Morgunblaðið - 06.07.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.07.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2002 11 VITNAVERND, baráttagegn ofbeldisglæpum ogrefsingar í kynferðis-brotamálum voru meðal umræðuefna á árlegum fundi nor- rænna dómsmálaráðherra sem haldinn var á Svalbarða 24.–26. júní sl. Sólveig Pétursdóttir dóms- málaráðherra segir að ástæða sé til að kanna hvort þörf sé á breyt- ingum á lögum um meðferð op- inberra mála með hliðsjón af því sem fram kom á fundinum. Odd Einar Dørum, dómsmála- ráðherra Noregs, upplýsti á fund- inum að ríkislögreglustjórar á Norðurlöndum hefðu ákveðið að stofna vinnuhóp um norrænt sam- starf á sviði vitnaverndar. „Vitna- vernd er mjög athyglisvert mál og fróðlegt að sjá hversu langt sum Norðurlandanna eru komin í því að setja reglur á þessu sviði,“ segir Sólveig. „Umfjöllun um vitnavernd verð- ur að nálgast út frá tveimur sjón- arhornum, annars vegar er um að ræða framkvæmd eiginlegrar vitnaverndar og vitnaskipta milli Norðurlandanna og hins vegar lagasetningu og löggjafaratriði sem snúa að vitnavernd í heild sinni. Það þarf að meta hvernig Ísland kemur að norrænu vitnaverndar- samstarfi, sérstaklega hvað varðar þörfina á vitnavernd og flutningi vitna milli landa. Ég tel rétt að skoða hvort Ísland eigi ekki að ganga til slíkrar samvinnu með opnum huga, enda er mun líklegra að vitni í alvarlegustu málunum vilji og þori að stíga fram til að bera vitni gegn ákærða vitandi það að stjórnvöld hafi úrræði til vernd- ar þeim. Ég tel því að brýnt sé að leggja mat á nauðsyn þess að taka upp sambærilegt lagaákvæði í lög um meðferð opinberra mála, líkt og Norðmenn hafa gert og Danir munu gera. Hér er átt við ákvæðin um hinar nafnlausu yfirheyrslur fyrir dómi í opinberum málum. Þetta gæti orðið mjög hagnýtt úr- ræði í viðamiklum brotamálum, t.d. stórum fíkniefnamálum og alvar- legum ofbeldismálum, t.d. gegn konum og börnum. Þess ber að geta að Norðmenn telja að breyt- ingar þær sem þeir hafa gert á réttarfarslöggjöf sinni gangi ekki í berhögg við alþjóðlegar mannrétt- indareglur og skuldbindingar. Að sjálfsögðu þyrftum við að kanna til hlítar atriði sem snúa að persónu- vernd og vernd persónuupplýsinga. Það verður að hafa í huga að vitna- vernd er neyðarúrræði sem gripið yrði til þegar öll vægari úrræði, s.s. fölsk skráning [kennitölu og nafns] og heimsóknar- og nálgunarbann duga ekki.“ Svíar og Norðmenn lengst komnir á sviði vitnaverndar Til að gefa hugsanlegt dæmi um vitnavernd væri hægt að ímynda sér að vitni, sem teldi sig þurfa vernd stjórnvalda, myndi e.t.v. kjósa tvöfalda eða falska skráningu hérlendis eða flytja til einhverra hinna Norðurlandanna. Sólveig segir að Svíar séu lengst komnir í framkvæmd vitnaverndar með því að 100 manns njóta vitna- verndar á Skáni og hafa Svíar m.a. hagað löggjöf sinni á þann hátt að unnt er að beita fölskum skrán- ingum persónuauðkenna í opinber- um skrám. Norðmenn hafa á hinn bóginn gengið lengst Norðurlanda- þjóðanna í breytingum á réttar- farslögum hvað snertir nafnlausar yfirheyrslur fyrir dómi. „Norð- menn hafa lögfest ákvæði þar sem gert er ráð fyrir heimild dómara til að kveða svo á um að ekki skuli veita ákærða upplýsingar um nafn vitnis, kennitölu, heimilisfang og fleira. Þessari heimild má þó aðeins beita í alvarlegum brotamálum. Norðmenn hafa einnig lögfest víð- tækt ákvæði sem miðar að því að veita fulltrúum saksóknara, verj- endum, starfsfólki dómstóla og öðr- um þátttakendum í opinberri máls- meðferð ríka vernd.