Morgunblaðið - 06.07.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.07.2002, Blaðsíða 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MÆÐRAGARÐURINN hlaut nafn sitt af styttunni Móðurást, eftir Nínu Sæmundsson myndhöggvara, en styttan var sett upp í garðinum á þriðja áratug síðustu aldar. Þetta segir Pétur Pétursson þulur sem hafnar þeirri söguskýringu að garðurinn dragi nafn sitt af rólu- velli sem þar var. Í Morgunblaðinu á miðvikudag var greint frá fyrirætlunum um bílastæðakjallara undir Tjörninni og þeirri tillögu að aðkeyrslu- rampur að honum fari í gegnum Mæðragarðinn en hann er við mót Lækjargötu og Fríkirkjuvegar. Í greininni var skýrt frá því að fram hefði komið á fundinum að nafn Mæðragarðsins væri þannig til komið að mæður hefðu sótt í garð- inn á róluvöll sem þar var en áður hefðu róluvellir gjarnan verið nefndir mæðragarðar. Pétur Pétursson þulur segir þetta af og frá. Nafnið á umrædd- um garði sé til komið af því að þar sé styttan Móðurást eftir Nínu Sæ- mundsson myndhöggvara. „Eftir að hún var sett þarna upp var þetta kennt við Móðurást og svo var farið að kalla þetta Mæðra- garðinn,“ segir hann. Um þetta má lesa í bókinni Áfram Víkingur eftir Ágúst Inga Jónsson en þar greinir Þorsteinn Ólafsson, tannlæknir, svo frá: „Síð- an æfðum við einnig út á Móðurást, eins og við kölluðum túnið vestur undir Miðbæjarskóla, þar sem sam- nefnd myndastytta er.“ Þarna er Þorsteinn trúlega að tala um knattspyrnuæfingar Vík- inga árin um og eftir 1930. Samkvæmt upplýsingum frá Listasafni Reykjavíkur var það Listvinafélagið sem gaf styttuna og stóð fyrir því að hún var sett upp í garðinum árið 1925. Í bókinni Reykjavík – Sögustaður við Sund eftir Pál Líndal er þess getið að styttan sé í garðinum. Ekki kemur fram hvort nafnið á garðinum sé þannig til komið en tekið er fram að áður hafi garðurinn gengið und- ir nafninu Útnorðurvöllur. Þá segir á öðrum stað í bókinni að Mæðragarðurinn sé í landi Skál- holtskots og þar hafi áður verið vatnsból, nefnt Skálholtslind. „Þótti þar heilnæmara vatn en í flestum öðrum vatnsbólum í Reykjavík,“ segir í bókinni. Þess má geta að í bókinni Árbók Reykjavíkurbæjar frá 1945 sem dr. Björn Björnsson hagfræðingur reit er að sögn Péturs talað um barna- leikvelli og að einn slíkur hafi ver- ið í umræddum garði sem Björn nefnir Útnorðurvöll. Mæðragarðurinn við Lækjargötu Dregur nafn sitt af Móðurást Morgunblaðið/Jim Smart Styttuna Móðurást gerði Nína Sæmundsson árið 1924 og var hún sett upp í Mæðragarðinum ári síðar eða 1925. Miðborg KRAKKARNIR á leikskólanum Víðivöllum fengu góða heimsókn á þriðjudag þegar lögregluþjónar komu við hjá þeim og yfirfóru reiðskjóta þeirra. Einu sinni í viku í sumar er hjóladagur á Víðivöllum þar sem lagðar eru brautir sem börnin hjóla eftir á reiðhjólum, hlaupa- hjólum, þríhjólum og jafnvel hjólastólum ef svo bregður við. Hins vegar kemur löggan bara einu sinni yfir sumarið og því var sérstaklega mikið um að vera þennan dag. Hjálmar og annar búnaður var yfirfarinn af kostgæfni enda viss- ara að vera með allt slíkt á hreinu þegar brunað er um á hjólhestunum fínu. Er ekki ástæða til að ætla annað en að þessir spræku krakkar hafi feng- ið skoðun hjá löggunni að þessu sinni. Allir með skoðun Hafnarfjörður ÍBÚASAMTÖK Kjalarness hafa far- ið fram á það við borgina að hún hlut- ist til um að skýra eignarhald á landi í fyrrum Kjalarneshreppi. Skrifstofu- stjóri borgarverkfræðings telur það ekki í verkahring Reykjavíkurborgar að skera úr um ágreining þar um og vísar kostnaði vegna rannsóknar á landamörkum á landeigendur. Borg- arráð hefur samþykkt umsögn skrif- stofustjórans. Í bréfi formanns íbúasamtakanna segir að gera þurfi ljóst eignarhald á fjalllendi, þjóð- og sýsluvegum og uppfyllingu út í sjó. Að mati stjórnar samtakanna sé „víða óljóst hvað hver á og hvað hver má í þessu sambandi,“ eins og segir í bréfinu. „Það er því ein- læg ósk stjórnar að brugðist verði hratt við þessari beiðni svo ekki komi til frekari átaka milli íbúa á svæðinu um þessi mál.“ Að sögn Sigþórs Magnússonar, for- manns íbúasamtakanna, hafa þessi átök verið mikil á stundum. „Það virð- ist ekki allt vera á hreinu og sem íbúa- samtök þjónandi öllum íbúum óskuð- um við eftir því að þessu yrði komið á hreint svo menn þyrftu ekki að vera að þrasa um þetta. Við tökum enga aðra afstöðu í þessu máli en það.