Morgunblaðið - 16.07.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.07.2002, Blaðsíða 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 25 ORKUSTOFNUN Nú þurfa allir notendur sem vilja njóta niðurgreiðslu að sækja um það sérstaklega til Orkustofnunar sem hefur eftirlit með framkvæmd laganna. Að öðrum kosti fellur niðurgreiðslan niður. Eftir sem áður munu dreifiveiturnar sjá um að koma niður- greiðslunum til notenda í formi lækkunar á raforkuverði. Í meginatriðum má segja að sömu aðilar eigi rétt á niðurgreiðslum og nutu þeirra áður. Nýmæli er þó að hitun með olíu verður niður- greidd þar sem ekki er um aðra kosti að ræða. Einnig verður raforka frá smávirkjunum og raforka á varmadælur niðurgreidd að upp- fylltum ákveðnum skilyrðum. Aðeins eigendur íbúðarhúsnæðis geta sótt um niðurgreiðslu og eru þeir hvattir til að fylla út umsókn á Netinu og senda rafrænt til Orkustofnunar. Slóðin er http://www.os.is/nidurgreidslur. Einnig er hægt að fylla út eyðublað og senda Orkustofnun með pósti. Frestur til að senda inn umsókn rennur út 8. ágúst 2002. Þeir sem nú njóta niðurgreiðslna eru sérstaklega hvattir til að sækja um sem fyrst þar sem þær falla að öðrum kosti niður frá og með 8. nóvember 2002. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Orkustofnun, sími 569 6000, tölvupóstfang nidurgreidslur@os.is Niðurgreiðsla húshitunarkostnaðar Ný lög um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar, nr. 78/2002. N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .i s / N M 0 6 7 7 7 Stökktu til Benidorm 24. júlí frá 49.865 í 2 vikur Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Nú bjóðum við síðustu sætin í júlí til Benidorm á ótrúlegu tilboði þann 24. júlí í tvær vikur. Beint flug með Heimsferðum á þennan einstaka áfangastað. Þú bókar núna og tryggir þér síðustu sætin, og þremur dögum fyrir brottför hringjum við í þig og tilkynnum þér hvar þú býrð. Og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Verð kr. 49.865 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Flug, gisting, skattar, 24. júlí, í tvær vikur. Staðgreitt. Alm. verð kr. 52.360. Verð kr. 66.250 M.v. 2 í íbúð, 24. júlí, í tvær vikur. Flug og gisting, skattar. Staðgreitt. Alm. verð kr. 69.565. FRANSKIR rannsóknarlögreglu- menn sögðu í gær að þeir teldu að ný- nasistinn Maxime Brunerie, sem reyndi að ráða Jacques Chirac Frakklandsforseta af dögum á sunnu- daginn, hefði verið einn að verki. Bru- nerie var í gær lagður inn á geðdeild vegna þess að hann var talinn hættu- legur sjálfum sér og öðrum. Brunerie skaut einu skoti af 22 kali- bera riffli að Chirac þegar forsetinn ók í opnum jeppa framhjá Sigurbog- anum í París við upphaf hátíðahald- anna vegna þjóðhátíðardags Frakka, bastilludagsins, á sunnudagsmorgun- inn. Nærstaddir yfirbuguðu Brunerie samstundis og forsetann sakaði ekki. Brunerie er 25 ára Parísarbúi, fé- lagi í hreyfingu nýnasista. Nokkrir hægrisinnaðir aðgerðarsinnar sem þekkja Brunerie tjáðu lögreglu að hann hefði ítrekað látið í ljósi vilja til að vinna forsetanum mein, en þeir sögðust aldrei hafa tekið þessar hót- anir alvarlega. Brunerie mun nú dvelja á geðsjúkrahúsi í mánuð, og verður eftir það ákveðið hvort hann verði þar áfram eða settur í fangelsi. Blaðið Le Monde sagði í gær að lögregla hefði m.a. yfirheyrt hjón sem Brunerie hefði heimsótt á laugar- dagskvöldið. Þá var systir hans einnig yfirheyrð í gær og lögregla