Morgunblaðið - 06.07.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.07.2002, Blaðsíða 20
ERLENT 20 LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ GREINT var frá því í bandaríska dagblaðinu The New York Times á fimmtudag að tvær arfberarann- sóknir vísindamanna, annars vegar í Bandaríkjunum og á Írlandi, og hins vegar á Íslandi, hefðu leitt í ljós vís- bendingar um tvo arfbera er kynnu að vera meðal þeirra arfbera sem stökkbreytingar í leiða til geðklofa. „Uppgötvanir slíkra arfbera myndu varpa ljósi á grundvallaratriði virkni sjúkdómsins og kynnu að gefa færi á nýrri meðferð,“ segir í frétt The New York Times. Bandarísk-írska rannsóknin fór fram með þeim hætti að greind voru erfðamengi 270 írskra fjölskyldna, en í þeim öllum voru nokkrir ein- staklingar með geðklofa. Þessi greining leiddi til þess, segir í frétt blaðsins, að tiltekinn arfberi kunni að vera orsök geðklofa. Umræddur arfberi nefnist dysbindin, og er á sjötta af 23 litningapörum í mönn- um. Hann hafði nokkru áður fundist er verið var að gera aðra rannsókn. Þá segir ennfremur í frétt The New York Times að vísindamenn Ís- lenskrar erfðagreiningar hafi í ann- arri rannsókn uppgötvað arfbera er nefnist neuregulin-1 á áttunda litn- ingi. Mikil tengsl séu á milli stökk- breytinga á þessum arfbera og geð- klofa hjá um 15% íslenskra sjúklinga er haldnir séu sjúkdómn- um. Báðar rannsóknirnar verði birt- ar í vísindaritinu The American Journal of Human Genetics. Þá er haft eftir Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagrein- ingar, að tengsl kunni að vera á milli uppgötvana bandarísku og írsku vísindamannanna annars veg- ar, og þeirra íslensku hins vegar. „Ef maður teygir sig og stendur á tánum gæti maður séð þessa tvo arf- bera sem hluta af einni og sömu sög- unni,“ hefur blaðið eftir Kára. Hann sagði ennfremur í samtali við Morgunblaðið í gær, að þetta væri sú vinna sem Íslensk erfða- greining væri komin lengst á veg með „og við erum komin á bólakaf í lyfjaþróun á grundvelli þessara rannsókna“, sagði Kári. Væru þess- ar rannsóknir unnar í samstarfi við Hannes Pétursson, geðlækni á Landspítala-Háskólasjúkrahúsi. The New York Times segir að erfðafræðingar skilgreini geðklofa sem flókinn sjúkdóm, það er að segja þeir telji að ýmsir stökk- breyttir arfberar eigi þátt í að mynda sjúkdóminn. Þótt erfðafræð- ingar séu nú orðnir leiknir í að finna þá arfbera sem mynda sjúkdóma einir síns liðs sé mun erfiðara að greina fjöl-arfberasjúkdóma vegna þess að þeir erfist ekki eftir aug- ljósu mynstri. Aðrir slíkir flóknir sjúkdómar séu m.a. Parkinsons- veiki, sykursýki og heilaáföll. Mjög fáir þeirra arfbera er myndi flóknu sjúkdómana hafi verið greindir, og þessir tveir, sem nú hefur uppgötv- ast að kunni að eiga þátt í myndun geðklofa, séu meðal fyrstu arfber- anna er uppgötvist sem hugs- anlegar orsakir flókins sjúkdóms. The New York Times hefur eftir dr. Steven Warren, ritstjóra vís- indaritsins sem birta mun rannsókn- irnar, að næsta mikilvæga skref sé að komast að því hvort aðrir vís- indamenn geti staðfest niðurstöð- urnar úr bandarísk-írsku og ís- lensku rannsóknunum. Í ljós séu að koma arfberar sem virki meira sannfærandi, og þess vegna telji hann líklegt að „við séum loksins að nálgast arfbera sem gera fólk veikt fyrir þessum sjúkdómi“. Þótt geðklofi sé augljóslega arf- gengur sjúkdómur, segir ennfremur í frétt blaðsins, sé ljóst að erfðir geti ekki útskýrt hann til fullnustu vegna þess að ef annar eineggja tví- bura hafi sjúkdóminn séu aðeins 30 til 50 prósent líkur á að hinn tvíbur- inn fái sjúkdóminn. Þetta bendi til þess að eitthvað í umhverfinu virki á erfðaþætti fólks og komi sjúkdómn- um af stað. Vísbendingar um arfgenga þætti í orsökum geðklofa The New York Times greinir frá uppgötvunum bandarískra, írskra og íslenskra erfðavísindamanna ’ Ef maður teygirsig og stendur á tán- um gæti maður séð þessa tvo arfbera sem hluta af einni og sömu sögunni ‘ RANNSÓKNARMENN Banda- ríkjahers segja að þeim hafi ekki verið sýnd nein lík eða grafir tuga manna, sem sagðir eru hafa látið lífið í árás bandarískra herflugvéla á þorp í afganska héraðinu Uruzg- an á sunnudag, þótt þeir hafi marg- óskað eftir því þegar þeir skoðuðu þorpin. Þeir draga því í efa stað- hæfingar afganskra embættis- manna um að Bandaríkjaher hafi orðið 44 Afgönum að bana í Kak- arak og nálægum þorpum. Abdul Malik, sem segist hafa misst foreldra sína og 23 aðra ætt- ingja í árásinni, hikaði þó ekki þeg- ar fréttamaður AP-fréttastofunnar bað um að fá að skoða grafirnar. Þær voru um 