Morgunblaðið - 06.07.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.07.2002, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Elsku amma Ása er dáin. Amma Ása var glæsileg og dugleg kona og bar sig alltaf vel. Það var oftast mikið að gera hjá ömmu. Hún var á kafi í félagsmál- um, átti marga vini og stóra fjöl- skyldu, hún var dugleg að hugsa um heilsuna og elskaði að ferðast. Amma Ása var ótrúlega hress og dugleg, jafnvel eftir að hún veiktist af krabbameini fyrir tæpum tveim- ur árum. Þrátt fyrir að vera orðin mikið veik vakti hún aðdáun allra fyrir jákvætt hugarfar og mikla reisn. Hana dreymdi um að ferðast og í vetur eftir skíðaferð fjölskyld- unnar til Ítalíu sagði amma við mömmu „já gaman að eiga eftir að geta farið í svona skíðaferð“. Við sáum ömmu seinast um jólin þegar við komum heim í jólafrí frá Frakklandi. Mikið var gaman að hitta hana og spjalla um heima og geima. Amma Ása var nefnilega mjög vel lesin og inn í öllum málum hvort sem um var að ræða stjórn- mál, íþróttir eða rokktónlist. Við söknum hennar mikið. Guð veri með þér elsku amma Ása. Stefán Fannar og Dóra Björg. Þær eru ótal margar minningarn- ar sem rifjast upp þegar við kveðj- um hana Ásu frænku á Akureyri, eins og við kölluðum hana alltaf. Ása var föðursystir okkar og var alla tíð einstakt samband milli þeirra systkina og fjölskyldna þeirra. Minningarnar frá Akureyri eru sérstaklega sólríkar en þangað var farið á hverju sumri og ferðast um Norðurland og oft verið í viku á Ill- ugastöðum þar sem Ása hafði að- gang að sumarhúsi. Það var alltaf mikil stemmning að koma norður til Ásu í Helgamagra- stræti 22. Fallegur garðurinn var ÁSA HELGADÓTTIR ✝ Ása Helgadóttirfæddist á Ísafirði 24. febrúar 1923. Hún lést á Hjúkrun- arheimilinu Holts- búð í Garðabæ 20. júní síðastliðinn. Kveðjuathöfn um Ásu var í Dómkirkj- unni 2. júlí en útför hennar var gerð í kyrrþey. það fyrsta sem blasti við og einhvern veginn var alltaf glaðasólskin fyrir norðan í þá daga. Alltaf vorum við svo velkomin til hennar og þetta var eins og okkar annað heimili meðan á dvölinni stóð. Það var alltaf svo notalegt og fallegt í kringum hana Ásu og ekki síst hjartalagið hennar, eins og kom í ljós þegar faðir okkar lést snögglega langt um aldur fram. Þá var gott að eiga hana að og hafa hana hjá sér á erfiðum tímum. Okkur þótti sérstaklega vænt um að hún skyldi gefa sér tíma rétt fyrir jólin 1999 og minnast föður okkar með okkur sem þá hefði orðið sjötugur og var þá dottið í gömlu „slides“- myndirnar. Þetta var skemmtileg stund þar sem rifjaðar voru upp gamlar minningar og hlegið enda- laust að fatatísku liðinna ára og eft- irminnilegum ferðalögum. Ása var alltaf einstaklega jákvæð og lífsglöð þrátt fyrir þung áföll við ótímabær fráföll ástvina í fjölskyldu hennar. Hún var heimskona, hafði ferðast víða og það var alltaf gaman að spjalla við hana því hún hafði áhuga á öllu og öllum. Við systurnar munum sérstaklega hvað hún var alltaf smart og hafði næmt auga fyr- ir því sem fallegt var og vorum við alltaf svo stoltar af frænku okkar. Undanfarið hefur verið vitað hvert stefndi í veikindum hennar en alltaf var hún tilbúin að huga að öðr- um, eins og á einum af nýliðnum sól- ardögum þegar móðir okkar heim- sótti hana í Holtsbúð, þá var það henni svo líkt að spyrja um okkur og hvernig allir hefðu það. Nú er komið að kveðjustund, við þökkum þér fyrir allt og allt og vit- um að þér verður tekið opnum örm- um á nýjum tilverustað. Guð geymi þig, elsku frænka. Sigrún Þórarinsdóttir, Helga Sigríður Þórarinsdóttir. Ég hugsa til Ásu föðursystur minnar sem nú hefur kvatt þennan heim. Hlýjar minningar um námsár mín á Akureyri fyrir tæpum aldarfjórð- ungi streyma um huga minn. Á heimili Ásu frænku í Helgamagra- stræti var ég alltaf velkominn og þar átti ég margar góðar stundir með frænku minni og hennar fólki. Heimili hennar stóð mér opið hvort sem það var til að setja þar upp loft- skeytastöð, sem ég gerði, njóta hennar hæfileika