Morgunblaðið - 06.07.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.07.2002, Blaðsíða 23
HEILSA MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2002 23 NÝ KILJA! Við óskum Arnaldi Indriðasyni til hamingju með að hafa hlotið Glerlykilinn, Norrænu glæpasagnaverðlaunin, árið 2002 fyrir skáldsöguna Mýrina. „Besta íslenska glæpasagan. ... Spennandi og skemmtileg ... Loksins trúverðug íslensk sakamálasaga." - Kolbrún Bergþórsdóttir, Stöð 2 Nú eru fjórar af skáldsögum Arnaldar Indriðasonar fáanlegar í kilju, auk Mýrarinnar: Napóleonsskjölin, Dauðarósir og nú síðast Grafarþögn. Grafarþögn var ein mest selda bók ársins 2001 og hlaut einróma lof gagnrýnenda: „Pottþéttur krimmi." - Úlfhildur Dagsdóttir, Kastljósi „Grípandi og spennandi." - Katrín Jakobsdóttir, DV „Vel skrifuð spennusaga, löng, efnismikil og skemmtileg aflestrar." - Steinunn Inga Óttarsdóttir, Morgunblaðinu „Úthugsuð bygging þráðum fléttuð, efnisrík og heldur athygli til loka." - Matthías Viðar Sæmundsson, kistan.is B E S T A N O R R Æ N A GLÆPA S A G A N2002 ✖ REYKINGAR verðandi mæðra á meðgöngu virðast geta ógnað frjósemi stúlkubarna á fullorðins- árum, að því er segir í frétt á vef BBC nýver- ið. Þá var frá því greint á ráð- stefnu um æxlun og fósturfræði í Vín í Austurríki fyrr í vikunni að svo virðist sem reykingar sæð- isgjafa virðist draga úr líkum á að tæknifrjóvgun takist. Minni frjósemi dætranna Vitað er að reykingum kvenna fylgir aukin hætta á sýkingum í eggjaleiðurum. Vísindamenn telja að þetta geti stafað af því að tób- aksreykur auki hættu á sýkingum í grindarholi og virðist hafa slæm áhrif á ónæmiskerfi líkamans. Það voru rannsóknir vísinda- manna við Háskólann í Leeds sem gáfu vísbendingar um að reyk- ingar verðandi mæðra kynnu einnig að ógna frjósemi ófæddra dætra þeirra. Þeir telja að efni úr tóbaksreyknum geti beinlínis valdið varanlegum skemmdum á eggrásum stúlkubarna í móð- urkviði. Rannsóknin var gerð á 239 konum sem gengust undir tæknifrjóvgun, það er glasa- frjóvgun eða tæknisæðingu. Merki um sjúkdóma í eggjaleið- urum fundust hjá 68% reykinga- kvenna, miðað við 29% þeirra sem ekki reyktu. Vísindamennirnir sögðu að fleiri þættir, eins og ald- ur, félagsleg staða, áfengisneysla, fósturlát o.fl. gæti haft veruleg áhrif á áhættu hinna einstöku kvenna. En þegar allt þetta var tekið með í reikninginn komust vís- indamennirnir að því að konur, hverra mæður höfðu reykt á með- göngu, væru mun líklegri til að sýna sjúkdómseinkenni í eggja- leiðurum en þær sem höfðu átt mæður sem ekki reyktu. Hlut- föllin voru 52,5% á móti 28,8%. Karlar sem reykja virðast skerða getu sína til að eignast börn með tæknifrjóvgun, hvort heldur glasafrjóvgun eða tækni- sæðingu, að því er vísindamenn í Münster í Þýskalandi hafa komist að. Þetta kom fram á evrópsku þingi um æxlun manna og fóst- urfræði, sem haldið var í Vín í Austurríki nýlega. Svo virðist sem reykingarnar hafi áhrif á erfðaefni sæðisins og hamli fóst- urþroska. Reykingar draga úr frjósemi Spurning: Hvað er að þegar maður er alltaf með hita og þjáist af þreytu og máttleysi en engir verkir fylgja. Þetta hefur staðið í tvö ár. Blóðrannsóknir sýna ekki að neitt sé að. Er á hjartalyfjum. Svar: Líkamshitinn ákvarðast af tvennu, myndun