Morgunblaðið - 06.07.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.07.2002, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2002 37 Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090.  3  " " 3 " 1  " !1!  ! '  "    %    &  ? 4 ((( +,# B0 &- " &- " B0&- " 3&- " . &-  &- ' 6 5" 7 72" 7 7 72#  3   1 "  !    &-  "- &-   # &' ,# #./ + & +"7" 81 " . #  3   "   !1!   !  "-   % "-  "" 8 >3&C 5 D# 5  -    && "   # 6  .%) ! 3- 7      # 6  7-6 %    3   &' ' % ! "  "% !    " A7.2#3 2 6$1;.5 / $1;.5 8  03 2 1!315.21 '  ?$, . 3 2 , 51." 1C 3+ A  3 2 C "# 2  3   " 1  "  !         % 3&C &  5/ # 8 &  + !  8" 1 47.2 .2 5&- "  47.2 81 " 3 47.2" 7.2 & ; 47.2" ' 1 1 & 47.2 + B0"# og kallaði Sigurlaug hana alltaf fóstru sína. Þegar Sigurlaug var þriggja ára varð fjölskyldan fyrir því mikla áfalli að missa aleiguna í bruna, en heim- ilisfólkið slapp naumlega úr eldinum. Það sama ár flutti fjölskyldan að Görðum á Álftanesi og tók sr. Árni, faðir Sigurlaugar, við prestsembætti þar. Þar ólst síðan Sigurlaug upp og átti margar og ljúfar minningar af Álftanesinu. Snemma hafði hún mik- inn áhuga á að fá að læra og sagði hún mér að þess vegna hefði hún „fengið“ að fara í barnaskóla aðeins átta ára gömul og var í barnaskólanum til tólf ára aldurs. Hún sagði mér að faðir sinn hefði aldrei gert neinn greinar- mun á þeim krökkunum og haft jafnt við þau öll. Þess vegna varð hún mjög hissa dag einn þegar hún kom heim með einkunnabókina sína og sýndi honum. Hann tók bókina, leit í hana, rétti síðan konu sinni og sagði: „Sjáðu kona, við gætum verið hreykin ef son- ur okkar hefði komið heim með svona einkunnabók“. Sigurlaug hafði gam- an af þessari bernskuminningu og síðar varð hún einn af þremur fulltrú- um Austfirðinga í stjórn Kvenrétt- indafélags Íslands. Að barnaskólanámi loknu tóku þær sig saman, Sigurlaug og systur henn- ar, héldu fund og í framhaldi af hon- um „kröfðust“ þær þess að fá að halda áfram námi. Þetta varð til þess að þær fengu allar að fara í Gagnfræða- skólann í Flensborg. Eftir það luku þær allar framhaldsnámi, sem var mjög sjaldgæft í þá daga og ekki síst í svona stórum barnahópi. Frá Görð- um í Flensborgarskólann var þriggja kortera gangur og þótti ekkert til- tökumál þó yfir vetrartímann væri. Allt var á sig leggjandi til að fá að læra. Ögmundur Sigurðsson var skólastjóri í Flensborg og kenndi Sig- urlaugu m.a. landafræði. Hann sagði þeim að þau skyldu muna það, að „þau hefðu ekki séð Ísland fyrr en þau hefðu séð útsýnið af Almanna- skarði“. Hún sagðist nú ekkert hafa vitað hvar þetta Almannaskarð var, en komst að því síðar. Vegna veikinda síðasta veturinn í Flensborg gat Sig- urlaug ekki tekið lokaprófið, en gat ekki hugsað sér að fara aftur í skól- ann með „næsta bekk á eftir“. Hún fékk því leyfi til að taka inntökupróf í fjórða bekk Kvennaskólans í Reykja- vík og náði því. Og lauk síðan námi frá þeim skóla. Hugur hennar stefndi alltaf til þess að læra hjúkrun og þegar námi lauk í Kvennaskólanum var undirbúningur hafinn að stofnun Hjúkrunarkvenna- skóla Íslands. Hún tók sér því frí frá námi í nokkurn tíma og innritaðist í fyrsta árganginn í Hjúkrunarkvenna- skólanum árið 1930, þá nýlega orðin tvítug, en það var aldurstakmarkið í skólann. Fyrsta árið í námi var hún á Akureyri og var það strangur vetur. Unnið var með náminu og var byrjað klukkan sex á morgnana. Frí var í eina og hálfa klukkustund á dag og hálfan dag í viku. Lært var á kvöldin. Þær fengu frítt fæði og húsnæði og 25 krónur í laun á mánuði. Í febrúar árið 1931 var skólinn síðan fluttur til Reykjavíkur, á Landspítalann sem hóf starfsemi um áramótin 1930–1931 og var því í mótun. Þann vetur hækk- uðu launin í 30 krónur á mánuði og síðan upp í 50 krónur síðasta vetur- inn. Sigurlaug útskrifaðist síðan með fyrsta árganginum úr Hjúkrunar- kvennaskóla Íslands vorið 1933. Hún hafði alltaf mikinn áhuga á að læra tungumál, sérstaklega ensku og frönsku. Síðasta veturinn í Hjúkrun- arkvennaskólanum