Morgunblaðið - 06.07.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.07.2002, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2002 33 Ólafur Árnason, móðurbróðir okkar, var tæpra 96 ára þegar hann lést. Allt fram á síðustu daga hélt hann reisn sinni og kvaddi með sömu hóg- værð og einkenndi allt hans líf. Allir sem hann þekktu vissu þó að bak við hógværðina bjó mikil skapfesta og jafnframt virðing fyrir öllu sem lífs- anda dregur. Hann var einn þeirra allt of fáu sem vildi alltaf leita máls- bóta ef hann heyrði einhverjum hall- mælt. Þegar talið barst að samferða- mönnum hans á lífsleiðinni þá var alltaf viðkvæðið að þetta hefði allt verið afbragðsfólk. Ólafur var einn af föstu punktun- um í tilveru okkar bræðra og móðir okkar, sem var nokkru eldri, mat hann ákaflega mikils. Hann var ein- staklega glæsilegur á velli og við vor- um sannarlega stoltir bræðurnir þegar spurt var um þennan karl- mannlega mann sem oft heimsótti móður okkur í Hafnarfjörðinn og við gátum stært okkur af skyldleikan- um. Það var einstaklega gaman og gef- andi að ræða við Ólaf hvort sem var um gamla tímann eða málefni líðandi stundar. Hann var stálminnugur eins og reyndar bræður hans báðir sem einir lifa nú eftir af Hlíðarsystk- inunum, þeir Karl og Hákon. Það var sannarlega gaman að vera viðstadd- ur þegar þeir þrír bræður komu saman og ræddu um gamla tímann og rifjuðu upp sögur og vísur sem þeir höfðu á hraðbergi. Hlíðarættin hefur staðið fyrir þremur ættarmótum og þar hafa þeir bræður verið í öndvegi. Það er okkur í fersku minni þegar Hálfdán Steingrímsson, sem er sonur Stein- gríms Árnasonar, hálfbróður þeirra Hlíðarsystkina, var að lýsa fyrir okk- ur því ótrúlega kappi og dugnaði sem Ólafur sýndi í hverju því verki sem hann tók sér fyrir hendur. Sagðist hann engan hafa fyrirhitt á lífsleið- inni sem hefði slíkt þrek sem Ólafur bjó yfir. Það beinlínis geislaði af Ólafi bæði traust og samviskusemi ásamt ein- stakri ósérhlífni við hvaðeina sem hann tók sér fyrir hendur. Ólafur var vel hagmæltur en flík- aði því lítt en fjölmargar tækifær- isvísur og bragi mun hann hafa sett saman þegar hann vann hjá Almenn- um tryggingum. Það var greinilegt að hann bar ákaflega hlýjar tilfinn- ingar til síns gamla vinnustaðar og minntist oft á hvers góða yfirmenn hann hefði haft þar. Það var einnig jafn skýrt hversu bæði samstarfsfólk hans þar og vinnuveitendur mátu hann mikils. Hann hafði ríka kímnigáfu og ein- staklega smitandi bros sem þeir nutu ekki síst sem réttu honum hjálparhönd þá mánuði sem hann átti á Hjúkrunarheimilinu Skjóli. Þar var hann hvers manns hugljúfi og var kominn niður í æfingar fyrir allar aldir á morgnana. Það var ekki að sjá að þar færi maður á tíræð- isaldri. Það kom oft fram í samtölum við okkur bræður hversu mjög hann mat Benney dóttur sína og Hjörleif, mann hennar. Þau voru hans stoð og stytta og ferð með þeim á Bakka- fjörð á hverju sumri til fjölda ár var honum sífellt frásagnar- og fagnað- arefni. Honum varð einnig tíðrætt um barnabörnin sem hann greini- lega lét sér mjög annt um. Því fylgir sannarlega söknuður þegar þeir falla frá sem fylgt hafa manni allt æviskeiðið. Það er huggun harmi gegn að Ólafur var mjög sátt- ÓLAFUR ÁRNASON ✝ Ólafur Árnasonfæddist í Hlíð í Þorskafirði í Reyk- hólasveit í Austur- Barðastrandarsýslu 18. nóvember 1906. Hann lést á hjúkrun- arheimilinu Skjóli 26. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogs- kirkju 2. júlí. ur við að nú væri komið að leiðarlokum og var ókvíðinn til hinstu stundar. Hann vissi af nær- veru ástvina sinna og yfir andláti hans hvíldi friður og ró þess manns sem var viss um góða heimkomu. Við bræður sendum Benney og Hjörleifi, bræðrum hans Karli og Hákoni og öðrum ást- vinum hans okkar inni- legustu samúðarkveðj- ur. Minningin um þann mæta mann, Ólaf Árnason, mun sannarlega lifa í huga okkar allra. Árni Jónsson, Erlingur Jónsson, Rúnar Brynjólfsson. Látinn er í hárri elli vinur minn og samstarfsmaður í áratugi, Ólafur Árnason, fyrrum tjónaeftirlitsmað- ur. Þegar kynni okkar hófust árið 1963 hafði Ólafur þegar starfað hjá Almennum tryggingum hf. í 17 ár og aflað sér víðtækrar reynslu í mati á tjónum og uppgjöri þeirra. Hann reyndist mér ómetanlegur kennari þegar ég nýkominn frá prófborði fékk það verkefni að leiða bifreiða- deild félagsins. Samstarf okkar stóð síðan til ársins 1990 þegar Ólafur var löngu kominn á þann aldur þegar tal- ið er að menn hafi skilað fullu dags- verki. En bæði var að þrek Ólafs til vinnu var langt umfram meðalmann- inn og eins vildu húsbændur hans og samstarfsfólk njóta reynslu hans og samvista við hann svo lengi sem frekast var unnt. Við forráðamenn Sjóvár-Al- mennra töldum það sérstakt happ að hann skyldi fallast á að vera með okkur fyrsta árið eftir sameiningu Sjóvátryggingafélags Íslands og Al- mennra trygginga og að hann skyldi leggja sitt af mörkum til þess að tryggja á viðkvæmum tímum þann góða starfsanda sem einkennt hefur félagið. Því Ólafur Árnason var okk- ur öllum miklu meir en reynslumikill starfsmaður. Hann var vinur allra samstarfsmanna sinna og lagði ætíð lykkju á leið sína til þess að hjálpa þeim ætti hann þess nokkurn kost. Um æsku Ólafs og uppvöxt er ég ekki fróður en veit að hann rakti ætt- ir sínar til dugmikils fólks. Líkams- burðir hans fram eftir allri ævi voru einstakir og fyrir fæsta þýddi að etja kappi við hann. Hann bar sig svo vel að mér er enn minnisstætt þegar ég sá Ólaf Árnason fyrst. Skólagöngu fékk hann ekki notið svo nokkru næmi en greindin var slík að aðrir urðu þessa skorts ekki varir. Hann las alla tíð mikið og var vel að sér um margt. Sjálfur harmaði hann það á stundum að hafa ekki átt þess kost að læra og víst er að margir hafa síð- ur átt erindi í langskólanám heldur en hann. Ólafur var prýðilegur hag- yrðingur þótt lítt flíkaði hann þeirri íþrótt sinni nema helst til þess að gleðja okkur vinnufélagana með græskulausu gamni. Hollustu Ólafs við húsbændur sína var viðbrugðið en það breytti ekki því að í öllum störfum sínum vildi Ólafur gera það sem hann taldi rétt og heiðarleiki var æðsta boðorðið. Starfið var ekki alltaf létt. Það skilja allir sem komið hafa nálægt ákvörð- un sakar í árekstrarmálum og mati á skemmdum bílum. Sitt sýndist hverjum og stundum tókust menn hressilega á. Nafni minn var þar vel liðtækur því skapið var mikið, eink- um ef hann taldi hallað réttu máli en allt slíkt var fljótt að gleymast og kæmi fyrir að hann teldi sig hafa far- ið