varma vegna bruna í öllum frumum líkamans og hitatapi um húð og lungu. Stöðvar í heilanum stjórna hitanum og geta þær sent boð um aukna varma- myndun og þær stjórna einnig svitamyndun og blóðflæði til húðar en með þessu er líkamshitinn fín- stilltur. Efni sem sum hvít blóðkorn gefa frá sér við ákveðið áreiti geta haft þau áhrif á þessar heilastöðvar að líkamshitinn stillist á hærra hitastig og þannig fæst það ástand sem við köllum sótthita. Til að lík- amshitinn hækki þarf að koma til aukin varmamyndun, stundum með skjálfta, eða minnkað blóðflæði til húðar og minnkuð svitamyndun. Eðlileg aðferð til að lækka sótthita er því að kæla húðina og það sama gerist reyndar þegar gefin eru hita- lækkandi lyf vegna þess að þau lækka sótthita með því að auka svitamyndun og blóðflæði til húðar. Af öllu þessu má sjá að sótthiti er ekki sjúkdómur heldur sjúkdóms- einkenni. Segja má að sótthiti þjóni tvenns konar tilgangi, annars vegar er hann skilaboð um það að eitt- hvað sé að (á sama hátt og verkir) og hins vegar heftir sótthiti vöxt sumra sýkla og hjálpar þannig til við að vinna bug á þeim. Ef hitinn fer upp í 41–42° eða þar yfir getur hann valdið varanlegum heila- skemmdum eða jafnvel dauða, en slíkt er mjög sjaldgæft. Það er vel þekkt að börn rjúka oft upp í háan hita af litlu tilefni eins og t.d. venjulegu kvefi og almennt er frekar lítið samband milli þess hve hitinn er hár og hve alvarleg veik- indin eru. Nýfædd börn og aldr- aðir geta t.d. verið með alvarlega sýkingu án þess að hafa teljandi sótthita. Algengustu ástæður fyrir sótthita eru sýkingar af völdum baktería eða annarra sýkla (veira, sveppa, frumdýra), sjálfsnæm- issjúkdómar eins og t.d. ýmsir gigtsjúkdómar, sjúkdómar eða skemmdir í miðtaugakerfi, ýmsir illkynja sjúkdómar eins og t.d. rist- ilkrabbamein eða hvítblæði, hjartasjúkdómar eins og hjarta- drep, ýmsir bólgusjúkdómar í meltingarfærum, innkirtla- sjúkdómar eins og t.d. ofstarfsemi skjaldkirtils og fleira mætti telja. Sótthita fylgir oft þreyta og mátt- leysi. Stundum hefur fólk sótthita án þess að viðunandi skýring sé fyrir hendi, stundum nefnt sótthiti af óþekktum ástæðum. Til hagræðis er stundum reynt að skilgreina þetta og ein skilgreiningin er á þá leið að hiti af óþekktum ástæðum sé það þegar viðkomandi einstak- lingur hefur haft hita yfir 38,3° í meira en þrjár vikur og eftir rannsóknir í viku hafi ekki fundist skýring á sótthitanum. Eins og sést af upptalningunni hér að ofan eru ástæður fyrir sótthita fjöl- margar og því er ekki skrýtið þó að stundum taki nokkurn tíma að finna viðeigandi skýringu. Í lang- flestum tilvikum finnst einhver skýring að lokum og hjá fullorðn- um er um að ræða sýkingu í 30– 40% tilvika, illkynja sjúkdóm í 20– 35% tilvika og sjálfsnæmissjúk- dóm í 10–20% tilvika. Stundum hverfur sótthitinn af sjálfu sér án þess að nokkur skýring finnist. Hvað er sótthiti? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Stöðvar í heil- anum stjórna hitanum  Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok. Fax 5691222. Einnig geta lesend- ur sent fyrirspurnir sínar með tölvupósti á netfang Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hotmail.com.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.