“ Sólveig telur líka koma til greina að gefa út fræðslubækling að danskri fyrirmynd þar sem leitast er við að svara algengustu spurn- ingum sem brenna á vörum vitna í opinberum málum. Þetta eru spurningar sem snúa að því hvort vitni þurfi að mæta fyrir dómi, hvað gerist ef það mætir ekki, hvað kosti að sinna vitnakvaðningu o.s.frv. „Tilgangurinn yrði að gefa vitn- um betri vitneskju um réttarstöðu þeirra svo að líklegra sé að fram- burður þeirra verði í framhaldinu yfirvegaður og trúverðugur.“ Áhrifaríkt tæki í baráttu við fíkniefni og alvarleg sakamál Sólveig segir Finna og Íslend- inga skammt á veg komna varðandi vitnavernd en bendir á tvö ákvæði í lögum um meðferð opinberra mála sem komast næst viðfangsefninu, þ.e. reglur um heimild dómara til að víkja sakborningi úr þinghaldi og heimild dómara til þess að víkja frá meginreglunni um rétt ákærða til að vera viðstaddur aðalmeðferð máls. „En þessi ákvæði veita ekki sambærilega vitnavernd og t.d. norsku reglurnar. Það er því ljóst að við þurfum að skoða þessi mál og ég hef áhuga á því að það verði gert. Ég vil þó nefna nýlegar breytingar sem gerðar voru á al- mennum hegningarlögum hér á landi sem tryggja vitnum aukna refsivernd gegn hótunum og of- beldi. Ég held að enn frekari vitna- vernd gæti orðið mjög áhrifaríkt tæki í baráttunni við fíkniefni og í alvarlegri málum þar sem hætta er á því að vitni verði fyrir hótunum eða ofbeldi.“ Á fundinum fór fram umræða um varnir gegn hryðjuverkum og var samþykkt að stofna vinnuhóp til að fjalla um norræna löggjöf um hryðjuverk í ljósi umræðna á fund- inum um mannréttindi, réttarör- yggi og alþjóðlegar ákvarðanir. Lagt var til að vinnuhópurinn fjallaði einnig um framsalsreglur vegna væntanlegrar gildistöku evr- ópsku handtökutilskipunarinnar í tengslum við nýjar aðgerðir gegn hryðjuverkum, þar sem haft yrði að leiðarljósi að norrænar reglur gengju lengra í sumum atriðum. Verður „austurríska leiðin“ farin? Á fundinum var einnig til um- ræðu ofbeldi gegn konum á Norð- urlöndum þar sem svokölluð „aust- urrísk leið“ var rædd. Í Austurríki gilda lög sem heimila yfirvöldum að fjarlægja karlmenn af heimilum sínum og halda þeim utan þeirra, hafi þeir gerst sekir um ofbeldi gegn konum sínum. „Svíar eru að velta þessu úrræði alvarlega fyrir sér og spyrja hvort réttlætanlegt sé, út frá varnaðarsjónarmiðum, að fjarlægja menn af heimilum sínum og velta því ennfremur fyrir sér hvort lögregla, saksóknari eða dómstóll eigi að taka ákvörðun um slíka hluti,“ segir Sólveig. Hún lýsti þeirri skoðun á fundinum að rétt væri að skoða „austurrísku leiðina“ hérlendis. Sagði hún að það væri mjög óréttlátt að kona sem yrði fyrir ofbeldi á heimili sínu þyrfti flýja þaðan á meðan ofbeldismað- urinn sæti sem fastast. „Ég benti þó á að hafa þyrfti í huga hvað ætti að gera við þá menn sem fjarlægðir yrðu af heimilum sínum og þetta væri afar vandmeðfarið mál. Það kom fram að í Austurríki er sér- stakt neyðarathvarf fyrir mennina ásamt meðferðarúrræðum. Ég benti á að reynslan af nálgunar- banni hérlendis hefði verið ágæt hingað til og lögum þar að lútandi hefði verið beitt nokkrum sinnum.