Morgunblaðið - 06.07.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.07.2002, Blaðsíða 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2002 39 ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Smiðir Trésmiðir óskast í mótauppslátt og inn- réttingasmíði. Upplýsingar í símum 892 8413 og 842 8416. R A Ð A U G L Ý S I N G A R TIL LEIGU 101 — Íbúð til leigu 3ja herb. íbúð á góðum stað, með vönduðum innréttingum, til leigu frá september 2002 til loka júní 2003. Innbú er innifalið. Reyklaust fólk kemur aðeins til greina. Nánari upplýsing- ar í síma 551 0893. Tilboð er einnig hægt að senda á auglýsingadeild Mbl merkt: „101 — 12469“. NAUÐUNGARSALA Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Hafnarbraut 36, Höfn, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Álaugarvegur 8, 0101, ásamt tækjum, þingl. eig. Trésmiðja B.B. ehf., gerðarbeiðendur Byggðastofnun og Vátryggingafélag Íslands hf., fimmtudaginn 11. júlí 2002 kl. 16.00. Bræðsluhús í Óslandi, þingl. eig. Ósland ehf., fiskimjölsverksmiðja, gerðarbeiðandi Íslandsbanki-FBA hf., fimmtudaginn 11. júlí 2002 kl. 15.30. Fiskhóll 11, 0101, þingl. eig. Svava Bjarnadóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 11. júlí 2002 kl. 16.20. Fiskhóll 11, 0102, þingl. eig. Svava Bjarnadóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 11. júlí 2002 kl. 15.00. Fiskhóll 11, 0201, þingl. eig. Svava Bjarnadóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 11. júlí 2002 kl. 14.30. Hafnarbraut 24, 0101, þingl. eig. Helgi Stefán Egilsson og Elín Helga- dóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 11. júlí 2002 kl. 16.30. Hafnarnes 1, 0102, þingl. eig. Benedikt Helgi Sigfússon og Ólöf Kristjana Gunnarsdóttir, gerðarbeiðendur Greiðslumiðlun hf. - Visa Ísland og Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 11. júlí 2002 kl. 16.10. Heppuvegur 6, þingl. eig. Kjötumboðið hf., gerðarbeiðandi Lánasjóð- ur landbúnaðarins, fimmtudaginn 11. júlí 2002 kl. 16.50. Hlíðartún 15, þingl. eig. Guðmundur Hafliði Guðmundsson, gerðar- beiðandi Olíufélagið hf., fimmtudaginn 11. júlí 2002 kl. 15.50. Sandbakki 12, þingl. eig. Aðalheiður Dagmar Einarsdóttir, gerðarbeið- endur Íbúðalánasjóður og Sparisjóður Hornafjarðar/nágr., fimmtu- daginn 11. júlí 2002 kl. 16.40. Sauðanes, hús og mannvirki, þingl. eig. Kristinn Pétursson, Rósa Benónýsdóttir og Landbúnaðarráðuneyti, gerðarbeiðandi Vélar og þjónusta hf., fimmtudaginn 11. júlí 2002 kl. 14.10. Smárabraut 19, þingl. eig. Jón Haukur Hauksson og Sesselja Stein- ólfsdóttir, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður Austurlands, fimmtudaginn 11. júlí 2002 kl. 13.40. Verkstæðishús Óslands Óslandi, þingl. eig. Ósland ehf., fiskimjöls- verksmiðja, gerðarbeiðandi Íslandsbanki-FBA hf., fimmtudaginn 11. júlí 2002 kl. 15.40. Sýslumaðurinn á Höfn, 4. júlí 2002. TIL SÖLU Til sölu sumarhúsalóðir úr landi Klausturhóla í Grímsnesi. Landið er mólendi, mjög gott útsýni. Einhver skipti eru athugandi. Upplýsingar í síma 486 4424 og 868 4115. Holt II, Síðu Til sölu er jörðin Holt II á Síðu í Skaftárhreppi, sem stendur á fallegu bæjarstæði með mjög fallegu útsýni. Um er að ræða 25% í óskiptri sameign jarðarinnar Holts á Síðu sem er um 6000 ha. Á jörðinni er 148,6 m² íbúðarhús, byggt 1977, 306 m² fjárhús með áburðarkjall- ara, byggt 1997. Á jörðinni standa einnig þrjú eldri fjárhús. Framleiðsluréttur er 233 ærgildi og er áhöfnin um 300 ær. Ræktað land er ca 25 ha. Hlunnindi er lax-, silungs-, gæsa- og rjúpnaveiði og reki. Verð 28 m., áhv. 7,2 m. Upplýsingar í síma 480 2900. TILKYNNINGAR Sumarlokun 2002 Skrifstofa Heyrnarhjálpar verður lokuð í 4 vikur í sumar, frá þriðjudeginum 9. júlí. Opnað verður aftur þriðjudaginn 6. ágúst. Bendum á að rafhlöður eru seldar í flestum apótekum. Gleðilegt sumar! VEIÐI Veiðileyfi í Norðurá Vegna forfalla eru tvær stangir lausar frá 18.—21. júlí. Nánari uppl. hjá Magnúsi í síma 695 6438. ÝMISLEGT Flutningsfyrirtæki Höfum fengið í einkasölu meðalstórt fyr- irtæki á sviði flutninga í uppsveitir Ár- nessýslu. Mikil föst verkefni. Tækjakost- ur er góður og nýlegur sem hentar m.a vel til sérhæfðra flutninga. Getur hentað einstaklingum sem og samhentum fjöl- skyldum, hentar ekki síður til sameining- ar eða viðbótar við annan rekstur. Einnig er möguleiki á að kaupa hluta af fyrir- tækinu. Frábært tækifæri og miklir möguleikar á auknum umsvifum. