Morgunblaðið - 06.07.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.07.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞREMENNINGARNIR Björgólfur Thor Björgólfsson, Magnús Þor- steinsson og Björgólfur Guðmunds- son hafa ákveðið að draga til baka, að svo stöddu, ósk sína um viðræður við ríkissjóð um kaup á umtalsverðum hlut þess í Landsbanka Íslands hf. Fréttatilkynning þessa efnis var send út í gær eftir að tilkynnt var að einkavæðingarnefnd hefði verið falið að leita tilboða frá öðrum aðilum í eignarhlut ríkisins. Halldór Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra og starfandi viðskiptaráð- herra, sagðist í samtali við Morgun- blaðið í gær fagna þeim áhuga sem þremenningarnir sýndu á Lands- bankanum, enda sýndi það að um áhugaverðan fjárfestingarkost væri að ræða. Engu að síður hefði verið ákveðið að auglýsa eftir kauptilboð- um og opna fyrir að aðrir aðilar kæmu að málinu, að því er varðar Landsbankann og hugsanlega einnig Búnaðarbankann. „Við teljum mikilvægt að það skuli vera vaxandi áhugi á því að fjárfesta í bönkunum, enda hefur það verið stefnan að selja hlut ríkisins í þeim fyrir lok kjörtímabilsins. Stjórnarflokkarnir settu verklags- reglur um útboð og sölu ríkisfyrir- tækja 1996 og þar kemur skýrt fram að fyrirtæki sem stendur til að selja skuli ávallt auglýst almenningi til kaups, þannig að öllum sem áhuga hafa sé tryggður jafn réttur til að bjóða í þau. Síðan var ákveðið að leita eftir kjölfestufjárfesti í Landsbankann á ákveðnum forsendum sem gengu fyrst og fremst út það að fá þar til liðs erlendan banka eða fjármála- stofnun. Þetta tilboð sem nú hefur borist er ekki þess eðlis og þess vegna er nauðsynlegt, til þess að gæta jafnræðis, að opna fyrir það að aðrir aðilar komi til sögunnar hafi þeir áhuga á því.“ Viðbrögð þeirra eðlileg Halldór segir að þremenningun- um hafi verið boðið upp á könnunar- viðræður um málið enda sé áhugi á að ræða þessi mál af alvöru við þá. Hins vegar hafi þeim verið gert ljóst að ríkisstjórnin sé bundin af fyrr- nefndum reglum og muni fara eftir þeim. Hann segir að ríkisstjórnin sé sammála um þessa niðurstöðu og nú verði hafist handa við að semja aug- lýsingu þar sem ákveðin skilyrði verða sett og opnað fyrir það að allir áhugasamir aðilar geti komið að mál- inu. Um tilkynningu þremenninganna þess efnis að þeir muni draga sig tímabundið í hlé segir Halldór: „Mér finnst viðbrögð þeirra á margan hátt eðlileg vegna þess að það ferli sem framundan er skapar ákveðna óvissu og eðlilegt er þegar svo miklir fjármunir eru í húfi að þeir vilji hafa fast land undir fótum. Ég á hins vegar von á að áhugi þeirra sé enn fyrir hendi. Ríkisstjórnin gat ekki annað gert og við gerðum okkur alveg grein fyrir að svona gæti farið. Ég held að allt annað hefði orðið klúður. Við settum okkur ákveðnar leikreglur og verðum auðvitað einnig að fara eftir þeim.