Morgunblaðið - 06.07.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.07.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ GERT er ráð fyrir að ný ráðu- neytisbygging fyrir dóms- og kirkjumálaráðuneytið, umhverf- isráðuneytið og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið á stjórnarráðsreitnum við Sölvhóls- götu 9 til 11 í Reykjavík verði tekin í notkun í ársbyrjun 2005, en um er að ræða um 4.800 fer- metra byggingu á fjórum hæðum ásamt tveggja hæða bílakjallara. Nú eru samtals 103 starfsmenn í þessum ráðuneytum en gert er ráð fyrir að þeir verði 125 eftir þrjú ár. Alls bárust 25 tillögur í hönnunarsamkeppni um bygg- inguna og voru fjórar verðlaun- aðar. Fyrstu verðlaun hlutu arkitekt- arnir Bernhard Franken, Carsten Troja og Kirstin Fried frá Frank- en Architekten GmbH. Í nið- urstöðu dómnefndar segir m.a. að tillagan sé vel af hendi leyst, bæði hvað varðar útlit og innra fyr- irkomulag. „Útlit byggingarinnar er metnaðarfullt og efnisval utan og innan er áhugavert. Framsetn- ing tillögunnar er auðlesin og góð. Hugmyndafræði tillögunnar er spennandi og heilsteypt. Sam- eiginlegum svæðum og rými ráðuneytanna er vel fyrir komið.“ Önnur verðlaun hlutu Að- alsteinn Snorrason arkitekt, Björn Guðbrandsson arkitekt, Birgir Teitsson arkitekt, Gísli Gíslason arkitekt, Guðrún Ingv- arsdóttir arkitekt og Halldór Jón Karlsson byggingarfræðingur, hjá Arkís ehf. „Húsið er fallegt og hefur ró- legt en sterkt yfirbragð og vel mótað form. Aðkoma er skemmti- leg,“ segir m.a. í umsögn dóm- nefndar. Þriðju verðlaun hlutu Erik W. Nielsen, Arnar Þór Jónsson og Hallgrímur Þór Sigurðsson. „Áræðin og snjöll tillaga þar sem ráðuneytunum þremur er raðað lóðrétt í bygginguna. Útlit bygg- ingarinnar er frumlegt og heillandi, en framhlið Sölvhóls- götu 11 er haldið óbreyttri,“ segir m.a. í áliti dómnefndar. Tillaga Sigrúnar Birgisdóttur, AAdip, Cherie Yeo, RIBA, Mich- ele Ragozzino, RIBA, Simon Mol- esworth, RIBA, Marie-Pierre Vandeputte, Penny Tand, Marie Sundberg, Christopher Harts- horne og Kalle Soderman fékk sérstaka viðurkenningu, en í um- sögn dómnefndar segir m.a.: „At- hyglisverð tillaga sem er í senn áræðin og djarflega fram sett. Hugmyndafræðin sem tillagan byggist á er góð og það að setja skrifstofurýmin inn í „klettinn“ og í „skjöldinn“ er skemmtileg. Þá eru ýmis atriði tillögunnar vel hugsuð, sérstaklega eru sneið- myndir hússins áhugaverðar. Efn- isval er áhugavert. Fyrirkomulag á inngangi er gott.“ Dómnefndina skipuðu Skarphéðinn Steinarsson, skrifstofustjóri í forsætisráðu- neyti, sem jafnframt var for- maður, Reynir Kristinsson fram- kvæmdastjóri og Jóhanna Hansen verkfræðingur, tilnefnd af hálfu verkkaupa, og Steve Christer arkitekt og Ólafur Sigurðsson arkitekt, tilnefndir af hálfu Arkitektafélags Íslands. Ritari dómnefndar var Ásdís Ingþórsdóttir arkitekt og trún- aðarmaður samkeppninnar var Pétur Pétursson, starfsmaður Ríkiskaupa. Ráðgjafar dómnefndar voru Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneyt- isstjóri í heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneyti, Jón Thors, fyrrv. skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneyti, Þórður H. Ólafsson, skrifstofustjóri í um- hverfisráðuneyti, og Þórhallur Arason, skrifstofustjóri í fjár- málaráðuneyti. Kostnaðarmat tillagna annaðist vinnuhópur undir stjórn Þráins Sigurðssonar hjá Framkvæmda- sýslu ríkisins. Ný ráðuneytisbygging tekin í notkun 2005 „Áræðin og snjöll tillaga þar sem ráðuneytunum þremur er raðað lóð- rétt í bygginguna,“ segir í áliti um tillöguna sem varð í 3. sæti. „Húsið er fallegt og hefur rólegt en sterkt yfirbragð og vel mótað form,“ segir um tillöguna sem varð í 2. sæti. Um verðlaunatillöguna segir að hún sé vel af hendi leyst, bæði hvað varðar útlit og innra fyrirkomulag.                   