar- hring síðar fer það í 3.500 krónur og klukkan 7 á sunnudagsmorgun kost- ar 2.500 krónur inn. Unglingar á aldrinum 13 til 16 ára greiða 1.500 krónur fyrir allan tímann og frítt er fyrir börn 12 ára og yngri. Móts- stjórn fer vinsamlega fram á það við væntanlega mótsgesti á þessum aldri að framvísa persónuskilríkjum. Upphitun- armót fyrir dómara og starfsmenn á mánudag M O N S O O N M A K E U P lifandi litir Kaffibollar Cappucino verð kr. 2.700 Mokka verð kr. 1.890 Kaffikönnur verð kr. 1.890 Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mánudag-föstudag 11-18, laugardag 11-15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.