Morgunblaðið - 06.07.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.07.2002, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2002 31 Mönnunum er svo áfáttað þá dreymir án af-láts. Ýmist vilja þeirverða heilir og sannir eða vinna í lottó. Í ritum um sælu- ríki er byrjað á því að sníða agn- úana af öllum. Þá eiga þeir hægara með að vera góðir. Prófsteinninn er oft sameiginlegi sjóðurinn og sönn- unin er sú að enginn tekur meira en honum ber. Í jarðlífinu vekja alls- nægtir hins vegar einlæga græðgi og sönnustu græðgina vekur of- gnótt. Það ber ekki endilega að lasta því sumir geta varla sýnt ein- lægni með öðru móti. Mestu maurapúkarnir tala jafnvel um að safna í sjóð á himnum. Fjársjóðir þykja sem sagt eft- irsóknarverðir. Sá sem skilur gild- an sjóð eftir á almannafæri þarf aldrei að vitja hans aftur svo fremi sem almenningur hefur átt leið um. Þetta þykir eðlilegt. Það liggur í eðli fjársjóða. Þannig eiga þeir að vera. Þess vegna finnst mér íslenskan eiga svo bágt. Menn segja að hún sé fjársjóður. En hana má skilja eftir hvar sem er. Enginn beygir sig eft- ir orði. Stundum minnir íslenskan mig á gömlu innistæðuna mína í Spari- sjóði Bolungavíkur. Ég var orðinn lánardrottinn hálfs árs gamall. Mannsaldri seinna átti bankinn að borga út. Þá mátti ég þakka fyrir að vera ekki orðinn skuldunautur. Hún skyldi þó aldrei vera lífeyr- issjóður? Þá er víst best að hugsa sinn gang. Svo mikið er víst að líf þrífst ekki nema þar sem eyrir er. Kannski þeir finni eitthvað á sér sem vilja að við kaupum okkur við- bótartryggingu á ensku. – – – Stundum leggja menn inn óvart. Að hafa hönd í bagga með einhverju eða einhverjum þýðir að hjálpa upp á sakirnar. Hey var bundið í bagga og þeim snarað upp á hest. En bagginn var ekki nákvæmt mál. Þeir gátu hallast á hrossinu. Þá þurfti einhver að styðja við. Nú eru hestar leikföng og þorri þjóðarinnar hendir heyinu í ösku- tunnuna. En söm er hjálpsemin. Mönnum rennur blóðið til skyld- unnar ef þeir sjá bagga hallast á klakki. Og þaðan er komið orðtakið að hafa hund í bagga með e-u eða e-m. Þá velja menn einn mátulegan úr stóði misstórra hunda og troða honum í minni baggann til að halda jafnvægi. Nú á dögum er nýsköpun af þessu tagi kveðin niður með skynsamlegu viti. Ég sótti sunnudagaskóla í æsku. Það vildi mér til happs að ég var aldrei spurður hvort ég vildi síður fremja trúvillu eða málvillu. Þá var nefnilega svo komið, án þess að kirkjan vissi, að mun eilífari útskúf- un lá við frjálsum beygingum og persónulegri stafsetningu. Njáll á Bergþórshvoli lét segja sér ólíkleg tíðindi þrisvar. En þá trúði hann. Ef einhver hefði sagt mér að ég ætti eftir að meta rangt mál meira en rétt hefði ég trúað honum þeim mun verr sem hann hefði sagt það oftar. Nú er öld- in önnur og ég vinn við það að lesa yfir mig. (Rétt í þessu fréttist af dúxi í háskólanum. Barn- ið les 700 síður á dag. Ég mundi kasta mér á kné og biðja fyrir hon- um ef ég væri ekki rétt búinn að rífa liðþófa.) Þökk sé íþróttafrétta- manni fyrir orðtakið að hafa hönd í bakka með e-u. Ég sé fyrir mér þorrabakka. Ofan á flatbrauðinu liggur súrsuð lúka. Mætti jafnvel láta hana halda um hrútspunginn. – – – Að óreyndu hefði maður haldið að kólombískir skæruliðar virtu ekki nokkurn hlut nema Maríu mey og mömmu sína. En viti menn. „„Við getum ekki haldið í gíslingu þremur mönnum sem við skiljum ekki þeg- ar þeir tala,“ sagði Manuel Marul- anda, leiðtogi og stofnandi samtak- anna FARC.