Morgunblaðið - 06.07.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.07.2002, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2002 35 ✝ Nikolína ElínHalldórsdóttir fæddist á Kirkjulandi í Austur-Landeyjum 26. nóvember 1912. Hún lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu, að morgni sunnudags- ins 30. júní síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Guðrún Nikulásdótt- ir, f. 28.7. 1879, d. 24.5. 1957, og Hall- dór Þorsteinsson, f. 12.9. 1876, d. 23.12. 1970. Elín var næstelst systkina sinna, en þau voru; Sesselja, Lilja, Steinunn og Kjartan, sem öll eru látin. Dóttir Elínar og Ara Guð- mundar Bogasonar frá Uppsölum við Seyðisfjörð vestra, f. 27.7. 1901, d. 10.1. 1957, er Guðrún Aradóttir, f. 22.6.1940. Eiginmað- ur hennar er Eyvindur Ágústsson, f. 3.1. 1937. Synir þeirra: 1) Ágúst Ómar, sambýliskona Ragnheiður Jónasdóttir. Börn þeirra eru: Haf- dís, sambýlismaður Steinar Guð- mundsson, þau eiga Daníel Frey; Eyvindur og Elín. 2) Elvar, sam- býliskona Jóna Sigþórsdóttir. Börn þeirra eru: Eyrún, Ármann og Jóel. 3) Hafsteinn, kona hans er Arnheiður Harðar- dóttir. Synir þeirra eru: Halldór Hrann- ar, Hafþór Helgi og Fannar Aron. 4) Halldór Gunnar, lést tæplega tveggja ára gamall. Elín ólst upp á Kirkjulandi til átta ára aldurs, en árið 1920 flutti fjölskyld- an í vesturbæinn á Skíðbakka og átti hún þar lögheimili alla tíð síðan. Hún vann við bústörfin heima fyrstu árin, en upp úr tví- tugu fór hún í vist til Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Hún var um skeið bústýra hjá Kjartani bróður sínum á Skíðbakka en vann síðan lengst af á Saumastofu Rúdolfs á Hellu. Elín hætti störfum á saumastofunni árið 1983 og dvaldi hjá dóttur sinni og tengdasyni á Skíðbakka til ársins 1995 er hún flutti á Dvalarheimilið Kirkjuhvol á Hvolsvelli. Þremur árum síðar fór hún á Hjúkrunarheimilið Lund á Hellu og var þar til dán- ardags. Elín verður jarðsungin frá Krosskirkju í Austur-Landeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Nú er komið að skilnaðarstund. Mamma mín, Elín Halldórsdóttir, er látin og verður í dag lögð til hinstu hvílu við hlið dóttursonar síns í Krosskirkjugarði. Það var þungt áfall fyrir hana og okkur öll, þegar yngsti drengurinn okkar Eyvindar, Halldór Gunnar lést eftir stutt veik- indi árið 1966, tæplega tveggja ára gamall. Sumir tala sig frá sorginni, við þögðum, en minningin lifir. Blessuð sé minning Halldórs Gunn- ars Eyvindssonar. Mamma átti að mörgu leyti góða ævi, hún var heilsuhraust lengst af og hafði mikið starfsþrek og starfs- vilja. En líf hennar var líka á ýmsan hátt erfitt. Það hefur áreiðanlega ekki verið auðvelt árið 1940 að koma heim úr vistinni, ófrísk og ekki einu sinni með kærasta í farteskinu, en um það talaði hún aldrei. Það var raunar ekki hennar stíll að tala um sjálfa sig. Allt sem ég veit um pabba minn er frá öðrum komið. Eftir að ég fæddist vorum við mæðgur á Skíð- bakka þar sem hún ól mig upp, með dyggum stuðningi afa míns og ömmu og frændsystkina minna. Hún vann fyrir okkur á búi foreldra sinna, gekk í öll störf, sem þurfti að sinna bæði utanhúss og innan. Hún var einnig ágæt sauma- og hannyrða- kona, saumaði t.d. öll föt á mig þegar ég var krakki og aldrei brást það, ef flíkin átti að vera tilbúin að morgni, þá var hún það, jafnvel þótt mér sýndist hún hálfkláruð þegar ég fór að sofa. Það var henni metnaðarmál að hafa mig fína og vel til hafða. Hún var aldrei rík