hugsaði hún með sér að hún hefði getað lifað af 30 krón- um á mánuði árið áður og ákvað því að sér væri engin vorkunn þennan síðasta vetur. Tók hún því tuttugu krónur á mánuði og fór fyrir þær í frönskunám. Í apríl árið 1933 tók hún sér far ásamt vinkonu sinni með norska skip- inu Lýru til Bergen í Noregi en þær stöllur höfðu fengið vinnu á spítala í Englandi. Fyrst tóku þær sér tíma og ferðuðust um Norðurlönd og suður til Þýskalands, en því næst sigldu þær yfir til Glasgow og fóru þaðan til Birmingham þar sem þær unnu á General-sjúkrahúsinu í nokkra mán- uði, en þar tók Sigurlaug barnahjúkr- un sem sérnám. Hinn 1. desember 1933 fór Sigurlaug yfir til Belgíu og vann í nokkra mánuði í Bruggmann- sjúkrahúsinu í Brüssel og tók spítala- stjórnun sem sérnám. Þá tók heimþráin að gera vart við sig, en eins og Sigurlaug sagði „átti Ísland hana“. Hún saknaði landsins afskaplega mikið og tók þá ákvörðun að fara heim aftur. Eftir að heim kom vann hún í nokk- ur ár á Hvítabandinu og einnig á rönt- gendeild Landspítalans. Á þessum tíma kynntist hún verð- andi eiginmanni sínum, Skafta Bene- diktssyni frá Hlíð í Lóni. Þau keyptu síðan jörðina Hraunkot í Lóni og hófu þar búskap árið 1937. Guðlaug, systir Skafta, var hjá þeim í heimili. Árið 1955 tóku þau að sér Friðrik, syst- urson Skafta, sem flutti til þeirra ásamt föður sínum, Friðriki Jónssyni frá Eskifirði, en Kristín kona Friðriks lést langt fyrir aldur fram. Á fyrstu búskaparárunum í Hraun- koti var unnið hörðum höndum við uppbyggingu og ræktun. Þá var Lón- ið nokkuð afskekkt sveit og Almanna- skarðið oft ófært í langan tíma yfir veturinn. Það kom sér því vel fyrir héraðslækninn á Höfn að hafa mann- eskju eins og Sigurlaugu sem gat að- stoðað í veikindum í sveitinni og hafði lyf sem hún gat notað ef nauðsyn bar til. Sigurlaug var annáluð fyrir gest- risni og myndarskap í heimilishaldi. Mikill gestagangur var alla tíð í Hraunkoti og til minningar um það eru fjölmargar gestabækur á heim- ilinu sem ritað hefur verið í á mörgum tungumálum. Sigurlaug hafði mikla ánægju af ræktun og þau hjónin komu sér upp fallegum garði við bæinn, sem margir hafa notið að skoða í gegnum árin. Sigurlaug pantaði líka fræ víða að úr heiminum og var í mörgum blóma- og fræklúbbum í gegnum árin. Sigurlaug var skáldmælt, en fór dult með það. Þegar hún kom á Skjól- garð sagði hún mér að hún hefði að- eins fengist við að „hnoða saman vís- um“ og í framhaldi af því fór hún með heilu ljóðabálkana fyrir mig, sem margur hefði getað verið stoltur af. Mörg sumardvalarbörn voru árum saman í Hraunkoti, en Sigurlaug sagði að þau myndu hafa verið hátt í þrjátíu talsins. Sum dvöldu þar í mörg sumur og heilu systkinahóparn- ir voru búnir að dvelja hjá þeim hjón- um. Sigurlaug starfaði mikið að fé- lagsmálum innan sýslu og utan. Eins og áður sagði var hún einn af þremur fulltrúum Austfirðinga í stjórn Kven- réttindafélags Íslands. Þá var hún lengi í Kvenfélaginu í Lóni og um tíma formaður Kvenfélagasambands Austur-Skaftafellssýslu. Í því félagi var hún einn aðalhvatamaðurinn að stofnun fæðingarheimilis fyrir sýsl- una, sem staðsett var á Höfn. Í fram- haldi af því var Elli- og hjúkrunar- heimili Austur-Skaftafellssýslu stofnað, sem síðar hlaut nafnið Skjól- garður. Þá var hún lengi í sóknar- nefnd Stafafellskirkju og um tíma formaður. Hún var organisti í Stafa- fellskirkju í 56 ár, með tveggja ára hléi. Þá var hún formaður sjúkrasam- lagsins árin 1953 til 1973. Sigurlaug var mikil hannyrðakona og eftir hana liggja mikil listaverk á því sviði. Hún saumaði líka mikið eftir að hún kom á Skjólgarð og lét sig ekki muna um að panta sér handavinnu frá útlöndum ef hún sá eitthvað fallegt í pöntunarlistunum. Fyrst og síðast var Sigurlaug hjúkrunarkona af guðs náð. Hún fylgdist ótrúlega vel með öllum nýj- ungum á því sviði og ekki síst með þeim genarannsóknum sem nú eru efst á baugi. Hún las mikið af erlend- um tímaritum um læknavísindi og hafði mikinn áhuga á öllu í