Morgunblaðið - 06.07.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.07.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Jón Hannibalsson afgreiddi Seðlabankann á sínum tíma með því að þar væru nagaðir blýantar, hr. Davíð hefur nú afgreitt ESB á svipaðan hátt nema hvað að þeir væru bara úti að aka. ÓBYGGÐANENFD var nýlega á ferð í Öræfum til að skoða kenni- leiti og landamerki á milli jarða vegna fyrirhugaðs úrskurðar um þjóðlendulínu í Austur-Skaftafells- sýslu. Að sögn Kristjáns Torfason- ar, formanns nefndarinnar var um að ræða vettvangsferð þar sem skýrslur voru teknar af aðilum og búendum á svæðinu. Þau mál sem tekin voru fyrir varða annars veg- ar Öræfin og hins vegar Suður- sveit og voru þau bæði flutt og tekin til úrskurðar af nefndinni. Kristján segir að talsverðan tíma muni taka að fara yfir þessi mál og enn sé óvíst hvenær úrskurður verður kveðinn upp. Óbyggðanefnd á ferð í Öræfum Óbyggðanefnd á ferð sinni í Öræfum. LÖGREGLAN í Reykjavík vill hvetja þá sem eru að fara að heim- an um þessar mundir til að draga úr líkum á innbrotum með því að loka gluggum og gæta þess að á þeim séu traust læsingajárn. Gæta þarf vel að hurðarlæsingum og gera aðrar þær ráðstafanir sem tak- marka möguleika þjófa. Þá hvetur lögreglan fólk til að biðja nágranna um að fylgjast með ókunnum mannaferðum og að lögregla verði látin vita um slíkar ferðir. Að undanförnu hafa verið til- kynnt allnokkur innbrot í bíla, fyr- irtæki, skrifstofuhúsnæði og heima- hús, geymslur fjölbýlishúsa og sumarbústaði. Lögreglan segir þjófana vera á höttunum eftir auð- seljanlegum tækjum, s.s. fartölvum, stafrænum myndavélum og skjá- vörpum. Einn maður var handtek- inn síðastliðna helgi eftir innbrot í skrifstofuhúsnæði, annar eftir að hafa stolið tösku og veski á veit- ingastað, auk þess sem tveir menn voru handteknir nú í vikunni eftir að hafa brotist inn í nokkrar bif- reiðir og reynt að taka þaðan hljómtæki. Í vikunni var fólk einnig handtekið eftir að hafa verið að reyna að selja stolnar myndavélar í Austurstræti. Innbrot í bíla eru algengustu inn- brotin og hvetur lögreglan öku- menn til að skilja ekki eftir verð- mæti í bílunum. Forsvarsmenn fyrirtækja þurfa einnig að gera ráð- stafanir sem takmarka möguleika þjófa, s.s. með bættri lýsingu og betri læsingabúnaði, bæði á hurðir og glugga. Varað við innbrotsþjófum Félag sam- og tvíkynhneigðra stúdenta Fræðsla og um- ræða í fyrirrúmi FÉLAG sam- og tví-kynhneigðra stúd-enta (FSS) var stofnað í janúar árið 1999. Áður en til stofnunar fé- lagsins kom hafði hópur samkynhneigðs fólks innan Háskóla Íslands hist á óformlegum fundum. Nú á dögunum opnaði fé- lagið nýja heimasíðu, http://gay.hi.is, þar sem kennir margra grasa. Morgunblaðið ræddi við Ásgeir Þórarin Ingvarsson, formann FSS, um nýju síð- una, starf félagsins og gagnsemi þess. – Hvað má finna á nýju heimasíðunni? „Heimasíðan er aðal vettvangur félagsins og andlit þess út á við. Þar eru daglega birtar fréttir og tilkynn- ingar um efni er varða málefni samkynhneigðra. Á síðunni er einnig skilaboðaskjóða þar sem líf- legar umræður fara fram um mál af ýmsum toga. Síðan hefur líka að geyma ítarlegar upplýsingar fyrir samkynhneigða og aðstandendur þeirra til að aðstoða þá við vanda- mál sem þeir kunna að eiga við að etja. Loks er hægt að skrá sig í fé- lagið á síðunni og fá ýmsar upplýs- ingar um sögu þess og starfsemi.“ – Félagsmenn hittast einnig, ekki satt? „Jú, við höfum hist nokkrum sinnum í vetur, en á okkar sam- komum reynum við að skemmta okkur á öðrum forsendum en þeim sem samkynhneigðum á Íslandi bjóðast almennt, svo sem í nætur- lífinu. Þannig mætti í raun frekar líkja félaginu við mjög stóran vina- hóp sem hittist, gerir sér glaðan dag og ræðir málin.