með rangt mál linnti hann ekki lát- um fyrr en hann hafði leiðrétt það sem leiðrétta þurfti. Þegar Ólafur hóf störf hjá Al- mennum tryggingum var hann kominn fast að fertugu og átti að baki feril sem verktaki við bygginga- framkvæmdir og einnig sem starfs- maður hjá Pósti og síma. Heyrði ég oft að þar á bæ hefði mönnum þótt slæmt að missa hann úr vinnu og undraði mig það ekki. Margar sögur heyrði ég frá samferðamönnum hans á þeim árum um ótrúlega hreysti hans og útsjónarsemi við lausn hinna ýmsu mála. Það var því reyndur maður og hertur í lífsins sjó sem réðst til starfa hjá Almennum tryggingum árið 1946. Það var félaginu mikið happ og áhrifa Ólafs gætir á ýmsan hátt í störfum manna allt fram á þennan dag. Nú þegar komin er kveðjustund leita á hugann ótal minningar um þennan góða vin og allt sem hann gerði mér gott. Um árabil var hann einn minn traustasti ráðgjafi í mál- um sem snertu starf mitt og einlæg- ur stuðningsmaður minn í flestu. Það var eðli hans að miðla öðrum en hann var tregur til þess að taka við neinu fyrir sjálfan sig. Það var vandamál okkar samferðamannanna. Einna helst tókst okkur að stuðla að því að hann á efri árum sínum, þegar hann var orðinn ekkjumaður, lagði land undir fót og heimsótti fjarlæg heims- horn sem þá voru síður í alfaraleið Íslendinga heldur en nú. Eftir að Ólafur lét af störfum heimsótti hann okkur reglulega í Kringluna 5 allt fram á síðustu ár. Hann var jafnan aufúsugestur og þessar heimsóknir voru mér kær- komið tilefni til þess að rifja upp löngu liðna daga og atburði sem voru mér gleymdir en Ólafur mundi vel, því það var eitt af einkennum hans hversu ótrúlega vel hann hélt minni sínu og öllu andlegu atgervi fram á síðasta dag enda þótt líkamskraftar væru á þrotum. Ævikvöldið varð Ólafi notalegt í sambýli við eftirlif- andi dóttur sína Benney, Hjörleif Ólafsson, eiginmann hennar, og syni þeirra. Árin buðu upp á ýmsa nýja reynslu eins og sjóróðra frá Bakka- firði svo eitthvað sé nefnt og slíkt lík- aði nafna mínum vel. Gamlir samstarfsmenn og vinir kveðja Ólaf Árnason með þakklæti og virðingu. Með honum var gott að starfa og minning hans mun lifa meðal okkar. Við hjónin og fjölskylda okkar munum alltaf minnast Ólafs Árna- sonar með miklum hlýhug og þakk- læti fyrir alla þá vinsemd sem hann sýndi okkur. Ólafur B. Thors. Með þakklæti og virðingu kveð ég einstakan öðling og heiðursmann, Ólaf Árnason. Hvergi þótti mér sem barni og unglingi betra að koma en á heimili þeirra Kristínar og Ólafs. Já, það voru hrein forréttindi að eiga dóttur þeirra að vini og fá að vera heima- gangur þar á bæ. Á fyrsta áratugn- um eftir stríð fluttu þau hjónin með dætrum sínum tveimur vestur á Víðimel. Foreldrar mínir bjuggu þar fyrir, gömul kynni við þau voru strax endurnýjuð og samgangur og vinátta skapaðist á milli fjölskyldnanna. Síð- ar breyttust aðstæður og lengra varð á milli heimilanna en vinátta þeirra og tryggð hélst óbreytt alla tíð. Þær eru því margar og ljúfar minningarnar sem leita á hugann, nú að Ólafi látnum, þegar ég minnist þessara ára og rifja upp kynni mín við hann. Það var svo ótal margt sem prýddi þennan góða mann og skýrist núna í endurminningunni. Hann var einstaklega fallegur maður og allt að því