“ Eignarhlutur ríkissjóðs í Landsbanka Íslands Ákveðið að leita til- boða frá fleiri aðilum BJÖRGÓLFUR Thor Björgólfs- son, Magnús Þorsteinsson og Björgólfur Guðmundsson sendu í gær frá sér eftirfarandi yfirlýs- ingu vegna svars framkvæmda- nefndar um einkavæðingu við ósk þeirra um viðræður um kaup á kjölfestuhlut í Landsbanka Ís- lands hf.: „Eins og kunnugt er hefur HSBC-bankinn í London fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands verið með til sölumeðferðar kjölfestu- hlut í Landsbanka Íslands hf. frá því í júní á síðasta ári. Sú vinna bar ekki árangur. Þann 27. júní sl. sendu Björg- ólfur Thor Björgólfsson, Magnús Þorsteinsson og Björgólfur Guð- mundsson, f.h. íslensks eignar- haldsfélags, framkvæmdanefnd um einkavæðingu bréf, þar sem óskað var eftir viðræðum um við- skipti með kjölfestuhlut í Lands- banka Íslands hf. Svar hefur nú borist og þar segir meðal annars: Í framhaldi af bréfi yðar hefur ráðherranefnd um einkavæðingu ákveðið að fela framkvæmda- nefnd um einkavæðingu að taka upp könnunarviðræður við yður um hugmyndir yðar í framan- greindu bréfi. Jafnframt hefur verið ákveðið að birta auglýsingu og gefa öðrum sem áhuga kynnu að hafa á kaup- um á umtalsverðum hlut í Lands- banka Íslands kost á að gefa slíkt til kynna innan tiltekins tíma. Björgólfur Thor Björgólfsson, Magnús Þorsteinsson og Björg- ólfur Guðmundsson hafa ákveðið að draga ósk sína um viðræður til baka að svo stöddu. Ekki er hægt að setjast að samningaborði við einn aðila á meðan auglýst er eftir tilboðum frá öðrum í sama hlut. Eðlilegt er að bíða með viðræður þar til tilboðsfrestur rennur út. Rétt er að geta þess að fyrir al- þjóðlega fjárfesta geta forsendur viðskipta breyst dag frá degi. Vegna þeirra miklu lækkana sem orðið hafa á verðbréfamörkuðum heimsins síðustu daga geta ný kauptækifæri sífellt skotið upp kollinum. Bankavísitala Bretlands hefur til dæmis lækkað um 16% í íslenskum krónum talið frá því að auglýst var um sölu á fimmtungs- hlut í Landsbanka Íslands til al- mennings þann 28. maí sl. og gengi hlutabréfa í stærsta banka á Norðurlöndum, Nordea, hefur lækkað um 22% í íslenskum krón- um, en á sama tíma hefur gengi hlutabréfa í Landsbankanum hækkað um rúm 2%. Staða mála verður endurmetin þegar auglýstur tilboðsfrestur í hlut ríkisins í Landsbanka Íslands hf. rennur út. Þangað til hafa Björgólfur Thor Björgólfsson, Magnús Þorsteinsson og Björg- ólfur Guðmundsson ekkert frekar um málið að segja.“ Tilkynning þremenninganna Draga tilboð sitt til baka FRAMKVÆMDANEFND um einkavæðingu sendi í gær frá sér yfirlýsingu vegna hugsanlegrar sölu á hlutabréfum í Landsbank- anum til stofnfjárfesta. „Undanfarin misseri hefur ver- ið unnið að því markmiði ríkis- stjórnarinnar að selja hlut ríkisins í Landsbanka Íslands hf. og Bún- aðarbanka Íslands hf. Stefnt hef- ur verið að því að sölu þeirra ljúki á yfirstandandi kjörtímabili. Í júní 2001 var ákveðið í samráði við HSBC-bankann í London að leita að kjölfestufjárfesti í Landsbank- anum á grundvelli tiltekinna við- miðana. Í þessum áfanga var eink- um leitað að erlendu fjármála- fyrirtæki sem áhuga hefði á að gerast kjölfestufjárfestir í Lands- bankanum. Sú leit bar ekki árang- ur og því var í desember 2001 til- kynnt um frestun á sölukynningu til kjölfestufjárfestis í bankanum. Að mati sérfræðinga hafa mark- aðsaðstæður erlendis ekki breyst frá þeim tíma. Eignarhlutur ríkisins í bönkun- um tveimur hefur lækkað í mark- vissum skrefum að undanförnu, nú síðast með sameiningu Búnað- arbankans og Gildingar hf. og sölu á 20% hlut í Landsbankanum í gegnum