við að framreiða veisluborð eða rabba um landsins gagn og nauðsynjar. Aldrei setti hún sig í neinar kennarastellingar eða var með umvandanir við frænda sinn þótt full ástæða hefði áreið- anlega verið til. Hún hafði lag á að umgangast yngra fólk af umburð- arlyndi sem varð til þess að maður bar virðingu fyrir henni og leið vel í návist hennar. Ég minnist Ásu frænku sem greindrar og sterkrar konu. Margt í fari hennar og lífsskoðunum er að mínu viti til eftirbreytni fyrir okkur hin, sem eftir lifum. Ung missti hún eiginmann sinn frá sex börnum. Aldrei heyrði ég Ásu kvarta undan erfiðleikum eða vandamálum sem slíku áfalli fylgir. Yfir frænku minni var mikil reisn og hún hafði yndi af félagsmálum og mannamótum. Hin síðari ár hefur stórfjölskylda okkar komið saman reglulega. Þar lék Ása á als oddi og fylgdist greini- lega vel með öllu sínu frændfólki sem hún var afar stolt af. Ég sendi börnum hennar og fjöl- skyldum þeirra innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Ásu frænku minnar. Óskar Sverris. Við systurnar í Soroptimista- klúbbi Akureyrar viljum nú minnast fyrrverandi systur okkar, Ásu Helgadóttur, sem var ein af stofn- endum klúbbsins. Það var 13. febrúar 1982, sem Soroptimistaklúbbur Akureyrar var stofnaður. Halldóra heitin Eggerts- dóttir fór þá um landið og stofnaði Soroptimistaklúbbana. Í þeim eru konur úr mismunandi starfsstéttum. Ása var þá skrifstofustjóri hjá „Fé- lagi verslunar- og skrifstofufólks“ og var boðið að gerast stofnfélagi. Hún hikaði ekki við það. Markmið samtakanna hentuðu henni mjög vel. Hún hafði einmitt þurft að vinna að slíkum markmiðum, því hún hafði ýmislegt reynt. Hún hafði misst eiginmann sinn nokkrum ár- um áður frá 6 börnum og fór þá að vinna fulla vinnu utan heimilis. Markmiðin „mannréttindi, staða konunnar“ komu þá sjálfkrafa á hennar borð. Hún vann að þeim með ákveðni og festu. Það var því ekkert vafamál í huga okkar hinna að Ása skyldi valin sem fyrsti formaður klúbbsins. Fram- koma hennar, glæsileiki og reynsla öll var til fyrirmyndar. Leysti hún störf sín með sæmd og ábyrgðartil- finningu. Vinátta hennar var einnig ómet- anleg. Fyrir okkur þessar yngri var margt af henni að læra. Henni fórst svo einstaklega vel að taka á móti gestum. Hún vissi svo vel hvað við átti. Ef gestir komu til klúbbsins var hún vísust allra til að bjóða heim. Skipti þá ekki máli hvort um var að ræða til veislu eða gistingar – innlendar eða erlendar systur. Allt slíkt var sem leikur einn í höndum hennar. Hún eignaðist góða vini inn- an þessara samtaka og áttum við sameiginlega pennavinkonu í Finn- landi, Kaarinu Kettunen. Það var m.a. þess vegna sem Ása kom með okkur Akureyrarsystrum vorið 1999 að heimsækja vinaklúbbbana í Sví- þjóð og Finnlandi um leið og við sóttum Alþjóðaþing Soroptimista, sem haldið var í Helsingfors. Fórum við Ása þá með lest að heimsækja vinkonuna, sem flutt var til Lohja. Áttum við þar ógleymanlegan dag saman. Einnig var ferðin öll með Ásu hin ánægjulegasta. Soroptimistaklúbbur Akureyrar þakkar henni af alhug fyrir ómet- anleg störf í þágu samtakanna. Börnum hennar og öðrum afkom- endum vottum við innilega samúð. Ég kveð kæra vinkonu. Ragnheiður Stefánsdóttir, formaður. „Þannig er lífið mamma,“ sagði fjögurra ára dótturdóttir mín við móður sína fyrir nokkrum dögum, eftir að hafa útskýrt fyrir henni, það sem hún hafði lært á leikskólanum; að allir ættu að vera góðir hver við annan, hvernig sem þeir væru af Guði gerðir, hvernig sem þeir væru litir, engir tveir væru eins. Með þessum orðum vildi sú litla eflaust láta móður sína vita að hún væri bú- in að öðlast allmikla vitneskju um lífið og tilveruna og sagði: „Þannig er lífið, mamma.