Morgunblaðið - 06.07.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.07.2002, Blaðsíða 30
LISTIR 30 LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ U m miðjan þennan mánuð ræðst hvort Alcoa, Fjárfesting- arstofan – orkusvið og Landsvirkjun halda áfram viðræðum um bygg- ingu álvers og virkjunar á Austur- landi, en verði niðurstaðan jákvæð er áformað að undirrita formlega yfirlýsingu um áframhaldandi samningaviðræður. Ef þessi yf- irlýsing verður undirrituð stefnir Landsvirkjun að því að hefja í sumar undirbúningsframkvæmdir á Austurlandi vegna byggingar Kárahnjúka- virkjunar. Þó endanleg ákvörðun um framkvæmdir verði ekki tek- in í júlí er ljóst að ef ákveðið verður að halda við- ræðum áfram er verið að leggja í aukinn kostnað við verkefnið og líkur á að af framkvæmdum verði hafa aukist. Eftir að Norsk Hydro lýsti því yfir að fyrirtækið vildi fresta ákvörðun um byggingu álvers á Austurlandi töldu ýmsir að þetta mál væri úr sögunni. Stjórnendur Alcoa hafa hins vegar sýnt málinu mikinn áhuga og margt bendir til þess að þeir vilji halda viðræðum áfram. Líkur á að álverið verði reist hafa því aukist. Harðar deilur hafa verið um áform um byggingu álvers og virkjunar á Austurlandi í nokkur ár. Harðast var deilt um Fljóts- dalsvirkjun og stíflu við Eyja- bakka og segja má að stjórnvöld hafi á endanum hrakist undan mótmælum stórs hluta þjóð- arinnar og lagt þessi virkjana- áform á hilluna. Samhliða þeirri ákvörðun var hins vegar tekin ákvörðun um að hefja undirbúning að framkvæmdum við enn stærri virkjun, Kárahnjúkavirkjun, sem hefur ekki síður í för með sér rösk- un á umhverfi. Búið er að leggja mat á umhverfisáhrif Kára- hnjúkavirkjunar og sá ferill, sem lögin um umhverfisáhrif kveða á um, hefur verið genginn á enda. Það hefur því farið fram ítarleg rannsókn á áhrifum virkjunar- innar og niðurstaða umhverfis- ráðherra var að leyfa að hún yrði reist. Eftir að niðurstaða ráðherra lá fyrir hefur umræða um Kára- hnjúkavirkjun í auknum mæli snú- ist um fjárhagslegan grunn virkj- unarinnar, þ.e. hvort hún geti orðið arðbær. A.m.k. tveir aðilar hafa reiknað út arðsemi virkjunar- innar og komist að þeirri nið- urstöðu að hún sé ekki arðbær. Landsvirkjun hefur mótmælt þessum staðhæfingum og bent á að ýmsar forsendur útreikning- anna séu ekki réttar sem leiði til þess að heildarniðurstaðan sé röng. Landsvirkjun hefur hins vegar ekki lagt fram opinberlega alla útreikninga á arðsemi virkj- unarinnar, m.a. vegna þess að verð á raforku til álversins er við- skiptaleyndarmál. Áætlað er að Kárahnjúkavirkj- un kosti samtals um 100 milljarða og að árlegur rekstrarkostnaður sé um 600 milljónir. Þetta eru ekki neinar smáupphæðir og kannski ekki nema von að samningamenn Landsvirkjunar og fjárfestanna sitji yfir áætlunum og útreikn- ingum mánuðum og misserum saman áður en ákvörðun er tekin um að hefja framkvæmdir. Tæp- lega efast nokkur um að í Lands- virkjun er fyrir hendi þekking til að reikna út arðsemi virkjana. Einhvern veginn hefur mér alltaf þótt ótrúlegt að stjórnendur Landsvirkjunar leggi til að byggð verði virkjun fyrir 100 milljarða vitandi vits um að virkjunin sé ekki arðbær. Einhver kynni að segja að stjórnvöld og þeir sem stýra Landsvirkjun hafi lagt svo mikið undir í sambandi við Kára- hnjúkavirkjun að þeir hiki ekki við að hagræða tölum til að fá út já- kvæða niðurstöðu. En dugar það til þess að þessi virkjun verði reist? Landsvirkjun þarf að leggja allar áætlanir um arðsemi virkj- unarinnar undir erlenda banka sem taka ákvörðun um hvort veitt verða lán til að fjármagna bygg- ingarkostnaðinn. Bankarnir koma til með að yfirfara alla útreikninga og áætlanir, væntanlega með gagnrýnum augum. Ef dæma má af reynslunni munu bankarnir taka nokkra mánuði í að skoða málið áður en þeir taka ákvörðun um að lána peninga í verkefnið. Þeir munu örugglega átta sig á því ef Landsvirkjun reynir að beita einhverjum kúnstum við að reikna út arðsemi Kárahnjúkavirkjunar. Þá stendur