“ Hann var með þrjá Þjóðverja á fóðrum. Þarna skiptir málið máli. Tali gíslarnir ekki mannamál er þeim hent út. – – – Tíminn flýgur eða silast áfram, allt eftir því hvort við erum hjá tann- lækninum eða í austrænu nuddi. Svo mikið veit maður nú um af- stæðiskenninguna. Þó hnykkir manni við að fletta upp á orðinu sumar. „1 misseri, hálft ár, sex mánuðir.“ Er þetta skrifað af lær- brotnum knattspyrnumanni? Auðvitað gæti merkingin verið önnur. En hvað er þá gamalt kosn- ingaloforð að gera í orðabók Menn- ingarsjóðs? Hér gætir augljóslega misræmis, eins og segir í gömlum ritdómi. Söguhetjan var einfætt í fyrri part- inum en hljóp uppi ref í seinni part- inum. Ekkert nema einfættur refur hefði getað skýrt það misræmi. Hið óbærilega langa sumar er afsakað með stjörnufræði. Þetta óíslenskulega sumartal heldur áfram. Sumar 2 hin hlýrri af aðalárstíðunum tveim. Í þessu gæti þó verið sannleikskorn. „Hin kald- ari af aðalárstíðunum“ reynist vera vetur. Maður fer fyrst að kannast við sig þegar kemur að sumargleði. Þá er höfundur hættur í stjörnufræði. Enginn hefði lagt trúnað á „gleði sem stendur hálft árið“. Orðið reyn- ist þýða „gleði vegna sumars“. Á Ís- landi er beðið í ofvæni eftir hinni hlýrri af aðalárstíðunum allt frá því í september. En skýringin er lengri og svigarnir segja mikla sögu um aðra aðalárstíðina: „gleði vegna sumars (á sumri).“ Ekki er sopið kálið. Það er alkunna að sumardag- urinn fyrsti er ekki að sumarlagi frekar en flestir aðrir dagar. Sjálft sumarið, þ.e. sú árstíð sem maður verður sjaldnast úti, hefst ekki fyrr en löngu seinna. Hugsum okkur að fyrsta sunnudag eftir trínitatis bæri í raun og veru upp á sunnu- daginn sex vikum fyrir trínitatis. Ég hygg að flestir tækju því bara vel. Hitt getur ekki vakið annað en beiskju að hefja sólbaðsvertíðina opinberlega þegar enn er verið að bjarga fé úr fönn. Og hinir rauðvínslegnu vinir okkar eru þó í ullarnærfötum. Segja má að sumardagurinn fyrsti sé hátíðisdagur vonar og ótta. Kemur sumar eða ekki? Heitið er skemmtilega drýgindalegt. Þar er lofað tveimur öðrum að minnsta kosti. Sá seinni var um daginn. Gleðilegt sumar. Hvort viltu heldur, rangt mál eða dautt? asgeir@mbl.is ÍSLENSKT MÁL Eftir Ásgeir Ásgeirsson Í NÝJU fjölriti Haf- rannsóknastofnunar um nytjastofna og aflahorfur er línurit sem sýnir árlega neta- sókn þorsks árin 1991–2000. Í þessu riti er einnig að finna ár- lega nýliðun þorsks, en hana má marka af fjölda nýliðanna þegar þeir hafa náð þriggja ára aldri. Samhengi þessara þátta er athyglisvert því að fyrir því eru fiskifræðileg rök. Það er netaveiðin á hrygningarstöðum þorsksins sem herjar sérstaklega á stóra þorskinn sem er ráðandi um hrygninguna, nýliðunina. Skemmst er frá því að segja að þrátt fyrir þessi takmörkuðu gögn er samhengi netasóknar og nýlið- unar mjög náið. Svokölluð fylgni reynist 0,95, ef litið er á þriggja ára meðaltöl, en slík útjöfnun er nauðsynleg vegna til- viljanakenndra ára- skipta í nýliðuninni. Og bendingarnar sem ráða má af skýrslun- um og ýmsum öðrum athugunum eru þess- ar: 1) Árið 1991–1998 taldist nýliðunin vera að jafnaði 138 milljón- ir fiska, í samræmi við rúmlega 200 þúsund tonna ársafla með hóf- legri sókn. 2) Með því að auka netasóknina um svo sem 60–70 prósent frá því sem hún var 1991 eru líkur til að nýliðun þorsksins hrynji nærri gersamlega. 