Morgunblaðið - 06.07.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.07.2002, Blaðsíða 22
HEILSA 22 LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Getur síþreyta átt sér sálfræðilegar skýringar og virkar sálfræðileg með- ferð við síþreytu? SVAR Síþreyta er eitt afþessum vandamálum sem erfitt hefur reynst að finna skýringar á og þar af leiðandi erfitt að fullyrða um orsakir. Fólk getur þjást af mikilli þreytu af mörgum mismunandi orsökum, t.d. getur verið um einkenni einhvers sjúk- dóms að ræða. Því er mikilvægt að gera greinarmun á hvað sé (eðlileg) þreyta, sem einkenni annars vanda- máls, og hvað er svokölluð síþreyta. Það er því mikilvægt, áður en við greinum að einstaklingur þjáist af síþreytu, að fyrst séu útilokuð önn- ur vandamál og sjúkdómar. Ekki er þetta alltaf svo auðvelt því að þó svo að nokkurn veginn sé búið að útiloka sjúkdóma er mjög algengt að fólk vill og reynir að halda í líf- fræðilegar skýringar vandamálsins, þ.e. að um sjúkdóm sé að ræða, þrátt fyrir að rannsóknir og athug- anir bendi ekki til þess. Það getur nefnilega verið auðveldara að sætta sig við sjúkdómsskýringar heldur en að sálrænar skýringar séu á vandamálinu. Margir, sem þjást af síþreytu, líta svo á að það sé mikil skömm að sjá þreytuna sem sál- rænt vandamál. Trúin á að um sjúkdóm sé að ræða getur nefni- lega „verndað“ fólk þannig að það gagnrýni ekki sjálft sig og því getur verið „auðveldara“ og einfaldara að líta á vandamálið sem (líf- fræðilegan) sjúkdóm en ekki sem sprottið af sálrænum toga. Þessvegna er mikilvægt að fólki sé hjálpað og styrkt í að leita sér sál- fræðilegrar aðstoðar. Einnig er mikilvægt að fólki sé auk þess hjálpað að taka ábyrgð á lausn vandans án þess að það leggi mat á að vandinn sé því sjálfu að kenna. Eitt af því sem einkennir stóran hluta þeirra, sem þjáist af síþreytu, er ákveðin „fullkomnunarþrá“. „Fullkomnunarþráin“ einkennist af (ímyndaðri) kvöð um að ein- staklingurinn verði alltaf að standa sig vel og að hann/hún verði alltaf að vinna verk sín fullkomlega. Það sé síðan veikleikamerki að sýna streitueinkenni og neikvæðar til- finningar. Fólk með einkenni sí- þreytu hefur oft átt sér sögu um mikið álag og mikla vinnu um lengri tíma áður en síþreytan sjálf kom í ljós, þar sem einstaklingur leitaði sér ekki aðstoðar né barðist gegn vinnukröfum í umhverfi sínu. Það sem einnig einkennir fólk með síþreytu eru erfiðleikar með að við- urkenna vandann og setja þess í stað upp einhvers konar „hugrakka grímu“ á andlitið um að allt gangi vel. Síþreytan verður vítahringur þar sem þreytumerkjum er svarað með hvíld, dregið er úr margs kon- ar hegðun, þ.e. farið að ganga hæg- ar (labba) jafnvel með stuðningi annarra, o.s.frv. Það má í rauninni kalla þessa hegðun eins konar ör- yggishegðun þar sem fólk telur sig vera að koma í veg fyrir að eitthvað hræðilegt gerist (t.d. ofkeyri sig vegna „sjúkdóms- ins“) og að hvíld sé algjörlega nauðsyn- leg. Þetta kemur hins vegar í veg fyrir hið gagn- stæða, þ.e. að fólk komist að því að ekkert slæmt gerist ef það sleppir ör- yggishegðuninni, og að það geti meira að segja öðlast aukna orku með aukinni hreyfingu og öðrum athöfnum. Hugræn atferlisnálgun við sí- þreytu hefur lagt áherslu á að vé- fengja bæði þessa trú fólks og að prófa hið gagnstæða. Það er hins vegar mikilvægt að framkvæma þessar aðferðir, hugrænnar atferli- meðferðar, með aðstoð fagaðila sem þekkir vel til notkunar á hugrænni atferlimsmeðferð og getur í sam- vinnu við einstaklinginn hjálpað honum, skref fyrir skref, að breyta hegðun sinni og losa sig undan sí- þreytunni. Hættan er nefnilega sú að einstaklingur, sem gerir miklar kröfur til sín, gerir það líka þegar hann ætlar að gera þetta sjálfur, það getur t.d. verið að hann fari allt of geyst af stað og setur sér allt of stór markmið. Auk þess er líklegt, í fyrstu, að hann telji sig hafa reynt þetta allt saman en ekki tekist það, þar sem of geyst var farið af stað og ekki rétt unnið með hugmyndir um vandamálið og lausnina. Rann- sóknir síðustu ára hafa sýnt að mun meiri árangur næst þegar notuð er hugræn atferlismeðferð við sí- þreytu en þegar eingöngu er stuðst við læknisfræðilegar nálganir. Að lokum