af veraldlegum auði, en átti því meira af gjafmildi og góðum hug til okkar, afkomenda sinna. Eftir að við Eyvindur fórum að búa á Skíðbakka, árið 1959, fór mamma aftur út á vinnumarkaðinn, vann lengst af á Saumastofu Rudolfs, á Hellu. Þá var hún til húsa hjá systrum sínum, Lilju og Stein- unni til skiptis. Á Hellu leið henni vel, Rudolf og Erla Stolzenwald reyndust henni góðir vinnuveitendur og vinir og samstarfskonur hennar sýndu henni vináttu og tryggð alla tíð. Fyrir það er hér þakkað. Á þess- um árum kom mamma alltaf heim um helgar og oftar ef þurfti. Tók hún þá til hendinni við bústörfin og hvað eina sem til féll, aðstoðaði við upp- eldið á dóttursonunum og sinnti um pabba sinn, en Halldór afi minn, dvaldi hjá okkur síðustu 11 ár ævi sinnar. Árið 1983 varð hún að hætta að vinna vegna heilsubrests og kom þá alkomin heim. Næstu ár urðu henni erfið, hún fór í aðgerðir á mjöðmum, sem heppnuðust ekki nema að hluta til, þannig að eftir það gekk hún aldrei heil til skógar, en hún var sívinnandi í höndum, meðan heilsan leyfði. Einnig hafði hún gam- an af lestri góðra bóka og voru ást- arsögur og æviminningar í mestu uppáhaldi hjá henni. Árið 1995 flutti hún svo á Dvalarheimilið Kirkjuhvol á Hvolsvelli og þaðan fór hún á Hjúkrunarheimilið Lund á Hellu, ár- ið 1998 þar sem hún lést hinn 30. júní sl. Mamma var var glaðlynd og alltaf stutt í brosið, yfirleitt brosti hún við viðmælendum sínum, en hún hafði líka skap og þá hvessti stundum, en það var fljótt að rjúka burt og hún brosti aftur. Hún var sjálfstæð og vildi vera sjálfbjarga og átti því erfitt með að þiggja þá aðstoð, sem hún þurfti við hvaðeina, sem hún hafði getað bjargað sér með sjálf áður. Starfsfólkið á Kirkjuhvoli og Lundi fékk áreiðanlega að heyra það, þegar henni mislíkaði, en á eftir var hún ávallt þakklát fyrir hjálpina. Öllu því góða fólki, sem annaðist hana síðustu árin, bæði á Kirkjuhvoli og Lundi, viljum við fjölskyldan þakka fyrir góða umönnun og hlýlegt viðmót, svo og heimilismönnum, fyrr og síðar fyrir vinsemd alla. Gott er þreyttum að sofna, þegar andleg og líkamleg heilsa er þrotin. Elsku mamma, takk fyrir allt. Guð geymi þig. Þín dóttir Guðrún Aradóttir (Rúna). Þeir eru fáir núorðið sem njóta þeirra forréttinda að alast upp á heimili þar sem búa þrjár eða fjórar kynslóðir og njóta þess öryggis og uppeldis sem þar er hægt að fá. Ys og þys nútímans gefa ekki kost á slíku. Á mínu bernskuheimili voru Hall- dór langafi og Ella amma fastir punktar í tilverunni. Þegar afi fædd- ist var Jón Sigurðsson enn á lífi og áratugir í munað eins og bíla, raf- magn og flest önnur þægindi sem sjálfsögð eru í dag. Hann kunni að segja sögur frá þessum löngu liðna tíma, raulaði, ruggaði og huggaði. Hann tuggði skro og það var mikið sport að aðstoða hann við að skera Ho, eins og við héldum að það héti. Afi flutti með sér menningu sem átti sér rætur í hinu forna bændasam- félagi, hafði til að mynda stundað sjóróðra frá Landeyjasandi og þurft að ganga alla leið til Reykjavíkur. Yfir honum hvíldi rósemi ellinnar og öll hans reynsla og viska var mikið undur ungum dreng. Ella amma kunni einnig frá mörgu að segja, en hún var líka sívinnandi og hugsandi um velferð fjölskyld- unnar. Hún vann í miðri viku á Hellu en kom heim um helgar og í öllum fríum, alltaf færandi hendi. Oftast kom hún með nammi og oft kom lítill bíll eða dráttarvél upp úr veskinu til að gleðja. Hún kom líka oft með bux- ur eða vettlinga, en