eftir ein stór spurning. Telja menn líklegt að erlendir bankar láni 100 milljarða króna í fyrirtæki ef vitað er það skilar tapi? Niðurstaða mín er því sú að í fyrsta lagi muni þeir sérfræðingar sem fjalla um Kárahnjúkavirkjun komast að niðurstöðu um arðsemi virkjunarinnar og að sú niðurstaða verði það nákvæm að hægt verði að byggja á henni ákvörðun um hvort ráðist verði í framkvæmdir. Í öðru lagi tel ég að virkjunin verði ekki reist nema hún sé arðbær og útilokað sé að Landsvirkjun eða þeir bankar sem koma til með að lána til framkvæmdanna taki ákvörðun um að reisa virkjunina vitandi vits um að þeir séu að hefja rekstur á fyrirtæki sem aldrei muni skila hagnaði. Þó einhverjir hafi efasemdir um að hagkvæmt sé að reka raf- orkuver á Íslandi sem framleiðir orku fyrir álver þarf enginn að efast um að það er hagkvæmt að reka álver á Íslandi. Á síðustu fimm árum hefur álverið í Straumsvík skilað samtals 11,3 milljörðum í hagnað. Álver Norð- uráls á Grundartanga, sem er mun minna en álverið í Straumsvík, skilaði rúmum milljarði í hagnað í fyrra. Miðað við þessa góðu af- komu af rekstri álveranna er ótrú- legt annað en að hægt sé að finna raforkuverð sem dugar Lands- virkjun til að reisa virkjun á Aust- urlandi og reka hana með hagnaði. Arðsemi Kára- hnjúka- virkjunar Telja menn líklegt að erlendir bankar láni 100 milljarða króna í fyrirtæki ef vitað er það skilar tapi? VIÐHORF Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is TRYGGVI Árnason listmálari gerir Þingholtin og Skólavörðuholtið í Reykjavík að umfjöllunarefni á einkasýningu sinni í Ráðhúsinu, sem ber heitið Kæra Reykjavík. Í flestum myndanna er sjónum beint að hús- um, trjám og umhverfi en í einstaka mynd koma mannverur fyrir og ein- staka dýr. Þeir sem vel þekkja til í Þingholtunum ættu að kannast við margt af því sem Tryggvi málar, hann hefur greinilega verið þarna á ferð nýlega til að sækja sér efnivið í verk sín. Myndirnar hafa yfir sér hvers- dagslegan og látlausan blæ og sú ákvörðun Tryggva að mála umhverfi sem er honum kært og stendur hon- um nærri gefur sýningunni aukið gildi. Sé hinsvegar rýnt í einstaka myndir kemur í ljós að betur má ef duga skal. Tryggvi virðist ekki hafa tæknina fullkomlega á valdi sínu auk þess sem tilfinningu fyrir samspili lita og framköllun birtu er ábóta- vant. Þetta birtist í því að of margar myndir eru dempaðar í birtu, flatar og líflausar. Því hefði jafnvel mátt bjarga með því að leggja meiri vinnu í þær. Myndirnar á sýningunni eru þannig á mörkum þess að teljast „næfar“. Í einstaka mynd fær maður á til- finninguna að Tryggvi sé undir áhrifum frá poppurum eins og David Hockney eða súrrealistunum Magr- itte eða Dali eins og t.d. í myndinni Óp trésins. Á sýningunni er áhugi Tryggva á því að horfa á milli húsa, inn eftir húsasundum og eftir göngustígum áberandi. Til þess að takast á við slíkt myndefni eru góð tök á fjarvídd afskaplega mikilvæg en því miður á Tryggvi nokkuð í land í fjarvíddar- teikningu og þarf þar að taka sig á eða velja sér einfaldara myndefni fyrir næstu sýningu. Tryggva tekst best upp í mynd númer 9, Á milli húsa, í túlkun á birtu og í mynd númer 18, Í undirgangi, þar sem litanotkun gengur vel upp. Þingholtsmyndir MYNDLIST Ráðhús Reykjavíkur Opið alla virka daga frá kl. 10–19 og um helgar frá kl. 12–18. Til 7. júlí. TRYGGVI ÁRNASON Morgunblaðið/Golli Tryggvi Árnason: Á milli húsa. Þóroddur Bjarnason FERROTINTA er heiti sýningar sex nýútskrifaðra myndlistarmanna frá Listaháskóla Íslands sem þessa dagana stendur yfir í sal Íslenskrar grafíkur. Heiti sýningarinnar vísar jafnframt til tækninnar sem verk listamannanna byggjast á og hafa hinir nýútskrifuðu nemar allir valið sér eitt verk til sýningar, en auk þeirra sýnir lærimeistari þeirra Rík- harður Valtingojer nokkur verk og Sírnir H. Einarsson sem á þar tvö verk. Verk listamannanna átta eru öll fígúratíf og sums staðar er það mann- fólkið og umhverfi þess sem verður fyrir valinu, á meðan annars