má benda á að þótt það geti verið erfitt fyrir einstaklinginn að viðurkenna að síþreytan geti átt sér sálrænar orsakir og að því sé nauðsynlegt að leita sér sál- fræðilegrar meðferðar, þá verður það að segjast að með því að við- urkenna ekki að vandamálið sé af sálrænum toga og forðast að skoða sálfræðilegar skýringar getur hann verið að koma í veg fyrir að bæta lífsgæði sín og öðlast betra og já- kvæðara líf. Gangi þér vel. Síþreyta eftir Björn Harðarson Lesendur Morg- unblaðsins geta komið spurn- ingum varð- andi sálfræði-, félagsleg og vinnutengd málefni til sérfræðinga á vegum persona.is. Senda skal tölvupóst á persona- @persona.is og verður svarið jafnframt birt á persona.is. Rannsóknir síðustu ára hafa sýnt að mun meiri árangur næst þegar notuð er hug- ræn atferlismeðferð við síþreytu en þegar eingöngu er stuðst við læknisfræðilegar nálganir. Höfundur er sálfræðingur við Náms- ráðgjöf HÍ, og með eigin stofu. TALSMENN alríkislögreglunnar, FBI, í Bandaríkjunum segja að ekki séu neinar vísbendingar um að Egypti sem hóf skothríð við innrit- unarborð ísraelska El Al-flugfélags- ins á flugvellinum í Los Angeles á fimmtudagskvöld hafi tengst hryðju- verkum. Maðurinn varð tveim óbreyttum borgurum að bana og sex að auki særðust, sjálfur féll hann í átökum við ísraelskan öryggisvörð. Háttsettur, ísraelskur embættis- maður, sem ekki vildi láta nafns síns getið sagðist ekki vera í vafa um að um hryðjuverk hefði verið að ræða en líklegra væri að það tengdist al- Qaeda-samtökunum en palestínsk- um hópum. Morðinginn hét Hesham Moham- ed Hadayet, hann gekk einnig undir nafninu Ali, var 41 árs gamall egypskur ríkisborgari en með svo- nefnt grænt kort eða dvalar- og starfsleyfi í Bandaríkjunum. Had- ayet rak eigin límosínu-þjónustufyr- irtæki. Hann flutti vestur um haf fyrir tíu árum en eiginkona hans og tveir synir voru sögð vera í sumar- leyfi í Egyptalandi. Sagður hæglætismaður Nágrannar hans sögðu að hann hefði verið hæglætismaður en Had- ayet hefði orðið bálreiður er íbúi á hæðinni fyrir ofan hann hengdi stór- an bandarískan fána og fána land- gönguliðasveita flotans yfir svalir sínar fyrir ofan útidyrnar eftir hryðjuverkin 11. september. „Hann kvartaði við ráðamenn í blokkinni. Honum fannst að verið væri að ögra sér,“ sagði Steve Thompson, einn grannanna. FBI birti mynd af Hadayet sem var á sínum tíma tekin þegar hann fékk byssuleyfi en hann var vel vopn- aður á flugvellinum, með 45 kalíbra skammbyssu, aðra níu millimetra byssu og veiðihníf með 15 sentimetra löngu blaði. Tókst honum að særa öryggisvörðinn, Chaim Safir, með hnífnum áður en Safir skaut hann til bana. Annar öryggisvörður særðist einnig í átökunum. Þeir sem féllu auk morðingjans voru Yaakov Am- inov, 46 ára gamall skartgripasali og átta barna faðir sem hafði ekið vini sínum á flugvöllinn og Victoria Hen, 25 ára gömul kona sem afgreiddi far- miða. Ísraelska dagblaðið Haaretz hefur eftir ónafngreindum heimildarmanni að öryggislögregla Ísarels, Shin Bet, telji allt benda til að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Ephraim Sneh, ráðherra samgöngumála í Ísrael, sagði í sjónvarpsviðtali að þegar gerð væri skotárás á farþega El Al á alþjóðaflugvelli yrðu menn að gera ráð fyrir því að um hryðjuverk væri að ræða. Ekkert bendir til hryðjuverks Matt McLaughlin, talsmaður FBI, sagði að enn sem komið væri benti ekkert til tengsla við hryðjuverka- samtök. „Við getum ekki útilokað það en enn sem komið er bendir ekk- ert til þess að um hryðjuverk hafi verið að ræða,“ sagði hann og taldi að frekar mætti flokka morðárásina undir svonefnda „haturs-glæpi“. Gerð var rannsókn í íbúð Hadayets í Orange-sýslu en bækistöð fyrirtækis hans var einnig í íbúðinni. Mercedes- bíll hans fannst í stæði við flugstöð- ina og var svæðið þegar lokað af vegna sprengjuhættu en ekki fannst neitt slíkt í bílnum. Skotárásin á El Al-farþega á flugvellinum í Los Angeles Ísraelar telja málið tengjast al-Qaeda Los Angeles, Jerúsalem. AP, AFP. FBI-maðurinn Matt McLaughlin sýnir fréttamönnum mynd af Hesham Mohamed Hadayet. .............................................. persona@persona.is ERLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.