Morgunblaðið - 06.07.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.07.2002, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2002 27 EITT AF ÞVÍ sem hefur áhrif á hvort ungt fólk tekur ákvörðun um að setjast aftur að á æsku- stöðvum sínum að loknu námi eru góðar æskuminningar. Góð- ur aðbúnaður að ungu fólki eins og tekist hefur að skapa í kaffi- og menningarhúsi ungs fólks á aldrinum 16 til 20 ára í Gamla apótekinu á Ísa- firði á sinn þátt í að skapa slíkar minningar. Eins og nafnið gefur til kynna var lengst af rek- in lyfjaverslun í húsinu, þ.e. um 90 ára skeið. Eftir að lyfjaverslunin lagði upp laupana árið 1994 stóð húsið svo autt þar til núverandi starf- semi var hrint af stokkunum árið 2000. Sigríður Schram, forstöðumaður Gamla apó- teksins, segir að í grófum dráttum sé hlutverk Gamla apóteksins tvíþætt. „Annars vegar að skapa vettvang fyrir ungt fólk til að koma saman og eiga notalega samverustund. Gamla apótekið breytist úr venjulegu kaffihúsi í samkomustað ungs fólks á aldrinum 16 til 20 ára á kvöldin. Unga fólkið kemur hingað til að hanga með vinum sínum, fara í „pool“, horfa á sjón- varpið eða myndbönd. Öðru hverju er boðið upp á sérstaka dag- skrá fyrir þennan ald- urshóp. Á vegum Gamla apóteksins hafa verið haldnir trúaba- dor-tónleikar, farið í kajakferðir og áfram er hægt að telja. Hins vegar,“ segir Sigríður, „snýst hlut- verk Gamla apóteksins um að efla frumkvæði ungs fólks á svæðinu. Ungt fólk getur komið hingað með hugmynd- ir og fengið aðstoð við að hrinda þeim í fram- kvæmd. Íslandsleik- húsið er gott dæmi um verkefni af því tagi. Nítján ára strák tókst með aðstoð Gamla apó- teksins að koma á sam- vinnu sex sveitarfélaga á landinu um farand- leikhús ungs fólks síð- asta sumar. Hvert sveitarfélag lagði til 2 unglinga og ferðaðist hópurinn ásamt að- stoðarfólki á milli sveitarfélaganna sex með leiksýningu við ágætar undirtektir. Ís- landsleikhúsið fékk hæsta styrk Menning- arborgasjóðs sumarið 2001 og var aftur styrkt af ýmsum aðil- um til að halda úti starfseminni í sumar. Annað dæmi er starfsemin í risinu. Nokkrir strákar af svæðinu fengu aðstoð frá Gamla apótekinu við að standa þar fyrir útvarpsrekstri fyrir Skutulsfjarðarsvæðið. Nokkur bílskúrsbönd hafa innréttað æfinga- herbergi í kjallara hússins o.s.frv.“ Nýjasta hugmyndin snýr að tímaritaútgáfu. „Nýlega komu til mín nokkrir strákar sem voru að ljúka 10. bekk og óskuðu eftir aðstoð við út- gáfu tímarits. Þeir voru reyndar búnir að leita eftir tilboðum í prentverkið og safna auglýsing- um til útgáfunnar en voru að velta því fyrir sér hvert yrði næsta skrefið,“ segir Sigríður og bæt- ir við að Gamla apótekið muni að sjálfsögðu að- stoða strákana eftir fremsta megni. „Við styðj- um við heilbrigða unglingamenningu, þ.e. vímuefnalausa. Eins og flestir eru búnir að átta sig á er heilbrigt og öflugt félagsstarf líka öfl- ugasta forvörnin“ Hjá Sigríði kemur í ljós að Gamla apótekið er sprottið upp af grasrótinni. „Hugmyndin fékk ákaflega jákvæð viðbrögð í upphafi. Margir voru því tilbúnir til að taka þátt í að hrinda henni í framkvæmd á sínum tíma. Við teljum að Gamla apótekið sé ómissandi í samfélaginu hér þótt við þurfum enn tíma