Morgunblaðið - 06.07.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.07.2002, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Helga MargrétHaraldsdóttir fæddist á Skálum á Langanesi 26. júní 1926. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík 28. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurborg Guð- rún Helgimundar- dóttir, f. 5. sept. 1903, d. 14. sept. 1987, og Haraldur Elíasson, f. 10. apr. 1900, d. 9. nóv. 1990. Hálfbróðir Helgu er Agnar Vil- hjálmsson, f. 1. okt. 1933, búsettur á Þórshöfn. Sambýlismaður Sigur- borgar Guðrúnar var Halldór Ein- arsson, f. 10. sept. 1904, d. 29. mars 1988. Þau bjuggu að Staðarseli á Langanesi og síðast á Þórshöfn. Fóstursonur þeirra var Stefán Jó- hann Óskarsson, f. 26. mars 1944, búsettur á Þórshöfn. Eiginmaður Helgu var Ásgrímur Hólm Krist- jánsson, f. 25. mars 1913, d. 6. júlí 1987. Þau eignuðust níu börn: 1) Auður, húsmóðir á Akureyri, f. 15.1. 1946, gift Angantý Einarssyni, f. 28.4. 1938. Börn þeirra: a) Halla, f. 8.11. 1964, börn hennar Einar, Þórhalla og Angantýr Ómar, b) Hlynur, f. 7.6. 1967, börn hans Auð- þeirra: a) Helga Guðrún, f. 1.9. 1978, b) Hörður Már, f. 3.2. 1981, c) Hildur Ása, f. 29.4. 1987. 6) Sverrir, f. 20.7. 1957, kona Cathy Josepson, bús. á Vopnafirði. Dóttir hans og Mörtu Guðmundsdóttur er a) Helga Margrét, f. 3.12. 1973. Börn hans og Borghildar K. Stefánsdóttur eru b) Henry Trúmann, f. 30.1. 1978 og c) Máney, f. 23.3. 1984. 7) Erla, versl- unarmaður í Keflavík, f. 8.7. 1959, gift Gísla Má Marinóssyni, f. 16.9. 1952. Börn þeirra: a) Þórhalla, f. 2.10. 1978, dóttir hennar Harpa Rós, b) Karl Hólm, f. 27.6. 1980, dóttir hans Steinunn Erla, c) Helgi Már og d) Hrafnhildur, f. 11.11. 1984, e) Hildigunnur, f. 18.9. 1996. 8) Margrét Linda, grunnskólakenn- ari í Hafnarfirði, f. 14.7. 1963, gift Rúnari Ágústi Jónssyni, f. 13.3. 1960. Synir þeirra: a) Ásgrímur, f. 22.1. 1993, b) Jón Tómas, f. 16.4. 1996. 9) Kári, starfsm. við fiskeldi í Vogum, f. 6.5. 1968, kona Helga Rut Guðnadóttir, f. 12.11. 1971. Dætur þeirra: a) Margrét Tinna, f. 3.3. 1992, b) Berglind, f. 20.10. 1994. Helga var í Húsmæðraskólanum að Staðarfelli veturinn 1943–44. Hún vann ýmsa verkakvennavinnu á Þórshöfn og í Vestmannaeyjum en var síðan húsmóðir og verka- kona á Þórshöfn til ársins 1987 þeg- ar hún hætti störfum vegna heilsu- brests og fluttist til Keflavíkur. Frá 1996 var hún á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík. Útför Helgu verður gerð frá Þórshafnarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. ur Tinna, Íris Ösp, Margrét Bylgja og Elmar Blær, c) Ás- grímur, f. 3.8. 1972, börn hans Auður og Björk, d) Einar, f. 21.9. 1974, d. 29.5. 1979; 2) Hreinn, skólastjóri í Vogum, f. 30.5. 1947, d. 7.5. 1986, kvæntur Huldu Kristinsdóttur, f. 18.6. 1947. Dætur þeirra: a) Helga Mar- grét, f. 4.11. 1965, börn hennar Hulda Karen og Lilja Björg, b) Kristín Mikaelína, f. 4.5. 1971, börn hennar Harpa Rún og Hreinn Óttar; 3) Guðrún Krist- björg bankastarfsmaður, f. 18.3. 1949, maki Jón Óli Jónsson, f. 23.10. 1945. Sonur hennar Grétar Hólm Gíslason, f. 17.8. 1966, sonur hans Rúnar Gísli; 4) Kristján húsasmið- ur, st. hjá Ölgerð Egils Skalla- grímssonar, f. 14.10. 1952, var kvæntur Ingunni Árnadóttur, f. 11.9. 1955. Börn þeirra: a) Árni, f. 14.8. 1974, dóttir hans Birgitta Íris, b) Brynja, f. 3.5. 