Morgunblaðið - 06.07.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.07.2002, Blaðsíða 43
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2002 43 ÞRÁTT fyrir mikinn fjölda gesta á Landsmóti hestamanna á Vind- heimamelum hefur það farið vel fram, að sögn Hilmars Frímanns- sonar, yfirmanns gæslu á svæðinu. Hann sagði að þrátt fyrir að fólk hefði verið farið að skemmta sér svolítið á fimmtudagskvöldið hefðu engin vandræði orðið. Einhverjir kvörtuðu þó yfir hávaða á tjald- stæðinu í fyrrinótt, en fólkið hafði tjaldað á „órólega“ tjaldstæðinu. Í gær hafði gestum fjölgað mikið og voru þeir orðnir hátt í 6.000. Í gær- kvöldi voru 37 björgunarsveita- menn á vakt en um helgina, þegar búist er við mestum mannfjölda, verða þeir um 50. Dagskrá fór verulega úr skorðum í gær og byrjaði það með því að taf- ir urðu í milliriðli í A-flokki gæð- inga. Dagskráin er mjög þétt og var aðeins gert eitt hlé frá klukkan átta um morguninn og þar til dag- skránni lauk. Þá fór keppni fram á tveimur völlum í einu frá kl. níu um morguninn til hádegis. Fyrstu þrjá dagana skiptust greinarnar á þrjá velli og er því ljóst að þeir sem vilja fylgjast vel með þurfa að leggja mikið á sig en geta samt ekki fylgst með öllu eins og skipulagi móta sem þessara er háttað nú. Í dag verður yfirlitssýning bestu hrossa í hverjum flokki og hefst hún kl. 8.30 með sýningu á fimm vetra stóðhestum. Inn á milli verða B-úr- slit í B-flokki gæðinga kl. 13.15– 13.45 og A-flokki kl. 15–15.30. Kvölddagskrá hefst kl. 20 með hóp- reið hestamannafélaga sem Anna Bretaprinsessa, herra Ólafur Ragn- ar Grímsson, forseti Íslands, Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra, Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra, Árni M. Mathiesen sjáv- arútvegsráðherra og Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra taka þátt í. Gert er ráð fyrir að Anna Bretaprinsessa fylgist með dagskrá mótsins síðdegis. Dagskránni lýkur á dansleik með hljómsveitinni Pöpum. Veðrið í gær var ágætt en aðeins byrjaði að blása á mótsgesti þegar líða tók á daginn. Í dag er spáð norðaustan 3–8 metrum á sekúndu, skýjuðu með köflum og þokulofti á annesjum. Hiti verður 8 til 15 stig, hlýjast inn til landsins. Morgunblaðið/Þorkell Yfir 6 þúsund manns voru mættir á Landsmót hestamanna á Vindheimamelum í gær. Löng seta yfir þéttri dagskrá landsmótsins MILLIRIÐILL í B-flokki bauð upp á spennu og sviptingar þar sem Sig- urður Sigurðarson reið Bruna frá Hafsteinsstöðum af miklum krafti í fyrsta sætið og hlutu þeir 8,72. Kjarkur frá Egilsstöðum og Sigurð- ur Matthíasson komu þar næstir með 8,68. Dynur frá Hvammi og Þórður Þórðarson voru ekki langt undan með 8,63 og þótti mörgum naumt gefið og lét brekkan vel í sér heyra bæði eftir að Þórður og Dynur höfðu lokið keppni og eins eftir að dómarar höfðu gefið upp einkunnir og mátti á brekkunni skilja að þar hefði mátt leggja meira í. Markús frá Langholtsparti og Sigurbjörn Bárð- arson höfnuðu í fjórða sæti. Vignir Jónasson og Sólon frá Stykkishólmi eru í fimmta sæti með 8,56, jafnir Hreimi frá Hofsstöðum og Guðmari Þór Péturssyni. Krummi frá Geld- ingalæk og Jón Olsen tryggðu sér naumlega sjöunda sætið og þar með tryggt A-úrslitasæti með 8,48. Í B-úrslit sem fara fram í dag klukkan 13.15 mæta: Dimmbrá frá Sauðárkróki og Bergur Gunnarsson, 8,47 Skundi frá Krithóli og Sigurður Sigurðarson, 8,47 Kormákur frá Kvíarhóli og Vignir Siggeirsson, 8,47 Sveinn Hervar frá Þúfu og Atli Guðmundsson, 8,46 Silfurtoppur frá Lækjamóti og Sölvi Sigurðarson, 8,44 Drottning frá Efri-Rauðalæk og Baldvin Ari Guðlaugsson, 8,42 Oddur frá Blönduósi og Sigurbjörn Bárðarson, 8,41 Röst frá Voðmúlastöðum og Páll Bragi