Morgunblaðið - 06.07.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.07.2002, Blaðsíða 17
ÁRBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2002 17 N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 0 6 8 0 3 • s ia .i s Öflugra dreifikerfi Sekúndumæling Persónuleg rá›gjöf og fljónusta fijónustuver 800 7000 – opi› allan sólarhringinn Hagstæ›ir grei›sluskilmálar NOKIA 3310 tilboðsverð: 15.001 kr. Léttkaup 1.250 kr. á mánu›i í 12 mánu›i 1 kr. út Kaupir flú gsm-síma fær›u veglega gjöf í kaupbæti. Ekkert stofngjald í GSM fram á sunnudag. fiú átt leikinn Glæsileg tilbo› í verslunum Símans Tilbo›in gilda fram á sunnudag og á me›an birg›ir endast. BERGLIND Hafsteinsdóttir á Sel- fossi er nýútskrifaður sjóntækja- fræðingur frá Randers Tekniske Skole í Danmörku. Hún fór nýja og sjálfstæða leið ásamt skólasystur sinni, Susanne Enemark, og skrifaði lokaritgerð um gerviauga og virkni þess. Þær stölur hlutu hæstu ein- kunn sem gefin hefur verið við skól- ann fyrir lokaritgerð, einkunnina 13 fyrir mjög sjálfstæða vinnu og góða ástundun. Notaður er annar einkunnaskalli og er 13 hæsta ein- kunn og mjög sjaldan notuð. Ritgerðin ber heitið: „Það sem sjóntækjafræðingar ættu að vita um gerviauga.“ Ritgerðin var að því leyti sérstök að ekki hafði áður ver- ið skrifað um þetta efni og ekki heldur verið kennt um það í skól- anum. „Það má segja að við höfum farið inn á nýja braut í þessari rit- gerð. Það var mikið til af efni um þetta viðfangsefni okkar en því hafði hvergi verið þjappað saman í handbók en ritgerð okkar er hand- bók um gerviauga,“ sagði Berglind. Ritgerðin er nú notuð sem kennslu- gagn við skólann. Bergling var fjögur og hálft ár í sjóntækjafræðináminu í Danmörku en námið er að hálfu bóklegt og hálfuverklegt. Þar sem hún var flokkuð sem útlendingur í Dan- mörku reyndist erfitt að fá vinnu og lengdist því dvölin ytra vegna þess. Susanna, skólasystir Berglindar, er finnsk að uppruna en hefur búið í Svíþjóð og það var eins með hennar aðstæður, hún átti erfitt með að fá vinnu. Hún er lærður tannsmiður en fékk bor í augað, missti það og fékk gerviauga í staðinn. Þær stöllur nýttu sér því persónu- lega reynslu Súsönnu við ritgerð- arsmíðina en hún lenti meðal ann- ars í því að fá ekki þjónustu hjá sjóntækjafræðingi við að taka úr sér gerviaugað og setja það í aftur og það var helsta kveikja Súsönnu að því að ráðast í ritgerðina með Berglindi. Ritgerðin er mynd- skreytt og sýna myndirnar meðal annars aðferðir við að taka gervi- auga úr og setja í aftur og það var að sjálfsögðu gerviaugað hennar Súsönnu sem var notað. „Við brutum í raun allar hefðir með ritgerðinni, að taka ekki efni sem var kennt við skólann og svo fórum við nýjar leiðir til dæmis með því að skila ritgerðinni á geisladiski með hreyfimyndum. Kennararnir höfðu á orði að þeir hefðu farið á fyrirlesturinn og lært heilmikið á þeim hálftíma sem það tók okkur að fara yfir efnið. Við sendum síðan ritgerðina í samkeppni hjá glerfyr- irtæki en það geta þeir gert sem fá yfir 9 í einkunn. Við fengum þriðju verðlaun fyrir ritgerðina en fyr- irtækið verðlaunaði tvær ritgerðir, okkar ritgerð og aðra sem fékk 2. verðlaun en engin 1. verðlaun voru veitt en það tengist mati fyrirtæk- isins á efninu.“ Svo skemmtilega vildi til að vinnufélagi Berglindar í Danmörku fékk 2. verðlaunin og varð vinnu- veitandi þeirra að vonum mjög glaður og stoltur og fólk í Randers gerði sér ferð í sjóntækjaverslunina til þess að heilsa upp á þær stöllur og óska þeim til hamingju með verðlaunin en sagt var frá verð- launaveitingunni í blöðum þar. „Ég vona svo sannarlega að þessi reynsla frá ritgerðarsmíðinni muni nýtast mér í starfinu, maður veit aldrei hvað getur komið upp. Starf- ið gengur út á það að þjónusta fólk og það geta komið viðskiptavinir sem fengið hafa gerviauga, eru í þann mund að fá slíkt, nú eða að einhver úr fjölskyldunni á von á að fá gerviauga. Þá er gott að geta orðið að liði og hafa þessa reynslu og kunnáttu,“ sagði Berglind. Berglind kom heim frá námi í byrjun júní og vinnur nú í Gler- augnaversluninni í Mjódd og líkar vel að vera komin heim og byrjuð að vinna í faginu. „Ég hef gaman af því að vinna með höndunum og svo var þetta spennandi fag. Ég er alin upp við verslun, hjá móður minni í versl- uninni Lindinni á Selfossi. Mér fannst svolítið spennandi að læra þetta og kanna möguleikana sem væru í kringum svona starfsemi. Svo gengur þetta út á samskipti við fólk og að geta hjálpað fólki því það eru allir ósjálfbjarga ef eitthvað er að sjóninni eða ef gleraugun eru í ólagi,“ sagði Berglind Hafsteins- dóttir. Fékk hæstu ein- kunn fyrir ritgerð um gerviauga Selfoss Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Berglind Hafsteinsdóttir, nýút- skrifaður sjóntækjafræðingur. BLÓMABÍLTÚRINN eða sunnu- dagsbíltúr í blómlegar byggðir er heiti á verkefni sem Blómaval og Blómakaffi í Húsasmiðjunni á Sel- fossi eru að hleypa af stokkunum og standa mun yfir í sumar. „Fólk verður boðið velkomið með alls kyns uppákomum, næstkomandi sunnudag fá konurnar til dæmis af- henta rauða rós, körlunum verður boðið upp á kaffi og börnin fá ís,“ sagði Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir í Blómakaffi. Snorri Sigurfinnsson, verslunar- stjóri í Blómavali sagði mikið að gera í kringum blómin og það sem þyrfti í garðinn og það sannaðist að það væri endalaust hægt að bæta umhverfið. „Ætli páfagaukarnir verði ekki með samsöng og einsöng hérna hjá okkur og auðvitað verðum við með alls kon- ar tilboð í kringum blómin. Það verða blóm og kræsingar hérna hjá okkur um helgar í sumar. Við erum að virkja sunnudagsbíltúrinn hjá fólki,“ sagði Snorri. Konur fá rós og karl- ar kaffi Selfoss Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Snorri Sigurfinnsson, verslun- arstjóri í Blómavali, og Lóa Dagbjört í Blómakaffi á Selfossi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.