“ – Var þörfin orðin brýn fyrir nýja heimasíðu? „Já, heimasíðan er mjög mikil- vægt haldreipi fyrir þá sem eiga í einhverjum vandræðum varðandi kynhneigð. Slík vandamál geta leitt til mikils einmanaleika og van- líðunar og það er mikilvægt að geta frætt og aðstoðað fólk á jafn þægilegan máta og Netið gerir kleift að gera. Síðan verkar einnig til að vekja almenning til umhugs- unar um réttindi þeirra sem eiga undir högg að sækja í samfélaginu, en á síðunni er virk umræða um sigra sem og vandamál samkyn- hneigðra bæði hérlendis og erlend- is. Þannig er síðan ekki aðeins ætl- uð sam- og tvíkynhneigðum og aðstandendum þeirra heldur einn- ig þeim sem vilja vera vel að sér um fjölbreytileika þess litrófs sem mannlífið er.“ – Finna aðstandendur síðunnar fyrir mikilli umferð um hana? „Já, mikil ósköp. Nýja síðan hef- ur verið vel auglýst í háskólum og framhaldsskólum vítt og breitt um landið og hefur umferð verið tölu- verð. Á hverjum degi kemur fjöldi gesta á síðuna og margir koma daglega til að lesa nýjustu fréttir og fylgjast með umræðunni. Um leið hefur nýskráning- um í félagið fjölgað til muna og einnig skrifa okkur margir með fyr- irspurnir og hjálpar- beiðnir af ýmsum toga.“ – Hvað eru félagsmenn margir? „Í félaginu eru núna á að giska 250 manns. Þar af má áætla að flestir séu sam- og tvíkynhneigðir, en röskur helmingur skráðra fé- laga eru starfandi nemendur við Háskóla Íslands. Félagsaðild er fjarri því bundin við kynhneigð, og er öllum frjálst að skrá sig í félagið sem sýna málstaðnum áhuga. Þá gildir einu hvort viðkomandi er í framhalds- eða háskóla eða á vinnumarkaðnum og hvort við- komandi er af hinni eða þessari kynhneigðinni.“ – Er mikið um fordóma innan háskólasamfélagsins? „Nei, fordómar eru ekki áber- andi, enda haldast fordómar oftast í hendur við vanþekkingu, en þekkingarskortur er nokkuð sem háskólanemendur verða seint þekktir fyrir. Raunar er nauðsyn- legt að háskólasamfélagið leggi sig fram við að forðast fordóma og greina rót þeirra, því fordómar eiga ekki erindi í vísindi enda geta þeir byrgt manni sýn á ný sjón- arhorn á þau viðfangsefni sem maður fæst við í náminu eða á lífs- leiðinni. Í þessu samhengi er vert að taka fram að ekki er nóg að þykjast ætla að afneita og úthýsa fordómum með öllu – það eru for- dómar gegn fordómum. Betra er að gera sér grein fyrir eigin for- dómum, viðurkenna þá fyrir sjálf- um sér og þá kryfja orsök þeirra til mergjar og vinna þannig bug á þeim. Háskólanemendur, og raunar Íslendingar almennt, eru vel upplýstir og um- burðarlyndir í garð þeirra sem á einhvern hátt skera sig úr fjöld- anum. Það er enda svo að andúð einstaklingsins á öðrum á sér títt rót í óánægju hans með sjálfan sig, en eins og alkunna er eru Íslendingar upp til hópa sáttir og sælir, og í réttu hlutfalli um- burðarlyndir og tillitssamir. Loks hefur barátta þeirra sem á undan gengu áorkað því að almenningur gerir sér betur grein fyrir hvað kynhneigð er lélegur mælikvarði á mannkosti einstaklingsins.“ Ásgeir Þórarinn Ingvarsson  Ásgeir Þórarinn Ingvarsson er fæddur í Reykjavík, 10. ágúst 1981. Hann lauk stúdentsprófi frá MR árið 2001. Hann hefur lært stjórnmálafræði við HÍ en mun nema við lagadeild í haust. Ásgeir hefur einnig numið við Beijing Language and Culture Uni. 1998, London School of Economics 1999 og Jordan Uni. 2000. Ásgeir var kjörinn með- stjórnandi málfundafélags Fram- tíðarinnar við MR 1998, gjald- keri (Quaestor) Skólaf. MR 1999, formaður Fél. sam- og tvíkyn- hneigðra stúdenta 2001 og hefur einnig setið í nefnd Stúdentaráðs og Jafnréttisnefndar HÍ um vit- undarvakningu gegn fordómum auk þess að sitja í stjórn Gay pride/Hinsegin daga í Reykjavík 2002. Undanfarin tvö ár hefur Ásgeir starfað með námi hjá Morgunblaðinu við skrif og önn- ur störf. Mikilvægt að veita hjálp og ráð á síðunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.