Morgunblaðið - 06.07.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.07.2002, Blaðsíða 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2002 19 LÆKNA LINDBæjarlind 12 • 201 KópavogurSími 520 3600 • Fax 520 3610www.laeknalind.is • Hágæða læknisþjónusta. • Heimilislækningar fyrir einstaklinga og fjölskyldur. • Samdægurs þjónusta, engin bið. • Fylgst með heilsufari skjólstæðinga. • Ákveðnir aldurshópar kallaðir í skoðun, teknar blóðprufur (sykur, blóðfitur og fl.), hjartalínurit. • Innifalið í þjónustu. Ungbarnavernd. Mæðravernd. • Áskriftargjöld, en engin komugjöld. Skráning í síma 520 3600 VANTAR ÞIG FASTAN HEIMILISLÆKNI Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ? Reykjavík sími 580 0500 • Selfossi sími 480 0800 www.blomaval.is Sumarblóm, tré og runnar ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 1 82 46 07 /2 00 2 ÚTSALA Garðplöntu- 20-50% afsláttur Rósabúnt 599 kr. Afskornar rósir 50% afsláttur TUTTUGU og tveir, að minnsta kosti, fórust þegar fraktflugvél hrap- aði skammt frá íbúðahverfi í Bangui, höfuðborg Mið-Afríkulýðveldisins, í fyrradag. Fregnir herma að 25 manns, átta manna áhöfn og 17 far- þegar, hafi verið í þotunni, en tveir hafi komist lífs af. Ekkert manntjón mun hafa orðið á jörðu niðri. Þotan var af gerðinni Boeing 707, og ljóst virðist að áhöfn vélarinnar hafi verið að reyna að nauðlenda á flugvellinum í Bangui vegna vélarbil- unar. Kom þotan niður skammt frá flugvellinum og varð þá sprenging í henni. Vélin, sem var skráð í Rúanda og flaug á vegum Philippine Airlines, mun hafa verið á leið frá N’Djamena, höfuðborg Chad, til Brazzaville í Lýðveldinu Kongó. Mið-Afríkulýðveldið Á þriðja tug fórst í flugslysi Bangui. AFP, AP. IVICA Racan, forsætisráðherra Króatíu, sagði af sér embætti í gær en hann hefur átt í deilum við for- svarsmenn næststærsta stjórnar- flokksins, Frjálslynda jafnaðar- mannaflokksins (HSLS). Fimm flokka stjórn hans er því fallin en tvö og hálft ár eru liðin frá því hún tók við völdum. „Ég viðurkenni að þeir íbúar landsins höfðu rétt fyrir sér, sem sögðu að undanfarnar vikur hefð- um við eytt of miklum tíma í okkar innbyrðis pólitísku ágreiningsmál, í stað þess að leysa vandamál borg- aranna,“ sagði Racan í ávarpi til þjóðar sinnar í gær. „Þessi hegðun stofnaði í voða öllu því jákvæða sem okkur hefur tekist að ná fram. Ég varð því að taka af skarið og lýsa því yfir að þetta gengi ekki lengur.“ Fréttaskýrendur sögðu líklegast að Stipe Mesic, forseti Króatíu, myndi biðja Racan, sem er leiðtogi jafnaðarmanna, að mynda nýja stjórn og Racan lýsti því yfir fyrir sitt leyti í gær að hann væri reiðu- búinn til þess. Voru uppi getgátur um það að Racan hefði ákveðið að segja af sér í því skyni að geta myndað stjórn án aðildar HSLS. Myndu þá ýmsir minni flokkar taka sæti HSLS í ríkisstjórninni. Króatíska stjórnin fallin Zagreb. AP. KÍNVERJAR hafa stöðvað útsend- ingar bresku sjónvarpsstöðvarinnar BBC World í kjölfar þess að stöðin sýndi frétt þar sem fjallað var um samtökin Falun Gong, að því er BBC greindi frá í fyrradag. Fulltrúi sjón- varpsstöðvarinnar sagði að fréttin um Falun Gong hefði verið sýnd nokkrum sinnum á sunnudag og mánudag í tengslum við umfjöllun stöðvarinnar um hátíðahöldin í til- efni af því að fimm ár eru liðin síðan Hong Kong varð á ný hluti af Kína. Kínversk stjórnvöld hefðu brugð- ist við með því að stöðva útsendingu BBC um Sinosat 1 gervihnöttinn á mánudaginn, en stöðin sæist enn í Asíu í gegnum þrjá aðra hnetti, Pan- AmSat 2, 8 og 10. Kínversk stjórn- völd gáfu þá skýringu í gær að sjón- varpsstöðin hefði brotið gegn sjónvarpsútsendingarreglum án þess að geta þess hvaða reglur hefðu verið brotnar. Fulltrúi BBC sagði að sú ályktun hefði verið dregin að fréttin um Falun Gong væri ástæðan fyrir banninu. Kínversk stjórnvöld hafa bannað starfsemi samtakanna í landinu. Í gær lá útsendingin um Sinosat- hnöttinn enn niðri og sagði fulltrúi BBC að Kínverjar hefðu ekkert sagt um það hvort eða hvenær yrði aftur opnað fyrir útsendinguna. Útsending BBC í Kína stöðvuð London, Peking. AFP, AP. ♦ ♦ ♦ Sérblað alla sunnudag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.