staðar takast listamennirnir á við náttúruna. Lærimeistarinn, Ríkharður Valting- ojer, sýnir til að mynda gott vald á miðli sínum í verkunum Ósnortin og Einskis manns land þar sem landið nær að njóta sín vel í meðförum lista- mannsins. Öllu meiri stirðleiki ein- kennir hins vegar verk hans Út! þar sem augað stöðvast við óeðlilega línu mannslíkamans. Verk Valdimars Harðarsonar Stef- fensen, Hleðslan, sýnir einnig skemmtileg tök á miðlinum. Kolsvart- an himin ber þar við grjótgarð og er myrkvun himinsins svo algjör að myrkrið fær á sig allt að því flauels- kennda áferð er því er stillt upp á móti ljósleitum grjótgarðinum. Mar- tröð Sævars Jóhannessonar er einnig skemmtileg á að líta og nýtur frjáls- leg, skissuleg teikningin sín vel á svörtum grunninum. Sú hugmynd Margrétar R. Ómarsdóttur að vinna með spegil í verki sínu Fullkomin ver- öld er þá einnig áhugaverð, en nær ekki að njóta sín til fullnustu í hráu rýminu og væri gaman að sjá lista- konuna útfæra hugmyndina nánar. Það er þó óneitanlega verk Sírnis, Afneitun, sem er hvað áhrifaríkast af verkunum 13 sem Ferrotinta geymir. Í verkinu ber búttað barnsandlit við dökkan bakgrunn. Augu barnsins eru þvinguð opin með töngum og fingur toga augnlokin upp á við og neyða barnið til að horfa út fyrir myndsvið sýningargestsins á hrylling sem hann ekki sér. Afneitun er bæði sterkt verk og kraftmikið og hreyfingin, jafnt sem skelfing barnsins, er áhorfand- anum augljós og skilur eftir sig þögult óp og óljósan óhug eftir að út er kom- ið. Anna Sigríður Einarsdóttir Þögult óp Morgunblaðið/Arnaldur Afneitun eftir Sírni H. Einarsson. MYNDLIST Íslensk grafík Á sýningunni eiga verk listamennirnir Davíð Örn Halldórsson, Elísabet Stef- ánsdótttir, Margrét R. Ómarsdóttir, Ólaf- ur Ingibergsson, Sævar Jóhannesson, Valdimar Harðarson Steffensen, Sírnir H. Einarsson og Ríkharður Valtingojer. Sýn- ingin er opin daglega frá kl. 14–18 og lýkur 7. júlí. FERROTINTA SÉRSTÖK aukasýning á söngleikn- um Gunnar á Hlíðarenda fyrir þýsku- mælandi gesti verður í Sögusetrinu á Hvolsvelli í kvöld kl. 20.30. Njálusönghópur Sögusetursins var á ferð um norðurhéruð Þýskalands fyrir skömmu og flutti söngleikinn, sem á þýsku nefnist Gunnar der Held, á nokkrum stöðum, þ.á m. í Hamborg, við mjög góðar undirtekt- ir. Húsfyllir var á sýningum Njálu- sönghópsins ytra og fjallað var um heimsókn hinna „syngjandi víkinga“ úr Rangárþingi í sjónvarpi, útvarpi og blöðum. Í söngleiknum koma fram níu rangæskir söngvarar, auk undirleik- ara og sögumanns. Í sýningunni nk. laugardag mun sögumaður flytja mál sitt á þýsku, auk þess sem gestum stendur til boða sérstök leikskrá, sem hefur að geyma þýskar þýðingar á öll- um söngtextum, að viðbættum grein- um um Njálu og Íslendingasögur. Frá og með föstudeginum 19. júlí verður söngleikurinn Gunnar á Hlíð- arenda sýndur með ensku tali (Gunn- ar the hero) öll föstudagskvöld í mið- aldaskála Sögusetursins frá 19. júlí, en föstudaginn 2. ágúst fellur sýning- in niður því það kvöld mun Njáluhóp- urinn flytja söngleikinn um Gunnar í Ottawa, höfuðborg Kanada. Þaðan heldur hópurinn síðan til Gimli þar sem hann skemmtir afkomendum vesturfara á Íslendingadaginn. Gunnar á Hlíðarenda fluttur á þýsku TÓNLISTARSKÓLINN í Vesturbyggð stendur fyrir sýningu á nokkrum verka Guðmundar Thorsteins- sonar, Muggs, í gamla Barnaskólanum á Bíldudal og verður hún opnuð í dag. Verkin sem eru 28 að tölu eru öll í einkaeign og lánuð sérstaklega á sýninguna: olíumálverk, vatnslitamyndir og teikningar en mörg verkanna hafa ekki komið fyrir almenningssjónir í um 90 ár. Einnig verða á sýningunni ljósmyndir, bækur, spil, veggspjöld og veggdiskar. Sýn- ingin stendur til 21. júlí og er opin daglega frá 13–18. Leikfélagið Baldur á Bíldudal verður með sýningar á leikþætti um Pétur J. Thorsteinsson og Mugg á meðan á sýningu verkanna stendur.Eitt af verkum Muggs: Hjásetan (1918). Sýning á verkum Muggs á Bíldudal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.