Morgunblaðið - 06.07.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.07.2002, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN 32 LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ NÝKJÖRINN for- maður fræðsluráðs Reykjavíkur, Stefán Jón Hafstein, hreykir sér nú af því í fjöl- miðlum að kennslu- stundum sjö til níu ára barna í Breiðholti og Vesturbæ verði fjölgað um fimm stundir á viku frá og með næsta skólaári. Segir hann þetta hafa verið eitt af kosninga- loforðum R-listans fyrir borgarstjórnar- kosningarnar í vor. Ekki minnist ég þess að Stefán og félagar hafi lofað lengri skólaskyldu en ef til vill eru þetta merki um breytt vinnubrögð meirihlutans í Reykja- vík, þ.e.a.s. að uppfylla einhver lof- orð, jafnvel þó þau hafi aldrei ver- ið gefin. Túlkun á kjarasamningi kennara Samþykkt fræðsluráðs og borg- arráðs að bæta við einni kennslu- stund á dag hjá nemendum í 2.–4. bekk byggir á tillögu starfshóps borgarráðs frá 22. apríl sl. sem gerði ráð fyrir því að skóladagur nemenda yrði lengdur um eina vinnustund á dag að loknu hefð- bundnu skólastarfi. Starfshópur- inn vann tillögur sínar á tilraun sem framkvæmd var í skólum í Breiðholti sl. skólaár og gaf góða raun. Vinnustundin var ekki hugs- uð sem kennsla heldur tími fyrir t.d. aðstoð við heimanám. Fyrir- myndin er m.a. sótt til Garðabæjar þar sem slíkt fyrirkomulag hefur verið í grunnskólum undanfarin ár sem hluti af stöðu kennara. Tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins sem samþykkt var í fráfarandi fræðsluráði sl. vor fól í sér að fjár- magn yrði veitt til skólanna til að greiða kennurum fyrir vinnustund- ina sem kennslu. Fyrir síðasta kjarasamning var ekkert því til fyrirstöðu að meta störf í lengdri viðveru, s.s. aðstoð við heimanám, sem hluta af stöðu kennara, en vegna einstrengingslegrar túlkun- ar fulltrúa Reykjavíkurborgar í launanefnd sveitarfélaga var því hafnað. Þessi afstaða kom samn- inganefndum Félags grunnskóla- kennara og Skólastjórafélags Ís- lands fullkomlega í opna skjöldu þegar hún birtist fyrst vorið 2001. Samkvæmt túlkun launanefndar má einungis greiða fyrir slík störf með yfirvinnu og geta því kenn- arar neitað að taka þau að sér. Séu slík störf skilgreind sem kennsla er kennurum hins vegar ekki stætt á því nema þau falli utan há- markskennslu í dagvinnu. Mér segir svo hugur að þarna sé komin skýring á þessari skyndilegu breytingu á tillögu starfshópsins frá því 22. apríl sl., það er að segja að í stað þess að bjóða upp á vinnustund að loknu daglegu skólastarfi er fimm kennslustund- um bætt við vikulega lögbundna kennslu. Gæta þarf hófs Á fyrsta fundi fræðsluráðs var tillag- an um lengri skóla- skyldu lögð fram og þó að fulltrúar minni- hlutans tækju undir hana bentu þeir á að gæta þyrfti þess að ekki yrði of mikið álag á þessa yngstu nem- endur grunnskólans. Sjö kennslustundir á dag er langur vinnu- dagur. Skólastarfið verður að vera fjöl- breytt og sveigjanlegt og nemend- um þarf að gefast kostur á heitri máltíð í hádeginu. Skammur fyrirvari Þess ber einnig að geta að skólastjórar hafa að mestu gengið frá skipulagi næsta skólaárs og vinnuskýrslur kennara ættu að liggja fyrir enda hefur gengið vel með ráðningar. Nauðsynlegt er að ákvarðanir sem hafa veruleg áhrif á skólastarfið séu teknar áður en hafist er handa við að skipuleggja næsta skólaár. Auka ber valddreifingu Þessi vandræðagangur staðfest- ir enn frekar mikilvægi þess að auka