það kom mömmu meira við. Ekki veit ég hvílík ósköp af vettlingum og sokkum hún fram- leiddi í gegnum tíðina handa okkur bræðrunum og seinna börnunum okkar. Einu sinni sendi hún okkur gljáandi reiðhjól með kaupfélags- bílnum. Fyrstu alvöru bílarnir voru keyptir með hennar stuðningi og svo mætti endalaust telja. Þannig helg- aði hún sig velferð okkar. Áhyggjur okkar, þarfir og vonir, voru hennar. Fátt var það sem hún veitti sér af persónulegum munaði. Helst væri að nefna lestur, en af því hafði hún gam- an. Að öðru leyti vildi hún helst vera að vinna við eitthvað og gera gagn. Ég minnist þess þó að hafa farið með henni í skemmtiferð á vegum kven- félagsins austur í Meðalland, að tína ber (það var reyndar dálítið gagn í því) og ósköp var hún hrædd um að ég myndi týnast í hrauninu. Einu sinni voru foreldrar mínir í kaup- staðarferð og ætlaði amma að mjólka kýrnar. Þetta var rétt fyrir jól og einmitt þetta kvöld fór rafmagnið af og kom ekki aftur, sama hvað beðið var. Í stað þess að sitja með hendur í skauti og sjá til hvað verða vildi fór hún af stað að handmjólka kýrnar tuttugu og hætti ekki fyrr en allt var búið. Lítið gagn var í okkur bræðr- um við þetta verk og hefur mér alltaf síðan fundist þetta vera meiriháttar afrek. Ekki get ég ímyndað mér að hægt sé að fá samviskusamari og duglegri manneskju til vinnu, en amma var. Ef hún fékk auka frí á saumastofunni eða efnisafgang til að sauma buxur á okkur vann hún há- degistíma eða mætti fyrr en ella til að vinna þetta upp. Þannig lét hún alltaf halla á sig. Síðustu árin sem hún var á Skíð- bakka nutum við Jóna aðstoðar hennar í ríkum mæli. Þá var hún boðin og búin hvenær sem var að hafa ofan af fyrir börnunum og um- vefja þau með kærleik sínum. Verð- ur það tækifæri sem þau fengu til að kynnast og vera með henni aldrei fullþakkað. Nú þegar skilur leiðir um sinn er ég einn þeirra sem finnst að ég hafi mikið þegið og of lítið þakkað. En ég held þó líka að orð úr Spámanninum eigi við, en þar segir m.a.: Til eru þeir sem eiga lítið og gefa það allt. Þetta eru þeir sem trúa á lífið og nægtir lífsins og þeirra sjóður verður aldrei tóm- ur. Til eru þeir sem gleðjast þegar þeir gefa og gleðin er laun þeirra. … Með verk- um þeirra talar Guð til mannanna og úr augum þeirra lýsir bros hans jörðinni. Elvar Eyvindsson. Elsku langamma. Nú ert þú farin til himna. Og við systkinin viljum þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur öll þessi ár. Alla morgnana sem við lögðumst fyrir innan þig í rúminu þínu á meðan mamma og pabbi voru í fjósinu, allar vísurnar sem þú söngst fyrir okkur, allt nammið sem þú gafst okkur, all- ar bænirnar sem þú kenndir okkur og alla vettlingana og sokkana sem þú prjónaðir á okkur. Þeir eiga eftir að ylja okkur áfram eins og minn- ingin um þig. Við munum vel þegar við sátum hjá þér á Kirkjuhvoli og horfðum á sjónvarpið og kláruðum allt úr ís- skápnum og sælgætisskúffunni. Þú passaðir alltaf að við værum södd og ánægð og að ekkert kæmi fyrir okk- ur. Kristur minn ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gjörðu svo vel og geymdu mig, Guð, í skjóli þínu. (Höf. ók.) Eyrún, Ármann og Jóel. Það er hásumar. Síðasti dagur júnímánaðar rennur upp. Þann morgun yfirgefur Elín Hall- dórsdóttir (Ella) þessa jarðvist. Það var alltaf sumar í huga henn- ar. Þegar maður kom til hennar eftir að hugurinn var orðinn fjarrænn og minnisleysið herjaði á hana, þá var alltaf sumar. Spurt