því sam- bandi. Sigurlaug var einstaklega ljúf og jákvæð manneskja sem öllum vildi gott gera og hjálpa. Hún var langt á undan sinni samtíð með svo marga hluti. Það er mikill heiður að hafa fengið að kynnast henni og umgang- ast í hátt í fimmtíu ár. Ég mun aldrei gleyma síðustu sólarhringunum hennar á Skjólgarði og allri þeirri vin- semd og hlýju sem starfsfólkið þar sýndi henni og okkur báðum. Það var ómetanlegt fyrir hana og talaði hún oft um það hve mikils virði það væri fyrir okkur Hornfirðinga að hafa þessa stofnun í heimabyggð með öllu þessu yndislega starfsfólki. Í dag verður útför Sigurlaugar gerð frá Stafafellskirkju í Lóni, hennar gömlu heimasveit. Minningin um merka, greinda og mikilhæfa konu lifir um ókomna tíma. Hún hélt skýrri hugsun til hinstu stundar og mundi atburði langrar og viðburðaríkrar ævi í smá- atriðum. Ég mun sakna hennar og fæ aldrei þakkað henni allt sem hún gaf mér í gegnum tíðina. Guð blessi Sig- urlaugu Árnadóttur. Agnes Ingvarsdóttir. Nú er langt um liðið síðan ung og glæsileg kona fluttist hingað í sýsluna og gerðist bóndakona í Hraunkoti í Lóni. Þótt glæsileikinn og heimsborg- arabragurinn yrði það sem sveitung- arnir veittu líklega fyrst athygli í fari hennar, kom fljótt í ljós að þessi „gestur“ var mjög hæfileikaríkur á margan máta. Sigurlaugu kynntist ég ekki fyrr en ég fluttist hingað í sýsluna eftir 1970. Frændsemi konu minnar við Skafta í Hraunkoti varð líklega til þess að við hjónin áttum fleiri ferðir en ella heim að Hraunkoti næstu árin. Einnig komum við oft til kirkjulegra athafna í litlu sóknarkirkjunni að Stafafelli, en þar var Sigurlaug jafnan organisti. Þegar ég hugsa til heiðurskonunn- ar Sigurlaugar í Hraunkoti frá liðnum árum, held ég að mér verði minnis- stæðast haustkvöld þar í stofunni er hún spilaði fallegt sálmalag á orgelið, en fyrir og eftir var grafarþögn að öðru leyti en því að slagklukkan á veggnum minnti á að tíminn stendur ekki kyrr. Eftir að heilsu Sigurlaugar fór að hraka svo, að hún varð að dveljast hér á hjúkrunarheimilinu, gerðum við hjónin henni heimsókn við og við. Á milli þess sem konurnar ræddu um hannyrðir og nýjasta verkefnið á því sviði í höndum Sigurlaugar, var rætt um flest milli himins og jarðar. Fyrst þá gerði ég mér fyllilega grein fyrir hve þekking hennar á málefnum fjær og nær, bæði í tíma og rúmi, var yf- irgripsmikil. Ef menn halda að svona heimsóknir séu einkum til dægra- styttingar fyrir vistmanninn, þá átti það ekki við í þessu tilfelli. Það var Sigurlaug sem oft á tíðum jós af nægtabrunni þekkingar og reynslu svo unun var á að hlýða. Nú á kveðjustund veit ég með vissu að sá hópur er stór, sem hugsar með hlýju og þakklæti til alls þess, sem Sigurlaug áorkaði til góðs á farsælli ævi. Hvað t.d. um þann stóra hóp „sumarbarna“, sem dvalist höfðu í Hraunkoti á liðnum áratugum, sum ár eftir ár? Og hvað um heimilisfólkið á Skjólgarði frá liðnum árum? Hver var í broddi fylkingar þegar barist var fyrir stofnun dvalar- og hjúkrun- arheimilis hér á sínum tíma? En stór er sá hópur samferðafólks hennar, sem farinn er á undan yfir Móðuna miklu. Og ef ég má leyfa mér að bregða ævintýrablæ á háalvarlegan hlut, þá sé ég fyrir mér, að hennar bíða mörg hlý handtök og blessunar- orð handan grafar. En það mega ekki allir hlutir mæla. Blómskrúðið í lystigarðinum í Hraun- koti lætur sem ekkert sé, en ber áfram vitni um eigandann. Og hvað t.d. um litlu sóknarkirkjuna á Stafa- felli, þar sem Sigurlaug var organisti í áratugi? Hver var það sem kom í veg fyrir, á sínum tíma, að hún yrði aflögð og rifin til grunna? Svona mætti áfram telja. Þegar svo kistan er borin þar fram og út, fer vel á því að menn og mál- leysingjar sameinist í þögn. Það var einkenni á gifturíku ævistarfi hús- freyjunnar í Hraunkoti, að berja ekki bumbur. Ég votta öllum ættingjum hennar og vinum samúð mína. Heimir Þór Gíslason. Fleiri minningargreinar um Sig- urlaugu Árnadóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.