Morgunblaðið - 06.07.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.07.2002, Blaðsíða 14
SUÐURNES 14 LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ LJÓSANÓTT, menningarhátíð Reykjanesbæjar, verður haldin dagana 5. til 8. september í haust. Að þessu sinni stendur hún yfir í fjóra daga þótt hápunktur hátíð- arinnar verði eins og áður á laug- ardagskvöldi. Björk Guðjónsdóttir, forseti bæj- arstjórnar, opnaði heimasíðu Ljósanætur, www.ljosanott.is, með formlegum hætti í gær við athöfn í Skútanum, helli við smábátahöfn- ina í Keflavík. Þar kynnti und- irbúningsnefnd hátíðarinnar meg- inefni dagskrár. Þegar er búið að skrá 30 viðburði og fleiri eiga eft- ir að bætast við. Að sögn Stein- þórs Jónssonar, formanns und- irbúningsnefndar, verða á dagskránni flest sömu atriði og áður og fjöldi nýrra bætist við. Með því að hafa hátíðina frá fimmtudegi til sunnudags sé hægt að koma fleiri og tímafrekari at- riðum á dagskrána. Á heimasíð- unni er opinn hugmyndabanki enda segir Steinþór að það meg- ineinkenni hátíðarinnar verði að haldast að þetta sé hátíð íbúanna, með framlagi þeirra sjálfra. Steinþór segir að nú verði lagt meira í markaðssetningu Ljósa- nætur sem stórs atburðar á lands- vísu. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Ólafur Kjartansson, forstöðumaður MOA, grillaði pylsur í Skútanum í Keflavík á meðan Björk Guðjónsdóttir opnaði heimasíðu Ljósanætur. Ljósanótt stendur yfir í fjóra daga Reykjanesbær „VIÐ höfum sótt í okkur veðrið á inn- anlandsmarkaði. Það hefur bjargað ferðaþjónustunni á Reykjanesi í vet- ur, eftir samdráttinn sem varð í kjöl- far atburðanna í Bandaríkjunum í haust og við verðum að halda áfram sókninni,“ segir Johan D. Jónsson, ferðamálafulltrúi Suðurnesja. Ferðamálasamtök Suðurnesja boð- uðu til kynningarfundar í Minjasafni Slysavarnafélags Íslands í Garði í gær en það er eitt best varðveitta leyndarmálið í safnamálum í landinu, samkvæmt orðum Kristjáns Pálsson- ar, formanns samtakanna. Kristján og félagar hans kynntu það sem Suð- urnesin hafa að bjóða ferðafólki, sér- staklega nýjungar og þá starfsemi sem er einstök á landsvísu og jafnvel heimsvísu. Nefndi Kristján sérstak- lega þrennt í því sambandi, Bláa lón- ið, Go-kart-brautina í Njarðvík og brúna milli Evrópu og Ameríku sem nýlega var vígð skammt frá Reykja- nesvita. 15% samdráttur í aðsókn Fram kom hjá Önnu Gunnhildi Sverrisdóttur, rekstrarstjóra Bláa lónsins, að tæplega 15% samdráttur hefði verið í aðsókn að baðstaðnum frá áramótum. Aðsóknin væri þó að aukast og júnímánuður hefði verið lít- ið lakari en sami mánuður á síðasta ári. Steinþór Jónsson, hótelstjóri á Hótel Keflavík, hafði aðra sögu að segja varðandi gistinguna, sagði að aukning hefði verið hjá sér það sem af væri ári. Þá kom fram að byggð hefði verið upp fjölbreyttari gisting, með fleiri mótelum og gistiheimilum, auk gistingar í sumarhúsum á Þórodds- stöðum í Sandgerði. Mesti vaxtarbroddurinn í ferða- mennsku á Suðurnesjum á síðustu ár- um hefur tengst hvalaskoðunarferð- um. Talsverð breyting hefur orðið á því sviði því tveir af þeim þremur stóru bátum sem voru með hvala- skoðunarferðir af Suðurnesjum eru nú gerðir út frá höfnum á höfuðborg- arsvæðinu og hefur það sett nokkurt strik í reikninginn, að sögn Johans. En hann segir að menn séu staðráðn- ir í að standa vörð um starfsemi Moby Dick sem enn er gerður út til hvala- skoðunar frá Keflavík enda sé styst á hvalamiðin frá höfnum á Suðurnesj- um. Helga Ingimundardóttir, sem gerir út Moby Dick, gat þess að þótt samdráttur hefði orðið í hvalaskoðun hefði aldrei verið eins mikið af höfr- ungum