Hólmarsson, 8,40 Margar góðar sýningar gat að líta í milliriðli B-flokks en sömuleiðis voru gerð mörg mistök og greinilegt að spennan setti sitt mark á sumar sýninganna. Voru hestar að fara á kýrstökki sem sumir knapanna skynjuðu og leiðréttu og aðrir ekki. Dómarar þykja nokkuð sparir á hærri tölurnar og ekki sé gerður nógur greinarmunur á því sem er mjög gott og því sem síðra er. Í úr- slitum verður aðeins riðið á hægu, tölti, brokki og greiðu tölti en einnig var riðið fet og stökk í milliriðli. Morgunblaðið/Vakri Sigurður Sigurðarson var með kröftuga sýningu á Bruna frá Hafsteinsstöðum sem gaf þeim efsta sætið. Milliriðill í B-flokki gæðinga Bruni og Sig- urður á topp- inn eftir kraftmikla sýningu LOGI Laxdal og Adam frá Ásmund- arstöðum láta engan bilbug á sér finna og mættu þeir ákveðnir til leiks í milliriðlinum með afar góða sýningu og náðu toppsætinu af Sól- dögg frá Hvoli og Þorvaldi Þorvalds- syni. Stefnir nú í hörkukeppni milli þessara tveggja para en Logi og Adam fengu 8,72 í einkunn og Sól- dögg og Þorvaldur 8,66. En Logi lét ekki þar við sitja því hann reið Kjarki frá Ásmúla í þriðja sætið og geta menn nú velt fyrir sér hvaða knapi fær þann heiður að hlaupa í skarðið fyrir hann á sunnu- dag. Olil Amble var einnig með kraftmikla sýningu á Loga frá Brennihóli, svo kraftmikla að við lá um tíma að Logi tæki völdin og stykki með hana út úr braut. Með kröftum og smáheppni tókst henni þó að afstýra því og enduðu þau sýn- inguna með mjög góðum skeið- spretti sem tryggði þeim fjórða sæt- ið og hver veit nema þau blandi sér í baráttuna um toppsætið. Páll Bjarki Pálsson stýrði Sif frá Flugumýri í fimmta sætið með 8,58 og Sigurbjörn Bárðarson og Huginn frá Haga fylgdu á hæla þeirra með 8,57. Síðust til að tryggja sér öruggt sæti í A-úrslitum voru Christine Lund og Fjalar frá Glóru, einnig með 8,57. Í B-úrslit fara Leikur frá Sigmundarstöðum og Reynir Aðal- steinsson með 8,54, Bylur frá Skán- ey og Sigurbjörn Bárðarson með 8,53, Þytur frá Kálfhóli og Elsa Magnúsdóttir með 8,53, Fálki frá Sauðárkróki og Sigurður V. Matthíasson með 8,51, Stjarni frá Búlandi og Trausti Þór Guðmunds- son með 8,49, Geysir frá Gerðum og Björg Ólafsdóttir með 8,48, Þór frá Prestbakka og Þorvaldur Árni Þor- valdsson með 8,47 og Vikar frá Torfastöðum og Tómas Ragnarsson með 8,42. Lánið lék ekki við þá félaga Ridd- ara frá Fyrirbarði og Viðar Ingólfs- son því að Riddari missti framfót- anna undir lok skeiðsprettsins. Var þetta sárgrætilegt fyrir þá þar sem þeir voru að því er virtist svo gott sem búnir að tryggja sér sæti í B- úrslitum, ef ekki A-úrslitum. Virtist sem Riddari hefði hreinlega misst framfæturna undan sér á feikna- hröðum spretti og rann hann á hnjánum eina ellefu metra. Skrap- aðist skinnið af hnjám hans en hann var þó óhaltur eftir byltuna og síðar var tilkynnt að hann væri ekki alvar- lega slasaður. Viðar slapp að því er virtist ómeiddur úr byltunni. Nokkr- ar tafir urðu af þessum sökum og einnig tveimur dómarafundum þar sem að öðrum þeirra loknum var Vikari og Tómasi Ragnarssyni vikið úr keppni fyrir að ljúka ekki keppni á réttum stað en síðar var það dregið til baka og honum gefin einkunn sem dugði í B-úrslit. Milliriðillinn var mjög spennandi og má búast við spennandi keppni í dag þegar B-úr- slit hefjast klukkan 15. Morgunblaðið/Vakri Logi Laxdal á Adam frá Ás- mundarstöðum náði forystu í milliriðli A-flokks í gær. Morgunblaðið/Þorkell Viðar Ingólfsson féll af baki og hugar að meiðslum Riddara um leið og hann jafnar sig eftir byltuna. Jöfn keppni í milliriðli í A-flokki gæðinga Stefnir í einvígi milli Adams og Sóldaggar í úrslitum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.