valddreifingu í yfirstjórn skólamála í Reykjavík. Grunnskól- inn var fluttur frá ríki til sveitarfé- laga haustið 1996 að lokinni mikilli undirbúningsvinnu. Með flutningi grunnskóla frá ríki til sveitarfé- laga var valdinu dreift og skólarnir eiga að standa stjórnarfarslega nær borgurunum en áður. Eins og málum er háttað í Reykjavík hefur þetta ekki gengið eftir. Ég tel nauðsynlega forsendu þess að borgararnir geti haft meiri áhrif á skipulag skólamála að skipta Reykjavík í skólahverfi og að í hverju skólahverfi starfi skólaráð sem sjái um málefni leikskóla og grunnskóla hverfisins. Ég tel ótækt að foreldrar og kennarar eigi ekki greiðan aðgang að ákvarðanatöku í mikilvægum mál- um er snerta skólagöngu nem- enda. Ef einhver alvara liggur að baki hugmyndum meirihlutans um „Greiðar götur“ í Reykjavík er frumskilyrðið að brjóta upp mið- stýringuna og skipta borginni í skólahverfi. Ábending til formanns fræðsluráðs Ákvörðun um skólaskyldu er hvorki tekin í fræðsluráði né borg- arráði heldur á Alþingi. Sveitar- félög geta vissulega aukið framlög sín til skólamála umfram lög- bundnar skyldur og mörg þeirra gera það. Samþykktin frá 22. apríl um vinnustundina var í engum tengslum við skólaskyldu og átti að gilda fyrir sjö, átta og níu ára nemendur í öllum skólum borg- arinnar. Nýr formaður fræðslu- ráðs er örugglega metnaðarfullur en ætti að gæta að staðreyndum áður en hann kemur með fullyrð- ingar á borð við þær að það sé nýj- ung að sveitarfélög bæti við kennslustundum. Fjölgun kennslu- stunda var ekki eitt af kosninga- loforðum R-listans og það voru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í frá- farandi fræðsluráði sem lögðu til að vinnustundin yrði greidd sem kennsla. Það lofar ekki góðu um framhaldið að nýkjörinn formaður fræðsluráðs skreyti sig með fjöðr- um annarra. Meiri skóla- skylda? Guðrún Ebba Ólafsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins og fulltrúi í fræðslu- ráði. Skólamál Fjölgun kennslustunda var ekki eitt af kosningaloforðum R-listans, segir Guðrún Ebba Ólafsdóttir, og upprunalega samþykktin var byggð á tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í fráfarandi fræðsluráði. VIÐ breytingar á al- mannatryggingunum og lögum um félagslega aðstoð á síðustu dögum Alþingis í vor fékkst samþykkt mikið bar- áttumál okkar í Sam- fylkingunni, – breyting sem er mikil réttarbót fyrir sjúka, umönnun- arþurfi lífeyrisþega og þá sem annast þá heima. Réttarbót sem ég hef barist fyrir allar götur frá því er ég starfaði í Trygginga- stofnun. Þá sá ég hve óréttlátt það var að ekki var heimilt að greiða fyrir umönnun á heimili nema til maka lífeyrisþega. Nýja breytingin felst í því að allir sem halda heimili með og annast líf- eyrisþega á heimili hans geta fengið greitt fyrir þá umönnun, að uppfyllt- um ákveðnum skilyrðum, en ekki að- eins maki lífeyrisþega eins og verið hefur hingað til. Það samræmist ekki nútíma hugsunarhætti að fólki sé mismunað eftir tengslum við þann sem það annast. Þessi breyting er því einnig stórt skref í átt til jafnræðis. Fleirum en maka greitt Samkvæmt lögum gat aðeins maki elli- eða örorkulífeyrisþega fengið umönnunarbætur legði hann niður störf vegna umönnunar á heimili. Mun fleiri en makar líf- eyrisþega vinna umönnunarstörf á heimilum og geta ekki stundað vinnu utan heimilis vegna þess. Nú þegar legurúmum á sjúkrahúsum fækkar, þegar erfitt er að út- skrifa fólk heim af sjúkrahúsum, bið