“ Hann segir að þessar deilur hafi stundum orðið til leiðinda. „Okkur þykir leiðinlegt þegar okkar fé- lagsmenn þurfa að vera að þrasa sín á milli vegna þess að eitthvað er óljóst með landamerki. Þess vegna fannst okkur sjálfsagt að borgin gengi í það að ganga frá þessu.“ Hann segir málið einnig snerta vegi á svæðinu og hvernig þeir séu skilgreindir. „Segjum að það sé vegur sem menn telja að allir eigi að geta ekið um. Síðan á landeigandi land sitt hvoru megin við veginn.“ Sigþór segir að skilgreina þurfi þá nýtingu vegar- ins og hvort hann teljist einkavegur eða almenningsvegur. „Væri til dæm- is eðlilegt að landeigandinn setti upp rimlahlið sitt hvoru megin við sín landamerki, svo ég taki einfalt dæmi?“ Í umsögn borgarverkfræðings seg- ir að Reykjavíkurborg sé ekki réttur aðili til að skera úr um slíkan ágrein- ing. „Rannsókn á landamörkum á Kjalarnesi er mjög viðamikið verk og dýrt sem ekki er eðlilegt að borgar- sjóður beri kostnað af, frekar en af könnun á lóðamörkum í borginni yf- irleitt,“ segir í umsögninni. Hins veg- ar gæti Verkfræðistofa umhverfis- og tæknisviðs látið fara fram könnun á lóða- og landamörkum að beiðni ein- stakra landeigenda og á þeirra kostn- að. Aðspurður um það hvort slíkt kæmi til greina segir Sigþór: „Það virðist ekki vera að farið verði í það af hálfu borgarinnar að koma þessum málum á hreint. Næstu skref hjá okkur í íbúasam- tökunum er að birta þessi svör strax eftir sumarfrí og láta íbúana vita af því að þetta er farvegurinn sem þarf að fara. Þá er ekkert um annað að ræða fyrir fólk en að fara hann ef það vill gera eitthvað frekar í málinu. En samtökin sem slík taka ekki afstöðu í einstökum málum.“ Deilt um landamerki Kjalarnes NOKKUR óvissa virðist ríkja um hægriréttinn í umferðinni í Garða- bæ. Kemur fram í bréfi bæjarrit- ara til bæjarráðs að af þessum sökum sé nauðsynlegt að kanna hvort æskilegt sé að hægriréttur eigi að vera jafnalmennur og nú er í Garðabæ. Hægriréttur er sú umferðar- regla kölluð sem kveður á um að ökumaður bifreiðar eigi að víkja fyrir annarri bifreið sem er honum á hægri hönd á gatnamótum. Þessi umferðarregla var til umfjöllunar á fundi bæjarstjórnar um miðjan júní þegar Páll Hilmarsson bæj- arfulltrúi lagði til að óháðum aðila yrði falið að gera úttekt á kostum og göllum hægriréttar í Garðabæ. Tillagan var samþykkt og á bæj- arráðsfundi síðastliðinn þriðjudag var tekin fyrir greinargerð bæj- arritara um málið. Þar segir að hægrirétturinn sé ríkjandi um- ferðarréttur í Garðabæ en bið- og stöðvunarskylda undantekningar. Ábendingar hafi hins vegar borist um að óvissa ríki um hægriréttinn því margir geri sér ekki grein fyrir því hve ríkjandi hann sé og allt of oft virði ökumenn ekki hægrirétt- inn. „Nauðsynlegt er að kannað verði hvort æskilegt sé að hægri- réttur eigi að vera jafnalmennur og nú er í Garðabæ. Einnig væri fróðlegt að sjá samanburð á um- fangi hægriréttar í Garðabæ við önnur sveitarfélög,“ segir í grein- argerðinni. Á fundi bæjarráðs kom fram að Vegagerðin ynni að skráningu á umferðarslysum í Garðabæ og að slík skráning kæmi að notum við úttekt á kostum og göllum hægri- réttarins. Var samþykkt að fela bæjarverkfræðingi að gera tillögu um nánari útfærslu á framkvæmd slíkrar könnunar. Óvissa um hægriréttinn? Garðabær ÁRLEG íþróttakeppni milli vinnu- skóla Mosfellsbæjar og Garðabæjar fór fram í blíðskaparveðri á Varm- árvöllum við íþróttamiðstöðina í Mosfellsbæ á miðvikudag. Keppt var í fjölda íþrótta á borð við fót- bolta, boðhlaupi, sundlaugarslag, körfubolta og „fitness-tímaþraut“ sem stjórnað var af Andrési Guð- mundssyni og Hjalta Úrsusi. Í há- deginu var blásið til pitsuveislu þar sem „betri helmingur“ Bæjarins bestu hélt uppi fjörinu. Var ekki annað að sjá en að veisluföngin hafi runnið ljúflega niður kverkar vinnusamra unglinganna. Morgunblaðið/Golli Orka innbyrð milli keppnisgreina Mosfellsbær/Garðabær BORGARRÁÐ hefur samþykkt að úthluta Samtökum aldraðra bygg- ingarétti við Dalbraut 14 fyrir 27 íbúðir í fjölbýlishúsum. Í bréfi skrifstofustjóra borgar- verkfræðings er athygli vakin á því að Reykjavíkurborg áformi ekki að að byggja eða reka þjónustukjarna í húsinu eða á lóð þess. Lóð úthlutað fyrir fjölbýlis- hús aldraðra Laugarneshverfi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.