viðskiptakerfi Verðbréfa- þings Íslands. Eignarhlutur ríkis- ins í Búnaðarbankanum er nú um 55% en í Landsbankanum rúm 48%. Unnið hefur verið að því að selja það sem ríkið á eftir í Lands- bankanum og Búnaðarbankanum um viðskiptakerfi Kauphallar Ís- lands. Jafnframt hefur þeirri leið verið haldið opinni í báðum bönk- unum að selja umtalsverðan hlut til eins aðila eða kjölfestufjárfest- is, hvorutveggja með það að markmiði að hagsmunir bankans, starfsmanna hans og viðskipta- manna verði sem best tryggðir. Framkvæmdanefnd um einka- væðingu hefur svo sem kunnugt er borist bréf frá Björgólfi Thor Björgólfssyni, Magnúsi Þor- steinssyni og Björgólfi Guð- mundssyni, þar sem óskað er eftir viðræðum við ríkissjóð um kaup á umtalsverðum hlut þess í Lands- banka Íslands hf. Um formlegt kauptilboð af þeirra hálfu er ekki að ræða. Ráðherranefnd um einkavæð- ingu hefur ákveðið að fela fram- kvæmdanefnd um einkavæðingu að taka upp könnunarviðræður við þremenningana um hugmynd- ir þeirra í framangreindu efni. Í beinum viðræðum við fjár- festa um kaup á eignarhlut rík- isins í bönkunum verður að gæta að jafnræði aðila. Slíkar viðræður verða því ekki teknar upp án þess að öðrum fjárfestum verði jafn- framt gefinn kostur á þátttöku í þess háttar ferli. Þetta hefur þre- menningunum verið kynnt með bréfi framkvæmdanefndar um einkavæðingu í dag. Því hefur ver- ið ákveðið að birta auglýsingu þar sem öðrum sem áhuga kynnu að hafa á kaupum verður gefinn kostur á að gefa slíkt til kynna innan tiltekins tíma. Með því að taka upp könnunar- viðræður við ofangreinda aðila er ríkisstjórnin að framfylgja þeirri stefnu að leita að kjölfestufjár- festum í bönkunum, það er fjár- festum sem vilja eiga umtalsverð- an hlut í bönkunum til lengri tíma og hafa möguleika á að veita bönk- unum framtíðar sóknarfæri og góða arðsemi. Reykjavík, 5. júlí 2002. Framkvæmdanefnd um einka- væðingu“ Tilkynning einkavæðingarnefndar um tilboð þremenninganna Auglýst eftir áhuga annarra MARGIR eru á faraldsfæti um helgina en fyrsta helgin í júlí er ein af helstu ferðahelgum sumarsins og fara ýmsar hátíðir fram víða um landið. Í Árnesi í Gnúpverjahreppi verð- ur í þriðja sinn haldin tónlistarhá- tíðin Undir bláhimni. Að sögn að- standenda hefst hátíðin um miðjan dag í dag og stendur fram á rauða- nótt. Fyrirkomulagið er þannig að hátíðargestir mæta með eigin hljóð- færi og svo fer fram samspil, en á staðnum verða hljómsveitir sem spila með fólki til að fá grunn að spilamennskunni. Um kvöldið verða svo haldnir útgáfutónleikar hljóm- sveitarinnar South River Band. Á Höfn í Hornafirði er í níunda sinn haldin svonefnd Humarhátíð, en hátíðin hefur með árunum fest sig vel í sessi og er búist við fjölda manns á Höfn nú um helgina. Í til- efni hátíðarinnar mun hafnarsvæð- ið iða af lífi alla helgina, þar verða útidansleikir, sölubásar og leiktæki fyrir börnin. Mikið verður sungið og spilað og þá fer fram fastur liður á Humarhátíð, heimsmeistaramótið í Hornafjarðarmanna. Harmonikkuhátíð á Ísafirði Harmonikkuhátíð er haldin á Ísa- firði um helgina, en hátíðin er hald- in á mismunandi stöðum um landið þriðja hvert ár. 14 af 19 harmon- ikkufélögum á landinu taka þátt í hátíðinni, að sögn Ásgeirs