er eftir hjúkrunarplássum og sífellt erfiðara er að fá vistun fyrir þá sem þurfa á henni að halda verða heimilismenn og aðrir aðstandendur sjúkra og fatlaðra að taka að sér þessi störf. Því er úrelt að miða aðeins við greiðslu til maka þess sem er umönn- unar þurfi, enda eru margir þeirra makalausir. Fólk annast uppkomin börn sín, foreldra, tengdafólk eða aðra ættingja. Það átti ekki rétt á neinum greiðslum frá hinu opinbera samkvæmt lögum um félagslega að- stoð. Hagræði fyrir alla Breyttar áherslur í heilbrigðis- þjónustu, þar sem lögð er áhersla á að sjúkir geti verið eins lengi heima og unnt er og fái þjónustu þar, eru einnig rök fyrir því að umönnunar- bætur séu greiddar fleirum en maka. Margir sjúkir og fatlaðir sem þurfa umönnun heima eiga ekki maka, en e.t.v. er einhver sem býr með þeim sem vill annast þá. Þessar bætur gera þeim sem eru umönnunarþurfi kleift að vera lengur heima, sem sparar hinu opinbera dýra sjúkrahúslegu, auk þess sem það ætti að auðvelda og flýta fyrir útskrift af sjúkrahúsi eftir að meðferð þar lýkur. Ráðherra hefur sett reglur um hvernig þessum greiðslum skuli hátt- að og hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til að fá þær. Sækja þarf um greiðsl- urnar til Tryggingastofnunar og þarf læknisvottorð um umönnunarþörf líf- eyrisþegans að fylgja með. Heimilt er að greiða umönnunargreiðslurnar áfram í allt að tvo mánuði þegar líf- eyrisgreiðslur falla niður vegna sjúkrahúsvistar. Ég hvet þá sem búa við þær að- stæður að halda heimili með öldruð- um eða öryrkja sem þarfnast umönn- unar heima að kynna sér þennan nýja rétt til umönnunargreiðslu frá al- mannatryggingunum. Makalaust órétt- læti leiðrétt Ásta R. Jóhannesdóttir Almannatryggingar Margir sjúkir og fatlaðir sem þurfa umönnun heima eiga ekki maka, segir Ásta R. Jóhann- esdóttir, – breytingin er réttarbót fyrir þá og aðra sem annast lífeyr- isþega heima. Höfundur er þingmaður Samfylking- arinnar. HELGINA 29.–30. júní, s.l. var haldinn í Hrísey landsfundur samtakanna Lands- byggðin lifi. Þetta var um leið málþing nor- rænna samtaka sem kalla sig Hela Norden skall leva. Nöfnin segja sjálfsagt það sem segja þarf um eðli málþings- ins, það var verið að ræða um eflingu byggðar og varnir gegn byggðaröskun. Ís- lensku samtökin eru kornung og lítið skipu- lögð enn þá. Það sem kom okkur Íslendingunum mest á óvart var hversu gífurlega sterk Norrænu bræðrasamtökin eru, enda hafa þau verið til í áratugi. Þar eru þetta grasrótarsamtök og virk aðild- arfélög talin í þúsundum. Markmið þeirra allra er að bæta byggðina sína og efla og verja hana fyrir þjóð- félagsþróun sem gæti lagt hana í rúst ef ekkert væri að gert. Rétturinn til að búa þar sem maður sjálfur kýs Góður vinur minn sagði við mig fyrir skömmu að það ætti bara að leggja hin og þessi þorp niður, sem hann nefndi, og flytja íbúana til ann- arra staða sem hann nefndi líka. Það er enginn efnahagslegur grundvöll- ur lengur fyrir þessi krummaskuð, sagði hann. En því ekki að flytja vinnuna til íbúana, spurði ég, frekar en að flytja fólkið búferlum? Það varð ekki meira úr umræðunni. Hér á fyrri öldum gengu fátæk- lingarnir þvert yfir landið til að kom- ast á vertíð í vertíðarplássunum á Suðurnesjum, Snæfellsnesi og víðar, þar sem þeir dvöldust langtímum fjarri fjölskyldum sínum, til að afla lífsviðurværis. Með aukinni tækniþróun var ekki þörf fyrir þetta lengur. Vinnan flutti til fólksins. Með einokun fárra