Morgunblaðið - 16.07.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.07.2002, Blaðsíða 16
AKUREYRI 16 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ í ágúst Pantið tímanlega! Sími: 569 1111. Netfang: augl@mbl.is Fjölgun útgáfudaga Útgáfudögum fjölgar enn. Í ágúst gefast auglýsendum aukin tækifæri til að koma skilaboðum til lesenda Morgunblaðsins. Dagurinn sem bætist við nú er þriðjudagurinn 6. ágúst. Ágúst 6 1 2 3 4 5 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 23 30 31 17 18 19 2120 28 22 29 24 25 26 27 M Þ M F F L S ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S M O R 18 15 5 0 7/ 20 02 Glucosamine (870 mg Glucosamine í hverjum belg) ásamt engifer og turmeric Sími 462 1889. Glerartorgi, Akureyri, Fæst m.a. í Nýkaupi, Árnesapóteki Selfossi og Yggdrasil, Kárastíg 1. www.islandia.is/~heilsuhorn Fyrir vöðva og liðamót SUMARSTOPP hefst hjá Útgerðar- félagi Akureyringa eftir næstu helgi og er þetta þriðja sumarið í röð sem sá kostur er valinn að stöðva vinnslu á meðan starfsfólk tekur sumarleyfi sín. Vinnslan verður stöðvuð í þrjár vikur og hefst hún að nýju 12. ágúst næstkomandi. Ísfisktogararnir koma inn einn af öðrum nú í vikunni og halda ekki til veiða á ný fyrr en um eða upp úr verslunarmannahelgi. Gunnar Larsen framleiðslustjóri segir í frétt á heimasíðu ÚA að sú að- ferð að loka vinnslunni þennan tíma hafi gefist vel, bæði fyrir fyrirtækið og starfsfólkið. Áhrifa sumarleyfa hafi áður gætt allt sumarið eða í þrjá mánuði. Nú sé veiðum og vinnslu stýrt út frá sumarstoppinu, bæði hvað varðar nýtingu á kvóta og birgðahald gagnvart mörkuðum. Kaupendur verði þannig ekki varir við að vinnslan stöðvist í þrjár vikur. Vinnsla verður með hefðbundnum hætti út þessa viku en hugsanlegt er að sumarafleysingafólk verði að störfum einhverja daga í næstu viku við að vinna karfa. Sumarstopp hefst hjá ÚA í næstu viku ÍBÚUM á Akureyri fjölgaði um 61 á tímabilinu frá janúar til loka júní ár- ið 2002, en einungis er um að ræða flutninga. Ótalin er þá fjölgun vegna fæðinga. Þessar upplýsingar koma fram í niðurstöðum búferlaflutninga eftir sveitarfélögum sem Hagstofa Íslands birti á dögunum. Á heimasíðu Akureyrarbæjar seg- ir að tölur um búferlaflutninga séu birtar þrisvar á ári og síðustu tvö ár hafi tala aðfluttra verið hærri en brottfluttra heilt yfir árin, þó svo að sveiflur séu eftir árstímum. Haft er eftir bæjarstjóra, Kristjáni Þór Júl- íussyni, að ekki sé ástæða til að ætla annað en raunin verði sú sama í ár. Flestir aðfluttir koma frá ná- grannasveitarfélögum en einnig er áberandi hversu margir fluttu hing- að frá öðrum löndum eða 70 manns á móti 55 sem fluttu frá Akureyri til útlanda. Mikið var um flutninga innan bæj- ar en tæplega 1.000 manns fluttu á milli húsa hér í bæ. Íbúum fjölgar ♦ ♦ ♦ ráðherra, Tómasi Inga Olrich. Fyrstu gestirnir voru komnir á svæðið þegar í gær, en að sögn Ás- geirs Hreiðarssonar, staðarhaldara á Hömrum, sem jafnframt á sæti í mótsstjórn, er búist við að straum- urinn fari að þyngjast upp úr há- degi í dag. Búist er við að þátttak- endur verði um þrjú þúsund talsins, þeir eru á aldrinum frá 8 til 18 ára og koma frá 25 þjóðlöndum. Op- inber heimsóknardagur verður á laugardag og er þá búist við mikl- um fjölda gesta á svæðið, en þeim gefst kostur á að fylgjast með mótinu og vera viðstaddir hátíðar- varðeld og flugeldasýningu. Áætlað er að um sex þúsund manns verði á landsmótinu á laugardag. Viðamikil dagskrá verður alla mótsdagana, leðurvinnsla, hnúta- kennsla, föndur, siglingar, veiði- skapur og reiðmennska svo eitt- hvað sé nefnt og þá verður á svæðinu banki, pósthús, sjúkrahús, kirkja og eldhús þar sem eldaðar verða um 12.500 máltíðir á dag. Á mótinu verður einnig útbúið al- heimsþorp þar sem fjallað verður um menningu annarra landa, en til- gangur þess er að efla meðal skáta skilning á ýmsum atriðum, s.s. al- næmi og samkynhneigð sem og for- dómum af ýmsu tagi. LANDSMÓT skáta verður sett á Hömrum við Akureyri í kvöld kl. 20.30 að viðstöddum menntamála- Landsmót skáta verður sett á Hömrum við Akureyri í kvöld Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Arnar og Brynjar, sem eru í sveitinni Drekum í skátafélaginu Klakki á Akureyri, tóku forskot á Landsmót skáta í gær. Þeir félagar prófuðu þá þrautabraut sem sett hefur verið upp á mótssvæðinu. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Skátarnir streyma á svæðið í dag Hjóluðu yfir Kjöl á Landsmótið Þessir hressu unglingar úr Garðabæ komu á Landsmótsstað í gær, eftir að hafa hjólað um 150 kílómetra yfir Kjöl. Frá vinstri: Halldóra Magnúsdóttir, Bergdís Inga Brynjarsdóttir, Bragi Brynjarsson, Unnsteinn Jóhannsson, Birkir Brynjarsson, Ágúst Þór Gunnlaugsson og Jóhann Unnsteinsson, annar fararstjóra hópsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.