fyrirmannlegur í framgöngu, en framganga hans einkenndist af mik- illi yfirvegun og virðuleik. Þá var hann ekki síður bæði hlýr og nota- legur og ekkert var okkur leiksystr- unum of gott af hans hálfu — hann sýndi okkur ómælda umhyggju og væntumþykju. Lífið var svo ljúft og gott, því í barnshuganum var fátt dýrmætara en að eiga góða vinkonu, sem síðan átti þennan öðling fyrir föður. Þannig leið mér sem barni, en eftir því sem árin urðu fleiri lærðist mér að skilja að Ólafur var ekki bara greiðvikinn og hjálpfús heldur ekki síður mikill og sterkur persónuleiki, greindur og afar minnugur. Hann las mikið alla tíð, var fróður í besta lagi og hann fylgdist vel með mönnum og málefnum líðandi stundar allt til hins síðasta. Það voru fleiri en við táturnar sem nutum góðs af velvilja hans og hjálp- semi og áttum við samferðamenn hans eftir að reyna það oft og mörg- um sinnum síðar. Í erilsömu og ábyrgðarmiklu starfi liðsinnti hann þeim sem til hans leituðu af mikilli samviskusemi og ósérhlífni. Einnig eftir langan vinnudag var hann óþreytandi við að hjálpa og greiða úr vanda vina og ættingja hvenær sem til hans var leitað. Þeir eru því áreið- anlega margir sem notið hafa góðs af greiðvikni hans og velvilja í gegnum árin og hugsa nú með þakklæti til látins vinar og velgjörðamanns. Á besta aldri urðu Ólafur og Krist- ín að sjá á eftir yndislegri dóttur, sem var þeim afar kær og allt of snemma féll Kristín frá eftir erfið veikindi. En þrátt fyrir þann sára missi varð ævikvöldið Ólafi gott. Eft- ir lát Kristínar hélt hann heimili með Benneyju og Hjörleifi og sonum þeirra tveimur. Í skjóli samheldinn- ar fjölskyldu naut hann ómældrar umhyggju og sýndu þau honum öll mikla ást og virðingu. Megi það veita þeim styrk og huggun á kveðju- stundu. Langri og góðri ævi er nú lokið. Enda þótt Ólafur héldi andlegri skerpu sinni til hins síðasta var lík- aminn orðinn slitinn og hvíldin hefur eflaust verið honum kær. Í huga mér geymi ég mynd um einstakan mann. Kynni mín við hann voru mér ávinn- ingur og svo tel ég að hafi verið um alla þá sem honum kynntust. Blessuð sé minning Ólafs Árna- sonar. Guðbjörg Tómasdóttir. Allt á sér upphaf og endi. Líf hefst og líf endar, slík er lífsins gáta. Upphaf lífshlaups Magneu Svanhildar hófst 21. nóvem- ber 1914 og lauk að kvöldi 23. júní sl. Hún var vafalítið hvíldinni fegin og vel undir dauða sinn búin, eftir erfið veikindi og langt líf. Hún sagði sjálf að þetta væri orðið nóg, hún væri bú- in að lifa svo mikið. Best væri að taka öllu eins og það kæmi. Og það kom. Hún var dóttir sæmdarhjónanna Magnúsar Magnússonar og Önnu Sigríðar Guðmundsdóttur frá Króki í Garði. Þar sleit hún barnsskónum í faðmi samhentrar fjölskyldu og hlaut afar ástríkt uppeldi. Þar var líka án efa lagður grunnur að þeirri ræktarsemi sem hún sjálf hefur alla tíð borið til sinna ástvina. Allar götur síðan hefur þessi upphafsreitur lífs- hlaups hennar átt mikil ítök í henni enda varð það hennar hinsta ósk að verða jarðsungin frá Útskálum, sem er steinsnar frá þeim stað þar sem Krókur stóð fyrrum. Hún dvaldi oft á seinni árum við sögur úr Garðinum. Sögur um menn og málefni sem voru henni hugleikin. Allar voru þessar sögur kryddaðar þeirri hlýju sem hún stöðugt bar til