Morgunblaðið - 06.07.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.07.2002, Blaðsíða 24
NEYTENDUR 24 LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ VATNSVIRKINN ehf Ármúla 21 · Sími 533 2020 www.vatnsvirkinn.is BLANDARAR FYRIR NUDDPOTTA OG STURTUR 55 90 140 Heildsala - Smásala L/Min fyrir 6 sturtur L/Min fyrir 11 sturtur L/Min fyrir 25 sturtur www.sagamedica.com eykur orku, þrek og vellíðan N O N N I O G M A N N I | Y D D A N M 0 6 8 1 9 /s ia .i s Angelica Matthías Eggertsson, ritstjóri Freys: „Síðustu árin hefur dregið úr vinnuþreki mínu. Mér datt því í hug að reyna Angelicu jurtaveig. Fljótlega kom í ljós að með því að nota hana jókst þrek mitt áþreifanlega. Eftir nokkurn tíma komst ég upp á lag með að nota jurtaveigina einkum þegar mikið liggur við að þrek mitt dugi. Slík notkun hefur reynst mér vel.“ Angelica fæst í apótekum, heilsuvörubúðum og heilsuhornum matvöruverslana. bragðtegundir4 Krydd í grillveruna! Veldu þitt uppáhaldsbragð! Kryddsmjörið er ómissandi með grillkjötinu, bökuðu kartöflunni, grillaða kornstönglinum og hverju því sem þér dettur í hug ... N O N N I O G M A N N I I Y D D A / si a .i s / N M 0 6 6 5 2 SAMKEPPNISRÁÐ hefur úrskurð- að að fyrirtækið EJS brjóti gegn samkeppnislögum með því að setja skilmála um að ábyrgð á tölvum sem keyptar eru hjá fyrirtækinu nái ekki yfir hugbúnað. Svonefndur EULA- samningur sem fylgi hugbúnaði sem EJS hf. selur brjóti í bága við lögin en í samningnum er m.a. ákvæði um að ekki sé hægt að skila hugbúnaði eftir að honum hefur verið hlaðið inn í tölvu og að allt viðhald og gallar séu á ábyrgð neytenda. Þá komst ráðið að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið brjóti ekki gegn góðum viðskipta- háttum samkvæmt samkeppnislög- um með því að taka greiðslu fyrir flýtiþjónustu á viðgerð tölva sem eru í ábyrgð hjá fyrirtækinu. EJS mun áfrýja niðurstöðunni til úrskurðarnefndar samkeppnisráðs, að sögn Viðars Viðarssonar, fram- kvæmdatjóra EJS. „Af okkar hálfu er óframkvæmanlegt að taka á okk- ur ábyrgð á galla í hugbúnaði sem við erum milliliðir fyrir enda er það hvergi gert í heiminum.“ Hann segist telja niðurstöðuna byggða á misskilningi af hálfu Sam- keppnisstofnunar. „Hugbúnaður sem við erum milliliðir fyrir telst leigður út til viðskiptavina en ekki seldur og því falla slík viðskipti ekki undir lög um lausafjárkaup en Sam- keppnisstofnun byggir úrskurð sinn á þeim.“ Viðar segir að málið snerti hags- muni allrar atvinnugreinarinnar önnur fyrirtæki hafi sams konar skil- mála um hugbúnað sem þau eru milliliðir fyrir. „Við verðum að fá þessum úrskurði hnekkt. Ég leyfi mér að fullyrða að ekkert íslenskt fyrirtæki hefur burði til að fara eftir þessum úrskurði.“ Forsaga málsins er sú að Neyt- endasamtökin lögðu fram kvörtun við samkeppnisráð í október árið 2000 þar sem annars vegar var gerð athugasemd við að neytendum væri gert að greiða fyrir flýtiþjónustu og hins vegar að fyrirtækið firrti sig ábyrgð á tölvuhugbúnaði. Töldu samtökin að fyrrnefnda krafan bryti í bága við 20. gr. samkeppnislaga og hin síðarnefnda við 20. og 24. grein- ar. Niðurstaða samkeppnisráðs í máli EJS Óheimilt að firra sig ábyrgð á hugbúnaði KOMIÐ hefur í ljós að ein tegundsænskra dráttarkróka frá framleið- andanum Brink AS sem seld hefur verið með bíltegundunum Volvo, Saab, Volkswagen og Audi er gölluð, þannig að kerrur, hjólhýsi eða tjald- vagnar sem festir eru við bílinn geta losnað af þótt þau séu fest