FLUGLEIÐIR hf. hafa skorað á for- svarsmenn heimasíðunnar diet.is að hætta allri notkun á orðmerkjunum „vildarklúbbur“ og „Viðskiptamanna- klúbburinn“ sem og öðrum orðmerkj- um með forskeytinu „vildar-“ að því er fram kemur í bréfi sem lögmaður Flugleiða hefur sent forsvarsmönn- um diet.is. Í bréfi sem lögmaðurinn ritar kem- ur fram að tveimur forsvarsmönnum diet.is hafi ítrekað verið kynnt að Flugleiðir hafi lögvarðan rétt til vöru- merkisins „vildarklúbbur“ sem hafi sérstaklega verið skráð hjá Einka- leyfisstofu. Þá segir að sama eigi við um notkun orðmerkisins „Vildarvið- skiptamanna klúbburinn“ á diet.is enda sé þar um að ræða orðmerki sem svipar til orðsins „vildarklúbb- ur“. Vísað er í þessu sambandi til 4. gr. laga um vörumerki þar sem segir að aðrir en eigandi vörumerkis megi ekki heimildarlaust nota í atvinnu- starfsemi tákn sem séu lík vörumerki hans ef notkun taki til eins eða svip- aðrar vöru eða þjónustu og vöru- merkjarétturinn nær til og hætt er við ruglingi, þar með talið að tengsl séu með merkjunum. Á heimasíðu diet.is, sem er fyrir- tæki sem selur heilsu- og megrunar- vörur á Netinu, er „Vildarviðskipta- manna klúbburinn“ auglýstur og fólki boðið að kaupa sk. „vildarviðskipta- pakka“ sem inniheldur, auk nær- ingar- og snyrtivara, þjálfunarefni, bæklinga og myndbandsspólu, með afslætti. Segjast hafa lögvarðan rétt á vöru- merkinu UMHVERFISRÁÐHERRA, Siv Friðleifsdóttir, hefur staðfest úrskurð Skipulagsstofnunar um mat á um- hverfisáhrifum fyrirhugaðrar Vill- inganesvirkjunar í Skagafirði. Í úr- skurði Skipulagsstofnunar frá 24. október 2001 var fallist á allt að 33 MW Villinganesvirkjun í Skagafirði ásamt 132 kV háspennulínu frá virkj- un að byggðalínu með þremur skil- yrðum. Fyrsta skilyrðið var að lagður yrði hliðarlækur sem gerði virkjunina fiskgenga í samráði við veiðimála- stjóra. Annað skilyrðið var að tryggt yrði lágmarksrennsli um virkjunina í samráði við veiðimálastjóra. Og þriðja skilyrðið var að menningarminjar sem færu undir lón yrðu rannsakaðar og vegtenging og vinnubúðir í landi Tyrfingsstaða yrðu vel staðsettar í samráði við Fornleifavernd ríkisins. Umhverfsráðuneytinu bárust tíu kærur vegna fyrrgreinds úrskurðar Skipulagsstofnunar. Fram kemur í niðurstöðu umhverf- isráðuneytisins að ráðuneytið telur að fyrirhuguð framkvæmd, að teknu til- liti til þeirra skilyrða sem Skipulags- stofnun setti, muni ekki hafa umtals- verð umhverfisáhrif. „Er það því niðurstaða ráðuneytisins að staðfesta beri hinn kærða úrskurð með þeim breytingum að skilyrði 1 í úrskurði Skipulagsstofnunar orðist svo: Virkj- unin verði gerð fiskgeng með lagn- ingu hliðarlækjar eða á annan full- nægjandi hátt í samráði við veiðimálastjóra. Einnig bætist við nýtt svohljóðandi skilyrði: Fram- kvæmdaraðili skal vakta og fylgjast með breytingum á strandlínunni í samráði við Náttúrufræðistofnun Ís- lands eftir að virkjunarframkvæmdir eru hafnar.“ Umhverfisráðherra um Villinganesvirkjun Staðfestir úrskurð Skipulags- stofnunar ♦ ♦ ♦ Flugleiðir vilja einar fá að nota forskeytið „vildar-“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.