Morgunblaðið - 06.07.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.07.2002, Blaðsíða 4
Morgunblaðið/Jim Smart Hólmfríður Sigurðardóttir, kjördóttir Sesselju H. Sigmundsdóttur, af- hjúpaði lágmynd af móður sinni. Henni til aðstoðar var sonardóttir hennar og alnafna Sesselju, Sesselja Hreindís Sigmundsdóttir, sem bú- sett er í Svíþjóð og kom sérstaklega til að vera við athöfnina. VISTMENNINGARMIÐSTÖÐ sem ber heitið Sesseljuhús var tekið formlega í notkun á Sólheimum í gær um leið og þess var minnst að hundrað ár eru liðin frá fæðingu Sesselju Hreindísar Sigmunds- dóttur, stofnanda Sólheima. Vegna þessara tímamóta fór fram hátíð- ardagskrá á Sólheimum. Dag- skráin hófst á því að fluttur var sögulegur leikþáttur, „Í meðvindi og mótvindi í 70 ár“, undir stjórn Eddu Björgvinsdóttur, leikkonu. Fjöldi leikenda á öllum aldri, þar á meðal íbúar Sólheima, tóku þátt í sýningunni, en hún varpaði ljósi á það brautryðjendastarf sem Sess- elja vann með stofnun og rekstri Sólheima, en árið 1930 stofnaði hún þar heimili fyrir fötluð og ófötluð börn. Að leikþættinum loknum var haldið upp að hinu nýja Sesselju- húsi og þar afhjúpuð lágmynd af Sesselju eftir Helga Gíslason myndhöggvara. Kjördóttir Sess- elju, Hólmfríður Sigurðardóttir, afhjúpaði lágmyndina og son- ardóttir hennar og alnafna Sess- elju, Sesselja Hreindís Sigmunds- dóttir, aðstoðaði ömmu sína. Eftir að sr. Egill Hallgrímsson, prestur í Skálholti, hafði blessað húsið var gestum boðið að ganga inn. Siv Friðleifsdóttir, umhverf- isráðherra, flutti ávarp, en hún tók einnig fyrstu skóflustunguna að húsinu fyrir réttum tveimur árum. Sólheimar í fararbroddi í umhverfismálum Í ávarpi sínu sagði Siv að sér þætti það stór stund að eiga hlut í því að taka þetta glæsilega hús formlega í notkun. Siv rakti tilurð hússins og sagði að skömmu eftir að hún tók við starfi umhverfis- ráðherra hafi hún farið og skoðað starfsemi Sólheima og í kjölfarið hafi hún og forráðamenn Sólheima rætt þann möguleika að ríkis- stjórnin styrkti byggingu vist- menningarmiðstöðvar á Sól- heimum. „Tillagan var samþykkt í ríkisstjórn en hún fól það í sér að ríkisstjórnin styrkti bygginguna um 75 milljónir króna. Þetta var gert vegna þeirra tímamóta sem 100 ára fæðingarafmæli Sesselju Hreindísar Sigmundsdóttur er, og vegna þess að Sólheimar hafa ver- ið í fararbroddi í umhverfismálum á Íslandi í mörgum skilningi,“ sagði Siv. Siv sagði að Sesselja hefði verið mjög mikil fyrirmynd, ekki bara vegna starfa sinna með börnum og fötluðum á Sólheimum, heldur einnig vegna þess að hún var brautryðjandi í umhverfismálum, en hún var fyrst til að hefja líf- ræna ræktun á Íslandi og líka á Norðurlöndunum. Að auki hafi hún verið fyrirmynd annarra kvenna. Hannað frá grunni með umhverfið í huga Siv sagði vistmenningarhúsið merkilegt fyrir margra hluta sak- ir. Það sé hið fyrsta sem hannað er frá grunni með umhverfið í huga og með sjálfbæra þróun að leið- arljósi. Sem dæmi nefndi Siv að öll orka í húsinu komi frá nátt- úrulegum orkugjöfum, húsið sé einangrað með ull af sauðfé, hör og pappírsafgöngum, klætt með rekaviði frá Ströndum og á gólf- unum sé viður úr Guttormslundi. Loftræstingin sé hönnuð með um- hverfið í huga, frárennslismál séu til mikillar fyrirmyndar, en á Sól- heimum sé lífrænt fráveitukerfi. Frágangur á þaki sé óhefðbund- inn, en það sé klætt nýjum vist- vænum þakdúk, lífræn málning sé á öllu og byggingin sé án allra PVC-efna. Því sé vistmenning- arhúsið til mikillar fyrirmyndar út frá umhverfissjónarhóli og veki hönnun þess mikla athygli. Verður notað sem miðstöð fyrir umhverfisfræðslu Í riti um Sesseljuhús kemur fram að framkvæmdir við húsið hófust í júní í fyrra, en áætlaður byggingarkostnaður er 125 millj- ónir króna og fyrir utan 75 millj- óna króna framlag ríkisins stendur Styrktarsjóður Sólheima straum af kostnaðinum. Húsið verður notað sem miðstöð fyrir umhverfis- fræðslu auk þess sem það verður notað sem félagsmiðstöð fyrir íbúa Sólheima. Þar munu fara fram fræðslufundir, ráðstefnur og nám- skeið um umhverfismál fyrir al- menning, skóla, fyrirtæki, stofn- anir og stéttarfélög. Húsið verður leigt út til funda- og nám- skeiðahalds en Gistiheimilið Brekkukot annast rekstur þess. Aldarafmælis Sesselju H. Sigmundsdóttur, stofnanda Sólheima, minnst með athöfn Sesseljuhús tekið form- lega í notkun Morgunblaðið/Jim