“ Fram kom á fundinum að í Dan- mörku er boðið upp á neyðarhnapp með beintengingu við lögreglustöð, en hnappurinn er ætlaður fórnar- lömbum heimilisofbeldis. Gripið hefur verið til þessa úrræðis þar sem reynslan hefur sýnt að konur þora í mörgum tilvikum ekki að fara af bæ til að leggja fram kæru. Segir Sólveig að þetta úrræði sé at- hyglisvert. Dómar vegna kynferðisbrota að þyngjast hérlendis Á fundinum óskaði Sólveig eftir umræðum um kynferðisbrot gegn börnum og refsiramma í slíkum málum. Hún segir að á fundinum hafi komið í ljós að umræða í Dan- mörku um refsingar í þessum mál- um sé síst minni en verið hefur á Íslandi undanfarin misseri. „Ég spurði hvort uppi væru skoðanir um hvort breyta ætti refsiramm- anum og hvort almenningi á Norð- urlöndum þættu dómar í þessum málum of vægir. Ég upplýsti að þessi mál væru í deiglunni á Ís- landi og margir væru þeirrar skoð- unar að þyngja ætti refsingar fyrir þessi brot.“ Sólveig sagði ráðherr- unum að sumum þætti ekki nóg að gert þótt XXII. kafli hegningarlag- anna hefði verið endurskoðaður ár- ið 1992 og ýmsar breytingar gerðar síðan og því hefði hún falið refsi- réttarnefnd dómsmálaráðuneytis- ins að fara sérstaklega yfir ákvæði laganna um kynferðisbrot gegn börnum. „Ég benti á að dómar í kynferðisbrotamálum hefðu verið að þyngjast hér á landi síðastliðin 10 ár. Svo virðist sem lengd refs- inga í kynferðisbrotamálum gegn börnum sé nú almennt ekki styttri en sjö mánaða fangelsi.“ Sólveig varpaði fram þeirri spurningu til hinna ráðherranna hvort nægilegt tillit væri tekið til sálrænna og félagslegra afleiðinga kynferðisbrota en sagði að hafa þyrfti í huga að sönnunarmat væri auðveldara þegar um sýnilegt of- beldi væri að ræða. Hún sagði einnig athyglisvert að ræða hlut- verk dómstóla í þessu sambandi, þ.e. hvort þeir ættu að vera hafnir yfir almenningsálitið og skoðanir stjórnmálamanna. Lene Espersen, dómsmálaráð- herra Danmerkur, upplýsti að refs- ingar fyrir kynferðisbrot hefðu ver- ið mjög til umræðu þar í landi að undanförnu. Hefðu viðurlög verið hert um eitt ár ef um mjög gróft brot væri að ræða, s.s. brot gegn börnum eða hópnauðganir. Esper- sen sagðist vonast til þess að dóm- stólar myndu þyngja refsingar í þessum málum og að mikill meiri- hluti danska þingsins væri því fylgjandi. Í Danmörku, Noregi og Íslandi er refsiramminn í kynferðisbrota- málum víðari en í Finnlandi og Sví- þjóð en tvö síðasttöldu löndin leggja meiri áherslu á lágmarks- refsingu. Í Svíþjóð er lágmarks- refsing fyrir kynferðisbrot tveggja ára fangelsi og fyrir gróf brot minnst fjögurra ára fangelsi. Í Finnlandi er lágmarksrefsingin eins árs fangelsi og tvö ár fyrir grófari brot. Hámarksrefsing er 10 ára fangelsi fyrir gróf brot í þess- um löndum. Á Íslandi er lágmarks- refsing eitt ár fyrir nauðgun og há- mark 16 ár. „Það hlýtur að teljast víðtækur refsirammi. Aftur á móti eru ýmis sérákvæði í hegningarlög- um um ýmsar aðrar tegundir kyn- ferðisbrota, m.a. gegn börnum, og þau þyrfti að skoða sérstaklega,“ segir Sólveig. Hún segir fund ráðherranna hafa verið gagnlegan og að mikilvægt sé að efla enn frekar norrænt sam- starf á sviði dómsmála. Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra vill veita vitnum í umfangsmestu sakamálunum ríkari vernd Gæti orðið mjög hag- nýtt úrræði í viða- miklum brotamálum Morgunblaðið/Golli Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra segir að ástæða sé til að kanna hvort þörf sé á breytingum á lögum um meðferð opinberra mála til að vernda vitni í stærri sakamálum. Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra sat nýlega fund norrænna dómsmálaráðherra og segist í samtali við Örlyg Stein Sigurjóns- son hafa áhuga á samstarfi við Norðurlandaþjóðirnar á sviði vitna- verndar og meta þörfina á lögfestingu hennar hérlendis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.