Morgunblaðið - 06.07.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.07.2002, Blaðsíða 41
MESSUR Á MORGUN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2002 41 ÁSKIRKJA: Vegna sumarleyfa starfsfólks Áskirkju er bent á guðsþjónustur í ná- grannakirkjunum. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Fermdur verður Andri Óttarsson, búsettur í Bandaríkjunum, með aðsetur í Skeiðarvogi 39. Organisti Kári Þormar. Pálmi Matthías- son. DÓMKIRKJAN: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson prédikar. Dóm- kórinn syngur. Organisti Marteinn H. Frið- riksson. Ef veður leyfir fer hluti guðsþjón- ustunnar fram utan dyra. VIÐEYJARKIRKJA: Messa kl. 14. Þema: Lífsfögnuður. Sönghópur úr Dómkórnum syngur, Marteinn H. Friðriksson leikur á orgelið. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson pré- dikar og þjónar fyrir altari. Bátsferð kl. 13.30 úr Klettsvör í Sundahöfn. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Altaris- ganga. Sr. Hreinn S. Hákonarson messar. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Sr. Ólafur Jóhanns- son. GRUND, dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðsþjónusta kl. 11 (Ath. breyttan tíma). Prestur sr. Baldur Rafn Sigurðsson. Organ- isti Kjartan Ólafsson. Sönghópur aldraðra af Grund og úr Njarðvíkum leiðir söng. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Fé- lagar úr Mótettukór syngja. Sr. Sigurður Pálsson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Helga Soffía Kon- ráðsdóttir. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Messa kl. 11. Valgerður Guðrún Guðnadóttir syngur einsöng. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Guðný Ein- arsdóttir. Félagar úr Kór Langholtskirkju syngja. Kaffisopi eftir messu. LAUGARNESKIRKJA: Fullorðinsfræðsla kl. 19. Samvinna um prédikun, þar sem sr. Bjarni Karlsson leiður umræður um prédik- unarefni dagsins úr Matt. 28.18–20. Sum- armessa kl. 20, þar sem gert er ráð fyrir öll- um aldri. Geirlaugur Sigurbjörnsson annast barnagæslu meðan á prédikun og altaris- göngu stendur. Kór Laugarneskirkju leiðir safnaðarsöng undir stjórn Gunnars Gunn- arssonar. Sr. Bjarni Karlsson þjónar og meðhjálpari er Sigurbjörn Þorkelsson. Messukaffi Sigríðar Finnbogadóttur bíður svo allra í safnaðarheimilinu. NESKIRKJA: Messa kl. 11. Kór Neskirkju syngur. Organisti Reynir Jónasson. Prestur sr. Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Gönguguðs- þjónusta kl. 11. Gengið verður frá Seltjarn- arneskirkju um nesið. Helgistund verður í kirkjunni fyrir göngu. Göngunni lýkur með bæn og fararblessun. Verið öll hjartanlega velkomin. Arna Grétarsdóttir, æskulýðs- fulltrúi. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Messa kl. 11. Fermdur verður Davíð Sigurðsson, búsettur í Danmörku. Tónlist verður í umsjón Önnu Sigríðar Helgadóttur og Karls Möllers ásamt kór Fríkirkjunnar. Þetta verður síð- asta sunnudagsmessa fyrir sumarleyfi starfsfólks. Reglulegt guðsþjónustuhald hefst aftur um miðjan ágústmánuð. Nánar auglýst síðar. Kirkjan verður samt sem áð- ur opin fyrir kirkjulegar athafnir í allt sumar, einnig verður hægt að ná í safnaðarprest sem áður. Safnaðarstarf Fríkirkjunnar, Hjörtur Magni Jóhannsson. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Félagar úr kór Árbæjarkirkju leiða sönginn. Organisti Gróa Hreinsdóttir. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Kirkjan verður lokuð vegna sumarleyfa starfsfólks til 10. ágúst. Bent er á guðsþjónustur í öðrum kirkjum prófastsdæmisins. DIGRANESKIRKJA: Kvöldmessa kl. 20.30. Prestur sr. Magnús B. Björnsson. Gospelbandið Upendo leikur undir söng og flytur nokkur lög. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Kirkjan verður lokuð vegna sumarleyfa starfsfólks til 10. ágúst. Bent er á guðsþjónustur í öðrum kirkjum prófastsdæmisins. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari. Fermd verða: Pétur Rafn Jóns- son, Hellusundi 3, Reykjavík og Kristín Gígja Gísladóttir, Aðalstræti 9, Reykjavík. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti: Est- er Ólafsdóttir. Tónleikar kl. 21. „Söngvar vorsins.“ Kammerkór tónlistardeildar Ála- borgarháskóla. Stjórnandi: Morgens Dahl. Allir velkomnir, aðgangur ókeypis. HJALLAKIRKJA: Guðsþjónustur falla niður fyrstu tvo sunnudagana í júlí vegna áfram- haldandi sumarleyfa starfsfólks. Bent er á guðsþjónustur í öðrum kirkjum Kópavogs. Bænastundir eru áfram á þriðjudögum kl. 18. Sr. Íris Kristjánsdóttir. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Félagar úr kór Kópavogskirkju syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti Julian Hewl- ett. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 20. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar. Organisti er Gróa Hreinsdóttir. Altarisganga. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Samkoma kl. 20. Mikil lofgjörð og fyrirbænir. Kristbjörg Gísladóttir prédikar. FÍLADELFÍA: Brauðsbrotning kl. 11. Ræðu- maður Þorsteinn Óskarsson. Almenn sam- koma kl. 20. Ræðumaður G. Theodór Birg- isson. Lofgjörðarhópur Fíladelfíu syngur. Allir hjartanlega velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Bænastund sunnu- dag kl. 19.30. Hjálpræðissamkoma kl. 20 í umsjón majóranna Elsabetar Daníelsdótt- ur og Lic Astri Krötö. KEFAS, Vatnsendabletti 601: Samkoma sunnudag kl. 14. Helga R. Ármannsdóttir talar. Bænastund fyrir samkomu kl. 13.30. Lofgjörð og fyrirbænir. Barnagæsla fyrir 1–7 ára börn. Þriðjud.: Bænastund kl. 20.30. Miðvikud.: Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Mikil lofgjörð og Orð Guðs rætt. Allir velkomnir. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Samkoma kl. 17. Ragnhildur Ásgeirsdóttir talar. Allir hjartanlega velkomnir. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík – Kristskirkja í Landakoti, dóm- kirkja og basilíka: Sunnudaga: Hámessa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18. Alla virka daga: Messa kl. 18. Reykjavík – Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11. Laugardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30 Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 16. Miðvikudaga kl. 20. Hafnarfjörður – Jósefskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Frá júlí til september fell- ur messan á miðvikudögum kl. 18.30 nið- ur. Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 8.30. Virka daga: Messa kl. 8. Keflavík – Barbörukapella: Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14. Fimmtudaga: Skriftir kl. 19.30. Bænastund kl. 20. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Laugardaga: Messa kl. 18.30. Sunnudaga: Messa kl. 10. Ísafjörður: Sunnudaga: Messa kl. 11. Flateyri: Laugardaga: Messa kl. 18. Bolungarvík: Sunnudaga kl. 16. Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl. 19. Akureyri, Kaþólska kirkjan: Péturskirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga: Messa kl. 18. Sunnudaga: Messa kl. 11. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Kl. 11 hefst Goslokamessa í Landakirkju. Gengið að krossinum í Eldfelli og þaðan niður í Stafkirkju með reglulegri áningu, sálmum og guðsorði. Rúta keyrir frá kirkjunni þá sem ekki treysta sér til að ganga. Organisti og kórstjóri er Michelle Gaskell, félagar úr lúðrasveitinni spila undir sálmum, prestur er séra Bára Friðriksdóttir. Að messu lok- inni veitir húsmóðir Landakirkju kaffi og snúða við Stafkirkjuvegg. Allir sem unna fagurri náttúru og messugjörð eru hvattir að fjölmenna, klæddir eftir veðri. GARÐASÓKN: Ath.ath. breytt tímasetning í júlí og fram í seinnipart ágúst. Kvöldguðs- þjónustur til skiptis í Garðakirkju og Vídal- ínskirkju. Guðsþjónusta verður í Garðakirkju á sunnu- dagskvöldið kl. 20:30. Kór kirkjunnar leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti: Kári Þormar. Við athöfnina þjónar sr.Hans Mark- ús Hafsteinsson. Mætum vel og eigum góða stund með Guði að kvöldi dags. Prestarnir. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Natalía Chow. Prestur sr. Gunnþór Þ. Ingason. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Sumar- guðsþjónusta sunnudagskvöld kl. 20. Prestur sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir. Kirkjukór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Úlriks Ólasonar. Allir velkomnir. Sóknarprestur. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudag kl. 20. Ath. breyttan tíma. Org- anisti kirkjunnar Natalía Chow leiðir al- mennan söng. Sóknarprestur. SELFOSSKIRKJA: Messa sunnudag kl. 11. Léttur hádegisverður að messu lokinni. Morguntíð sungin þriðjudag til föstudags kl. 10. Kaffisopi að henni lokinni. Foreldra- samvera miðvikudag kl. 11. Sóknarprest- ur. HVERAGERÐISKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Jón Ragnarsson. STRANDARKIRKJA í Selvogi: Guðsþjón- usta kl. 14. Jón Ragnarsson. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa sunnu- dag kl. 17. Í messunni syngur Hljómeykið verk frá sumartónleikum helgarinnar. Sókn- arprestur. AKUREYRARKIRKJA: Sumartónleikar kl. 17. Tritonus-kórinn frá Danmörku. Stjórn- andi John Høbye. Aðgangur ókeypis. Kvöld- messa kl. 20.30. Sr. Jóna Lísa Þorsteins- dóttir. Tritonus-kórinn tekur þátt í messunni. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju leiða almennan söng. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. GLERÁRKIRKJA: Kvöldhelgistund verður í kirkjunni kl. 21 sunnudag. HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Sunnu- dagur: Kl. 10.30 bæn, kl. 20 almenn sam- koma. Ræðumaður Jón Viðar Guðlaugs- son. Allir hjartanlega velkomnir. STÆRRI-ÁRSKÓGSSÓKN: Helgistund sunnudag kl. 14 í trjáreitnum Brúarhvammi á Árskógsströnd. EGILSSTAÐAKIRKJA: Messa kl. 11. Org- anisti Jón Ólafur Sigurðsson. Mánudagur 8. júlí: Kyrrðarstund kl. 18. Sóknarprestur. EIRÍKSSTAÐAKIRKJA: Messa sunnudag kl. 14. Sóknarpresturinn, sr. Lára G. Odds- dóttir, prédikar og þjónar fyrir altari. Org- anisti er Kristján Gissurarson og félagar úr kór eldri borgara á Egilsstöðum syngja. Allir velkomnir. Guðspjall dagsins: Réttlæti faríseanna. (Matt. 5). FRÉTTIR Rangt verð á Colorado- draumnum Í fréttatilkynningu frá PP-forlagi, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, um útkomu bókarinnar Colorado- draumurinn er að finna rangar upp- lýsingar um verð bókarinnar. Bókin kostar 2.480 krónur en ekki 1.250 krónur eins og stóð í fréttatilkynn- ingunni. Rangar upplýsingar um fjárfestingar í Svíþjóð Í grein minni „Íslensk fyrirtækja- kaup í Svíþjóð“ sem birtist í Morg- unblaðinu 4. júlí fullyrti ég að „frá árinu 1990 til 1998 voru engar fjár- festingar gerðar í Svíþjóð þar til Bakkavör tók stökkið árið 1999 og keypti upp fyrirtæki sem var þrisvar sinnum stærra.