annara, léttri kímni og örlítilli eft- irsjá eftir því sem liðið var. Hún hafði gaman af að rifja upp og naut ég m.a. frásagna hennar í ríkum mæli. MAGNEA SVANHILDUR MAGNÚSDÓTTIR ✝ Magnea Svan-hildur Magnús- dóttir fæddist í Króki í Gerðahreppi 21. nóvember 1914. Hún lést á líknar- deild Landakotsspít- ala 23. júní síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Út- skálakirkju í Garði 2. júlí. Bernskuminningin mín af Magneu Svan- hildi, Möggu frænku, er afar skýr. Ég leit hana jafnan sem mikla heimskonu. Hún var af- ar glæsileg, falleg og dökk á brún og brá, tíguleg í fasi og fram- komu. Þá var hún ein- staklega smekklega klædd og minnti barnið á leikkonur þeirra tíma. Yfir henni hvíldi mikill ævintýraljómi enda silgdi hún vítt og breitt með Fossunum á sínum yngri árum. Hún hafði því upplifað margt sem ekki var svo vanalegt þá. Okkur skildi að heil kynslóð, enda var hún ömmusystir mín og helguð- ust okkar samskipti þá svoldið af því bili. Samveran var þá oftar en ekki í stórum hópi þegar hún kom suður til Keflavíkur í fjölskylduboð. Full- orðna fólkið í stofu saman og krakka- skarinn í leik annars staðar í húsinu. Þannig var það. Kannski þekkti ég hana þá meira úr fjarlægð en beinni samveru. Þegar ég sjálf fullorðnaðist og fluttist til Reykjavíkur í næsta ná- grenni við ömmusystur mína tókst með okkur vinátta sem varð mér mjög dýrmæt. Ugglaust átti hún stærri þátt í því en ég því hún var af- ar ræktarsöm við sína nánustu eins og fyrr segir. Þá kynntumst við upp á nýtt, á okkar eigin forsendum og það voru afar ánægjuleg kynni. Þá varð maður ekki var við neitt kyn- slóðabil. Hún var hrein og bein og kom ávallt fram við mann sem jafn- ingja. Jafnan fylgdist hún vel með því sem var að gerast í lífi hvers og eins og gleymdi ekki neinum. Hringdi reglulega til að fá fréttir. Seinni árin var heilsan ekki upp á það besta. Ekki var þó að finna á henni neinn bilbug og gekk hún lengst af til allra sinna verka fyrir því. Hún var einstakleg jákvæð manneskja og sjálfbjarga. Gerði gott úr öllu og kvartaði aldrei. Þegar hún greindist með krabbamein, lét hún sem fyrr lítið með það. Hún hefði átt gott líf og þakkaði fyrir það. Hennar létta lund og fyrrnefnda, jákvæða lífsviðhorf kom henni í gegn um allar þrautir. Í líkræðu um Svanhildi föður- ömmu hennar, sem lést í maí 1910 og Magnea Svanhildur heitir eftir, seg- ir: „Hún var gjörvileg kona, greind og skemmtileg í viðræðu, einörð og hreinskilin, en þó friðsöm og vinsæl af öllum.“ Þegar ég hef nú lýst ömmusystur minni sé ég að þessi orð gætu sem hægast verið sögð um hana svo líkar virðast þær hafa verið í mörgu. Frá því ég man eftir mér bjó hún með Jóni Þorsteinssyni, sem hefur verið hennar stoð og stytta. Milli þeirra var afar kærleiksríkt sam- band og gagnkvæm virðing mikil þeirra á milli. Þegar þau hófu sam- búð var hún ekkja eftir Finn Jóns- son, f.v. ráðherra. Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt hana að vini, fyrir öll samtölin okkar, rækt- arsemi hennar og einstaka væntum- þykju í minn garð. Hafi hún þökk fyrir allt og allt. Margrét Magnúsdóttir. ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Formáli minningar- greina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.