3) Með því að hætta netaveiðum líkt og Færeyingar hafa gert að mestu mætti auka nýliðun þorsks upp í svo sem 240 milljónir sem væri fullnægjandi til að ná meira en 300 þúsund tonna ársafla til lengdar, og síðar 400 þúsund tonn- um í langvinnu góðæri líkt og nú má heita að sé ríkjandi í sjónum. Það skal skýrt tekið fram að þetta eru aðeins bendingar sem hér er ekki ráðrúm til að rökstyðja frekar, og vafalaust er málið ekki heldur alveg svona einfalt. En þetta vísar í sömu átt og ýmis önn- ur vitneskja. Þess vegna eru bend- ingarnar tímabær viðvörun. Netaveiði og nýliðun þorsks Páll Bergþórsson Höfundur er veðurfræðingur og rithöfundur. Netaveiði Það er netaveiðin, segir Páll Bergþórsson, á hrygningarstöðum þorsksins sem herjar sérstaklega á stóra þorskinn. EINS og flestir vita snúast nútímastjórn- mál að miklu leyti um forgangsröðun. Verk- efnalistinn er botnlaus en bolmagn ríkisins til lausnar á þeim tak- markað. Listin er því að hagræða og velja svo ekki sé fjármagn að fara í verkefni sem bet- ur væri varið í annað. Tilveruréttur forseta- embættis Íslands er eitt þeirra mála sem Ís- lendingar hafa ekki verið á eitt sáttir um. Ekki verður þó emb- ættið dæmt hér af því hverjir því hafa gegnt, aðeins emb- ættið sjálft og mikilvægi þess ís- lensku þjóðinni. Embætti forseta Íslands er fyrst og fremst sameiningartákn þjóðar- innar. Þór Vilhjálmsson fyrrverandi hæstaréttardómari hefur fært rök fyrir því að forseti Íslands hafi, ólíkt því sem áður var haldið, ekki synj- unarvald um lög. Stöðuveitingar og aðrar stjórnarathafnir öðlast einnig gildi þótt forsetinn staðfesti þær ekki með undirskrift sinni. Auk þess hefur skapast fyrir því hefð að hann blandi sér ekki í ágreiningsmál sem til umræðu eru í þjóðfélaginu. Marg- ir mætir menn hafa rit- að greinar um vald for- setans og ábyrgð sem virðist mjög takmark- að. Þeir sem eru þeirra skoðunar að fleiri rök tali gegn tilveru emb- ættisins en með því bíða með eftirvæntingu eftir ritgerð Hannesar Hólmsteins Gissurar- sonar um forsetaemb- ættið. Hann hefur lýst skoðun sinni á að fjár- magninu sem í embætt- ið er varið væri mun betur varið í annað. Kostnaður við embætt- ið er nú yfir 131 milljón króna á ári. Mánaðarlaun forsetans, 1.417.628 kr, eru rúmlega tvöföld laun forsætisráðherra lýðveldisins sem gegnir ábyrgðarfyllstu stöðu stjórnsýslu ríkisins og tíföld laun kennara. Er þetta eðlilegt? Hannes Hólmsteinn og fleiri spá- menn hafa komist að þeirri niður- stöðu að embættið er táknræn tign- arstaða sem er í raun valdlaus. Í viðtali við sænskt blað lét Ólafur Ragnar Grímsson forseti hafa eftir sér: ,,Ef forseti tekur ekki þátt í þeim umræðum, sem snerta fólk, gæti það spurt: Hvaða tilgangi þjón- ar hann?“. En ef forsetinn hefur ekki meira vald en virðist, má ekki taka þátt í ágreiningsmálum þjóðarinnar, kostar rúmlega 131 milljón krónur á ári sem hefur verið að margfaldast undanfarin ár, er eðlilegt að fólk spyrji, rétt eins og forsetinn sjálfur: hvaða tilgangi þjónar hann þá? Sér- staklega ef auðveldlega væri hægt að færa þau verk sem forsetinn sinn- ir nú þegar á herðar annarra starfs- manna stjórnsýslunnar. Beinast liggur við að forseti Al- þingis taki við þeim skyldum sem eru nú á herðum forseta Íslands. Þar er staða sem bæði er táknræn og tignarleg svo ekki sé minnst á hversu margar milljónir væri hægt að veita í önnur brýnni verkefni sem ættu að vera mun hærra á forgangs- lista stjórnsýslu landsins en hið rán- dýra embætti forseta Íslands. Sem dæmi í heilbrigðiskerfið, mennta- kerfið og/eða önnur aðkallandi verk- efni. Hvaða tilgangi þjónar hann? Guðmundur Arnar Guðmundsson Höfundur er hag- og viðskipta- fræðinemi í Kanada. Forsetaembættið Beinast liggur við, segir Guðmundur Arnar Guðmundsson, að for- seti Alþingis taki við þeim skyldum sem eru nú á herðum forseta Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.