Morgunblaðið - 06.07.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.07.2002, Blaðsíða 25
SÝNING á gömlum og nýjum smíð- isgripum í Sjóminjasafninu Hafnar- firði Vesturgötu 8, verður opnuð kl. 13 í dag. Þar gefur að líta gamla og nýja smíðisgripi, úr tré og málmi, eft- ir íslenska handverksmenn. Nýju gripirnir eru allir smíðaðir eftir eldri fyrirmyndum, ýmist í hefðbundnum stíl eða hreinar eftirlíkingar, og er þeim teflt saman við hliðstæða upp- runalega muni, suma frá fornöld, en flestir hinna gömlu smíðisgripa eru þó frá 19. öld. Bjarni Þór Kristjánsson, hand- verksmaður og smíðakennari, sýnir eftirlíkingar af brúkshlutum úr viði frá víkingaöld, skálar, bolla, skeiðar, ausur o.fl. Gunnar Bjarnason, húsa- smíðameistari og þúsundþjalasmið- ur, sýnir eftirgerðir af verkfærum frá víkingaöld sem hann hefur m.a. notað við smíði skálans á Eiríksstöð- um í Haukadal og víðar. Fyrir sýn- inguna lauk hann við smíði axar og mikillar tangar úr járni eftir forn- gripum í Þjóðminjasafni Íslands. Ennfremur hefur Gunnar búið til járnslegna verkfærakistu úr furu eft- ir fyrirmynd frá víkingaöld og eftir- líkingu af stafafötu frá byggðum nor- rænna manna á Grænlandi. Leifur Sigurðsson rennismiður sýnir tób- aksílát og svipur úr silfri og nýsilfri. Sigga á Grund (Sigríður Kristjáns- dóttir) sýnir aska, spæni, tóbaks- pontur o.fl. úr birki og horni. Örn Sigurðsson húsgagnasmíðameistari sýnir trafaöskju úr viði en hann er fyrsti einstaklingurinn sem útskrif- ast hefur sem sveinn í útskurði sl. 50– 60 ár. Eldri og upprunalegu gripirnir á sýningunni eru fengnir að láni frá Þjóðminjasafni Íslands en ekki er vit- að um höfunda nema í fáum tilvikum. Sýningin er opin alla vikudaga á sama tíma og safnið til og með 12. ágúst frá kl. 13–17. Smíðisgripir í Sjóminjasafni LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2002 25 ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N EH F/ SI A. IS IK E 18 03 7 06 . 20 02 Mán. - fös. kl. 10:00 - 18:30 Lau. kl. 10:00 - 17:00 Sun. kl. 12:00 - 17:00 OPIÐ Nýbýlavegi 12, Kópavogi, sími 554 4433. Mikið úrval kvartbuxum kr. 1.990 af LISTAHÁSKÓLI Íslands hefur ráðið Roni Horn myndlistarmann sem gestaprófessor við myndlistar- deild skólans til næstu tveggja ára. Roni Horn er í fremstu röð myndlistarmanna í dag og fer veg- ur hennar enn vaxandi. Verk henn- ar hafa verið sýnd í mörgum helstu galleríum og listasöfnum Evrópu og Bandaríkjanna og er um þau fjallað í samhengi við helstu strauma í myndlist samtímans. Bókverk hennar hafa vakið sérstaka athygli en mörg þeirra tengjast persónu- legri afhjúpun á umhverfinu og tengslum mannsins við það. Roni hefur verið tíður gestur á Íslandi allt frá því hún kom hingað fyrst um miðjan áttunda áratuginn. Í ljósmyndum hennar héðan end- urspeglast m.a. viðhorf hennar til hins „ósnortna“ í náttúrunni og hins viðkvæma sambýlis við mann- inn og hið manngerða. Rætur henn- ar sem listamanns liggja í mínimal- isma sjöunda áratugarins og vann hún í upphafi síns ferils skúlptúra og rýmisverk í anda þeirrar stefnu. Þá strax skapaði hún sér sérstöðu með því að vinna verk sín út frá bókmenntalegum hugmyndum og hafa þessi tengsl ritlistar og mynd- listar sett æ meiri svip á verk henn- ar. Starf Roni Horn fyrir Listahá- skólann felst í kennslu útvalinna nemenda tvisvar á ári, fyrirlestrum um eigin viðfangsefni, og uppbygg- ingu tengsla við erlenda listamenn og alþjóðlegan listmarkað. Þá mun hún taka þátt í samstarfi um stefnumótun fyrir deildina undir forystu Kristjáns Steingríms Jóns- sonar, deildarforseta, og veita ráð- gjöf um fagleg málefni. Roni kemur til starfa við skólann strax á haust- misseri. Áhugi á skólanum mun aukast Hjálmar H. Ragnarsson rektor Listaháskólans segir það mikið fagnaðarefni að fá Roni Horn til samstarfs við skólann. „Ég lít svo á að þetta sé mikill heiður fyrir skólann og lýsi trausti hennar á þeirri uppbyggingu sem á sér stað í myndlistardeildinni. Roni er eflaust þekktust hér á landi fyrir ljósmyndaverk sín. Hún hefur