1978, sonur hennar Arnar Snær, c) Soffía, f. 11.12. 1983, d) Klara, f. 21.11. 1985. 5) Henrý Már, rafvirki á Þórshöfn, f. 23.4. 1955, kvæntur Guðrúnu Helgadóttur, f. 9.10. 1957. Börn Stundum finnast manni örlögin grimm. Sú hugsun verður áleitin þeg- ar Helga Haraldsdóttir kveður þenn- an heim eftir langt og þungbært veik- indastríð. Hún ólst upp með Guðrúnu móður sinni sem var einstæð móðir eins og nú er kallað. Á kreppu- og fá- tæktarárunum um 1930 var ekki mul- ið undir slíkt fólk. Vinnukonustarf með lausavinnuígripum var hvorki hátt metið né hátt launað, kallaðist gott ef hin einstæða móðir gat haft börn sín með sér. Strax og getan leyfði mun Helga hafa lagt móður sinni lið og snemma kom fram dugn- aður hennar, gáfur og myndarskapur til allra verka. Hún gekk í farskóla sveitarinnar eins og tíðkaðist á þeim tíma. Sú skólaganga varð ekki löng en Helga mundi og skildi vel; þess vegna varð undirritaður langskóla- maður og kennari stundum svolítið vandræðalegur þegar hún mundi sögur og staðreyndir sem hann hafði ekki alveg á hreinu, að ekki séu nefnd öll ljóðin sem hún kunni en hún var einkar ljóðelsk. Helgu tókst að kosta sig af sínum efnum í húsmæðraskóla í Staðarfelli í Dölum og vistin þar varð henni í senn notadrjúg og ánægjuleg. Staka Stephans G.: „Þitt er menntað afl og önd,/ eigirðu fram að bjóða,/ hvassan skilning, haga hönd,/ hjartað sanna og góða“ átti sannarlega við um Helgu og ekki efa ég að henni hefðu verið flestar leiðir færar ef hún hefði notið þeirra möguleika sem nú- tíminn gefur til menntunar og starfa en auk dugnaðar síns og mannkosta var hún fáguð í framkomu og fríð sýnum. Starfsvettvangur hennar varð þó fyrst og fremst á heimilinu og það var börnum hennar mikil gæfa. Uppeldi Helgu og Ásgríms einkennd- ist af mildi og festu, ásamt kröfum um að standa sig í gagnlegum verk- um enda varð dugur og glaðværð ein- kenni systkinanna. Þessu kynntist ég vel sem tengdasonur þeirra og nokk- uð er víst að Helga var alger and- stæða þeirrar ímyndar um tengda- móður sem stundum er brugðið upp í gamansögum og með mér og tengda- föðurnum varð einstök vinátta og samvinna. Fyrstu búskaparár sín bjó Helga við þægindaskort miðað við þær kröf- ur sem nú eru gerðar, enda var at- vinnuleysi langtímum saman, einkum á veturna. Samt tókst þeim hjónum með dugnaði, fyrirhyggju og nýtni að búa við bjargálnir en ekki fátækt. Af- köst Helgu við heimilisstörfin voru með ólíkindum, við matargerð, bakst- ur, saumaskap og þrif. Það eitt að koma börnunum ævinlega í hreinum og heilum fötum í skólann var t.d. ær- inn starfi, enda voru synirnir, ekki síst, oft þar staddir sem föt slitnuðu og skitnuðu. Ég minnist heldur ekki annars en að allt á heimilinu væri í röð og reglu, þrifið og hreint. Við þessar aðstæður sem yngra fólk get- ur tæpast hugsað sér mátti hver dag- ur teljast samfellt afreksverk, hver einasti dagur ársins. Þegar hún fékk svo nútíma heimilistæki, hvert af öðru, notaði hún tækifærið til að vinna utan heimilis, oftast í fiskvinnu. Þá vakti hún stöðugt yfir velferð og gengi barnanna, skynjaði hvaða hættur gátu að þeim steðjað; ég veit um dæmi þar sem hún virtist ráða yf- ir hæfileika til forspár eða fjarskynj- unar, en um það vildi hún sem fæst segja. Helgu var ekki gjarnt að gera kröf- ur til annarra fyrir sjálfa sig. Mér er minnisstætt að erfiðlega gekk að fá hana til að sækja