800 m frá húsaþyrp- ingu þar sem fólkið mun hafa dáið. Malik segir að fólkið hafi verið þar í veislu vegna væntanlegs brúð- kaups hans þegar árásin var gerð. Sjálfur var Malik ekki í veislunni, enda er hefð fyrir því í Afganistan að hjónaefnin sæki ekki trúlofunar- veislurnar. „Ég man ekki einu sinni hvar við grófum pabba“ Malik sýndi fréttamanninum grafir, sem virtust nýjar, á hrjóstr- ugum og vindblásnum hóli. Graf- irnar voru markaðar með 25 grjót- hrúgum í beinni röð og virtist grjótinu hafa verið hrúgað upp ný- lega. Afganar grafa hina látnu fljót- lega eftir að þeir deyja. Á gröf- unum eru engir legsteinar eins og á Vesturlöndum eða skriflegar upplýsingar um hina látnu. „Ég man ekki einu sinni hvar við grófum pabba,“ sagði Malik og þerraði tár af hvörmunum með svörtu túrbanlafi. Gary Tallman, talsmaður rann- sóknarhóps Bandaríkjahers, sagði að Bandaríkjamennirnir hefðu margbeðið um að fá að skoða graf- irnar þegar þeir komu til Kakarak en þorpsbúarnir virtust ekki vera vissir um hvar fólkið hefði verið grafið. Í nálægu þorpi, Syansang, sýndu þorpsbúarnir rannsóknarhópnum reit þar sem þeir sögðu að fimm fórnarlambanna hefðu verið grafin, en Tallman sagði að erfitt væri að segja til um hvort grafirnar væru nýjar. Hópnum var ekki heimilt að grafa líkin upp. Að sögn Tallmans sá hópurinn ellefu særða en engin lík. Utanrík- isráðherra Afganistans sagði að 44 hefðu beðið bana og 120 særst. Engin merki um loftvarnabyssu Tallman sagði að bandarískir sérsveitarmenn hefðu séð loft- varnabyssu í húsaþyrpingunni í Kakarak, þar sem veislan var hald- in, og hún hefði oft verið notuð til að skjóta á bandarískar flugvélar. Upplýsingar frá njósnahnöttum hefðu staðfest þetta. „Við höfum fylgst grannt með þessu svæði frá því í október og í hvert sinn sem vélar okkar flugu yfir það var skot- ið á þær,“ sagði Tallman. Rannsóknarmennirnir fundu þó engin merki um loftvarnabyssu þegar þeir skoðuðu húsaþyrp- inguna, sem var í eigu föður Abd- uls Maliks. Föðurbróðir Maliks, múlla Anwar, sem mun hafa beðið bana í árásinni, var á meðal helstu bandamanna Hamids Karzais for- seta í átökunum við talibana í fyrra. „Við vorum vinir þeirra“ Malik kvað það „helbera lygi“ að loftvarnabyssa hefði verið í húsa- þyrpingunni og sagði að fjölskylda hans hefði stutt stjórn Karzais og Bandaríkjamenn í baráttunni við talibana. „Við vorum vinir þeirra. Við börðumst við talibana. Nú hafa þeir drepið alla sem mér var annt um. Ég myndi berjast við Banda- ríkjamenn hefði ég bolmagn til þess.“ Tallman sagði að bandarískar vélar hefðu margsinnis flogið yfir svæðið síðustu tvo dagana fyrir árásina og í hvert sinn hefði verið skotið á þær frá húsum fjölskyldu Maliks. Afganskir hermenn og bandarískir sérsveitarmenn hefðu farið á svæðið tveimur dögum fyrir árásina og staðfest að loftvarna- byssa væri í húsaþyrpingunni. Malik sýndi fréttamanni AP húsaþyrpinguna og kvaðst hvergi geta falið loftvarnabyssu. „Banda- ríkjamennirnir komu hingað klukkustund eftir árásina,“ sagði hann. „Hvernig gæti ég hafa haft tíma til að taka byssuna út og fela hana einhvers staðar? Bandaríkja- mennirnir höfðu þegar umkringt okkur.“ Bandarískir rannsóknarmenn draga staðhæfingar Afgana í efa Segjast ekki hafa séð nein lík í þorpunum AP Afganinn Abdul Malik sýnir grafir 25 ættingja sinna sem hann segir hafa fallið í árás bandarískra flugvéla. Afgani sýnir grafir 25 ættingja sinna sem hann segir hafa fallið í árásinni Kakarak, Kabúl. AP, AFP. LÖGREGLA í Pakistan hand- tók í gær einn af fjórum mönn- um sem grunaðir eru um að hafa allir nauðgað tánings- stúlku samkvæmt úrskurði ættbálkaráðs í afskekktu þorpi í landinu. Hinir þrír hafa enn komist undan lögreglu, sagði Farman Ali, háttsettur lög- reglumaður. Talið væri að þre- menningarnir séu flúnir úr þorpinu þar sem atburðurinn átti sér stað. Lögregla gagnrýnd Mennirnir fjórir eru taldir hafa nauðgað stúlkunni 22. júní eftir að ættbálkaráð úrskurð- aði að stúlkan skyldi sæta hóp- nauðgun vegna þess að ellefu ára gamall bróðir hennar hafði sést í fylgd konu sem ekki var skyld honum. Þeir sem fremja slíkan glæp eiga dauðadóm yfir höfði sér í sumum afskekktum, pakistönskum héruðum, þar sem ströng íhaldssemi ríkir. Hæstiréttur í Pakistan gagnrýndi í gær lögregluna fyrir að hafa ekki handtekið mennina umsvifalaust eftir að hópnauðgunin var framin. Fjölskylda fórnarlambsins sagði það hafa verið á allra vit- orði hverjir nauðguðu stúlk- unni. Pakistan Handtekinn fyrir aðild að hóp- nauðgun Islamabad. AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.