S. Sig- urðsonar, formanns Harmonikku- félags Vestfjarða. Hann segir að í gær hafi verið opnað á Ísafirði harmonikkusafn, og þar fari fram sýning á merku hljómplötusafni Sigurjóns Samúelssonar frá Hrafnabjörgum og kynningar á hljóðfærum verði haldnar á vegum hljóðfærainnflytjenda. Tónleikar og dansleikir og eru haldnir á há- tíðinni og kl. 17 í dag verða tón- leikar heiðursgesta hennar, þeirra Anniku Anderson og Lars Carlsson frá Svíþjóð. Í kvöld verður svo stór- dansleikur í íþróttahúsinu á Ísa- firði. Að sögn Ásgeirs er gert ráð fyrir að á bilinu 600 til 800 gestir verði á hátíðinni um helgina. Á Ólafsvík fara fram færeyskir dagar, fimmta árið í röð. Þorgrím- ur Ólafsson, einn skipuleggjenda daganna, segir að margt sé að ger- ast í tengslum við hátíðina, haldinn verði markaður með yfir 40 sölu- básum, boðið upp á leiktæki fyrir börn, Ómar Ragnarsson muni skemmta, sterkustu menn landsins sýna kraftlyftingar, danshópur frá Borgarnesi, Akranesi og Hvanneyri sýna þjóðdansa, og færeyskur kántrísöngvari muni troða upp. Há- punktur hátíðarinnar verði ball á laugardagskvöldið þar sem fær- eysk hljómsveit mun leika fyrir dansi. Segir Þorgrímur að búist sé við 7 til 8 þúsund manns til Ólafs- víkur á hátíðina, aðgangur sé ókeypis, nema á dansleikinn á laug- ardaginn, og einnig sé frítt á tjald- stæði bæjarins. Fjölgar um 3.000 manns á Akureyri um helgina Á Akureyri fer fram Esso-mót í knattspyrnu fyrir 5. flokk drengja en mótinu, sem hófst á miðvikudag, lýkur í kvöld. Það er íþróttafélag KA sem skipuleggur drengjamótið. Að sögn aðstandenda mótsins taka um 1.200 drengir þátt í því og má gera ráð fyrir að í bænum fjölgi um 3 þúsund manns um helgina vegna mótsins. Samhliða drengjamótinu stendur Þór á Akureyri fyrir knatt- spyrnumóti fyrir fullorðna, svo- nefndu Pollamóti, um helgina. Fyrir utan skipulagðar hátíðir víða um land halda margir í ferða- lög á eigin vegum. Ferðafélag Ís- lands bendir ferðalöngum á að í Langadal í Þórsmörk verði fjöl- skylduhelgi um þessa helgi og þeir einir eigi þangað erindi sem hafi hugsað sér að eiga notalega helgi með gönguferðum og hollri útiveru í faðmi fjölskyldunnar. Þá hóf Slysavarnarfélagið Landsbjörg í gær harðari áróðursherferð í um- ferðaröryggismálum, í blöðum og útvarpi, en félagið hefur hingað til staðið fyrir. Í tilkynningu frá félag- inu segir að markmið herferðar- innar sé að vekja ökumenn til um- hugsunar, nú þegar mestu ferða- helgar ársins eru að hefjast. Ekki síst á að reyna að ná til þeirra öku- manna sem ekki hafa lent í óhöpp- um og telja sig vera hina „ósnert- anlegu“ í umferðinni. Félagið geri sér grein fyrir því að herferðin kunni að koma illa við þá sem lent hafa í umferðarslysum eða misst nákomna í slíkum slysum en félagið telur tilganginn helga meðalið og vonast til að herferðin verði til þess að umferðarslysum fækki. Herferðin stendur fram yfir verslunarmannahelgi og er unnin í samstarfi við Tryggingamiðstöð- ina, Olís og fleiri. Hin tryggingarfélögin, Sjóvá- Almennar og VÍS, standa einnig að umferðarátaki þessa dagana. Margar hátíðir haldnar víða um land um helgina Morgunblaðið/Árni Sæberg Þetta hjólreiðafólk var að búa sig undir ferðalag helgarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.