um atvinnuleysis- bætur sem hún átti fullan rétt á skv. lögum. Það gerði hún þó loks, ég held fyrir þrábeiðni mína, þegar hún þótt- ist þess fullviss að aðrar húsmæður með svipaða heimilishagi hefðu sótt þennan sjálfsagða rétt sinn. Hún var hins vegar hugulsöm gagnvart öðr- um, umtalsgóð, ætlaði fólki góðar hvatir og fagnaði velgengni þess. Nokkru áður en Helga varð sextug mátti greina að minni hennar og sinna var farið að bila. Ekki hefði svo sem verið óeðlilegt að áratuga erfiði og vökur segðu þannig til sín. Því miður var sú ekki raunin, heldur var Alzheimersjúkdómurinn að verki og meinaði henni fyrr en varði flestra möguleika til að njóta lífsins. Hún átti drauma um margs kyns ferðalög, allt frá stuttum gönguferðum og úti- legum til lengri ferða, og hafði ráð- gert ýmislegt þegar heimilisannir væru úr sögunni. Hún tók bílpróf og eignaðist bíl sem varð henni ekki að fyrirætluðum notum, e.t.v. vegna sjúkdómsins. Sem betur fór tókst henni að komast tvisvar til útlanda. Ég geymi í huga mér hvernig hún leit út nýkomin frá Spáni, glæstari öllum fegurðardrottningum. Seinni ferðar- innar naut hún varla vegna heilsu- brests. Við fráfall Helgu tengdamóður minnar streymir í gegnum hugann söknuður og þakklæti en jafnframt beiskja vegna þess grimmilega sjúk- dóms sem rændi hana svo mörgu sem okkur ástvinum hennar fannst hún verðskulda að njóta og tók frá henni persónuleikann og lífið löngu áður en það slokknaði. Lengst varðveitti hún æskuminningarnar og vott af brosinu bjarta. En við geymum minningarn- ar um hana, margar, bjartar og hlýj- ar. Angantýr Einarsson. HELGA MARGRÉT HARALDSDÓTTIR ✝ Jónína ÞórhallaBjarnadóttir fæddist í Tunghaga í Vallahreppi 9. nóv- ember 1917. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Eir 25. júní síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Margrét Þorsteinsdóttir og Bjarni Jónsson ábú- endur í Tunghaga. Jónína giftist 15. júní 1937 Hirti Einarssyni frá Vaði í Skriðdal, f. 16. mars 1913, d. 27. febrúar 1979. Þau eiga tvær dætur: Vilborg Karen, f. 6. nóvember 1939, maki Gestur Reimarsson, f. 28. júní 1940, og Þórey Erna, f. 7. febrúar 1945, maki Birgir Guðmundsson, f. 29. desember 1941. Börn þeirra eru Hjördís Björk, f. 18. júní 1962, og Guðmundur Steinar, f. 19. desem- ber 1965. Barnabarnabörnin eru fjögur. Einnig ólu þau upp frænku Jón- ínu, frá níu ára aldri, Bonnie Laufey Dupuis, f. 23. mars 1954, maki Guð- mundur Baldursson og eiga þau fjögur börn. Jónína og Hjörtur hófu búskap á Þor- valdsstöðum í Skrið- dal og bjuggu þar í eitt ár. Árið 1936 fluttu þau í Eyjar í Breiðdal en 1941 stofnuðu þau nýbýlið Lágafell og bjuggu þar þangað til Hjörtur lést. Jónína flutti þá til Breiðdalsvíkur og bjó þar meðan heilsan leyfði. Síðustu árin hefur hún dvalist á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi. Útför Jónínu verður gerð frá Heydalakirkju í Breiðdal í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Amma mín, nú ertu farin og búin að hitta afa aftur, við systkinin vilj- um kveðja þig með nokkrum línum að lokum og þakka fyrir allt. Við vor- um ekki orðin gömul þegar við vild- um alltaf vera hjá ykkur afa í Lága- felli. Tókum við strax þátt í störfum ykkar þótt getan hafi kannski ekki verið beysin fyrst í stað. Gott var þegar þú vaktir okkur með volgri mjólk og heimabökuðu brauði. Þessi ár sem við áttum með ykkur