“ Þetta er ekki alls- kostar rétt þar sem Eimskipafélag Íslands keypti fyrirtækið Anderson Shipping AB í Helsingborg árið 1997. Þeir hjá Anderson Shipping höfðu lengi verið umboðsmenn Eim- skips í Helsingborg og þekktu þeir vel til hvers annars. Félagið var með um 35 starfsmenn og rak fjölþætta flutningastarfsemi. Í ársbyrjun 2000 var skipt um nafn á félaginu og er það nú rekið undir nafninu Eimskip Transport AB., ásamt skrifstofu í Gautaborg. Félagið er enn í fullum rekstri en nokkur breyting hefur verið gerð á rekstrinum þar sem skip Eimskips hafa ekki lengur viðkomu í Helsingborg heldur aðeins í Gauta- borg. Höfundur biður velvirðingar á þessum mistökum. Róbert Ferdinandsson LEIÐRÉTT Í DAG, 7. júlí, eru liðin áttatíu ár frá stofnun fyrsta kvenskátafélags á Ís- landi en þá höfðu skátafélög ætluð drengjum starfað í áratug. Skátafé- lag KFUK eins og það nefndist var stofnað 7. júlí 1922 og töldust stofn- félagar 9 en urðu fyrr en varði 17 talsins. Kvenskátafélagið var eins og nafn- ið bendir til stofnað innan vébanda KFUK. „Fyrsta æfing í skátafélagi KFUK var 8. júlí kl. 81⁄2 í húsi KFUM við Amtmannsstíg. Frk. Gertrud Nielsen, skátaforingi frá Danmörku, var viðstödd og hjálpaði með tilsögn- ina. Hún áminnti stúlkurnar um hlýðni og sýndi þeim skátakveðjurn- ar o.s.frv. svo var þeim sett fyrir að kunna tvo sálma og koma með stopp- aðan sokk og festa tölu (sem þær hefðu sjálfar gjört) á næstu æfingu. Frk. Nielsen endaði með bæn og svo var sungið,“ segir í fundargerð fyrsta fundar íslenskra kvenskáta. Skátafélag KFUK hélt fyrsta landsmót kvenskáta í Hafnarskógi 4.–11. júlí árið 1927, en því næst af- mælismót á 10 ára afmælinu árið 1932. Var mótið þá haldið við Langá í landi Ánabrekku. Félagið stóð fyrir landsmótum bæði árið 1937 og 1938. Þetta fyrsta kvenskátafélag dafnaði vel og árið 1926 voru tvær sveitir inn- an félagsins auk kvenskátasveitar í Hafnarfirði sem Else M. Nielsen og Elín Jóhannesdóttir stjórnuðu. Skátafélag KFUK gerðist stofn- félagi alþjóðasamtaka kvenskáta, World Association of Girl Guides and Girl Scouts, árið 1928 á fyrsta al- þjóðaþingi samtakanna í Ungverja- landi. Skátafélag KFUK tók síðar upp nýtt nafn, Kvenskátafélag Reykja- víkur, og er það félag ásamt Skátafé- lagi Reykjavíkur fyrirrennari núver- andi skátafélaga í Reykjavík. Skátahreyfingin fagnar einnig 90 ára afmæli skátastarfs á Íslandi á þessu ári, því 2. nóvember 1912 var stofnfundur Skátafélags Reykjavík- ur haldinn. Á afmælisári verður margt gert til hátíðarbrigða og verða viðamestu hátíðahöldin á Landsmóti skáta sem hefst á Hömrum við Akureyri 16. júlí nk. og standa mun í átta daga. Um- gjörð mótsins er sótt í þjóðsagnaarf- inn og leika skátar í vikutíma við álfa og tröll. Landsmót skáta 2002 mun verða 12. stærsta bæjarfélag lands- ins meðan á því stendur. Um mjög viðamikla framkvæmd er að ræða og má áætla að í undirbúning og fram- kvæmd mótsins fari um 45.000 vinnustundir eða um 23 ársverk. Sem dæmi um umfangið má nefna að mótið framreiðir rúmlega 11.000 málsverði daglega. Búist er við að mótið sæki þegar allt er talið um 6.000 þátttakendur og gestir, þar af rúmlega 800 erlendir skátar. For- eldrum, eldri skátum og öðrum áhugasömum gefst kostur á að dvelja í fjölskyldubúðum mótsins, hvort heldur er eina nótt eða allan mótstímann, og er reiknað með mikl- um fjölda fjölskyldna þar. Þá er sér- stakur heimsóknadagur laugardag- inn 20. júlí. Kallast hann Vættadagur og er öllum heimill aðgangur gegn vægu gjaldi