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi, s. 480 2900. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Laugard 6. júlí: Heklurætur. Gengið um sjaldfarnar en fagrar slóðir sunnan eldfjallsins, hraun- jaðra og gróðurspildur. Sérstök áhersla lögð á fjölbreytta jarð- fræði svæðisins. 5—6 klst. ganga. Brottför frá BSÍ með við- komu í Mörkinni 6 kl. 8:00. Farar- stjóri Haukur Jóhannesson jarð- fræðingur. Verð 2.500/2.800. Sunnud. 7. júlí: Skarðsheiði (1039 m). 8—9 klst ganga. Verði ekki bjart á fjallið verður gengið á Þráinsskjöld og Slögu. (6—7 klst.). Brottför frá BSÍ með við- komu í Mörkinni 6 kl. 9:00. Ath. breyttur brottfarartími. Farar- stjóri Jónas Haraldsson. Verð 2.000/2.300. Miðvikud. 10. júlí: Sumar- kvöld á Helgafelli. Um 3 klst. ganga. Brottför frá BSÍ og Mörk- inni 6 kl. 19:30. Verð 1.000/1.200. Fjölskylduferð í Þórsmörk 5.—7. júlí 2002. Götuleikhús, leikir, gönguferðir, grill og margt fleira. Afmælisganga yfir Fimmvörðuháls sömu helgi. Enn 2 sæti laus í Grænlands- ferð í ágúst og í Fjörður 16. júlí. www.fi.is og bls. 619 í textavarpi RUV. 7. júlí. Esjuganga (E-5) Þver- fellshorn og fram á Blikdals- brúnir. Brottför frá BSÍ kl. 10:30. Verð kr. 1.500/1.700. Fararstjóri: Tómas Þ. Rögnvaldsson. 7.—10. júlí. Sveinstindur — Skælingar — UPPSELT. 10.—13. júlí. Lónsöræfi — UPPSELT. 10.—14. júlí. Tindfjöll — Hung- urfit — Emstrur — ÖRFÁ SÆTI LAUS. 11.—18. júlí. Sveinstindur — Básar (8 dagar). 11.—15. júlí. Laugavegurinn — UPPSELT. 12.—15. júlí. Sveinstindur — Skælingar — UPPSELT. 12.—15. júlí. Strútsstígur — UPPSELT. 12.—14. júlí. Fimmvörðuháls (Næturganga) — UPPSELT. 12.—14. júlí. Básar á Goða- landi. Helgarferð í Bása. Brottför frá BSÍ kl. 17:00. Verð 6.300/ 7.300 í tjaldi. 13.—14. júlí. Fimmvörðuháls- ganga. Brottför frá BSÍ kl. 8:30. Verð kr. 7.700/9.200. 13.—16. júlí. Sveinstindur — Skælingar — UPPSELT. 13.—17. júlí. Hornstrandaþrí- hyrningur (5 dagar). Góð og stutt Hornstrandaferð þar sem gist er í húsum. Brottför frá Ísa- firði kl. 10:00. Verð kr. 18.900/ 21.800. Fararstjóri: Gísli Páll Hannesson. ÖRFÁ SÆTI LAUS. 15.—18. júlí. Sveinstindur — Skælingar — ÖRFÁ SÆTI LAUS. 16.—20. júlí. Laugavegurinn — ÖRFÁ SÆTI LAUS. 16.—19. júlí. Sveinstindur — Skælingar — UPPSELT. 17.—20. júlí. Strútsstígur — ÖRFÁ SÆTI LAUS. 18.—21. júlí. Sveinstindur — Skælingar — AUKAFERÐ. mbl.is ATVINNA DAGANA 11. til 13. júlí nk. verður alþjóðlega ráðstefnan „Global Summit of Women 2002“ haldin í Barcelona á Spáni. Þetta er í tólfta sinn sem ráðstefnan er haldin, en meginmarkmið hennar er að leiða saman konur sem eru í forystu- hlutverkum í viðskiptum, stjórn- málum og stjórnsýslu og vera vett- vangur til að skapa tengslanet og viðskiptasambönd kvenna. Umfang ráðstefnanna hefur auk- ist ár frá ári og er gert ráð fyrir að ráðstefnan í Barcelona í næstu viku verði sú viðamesta frá upp- hafi og þátttakendur verði um 500 talsins. Meðal heiðurs- og ráð- stefnustjóra hingað til hafa verið tveir kvenforsetar, þær Vigdís Finnbogadóttir, fv. forseti Íslands, og Mary Robinson, fv. forseti Ír- lands. Í upphafi ársins vaknaði sú hug- mynd að hér á landi yrði reynt að koma saman sendinefnd íslenskra viðskiptakvenna fyrir ráðstefnuna í Barcelona. Af hálfu undirbún- ingsnefndar ráðstefnunnar var Jónína Bjartmarz alþingismaður, sem sæti á í nefndinni, fengin til þess að kanna áhugann hér á landi og hafa fulltrúar utanríkisráðu- neytisins, Iðntæknistofnunar, iðn- aðar- og viðskiptaráðuneytisins og Félags kvenna í atvinnurekstri tekið þátt í undirbúningnum. Niðurstaðan er sú að fjölmenn íslensk sendinefnd viðskipta- kvenna, alls 21 kona, heldur á ráð- stefnuna. Nefndin er hin fyrsta sinnar tegundar hér á landi, segir í fréttatilkynningu. Sendinefnd á ráðstefnu kvenna í Barcelona Ljósmynd/Jón Svavarsson Sendinefnd íslenskra viðskiptakvenna sem fer til Barcelona.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.