í Lága- felli urðu okkur gott veganesti út í lífið. Oft eftir að þú komst suður leiddust umræður okkar austur í Breiðdal um hvað var að gerast á þeim árstíma. Guð blessi minningu þína og þús- und þakkir fyrir allt sem þið veittuð okkur. Minningin um afa og ömmu mun lifa áfram um ókomin ár. Hjördís Björk og Guðmundur Steinar. Ó, Jesús bróðir besti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. Mér gott barn gef að vera og góðan ávöxt bera, en forðast allt hið illa, svo ei mér nái’ að spilla. Það ætíð sé mín iðja að elska þig og biðja, þín lífsins orð að læra og lofgjörð þér að færa. (Páll Jónsson.) Elsku langamma, við þökkum fyr- ir allt og biðjum Guð að geyma þig. Bless, langamma mín, Birgir Örn, Hrannar, Hjörvar Steinn og Sigrún. Þá er komið að því að kveðja þig, elsku frænka. Minningarnar eru margar þegar litið er til baka. Okkar fyrstu kynni voru þegar ég fékk að koma í sveitina til þín og Hjartar sjö ára gömul. Ekki held ég að það hafi verið af þörf því að ekki var við miklu að búast af sjö ára stelpu sem aldrei hafði komið í sveit áður. Þið tókuð á móti mér á bryggjunni á Breiðdals- vík þar sem ég valt í land úr gömlu Herðubreiðinni, með sjóriðu sem entist mér lengi á eftir. Hlýjar voru móttökurnar, þrátt fyrir að þú, frænka mín, værir alltaf mjög dul og bærir ekki tilfinningar þínar á borð fyrir hvern sem var. Þú varst ákveðin og stjórnsöm, reglu- semi var á þínu heimili og var það til fyrirmyndar. Mikil gestrisni var á heimilinu og er mér minnisstætt þegar verið var að taka á móti gest- um og þá sérstaklega bændaferðirn- ar sem voru á þeim tímum. Þú hafðir gaman af að búa til góð- an mat og baka, enda alltaf til með kaffinu, meðan heilsan entist. Alltaf var það þitt mesta leyndarmál hverj- ar uppskriftirnar voru þegar spurt var, enda komst ég að því þegar þú varst hætt að fást við eldhússtörf að þær voru byggðar á þinni tilfinningu og búnar til af fingrum fram. Búskapurinn var ykkur Hirti lifi- brauð og var honum sinnt af mikilli alúð. Þú varst hagleikskona í handa- vinnu, og kenndir mér svo margt sem hefur nýst mér alla tíð. Eitt af því sem þú þráðir og naust var að ferðast og er mér eftirminni- legt er við fórum á björtum sumar- degi austur fyrir fjall og vorum staddar á Hellisheiðinni. Þá veittum við athygli miklum reykjarstróki er lagði til himins. Veltum við þessu fyrir okkur um stund og komumst að þeirri niðurstöðu að þarna væri sennilega eldgos, enda reyndist Hekla gamla þar að verki. Elsku frænka, ég gæti haldið lengi áfram og langar mig að þakka þér allt það er þú kenndir mér í litla hlýja eldhúsinu. Þú kenndir mér að lesa þar og man ég það eins og það hefði verið í gær, því illa gekk oft að fá mig til að sitja kyrra. Bókin hét Bogga og búálfurinn, og voru þar eins konar skilaboð um lífið sem framundan var, enda var þér annt um að ég væri mér meðvitandi um að lífið væri ekki alltaf auðvelt viður- eignar. Hvíl í friði, Jónína mín, og hafðu þökk fyrir allt sem þú gafst mér og fjölskyldu minni. Bonnie Laufey Dupuis og fjölskylda. JÓNÍNA ÞÓRHALLA BJARNADÓTTIR 2  3   3   1  " !1!    8<=$=  # 5  3    - &   9 - 8 &  $1+3.2" &- 3.2 " 5.2 +, # 2  3   1 " !1% !    "- "  "-  ""  &'  5 21!# &- &- " 8 &-  $ ,&- 5 &- &"- E - !" # ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minningar- greina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.