“ Þó að í þessu fel- ist mikil og góð skilaboð til okkar mannanna, og mjög þýðingarmikil fyrir litla sál, segja þau auðvitað ekki allt um margbreytileika lífsins, allt litrófið milli gleði og sorgar, sem óhjákvæmilega fylgir lífshlaupinu. Mér komu þessu orð dótturdóttur minnar í hug, þegar ég frétti af and- láti Ásu Helgadóttur, því það sem allir ganga að sem vísu er dauðinn, „þannig er lífið“. Kynni mín af Ásu Helgadóttur hófust þegar hún var starfsmaður hjá Félagi verslunar- og skrifstofu- fólks á Akureyri fyrir nokkrum ára- tugum. Hún leitaði þá oft til VR, þar sem ég var í forsvari, til að leita álits á túlkun á ákvæðum kjara- samninga. Samskipti voru mikil milli félaganna og átti Ása sinn þátt í því. Aldrei bar neinn skugga á samskiptin við Ásu og þegar ég læt hugan reika yfir áratugina, sem ég hafði kynni af henni, á ég ekkert nema góðar minningar um þessa sómakonu. Ása var heilsteyptur persónuleiki, glæsileg í fasi, fáguð og virðuleg. Allt viðmót hennar einkenndist af velvild og hlýju. Það var jafnan stutt í brosið og hún hafði góð áhrif á allt umhverfi sitt. Það var sérstök reisn yfir Ásu hvar sem hún fór, hvort heldur að hún var við vinnu sína eða uppábúin við sérstök tækifæri. Hún talaði af virðuleik og hógværð um fólk. Heimili hennar var fallegt og bar góðum smekk hennar vitni. Það er ekki svo einfalt að maður ráði því alltaf hverja maður um- gengst í hinu daglega starfi á lífs- leiðinni. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að eiga nokkra samfylgd með Ásu í starfi mínu. Þeir sem kynntust henni voru ríkari eftir. Það á vel við um Ásu, í Bókinni um veginn, sem segir: „Það, sem gróðursett er á réttan hátt, verður ekki rifið upp; það verður aldrei á braut borið, sem vel er varðveitt. Það vekur virðingu niðjanna.“ Ég kveð Ásu með þakklæti fyrir samfylgdina og tryggðina og sendi börnum hennar og fjölskyldu inni- legar samúðarkveðjur. Magnús L. Sveinsson. Við kveðjum nú kæran félaga og samstarfsmann til margra ára, Ásu Helgadóttur. Samstarfið hófst árið 1974 þegar Ása kom til starfa á skrifstofu Fé- lags verslunar og skrifstofufólks í Brekkugötunni, en við vorum þá báðar í fulltrúaráði félagsins. Fyrstu 8 árin var Ása eini starfs- maðurinn og var það oft mikil vinna þar sem félagið var í örum vexti. Seinna meir eða á árunum 1981 og 1984 urðu samskiptin meiri, en þá vorum við farnar að vinna á skrif- stofunni ásamt Ásu. Margs er að minnast frá þessum árum og ýmislegt brallað sem ekki heyrði til venjulegum skrifstofu- störfum. Oftar en ekki var eldað og bakað og marga pönnukökuna reiddi Ása fram á ólíklegustu stundum. Árið 1985 fluttist starfsemin í Skipagötu 14 í nýtt og betra hús- næði og lét Ása sitt ekki eftir liggja í þeim flutningum. Okkur er einkar minnisstætt langa verkfallið vorið 1988, en þá var viðveran á skrifstofunni frá morgni til kvölds og lítið um næt- ursvefn, en alltaf var Ása til reiðu hvernig sem á stóð. Ása gegndi fjölmörgum trúnaðar- störfum innan félagsins og meðal annars er hún önnur tveggja kvenna sem fyrstar voru kjörnar í stjórn Landssambands íslenskra verslunarmanna. Árið 1996 var Ása gerð að heið- ursfélaga Félags verslunar- og skrifstofufólks. Ása var afskaplega fínleg kona og eftir henni tekið fyrir glæsilegan klæðaburð og fágaða framkomu. Aldrei heyrðist hún kvarta á hverju sem gekk, en síðustu árin voru henni erfið bæði í missi ástvina og veikindum hennar sjálfrar. Alltaf var jafnánægjulegt að hitta hana og síðastliðið sumar áttum við allar þrjár saman ljúfa stund hér á Akureyri. Að leiðarlokum þökkum við Ásu allar samverustundir og vottum ást- vinum hennar innilega samúð. Eyðist dagur, fríður, fagur, fagur dagur þó aftur rís. Eilífðardagur ununarfagur eilíf skín sólin í Paradís. Ó, hve fegri og yndislegri unun mun sú, er þar er vís. (V. Briem.) Jóna Steinbergsdóttir, Erla Halls.              !  " #  $ &' "   ())* + !    ! "  "# ,'   &- "  ' $%&' $ ()* +,  "    !  " .  "   ())* % -./ ! "  01! ,2% -./ !  " /% -./ !"   3,.  % 4 "   0# ,'      & % 5/ 6 51  ! "    "" / 0  1 &- #&" 16# 5 % 7.2 & 7$#&" & &" 47.2&" 3  6& 7 72" 7 7 72#  " "     8 #8 $ 5,!6 1 ! 1 4+ !/ 9 : 4"  &  - ""  /  # 1  1 1 ;" ./8 ;" 8" 5 ;" 1  ;  72" 7 72#

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.