til að þróa starfið og festa það betur í sessi. Ákveðin vísbending um jákvæðan árangur Gamla apóteksins er að svipaðri starf- semi hefur verið hleypt af stokkunum í öðrum bæjarfélögum, t.d. á Sauðárkróki og Akranesi. Nú síðast bárust okkur fyrirspurnir um starf- semina frá Vestmannaeyjum. Við teljum því að næsta skrefið hljóti að vera að tryggja fjárhags- legt öryggi rekstrarins með styrk frá ríki og sveitarfélagi. Umræður um slíkan stuðning standa einmitt yfir núna og fá vonandi farsælan endi til að Gamla apótekið líði ekki undir lok.“ „Ég er mjög ánægð með að Gamla apótekið skuli vera venjulegt kaffihús opið öllum almenn- ingi á daginn. Með því móti er komin ákveðin tenging við foreldra unga fólksins og aðra bæj- arbúa. Unga fólkið getur líka „droppað“ inn eftir skóla á daginn,“ segir Sigríður og er bara nokk- uð ánægð með þátttöku unga fólksins á svæðinu. „Við njótum auðvitað góðs af öflugu starfi fé- lagsmiðstöðvar fyrir yngri krakkana. Þeir færa sig yfir í Gamla apótekið. Engu að síður er nauð- synlegt að vera reglulega með einhverja gulrót, t.d. eru tónlistaruppákomur alltaf vinsælar. Ungt fólk á svæðinu kemur t.a.m. gjarnan með gítarinn sinn. Góð mæting var á kosningafund fyrir sveitarstjórnarkosning- arnar, fræðslufund með Ólafi Tynes um ástandið í Palestínu og áfram væri hægt að telja.“ Gamla apótekið er sam- starfi við Fjölmenningar- setrið á Vestfjörðum um verkefni á sviði fjölmenn- ingar. „Við deilum með okkur hollenskum sjálf- boðaliða á vegum áætlun- arinnar Ungt fólk í Evr- ópu. Verkefni sjálfboða- liðans Stefans Van Nierop er að safna saman gagn- legum upplýsingum fyrir innflytjendur og annað ungt fólk af erlendu bergið brotið á Vestfjörðum, t.d. í tengslum við vinnu, stéttarfélag, ökuleyfi, áfengisnotkun, refsingar, þunganir, mæðraeftirlit og heilbrigðisþjónustu almennt. Satt að segja nær upplýsingaöflunin yfir allar hugsanlegar spurningar fólks á aldr- inum 16 til 20 ára um íslenskt samfélag,“ segir Sigríður og tekur fram að til að nálgast tak- markið hafi verið ákveðið að leita til ungmenna á svæðinu. „Fyrsta skrefið fólst í því að Stefan efndi til eins konar hugarflæðisfundar með strák frá gömlu Júgóslvaíu og stelpu frá Pól- landi um hverju þyrfti helst að svara. Þau spurðu síðan vini sína um hvað þeir hefðu viljað vita o.s.frv. Þannig kom t.a.m. upp úr dúrnum að safna þyrfti upplýsingum um trúmál o.fl.“ Hvernig verður upplýsingunum síðan komið á framfæri? „Ég myndi vilja koma upplýsingun- um á framfæri á netinu og helst á ensku, pólsku og serbnesku og króatísku,“ segir Sigríður og lætur engan bilbug á sér finna. „Við verðum að vera bjartsýn og líta fram á við. Gamla apótekið er þess virði!“ Gamalt apótek í nýju hlutverki FÓLK Eftir Önnu Gunnhildi Ólafsdóttur ago@mbl.is GAMLA APÓTEKIÐ á Ísafirði. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns SIGRÍÐUR SCHRAM tyllir sér á tröppurnar á Gamla apótekinu. Ungt fólk getur komið hingað með hugmyndir og fengið aðstoð við að hrinda þeim í framkvæmd. x x x Mikil saga, reynsla, viðskiptavild og fjármunir eru í húfi, hvort heldur litið er til Landsbanka Íslands eða Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis. Framtíðarhagur þessara fjár- málafyrirtækja ræðst mjög af því, hvernig tekst að rækta traustið, sem þau hafa áunnið sér og því verði ekki spillt með sviptingum um eignarhald og stjórnendur. Þess vegna er mikilvægt að vel takist til við svar einkavæðinganefndar til þeirra, sem bjóða í Landsbankann, og einnig við að finna frið- samlega, löglega leið frá átökunum um SPRON. Snemma árs 2000 kom mörgum á óvart, þegar tilkynnt var um sameiningu Íslandsbanka og FBA. Fréttir höfðu verið um hugsanlegan samruna Landsbanka og Íslandsbanka en þegar bankaráð Landsbankans frétti af samruna keppinautarins Ís- landsbanka við FBA brást ráðið við með tillögu um, að Bún- aðarbanki og Landsbanki sameinuðust. Í október 2000 ákvað ríkisstjórnin, að unnið skyldi að samruna þessara tveggja rík- isbanka, enda stæðist það samkeppnislög. Tveimur mánuðum eftir að ríkisstjórnin tók ákvörðun sína hnekkti samkeppnis- ráð henni. Setji fjármálaeftirlitið strik í reikning þeirra, sem nú reyna að ná undirtökunum í SPRON með tilstyrk Búnaðarbankans, yrði það ekki í fyrsta sinn, sem opinber eftirlitsaðili hindraði samruna fjármálastofnana með vísan til landslaga. Reynslan hefði átt að kenna fjárfestunum fimm og stjórnendum Bún- aðarbankans, að gott er að hafa vaðið fyrir neðan sig og skýr- ar lagalegar forsendur, áður en lagt er til atlögu af þessu tagi. Umræður á vettvangi Búnaðarbankans um samruna hans við aðrar fjármálastofnanir hefðu einnig átt að minna á nauðsyn þess að nálgast viðfangsefnið af nærgætni og virðingu, en stjórnendur og starfsmenn SPRON telja sótt að sér af óvild og fjandskap. Telji fjármálaeftirlitið heimilt að nálgast stofnfjáreigendur sparisjóða með þeim hætti, sem fjárfestarnir fimm hafa gert með stuðningi Búnaðarbankans, hlýtur stjórn SPRON að bregðast skjótt við þeirri niðurstöðu. Er líklegt, að þá verði fleiri um hituna en þeir, sem nú bjóða stofnfjáreigendum gull og græna skóga í skjóli Búnaðarbankans. Að óreyndu hefði mátt ætla, að menn slíðruðu sverð sín, á meðan beðið er niðurstöðu fjármálaeftirlitsins um lögmætar leiðir. Átökin harðna frekar með gagnkvæmum ásökunum. Hvað sem þeim líður er ástæða að missa ekki sjónar á þeirri staðreynd, að löggjafinn ákvað, að hér væri rými fyrir spari- sjóði með sérkennum þeirra, þótt þeir breyttust í hlutafélög. Björn Bjarnason, sem gegndi starfi aðstoðarritstjóra Morgunblaðsins á árunum 1984–1991 og var áður blaðamaður um árabil, mun framvegis rita fastar greinar í blaðið, er birtast munu á laugardögum. hámarki keypt 20 nú metið á 34.740 með lögum. Með menningarnir 138.960 firverð – er yfirverðið 0 bréf. nfjáreigendum gerð li, sem fundurinn sam- RON í hlutafélag. Jón fyrrverandi borgarrit- maður, fór af ná- g Guðmundur Hauks- ra vöknuðu ekki óðu þeir einhuga að s steig stjórn SPRON r til sérstakra kynn- sem síðan var frest- erið kynnt óskuðu llögur fyrir hann, sem kom hún til móts við reytt og hann aug- breytingatillögur fyr- um lögmæti tilboðs ans og málskotið eiddi til þess að fund- hvatamenn að stofn- s árið 1932, eða fyrir u bakhjarlar sjóðsins tofnfjáreigendum, en óðsins takmarkast við inn var fyrst til húsa á an að Skólavörðustíg hans, árið 1982, sem PRON vaxið jafnt og ð frjálsræði í starfsemi ans og lagt