kom- ið hingað oft allt frá miðjum átt- unda áratugnum sem gestur og ferðast um allt landið allt frá Grímsey til suðurodda landsins. Verk hennar hafa meðal annars verið birt í Morgunblaðinu eins og myndaserían hennar í Lesbók um þessar mundir. Það er mikilvægt fyrir Listaháskólann, ef hann vill standa jafnfætis bestu skólum á þessu sviði, að fá til liðs við sig þá listamenn sem eiga þau verk sem eru hvað mest í deiglunni á hverj- um tíma. Roni Horn er án efa slík manneskja. Við munum byggja Listaháskólann upp þannig að við getum tengt okkur við fólk með al- þjóðlega viðurkenningu og sem er að fást við það sem er mest spenn- andi og mest ögrandi í samtímalist. Það skref sem við tökum með ráðn- ingu Roni Horn og fleiri hennar líka í framtíðinni, verður til þess að áhugi á skólanum mun enn aukast og við getum gert meiri kröfur til nemenda okkar. Áhugi erlendra nemenda á skólanum er ótrúlega mikill miðað við það hvað hann er ungur. Ég þykist viss um að með ráðningu fólks á borð við hana mun sá áhugi margfaldast. Það verður líka afar áhugavert fyrir kennara Listaháskólans að tengjast Roni Horn í þessu samstarfi og fá þannig beintengingu inn í það heitasta í listalífinu í dag á alþjóðlegum markaði,“ segir Listaháskólarektor, Hjálmar H. Ragnarsson. Mikill heiður fyrir skólann Morgunblaðið/Hulda Stefánsdóttir Þrívíddarverk úr gleri eftir Roni Horn, frá sýningu á verkum hennar í DIA Center í New York, en sýningunni lauk í síðasta mánuði. Roni Horn ráðin til Listaháskólans LITHÁSKI organistinn Jurate Bundszaite leikur á hádegistónleik- um í Hallgrímskirkju í dag kl. 12 og annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20 og eru tónleikarnir liður í tónleika- röðinni Sumarkvöld við orgelið. Jurate Bundzaite lauk prófi í pí- anóleik frá tónlistarakademíunni í Vilnius árið 1975 og orgeleinleikara- prófi árið 1982 frá sama skóla. Hún hefur m.a. komið fram sem einleikari með Fílharmóníuhljómsveit Vilnius- ar, komið fram á ýmsum orgelhátíð- um. Þá hefur hún komið fram á tón- leikum víða um lönd. Á verkefnaskrá hennar er þýsk orgeltónlist fyrri alda, bæði eldri og nýrri frönsk orgeltónlist, tónlist 20. aldarinnar og baltnesk orgeltónlist. Á tónleikunum í dag flytur hún verk eftir Mikalojus Konstantinas Ciurl- ionis (1875–1911), Franz Liszt (1811–1886) og Arunas Navakas (f. 1954). Annað kvöld leikur hún verk úr Sapieha Orgel Tabulatur frá 17. öld og úr Kraziai Orgel Tabulatur, einn- ig frá 17. öld, auk verka eftir Mikal- ojus Konstantinas Ciurlionis, Franz Liszt og Faustas Latenas. Sapieha orgelhandritið er eitt dýr- mætasta og áhugaverðasta safn org- eltónlistar í Litháen. Ártalið 162? er nær ólæsilegt. Hinar 50 síður bók- arinnar geyma handskrifaðar nótur tónverka og röð koparrista sem sýna myndir úr lífi heilags Frans af Assisi. Kraziai orgelhandritið var sett saman af óþekktum organista í byrj- un 17. aldar og það var í eigu Kraziai jesúítaprestaskólans. Þar er að finna töluvert um tónlistarfræði, kröfur um hæfileika organista og ýmsar tegundir orgeltónlistar. Litháskur orgelleik- ari í Hallgrímskirkju Vetrargarður Smáralindar Kór Flensborgarskólans í Hafnarfirði heldur 12 klukkustunda söng- maraþon frá kl. 11-23. Maraþonið er liður í fjáröflun kórsins vegna þátt- töku hans í kórakeppni á Spáni nú í lok júlí. 54 meðlimir kórsins taka þátt í maraþoninu ásamt stjórnand- anum Hrafnhildi Blomsterberg og gestum. Heima er best, Vatnsstíg 9 Anna Sigurveig Magnúsdóttir mun starfrækja Ormabúðina í kjall- aragluggum hússins til 25. júlí og af tilefninu verður opið hús í Heima er best kl. 15. Anna Sigurveig kerf- isfræðingur hefur tekið þátt í fjöl- mörgum myndlistarverkum eftir aðra en hefur ekki sýnt eigin verk opinberlega en Nýlistasafnið á eitt verk eftir hana. Þar eru sýnishorn af mismunandi ormum auk ýmissa fylgihluta og annara nauðsynjavara fyrir þá. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Ótrúlegur árangur! www.heilsubrunnur. is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.