stórútgerðarmanna á veiðiheimildum sem áður voru tengdar byggðarlögunum, er aftur verið að hverfa til þessa gamla forms. Flyttu bara, góurinn, þangað sem okkur þykir heppi- legast að hafa þig og fyrirtækið. Þegar menn eru að segja hvað borgi sig gleymist að bæta við, borgi sig fyrir hvern. Það eru réttindi sem ætti að vera auðvelt að uppfylla í nútíma þjóð- félagi að sérhver mað- ur fái að búa þar sem hann kýs. Samgöngur og fjarskipti eru með þeim hætti að það er ekkert tæknilega því til fyrirstöðu að flytja vinnustaðina hvert sem er. Það er bara ekkert tillit tekið til hagsmuna almennings. Það er bara tekið tillit til þeirra sem ráða yfir fjármagninu, veiðiheimildunum, markaðnum. Grasrótarbarátta fyrir verndun byggðar Ástæðan fyrir fólksflóttanum frá landsbyggðinni er alls ekki að mönn- um finnist meira gaman að búa á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Ástæðan er þvert á móti sú, að með röngum stjórnvaldsákvörðunum á síðustu áratugum, og með miskunnarlausum atgangi markaðshyggjunnar var fólk, og er enn, hrakið frá lands- byggðinni. Þaðan sem það hafði byggt sér sína framtíð og á sín fé- lagslegu tengsl. Frá byggð sem það vildi helst geta dvalist í áfram, eða alla vega leitað til. Til þess að varðveita byggðirnar verður að berjast fyrir viðurkenn- ingu þess meginsjónarmiðs að fólk fái að búa þar sem það helst kýs. Það sjónarmið fæst ekki viðurkennt nema fyrir baráttu almennings sjálfs, baráttu grasrótarinnar. Þetta vitum við af íslenskri reynslu og þetta sögðu þeir okkur Norður- landamennirnir á þinginu í Hrísey. Við getum ekki treyst hinum miklu leiðtogum atvinnulífsins eða stjórn- málaflokkunum til að gera þetta fyr- ir okkur. Þeim finnst gjarnan að þeir græði meira, í peningum og völdum, á öðru. Löng reynsla á hinum Norður- löndunum er einmitt sú að almanna- baráttan, grasrótarbaráttan, sé mik- ilvægust til að sporna gegn eyðingu byggðar. Von um betri tíð Það er fleira sem heldur fólki kyrru í sinni sveit eða sínu þorpi en hægt er upp að telja í stuttri blaða- klausu. Eitt hið mikilvægasta eru hin félagslegu tengsl, stórfjölskyldan, vinirnir, kórarnir, leikfélögin eða það er bara svo oft gaman. Þess vegna vill fólk viðhalda og efla sína byggð. Líka hinir brottfluttu. Þeir vilja geta sótt þangað, byggðin er þeirra at- hvarf. Möguleikar grasrótarbaráttunnar eru einmitt fólgnir í því að styrkja þau félagslegu tengsl sem fyrir eru og virkja þau til baráttu fyrir eflingu byggðarinnar. Virkja fólk til starfa í hinum ýmsu félögum til að móta stefnu og setja fram hugmyndir um allt það sem til framfara horfir. Mynda þannig mótvægi við hin eyð- andi öfl. Raunar gildir þetta ekki bara um fólk á landsbyggðinni sem fer hall- oka gegn peningaöflunum. Þetta gildir líka fyrir almenning í borginni, sem líka þarf að verja umhverfi sitt fyrir eyðileggingu og rétt sinn til húsnæðis á viðráðanlegu verði. Það á líka sitt umhverfi og félagslegu tengsl að verja. Og gildir ekki þetta sama um allt? Láglaunafólkið, alla sem eiga undir högg að sækja gagnvart ranglæti sem svo víða er ríkjandi. Það sem gildir til varnar og sóknar er sam- takamáttur og virkjun allra til þátt- töku. Landsbyggðin blómstri á ný Ragnar Stefánsson Byggðamál Til þess að varðveita byggðirnar verður að berjast fyrir viðurkenn- ingu þess meginsjón- armiðs, segir Ragnar Stefánsson, að fólk fái að búa þar sem það helst kýs. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.