á krókinn á réttan hátt, að því er fram kemur í Aftenposten. Krókarnir sem um ræðir eru af tegundinni Brink G 3.0 með svokallaðri lausri kúlu og eru framleiddir á árunum 1998-2000 í Svíþjóð. Í Svíþjóð og Noregi hefur verið brugðið á það ráð að innkalla til skoðunar alla bíla af tegundunum fjórum sem gætu verið með gallaðan krók eftir að óhöpp áttu sér stað í Svíþjóð þar sem tjaldvagnar losnuðu frá bílum á ferð. Bílaumboðin þrjú sem selja bílteg- undirnar hér á landi hafa fengið upp- lýsingar um málið en tvö þeirra, Brimborg og Bílheimar, hafa selt umræddan tengibúnað með bílum sínum. Munu þau innkalla þá bíla til skoðunar sem gætu haft gallaða dráttarkróka. Hjá Bílheimum sem eru með umboð fyrir Saab bíla er um að ræða fjóra bíla hér á landi, að sögn Kristins Jóhannessonar, þjónustu- stjóra hjá Bílheimum. „Við höfum selt fjögur beisli af umræddri tegund og munu þessir viðskiptavinir verða beðnir um að koma í skoðun svo hægt verði að ganga úr skugga um hvort um þessa tegund er að ræða. Ef svo reynist vera verður búnaðin- um skipt út þeim að kostnaðarlausu.“ Brimborg sem hefur umboð fyrir Volvo, fékk öll gögn um málið frá Svíþjóð í dag og er um að ræða 8 dráttarkróka á Volvo bílum hér á landi, að sögn Sigurjóns Ólafssonar þjónustustjóra hjá Brimborg. „Búið er að finna flestalla eigendur þeirra bíla og verður haft samband við þá strax.“ Hann biður þá Volvo-eigend- ur sem eru með dráttarkrók með lausri kúlu, en eru ekki vissir um hvort þeirra dráttarkrókur falli und- ir þessa innköllun, að snúa sér án taf- ar til Brimborgar í Reykjavík eða á Akureyri. „Til að þekkja þessa gerð ber að hafa í huga að á henni er grænt handfang til að taka kúluna af, á henni er lykillæsing til að læsa henni og hringlaga merki sem segir til um hvort krókur er læstur eða ekki.“ Hekla sem hefur umboð fyrir Volkswagen og Audi hér á landi, hef- ur ekki selt búnað frá framleiðand- anum sem um ræðir, að sögn Finn- boga Eyjólfssonar, fulltrúa í Heklu. Galli í sænskum dráttarkrókum fyrir hjólhýsi og kerrur Bílaumboðin innkalla bíla með krókunum Morgunblaðið/Arnaldur Hér sést krókur fyrir tjaldvagn eða kerru af tegundinni Brink G 3.0 en komið hefur í ljós að þeir eru gallaðir. Krókar af sömu tegund geta þó litið öðruvísi út en sá sem hér sést á myndinni. Á að skræla epli og perur eða er óhætt að borða slíka ávexti með hýðinu á? „Við ráðleggjum fólki að skræla ávexti eins og epli og perur þar sem því verður komið við,“ segir Elín Guðmundsdóttir, forstöðu- maður matvælasviðs hjá Hollustu- vernd ríkisins. Hún segir leifar af varnarefnum eins og skordýraeitri sem úðað hefur verið á slíka ávexti geta verið á yfirborði þeirra. „En ef fólk er til dæmis á ferðalagi eða börn fá epli með sér í skólann á að vera nóg að skola þau vel með vatni og þurrka þau.“ Hvers vegna hækkaði seðilgjald á útsendum reikningum frá Húsa- smiðjunni um 50% í síðasta mán- uði? „Gjaldið var 150 kr. en við hækk- uðum það í 225 kr. svo við hefðum upp í kostnaðinn sem fylgir því að senda út reikningana,“ segir Árni Hauksson, fjármálastjóri Húsa- smiðjunnar. „Seðilgjaldið nú er svipað og hjá öðrum en telst þó í lægri kantinum.“ Árni bendir á að vipskiptavinir Húsasmiðjunnar geti sparað sér seðilgjaldið með því að skrá sig í netskil sem er birt- ingaþjónusta reikninga á Netinu en upplýsingar um það sé að finna á heimasíðu Húsasmiðjunnar. SPURT OG SVARAÐ UM NEYTENDAMÁL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.