Smart Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra klippti á borða við inngang Sesseljuhúss og henni til aðstoðar voru Pétur Sveinbjarnarson, stjórn- arformaður Sólheima, og Agnar Guðlaugsson framkvæmdastjóri. FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra afhenti í gær Árvakri hf., út- gáfufélagi Morgunblaðsins, staðfest- ingu á því að fyrirtækið uppfyllir alþjóðlega umhverfisstaðalinn ISO 14001 og er Árvakur þar með þriðja íslenska fyrirtækið sem hlýtur þessa staðfestingu. Fyrir hafa fyrirtækin ÍSAL og Borgarplast fengið vottun samkvæmt staðlinum en talið er að á milli 30 og 40 þúsund fyrirtæki í heiminum uppfylli staðalinn. Fyrirtækið Vottun ehf. fram- kvæmdi úttekt á Morgunblaðinu og sagði Kjartan Kárason, fram- kvæmdastjóri Vottunar, að staðall- inn segði til um að innan fyrirtæk- isins væri umhverfisstjórnun hluti af stjórnun rekstrarins. „Fyrirtækið þarf að skoða áhrif á umhverfið af starfsemi sinni og setja sér síðan ein- hverjar reglur um það hvernig það dragi úr óæskilegum áhrifum. Jafn- framt þarf að skoða það reglulega hvaða árangri fyrirtækið hefur náð og koma þá á umbótum til að ná enn betri árangri í framtíðinni,“ sagði hann. Siv sagðist fagna þessu framtaki Morgunblaðsins og sagði að þetta skref væri mikil framsýni. „Ég er stolt af Morgunblaðinu,“ sagði hún af þessu tilefni og benti á að það væri ekki á hverjum degi sem fyrirtæki á Íslandi tæki upp jafnumfangsmikinn staðal og ISO 14001 er. Fylgja þarf staðlinum eftir í framtíðinni Hún lagði áherslu á að staðallinn væri strangur og fyrirtæki þyrftu þar af leiðandi að fara í gegnum djúpa skoðun á umhverfismálum sín- um. Það væri síðan ekki nóg að taka hann upp heldur þyrfti einnig að fylgja honum eftir í framtíðinni. Siv sagði að fyrirtæki á Íslandi væru almennt að vakna til vitundar um umhverfismál sín og miðað við þær úttektir sem hún hefði séð mundu fjölmörg íslensk fyrirtæki taka upp einhverskonar umhverfis- stjórnunarkerfi á næsta áratug. „Það eru til umhverfisstjórnunar- kerfi og leiðbeiningar sem henta bet- ur fyrir minni fyrirtæki. ISO 14001 er það víðtækur staðall að hann hentar ekki fyrir lítil fyrirtæki. Það er líka vert að minnast á það að það eru fyrirtæki sem hafa tekið upp Hvíta svaninn, norræna umhverfis- merkið, eins og sápugerðin Frigg, Guðjón Ó prentsmiðja og sápugerðin Undri,“ bætti hún við. Útgáfufélagið hefur unnið að þessu verkefni í rúm tvö ár, að sögn Haraldar Sveinssonar, stjórnarfor- manns Árvakurs. Hann sagði að fljótlega hefði Ólafi Brynjólfssyni, umhverfisstjóra Morgunblaðsins, verið falið að hafa forystu um fram- kvæmd verkefnisins. Aðspurður um þýðingu staðalsins fyrir Morgunblaðið sagði Haraldur að hann hefði án efa jákvæð áhrif. „Við leggjum áherslu á að gera allt sem í okkar valdi stendur til að um- hverfisáhrifin af starfseminni verði sem minnst. Ætlunin er að gera síð- an enn betur með tilkomu nýrrar prentsmiðju,“ benti hann á. Breytingar í vinnslu blaðsins hafa jákvæð áhrif Árvakur hefur mótað sér um- hverfisstefnu og jafnframt fram- kvæmdaáætlun sem fylgir stefnunni eftir. Að sögn Ólafs er einn eða fleiri starfsmaður gerður ábyrgur fyrir framkvæmd markmiða og einnig eru sett viss tímamörk. Fyrirtækinu hef- ur til dæmis tekist að minnka sorp úr 183 tonnum á árinu 1999 í 84 tonn ár- ið 2001. Með tilkomu nýrrar tölvu- tækni í maí 1999 var hætt filmunotk- un við framleiðslu blaðsins og blaðið lýst beint á prentplötur. Fréttaljós- myndun hjá Morgunblaðinu er í dag um 90% á stafrænu formi og hafa þessar breytingar í vinnslu blaðsins haft í för með sér mjög jákvæð um- hverfisleg áhrif með minni notkun framköllunarvökva og minni notkun á disklingum og pappír. Í fram- kvæmdaáætlun er einnig stefnt að því að draga úr notkun á skrifpappír og að tölvur fái framhaldslíf svo dæmi séu nefnd. „Við erum að huga að innkaupum okkar, hvaða efni við notum í starf- seminni og hvernig við komum því sem af gengur frá okkur,“ sagði Ólafur og benti á að allt fyrirtækið hlyti þessa vottun en ekki eingöngu prentsmiðjan. Umhverfisráðherra staðfestir að Morgunblaðið uppfyllir alþjóðlega umhverfisstaðalinn ISO 14001 Mikil framsýni sýnd með þessu framtaki Morgunblaðið/Sverrir Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra afhenti Haraldi Sveinssyni, stjórnarformanni Árvakurs hf., staðfestingarskjal í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.