rækt við og einstaklings- ans er meðal annars shæfni sína á ábyrgu s í starfi, ávinnur sér úrskarandi lipra og stofnun sem lætur sér borgarsvæðinu þar SPRON er framsækið lt leiðandi á mark- ast af eigin rammleik RON stefnir að því að slandi. N bjorn@centrum.is num sæki a að sögn t meira fé róunarríki einnig er andi bók- rð. Aðeins r bækur á aba en til kir fimm íkin verja u sinni til msvarandi Og aðeins ota Netið, rabalönd- ahara sem mi. eind rrverandi Jórdaníu, k 18 mán- unni væri m úrbætur d og lýst framtíðarsýn. Löggjöf takmarkar mjög réttindi kvenna í flestum ríkj- unum, víða hafa þær ekki kosninga- rétt, mega ekki gegna opinberum embættum eða fá lán til að stofna eigin fyrirtæki. „Því miður nýta arabaþjóðirnar ekki nema að litlu leyti sköpunargáfu og framleiðslu- mátt helmings borgaranna í löndun- um,“ segir í skýrslunni. En ekki er ástandið alslæmt, til dæmis er sár fátækt og ójöfnuður í kjörum hlutfallslega minni í araba- löndum en öðrum þróuunarlöndum. Hefðir íslams mæla fyrir um ölmus- ur til nauðstaddra og skýrir það að nokkru hve fáa skortir brýnustu lífs- nauðsynjar. „Fátækt og ójöfnuður hafa minnkað mikið í arabaheimin- um á 20. öldinni og ríkin geta haldið áfram á þeirri braut á 21. öld,“ segir í skýrslunni. Og ungbarnadauði hefur minnkað um tvo þriðju síðustu þrjá áratugina, lífslíkur hafa aukist um 15 ár, að sögn The Economist. Tímaritið segir að Jórdanía hafi lengi verið talin í hópi framfarasinn- aðra arabalanda. En síðustu tvö árin hafi Abdullah konungur gefið út fjöl- margar bráðabirgðatilskipanir með ígildi laga og sé þar kveðið á um bann við fundum án leyfis stjórn- valda og fleiri skorður á mannrétt- indum. Einnig geti stjórnvöld nú fangelsað blaðamenn fyrir að „sá fræjum haturs“ og þingið hafi einnig verið leyst upp. Eftir hryðjuverkin 11. september hafi stjórnvöld í mörgum arabaríkjum notað tæki- færið og heft enn frekar mannrétt- indi og lýðræði með baráttuna gegn hryðjuverkum að yfirskini. The Economist veltir fyrir sér ástæðum þess að löndum araba hef- ur hrakað svo mjög. Bent er á að eft- ir síðari heimsstyrjöld hafi öll orka manna farið í að losna undan beinu og óbeinu valdi evrópskra stórvelda og athyglin beint að þjóðernisstefnu og rétti þjóða. Fáir hafi velt fyrir sér réttindum einstaklinga. Innlendir ráðamenn hafi eftir brottför ný- lenduveldanna tekið upp miðstýring- aráráttu gömlu herranna og föður- lega umhyggju þeirra, Anwar Sadat Egyptalandsforseti ávarpaði að jafn- aði þjóðina með orðunum „börnin mín“. Og deilan endalausa við Ísr- aela varpaði skugga á allt stjórn- mála- og efnahagslíf svæðisins. En tímaritið segir að höfundar skýrslunnar forðist að taka á einu viðkvæmasta málinu: Íslamskir vís- indamenn fyrri alda hafi ekki látið andstöðu klerka við gagnrýna hugs- un og uppgötvanir aftra sér um of en nú sé annað upp á teningnum. Samfélög arabaríkja nútímans séu stöðnuð vegna íslams sem leggi áherslu á hefðir og hlýðni við yfir- völd, ótta við klofning og vantrú á að hægt sé að höndla þekkingu annars staðar en í trúarritum. Reuters röðum múslíma og kristinna syngja um frið í mu í kirkju Jóhannesar skírara í Amman. kjon@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.