en dagurinn endar með gríðarstórum varðeldi um kvöldið. Haldið upp á 80 ára afmæli kvenskátastarfs á Íslandi Þessi mynd birtist í umfjöllun frá skátamóti á Þingvöllum ár- ið 1938. Textinn með myndinni er einfaldlega „Skátastúlkurn- ar fjórar að matseld“. Myndin er fengin úr úrklippusafni Os- valds Kratsch. Kristján Heiðarsson, matreiðslu- maður í veiðihúsi Víðidalsár, sagði í samtali í gærdag að aðeins tveir laxar hefðu veiðst í gærmorgun og þá hefðu alls verið komnir 34 á þurrt. Þrír stað- ir eru drýgstir, Kerfossinn í Fitjá og Dalsárós og Ármót í aðalánni. Enn er allur þorri laxins 10 til 12 pund og smálax sést varla enn. Síðasta holl fékk átta laxa á átta stangir á þremur dögum. Aðrar fregnir Mjög líka sögu er að segja frá Mið- fjarðará og Vatnsdalsá, einhver reyt- ingur af laxi en ekkert afgerandi og lítið eða ekkert af smálaxi enn sem komið er. Blanda er komin yfir 100 laxa og er það langskásta útkoman úr norð- lenskri á í sumar. Þar eru menn farnir að sjá smálax í bland við boltafiskinn. Nokkrir fiskar hafa veiðst í Laxá á Refasveit. Morgunblaðið/Einar Falur Sigurður Árni Sigurðsson og Magnús Ásgeirsson vaða yfir Brunná. Rofar lítið til nyrðra ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? ÞAÐ er lítið að rofa til í laxveiðiám nyrðra nú um stundir og menn hafa að mestu gefist upp á því að stórlax komi seint og um síðir. Hinn 10. júlí er stórstreymt og þá vona menn að smá- lax fari að ganga til að hleypa lífi í veiðiskapinn. Hjá Róbert Brink í Vökuholti feng- ust þær upplýsingar að enn væri allt við það sama í Laxá í Aðaldal, lítil veiði og nær allt sem veiðist kemur neðan úr Æðarfossum og Kvíslinni. Í gærdag voru aðeins 65 laxar komnir á land og fjórir höfðu veiðst um morg- uninn, allir á neðsta svæðinu. Aðeins fimm laxar hafa veiðst ofan Æðar- fossa. Áin er enn í kaldara lagi. ÞRIÐJA þemanámskeið hjá Karuna hefst næsta mánudag, 8. júlí, kl. 20– 21 og verður þriðjudags- og miðviku- dagskvöld á sama tíma. Hugleiðsla fyrir alla heitir þetta námskeið og mun Gen Nyingpo kenna hvernig hægt er að koma sér upp reglulegri og áhrifaríkri hug- leiðsluiðkun. Hentar sérstaklega vel þeim sem hafa haft áhuga á hug- leiðslu en ekki vitað hvernig eigi að koma sér af stað, segir í fréttatil- kynningu. Hvert skipti er sjálfstæð eining og kostar kr. 800 en kr. 2.000 fyrir öll þrjú skiptin. Atvinnulausir, nemar og öryrkjar greiða kr. 500/1.200. Hugleiðsla hjá Karuna NÚ ERU aðeins nokkrar vikur í að Þjóðhátíð í Eyjum 2002 verði sett, en eins og undanfarna áratugi verður ein stærsta útihátíð landsins haldin í Vestmannaeyjum um verslunar- mannahelgina. Á Þjóðhátíð í ár leika hljómsveit- irnar Land og synir, Í svörtum föt- um, Hljómar, Á móti sól og Írafár fyrir hátíðargesti og einnig verður boðið upp á fasta liði eins og brenn- una, flugeldasýningu, brekkusöng- inn og barnadagskrá fyrir yngstu gestina. Forsala á þessa skemmtun er haf- in og er fólk hvatt til að tryggja sér miða í tíma, þar sem allir farkostir hafa verið fullnýttir undanfarin ár og búast má við að fljótlega fyllist í margar ferðir. Hægt er kaupa sér pakkaferðir hjá Flugfélagi Íslands, Reykjavíkurflugvelli, hjá Flugfélagi Vestmannaeyja og einnig hjá BSÍ, kjósi fólk að fara með Herjólfi, en byrjað verður að selja pakkaferðir í Herjólf mánudaginn 8. júlí. Einnig eru aðgöngumiðar á Þjóðhátíð seldir í öllum verslunum 10–11. Coca-Cola og SS eru helstu bakhjarlar Þjóðhá- tíðar 2002, segir í fréttatilkynningu. Forsala hafin á Þjóðhátíð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.