og sérstaklega stórhvelum á miðunum frá því þessi starfsemi hófst. Johan D. segir að ferðaþjónustan á Reykjanesi hafi vaxið ár frá ári síð- ustu tíu árin, með einhverju nýju á hverju ári, og sé orðin að alvöru at- vinnugrein. Hann segir mikilvægt að halda þannig áfram. Leggur áherslu á að næst þurfi að leggja svokallaðan Ósabotnaveg, milli Sandgerðis og Hafna, til að mynda nýjan ferða- mannahring á Reykjanesi og einnig Suðurstrandarveg til að tengja betur saman Suðurnes og Suðurland. Ann- ars sé hætt við að stöðnun verði í ferðaþjónustu á svæðunum því Reykjavík sem allt miðaðist nú við gæti orðið að flöskuhálsi. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Ferðaþjónustufólk á Reykjanesi kynnti starfsemi sína í Minjasafni Slysavarnafélags Íslands í Garðinum. Sækja fram á inn- anlandsmarkaði Reykjanes Ferðamálasamtök Suðurnesja kynna ferðaþjónustu ÞESSAR vikur er unnið að upp- byggingu vegar norður frá Kröflu- stöð og að Víti. Við efnisflutninga eru meðal annars notaðar svo- nefndar búkollur sem eru mjög öfl- ug og afkastamikil tæki. Ein slík varð fyrir hemlabilun á leið ofan Rauðhólsbrekku sem er brattari en almennt gerist á vegum landsins. Má teljast mikil mildi að ökumaður slasaðist ekki mjög alvarlega að tal- ið er. Búkolla hentist fram af snar- bröttum vegkantinum en var enn á hjólum er hún stöðvaðist á jafnsléttu enda plægði hún landið undir sig. Umrædd vegagerð er erfið í brattri brekkunni og gildir það bæði gagnvart vegagerðarmönnum sem og ferðamönnum á meðan bundið slitlag er ekki komið á veginn. Áætl- að er að leggja á veginn eftir rúma viku og verður þá kominn góður vegur norður Hlíðardal og alla leið að mjög vinsælum ferðamannastöð- um við Víti og Leirhnjúk samtals um 9 km. Landsvirkjun hefur lagt fé til þessarar vegagerðar, en mjög þung umferð ferðamanna er þar allt sum- arið. Búkolla varð bremsulaus Morgunblaðið/BFH Undir brekku stendur Búkolla en bílar af ýmsum stærðum glíma við brekkuna. Mývatnssveit VEÐRIÐ lék við knattspyrnu- hetjurnar í gær sem þátt taka í Pollamóti Þórs og Esso-móti KA á Akureyri þessa dagana. Á Polla- móti Þórs eru það knattspyrnu- menn sem komnir eru af léttasta skeiðinu sem etja kappi og eru konurnar farnar á láta þar vel til sín taka. Á síðasta ári mættu að- eins tvö kvennalið til leiks en að þessu sinni eru þau sjö og á þeim eflaust eftir að fjölga enn frekar í náinni framtíð. Karlarnir eru þó í miklum meirihluta en alls taka tæplega 70 lið þátt í mótinu. Leik- ið var langt fram á kvöld í gær og strax í morgun hófst keppni á nýj- an leik. Leikið er í þremur deild- um, Ljónynjudeild kvenna 25 ára og eldri, Polladeild karla 30–40 ára og Lávarðadeild karla 40 ára og eldri. Mótinu lýkur í kvöld, með lokahófi og verðlaunaafhend- ingu við Hamar. Stelpurnar í Þórsliðinu í léttri upphitun fyrir leik. Morgunblaðið/Kristján Það var hart barist í leik KA og no name en stelpurnar sýndu fína takta. Veðrið lék við knatt- spyrnuhetjurnar ÞESS verður minnst með ýmsu móti á morgun, sunnudag, að hinn 1. júlí sl. voru 40 ár liðin frá vígslu Reykja- hlíðarkirkju. Guðsþjónusta með alt- arisgöngu hefst kl. 14 en að henni lokinni verður kirkjugestum boðið að staldra við í anddyri kirkjunnar og þiggja þar veitingar í boði safn- aðarins. Í tilefni vígsluafmælisins opnar Sólveig Illugadóttir myndlistarkona málverkasýningu í anddyri kirkj- unnar eftir athöfnina. Nýtt póstkort hefur verið gefið út með mynd kirkj- unnar og sömuleiðis minningarkort, sem verða til sýnis í kirkjunni. Vígsluafmæli Reykjahlíðarkirkju Mývatnssveit AKUREYRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.