um heyskapinn og sprettu á túnum. Í æskuminningunni er Ella alltaf hlaupandi, gerir hlutina sjálf, síðust í rúmið, fyrst á fætur, réttir öðrum hjálparhönd. Meðan Sigríður amma og Árni afi voru á lífi og kom að árlegu vorhrein- gerningunni í herberginu þeirra þá var Ella alltaf kölluð til, enginn ann- ar mátti hjálpa þeirri gömlu. Svo líða árin. Þetta og ótalmargt annað. Þá voru Halldór, Guðrún, Ella, Rúna og Kjartan í vesturbænum, í mesta lagi 20 metrar á milli bæj- anna, alltaf gott samkomulag. Rúna og Eyvindur taka við búi og eignast drengina sína. Alltaf var Ella til staðar, þótt hún væri að sauma á Hellu. Skíðbakki var alltaf hennar heimili, fjölskyldan var henni allt. Halldór faðir hennar var á heim- ilinu til dauðadags 1970. Hann var afi allra barnanna á bæjunum. Einu sinni sagði elsta dóttir mín: „Veistu hvað afi í vesturbænum segir þegar ég kem til hans?“, hann segir: „ertu komin, elskan mín.“ Áfram líður tíminn. Komin fimm íbúðarhús á Skíðbakka. Börnin okk- ar Rúnu reka myndarleg bú á jörð- unum. Við farnar að sauma á sauma- stofu og barnabörnin leika sér saman. Elsku Ella, hafðu þökk fyrir allt og allt. Öllum afkomendum bið ég guðs blessunar. Sigríður Erlendsdóttir. Ó, þá náð að eiga Jesú einkavin í hverri þraut. Ó, þá heill að halla mega höfði sínu í Drottins skaut. (M. Joch.) Mig langar að minnast gamals ná- granna og vinar, hennar Ellu í Vest- urbænum eins og við kölluðum hana alltaf. Hugur minn hverfur til æsku- áranna. Ella bar hag okkar krakk- anna í Austurbænum á Skíðbakka jafnt fyrir brjósti sem sinnar einka- dóttur Rúnu, en við erum jafnöldrur og æskuvinkonur. Á þessum tíma vorum við krakkarnir á bæjunum mikið í útileikjum, skautuðum út og suður á veturna. Þá var Ella ætíð tilbúin að útbúa okkur af stað; „Klæðið ykkur vel, krakkar, passið ykkur á ísnum og vökunum, og kom- ið þið ekki seint heim.“ Sama hug- ulsemin fylgdi okkur úr hlaði er við lögðum af stað á morgnana í klukku- tíma gang sem þá var í Barnaskól- ann að Krossi. Ella var dugnaðarforkur og henni lá hátt rómur þegar henni líkuðu ekki hlutirnir. Árrisul var hún og ég minnist vormorguns þegar ég vakn- aði við rödd Ellu: „Lindi! Ærnar eru komnar í túnið!“ og þá var nú hann pabbi minn fljótur á fætur. Jólaboðin á Skíðbakkabæjunum voru mikið tilhlökkunarefni hjá okk- ur krökkunum. Þar var Ella með sína kátínu og dillandi hlátur. Mikið var spilað; vist, svartipétur og hjóna- sæng. Þar var ekkert kynslóðabil og Ella stóð með okkur krökkunum í því að það lægi nú ekkert á að fara að sofa. Stærsta hamingja Ellu í lífinu var dóttir hennar. Þegar Rúna og Ey- vindur hófu búskap á Skíðbakka átti Ella í mörg ár áfram heimili hjá þeim og þeirra sonum. Síðustu árin dvaldi Ella á Lundi á Hellu. Þá reyndist Rúna móður sinni vel og var Ellu mikil stoð í veikindum hennar. Kæra Rúna, Eyvindur og fjöl- skylda, ég sendi ykkur samúðar- kveðjur og þakka alla tryggð fólks- ins í Vesturbænum í gegnum árin. Ég tel mig ríkari en ella að hafa þekkt og átt vináttu Elínar Halldórs- dóttur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Ragna Erlendsdóttir frá Skíðbakka. ELÍN HALLDÓRSDÓTTIR 2   3      1  "   %        "-      % "-  ""   "" '< 5/ .6:4+  4  4 )  5 51# ' 61!" '   .  61!" &-     7  72" 7  7  72# 4" !1!           %= $ 32- / # ,'   "  "       %    < &> ?! 1 5 21!(@  .   "              +  "      ())* ' .A  68   1 -1.A 2 1"   .A# Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.