kvaðst líka vera að leita að manni sem sagður var vera besti vinur Bruneries. En rannsóknarlögreglumenn kváðust „finna það á sér“ að hann hefði staðið einn að tilræðinu. Brunerie er námsmaður og hefur unnið fyrir sér sem bílstjóri. Eftir að hann var handtekinn eftir tilræðið tjáði hann lögreglu að hann hefði ætl- að að myrða Chirac og fyrirfara sér síðan. Ruglingslegt tal Bruneries og háttalag varð til þess að lögreglan kallaði til lækna. Lögregla þekkti til Bruneries vegna tengsla hans við hreyfingu ný- nasista, og hefur hann tekið þátt í nokkrum útifundum hægriöfga- manna síðan 1997. Kváðust lögreglu- menn hafa fundið nýnasískan „öfga- áróður“ á heimili Bruneries, og nefndu að hann hefði birt tilkynningu á vefsíðu þar sem hann hvatti lesend- ur til að fylgjast með sjónvarpinu á sunnudaginn. Frakklandsforseta sakaði ekki er skotið var á hann Reuters Brunerie yfirbugaður af lög- reglu á sunnudaginn. Tilræðismaðurinn talinn einn að verki París. AFP. MENN hafa í sér gen, sem virkar sem vörn gegn HIV-sýkingum, að sögn vísindamanna. Þeir vonast til þess að uppgötvunin geti haft í för með sér nýjar meðferðir gegn HIV, sem veldur alnæmi, en nauðsyn á nýrri meðferð er mikil þar sem virkni núverandi lyfja verður sífellt minni. Vísindamenn hafa komist að því að HIV-veiran truflar eðlilega starf- semi gensins, sem kallað er CEM15, með því að framleiða prótín er kall- ast Vif. Þeir komust ennfremur að því að þegar þetta prótín var fjar- lægt úr HIV-veirunni gat CEM15- genið hindrað fjölgun veirunnar. Rannsóknina önnuðust að sögn BBC Michael Malim, prófessor hjá King’s College í London og rann- sóknarlið frá læknadeild Pennsylv- aníu-háskóla í Bandaríkjunum. Sagt var frá tilraununum í netút- gáfu tímaritsins Nature á sunnudag. Vísindamenn vissu áður að Vif léki lykilhlutverk í því að fjölga HIV en þar til nú hefur hlutverk þess ekki verið fullkomlega ljóst. „Þetta eru mjög mikilvægar niðurstöður og gætu rutt veginn fyrir nýjar með- ferðir gegn HIV og alnæmi í framtíð- inni. Ef við getum fundið leið til að hindra virkni Vif getur CEM15 virk- að eðlilega og hindrað HIV í að dreif- ast,“ sagði Malim. Þegar veira á borð við HIV smitar ónæmisfrumu tekur hún hreinlega yfir starfsemi frumunnar. Fyrst renna frumveggir veirunnar og ónæmisfrumunnar saman, síðan dælir HIV-veiran erfðaefni inn í kjarna ónæmisfrumunnar og breytir henni í verksmiðju, sem framleiðir enn fleiri sjúkdómsveirur. Nýju HIV-veirurnar finna síðan og drepa aðrar frumur og þannig heldur hringrásin áfram. Rannsóknir framtíðarinnar bein- ast að því að finna efni, sem geta hindrað virkni Vif-prótínsins. Sem stendur er beitt meðferð með blöndu af lyfjum sem beinast að því að stytta líf veirunnar. Lyfin geta þó ekki út- rýmt henni að öllu leyti. HIV er enn- fremur búið að þróa með stökkbreyt- ingum þol gegn lyfjunum í um helmingi sjúklinga. Arthur Löve, sérfræðingur í veirufræði við Landspítalann – há- skólasjúkrahús, segir vísindamenn hafa íhugað margar leiðir til að berj- ast gegn alnæmisveirunni og ein þeirra sé að reyna að hindra hana í að skipta sér. „Menn hafa meðal ann- ars velt fyrir sér hvort hægt væri að finna aðferð til að losa sýktu frum- urnar við þau prótín í HIV-veirunni sem stýra skiptingunni. Vandinn er að ferlið er mjög flókið, veiran finnur stundum fleiri en einar dyr til að dæla erfðaefninu inn í ónæmisfrum- una og loks er ekki útilokað að HIV- veiran sé til staðar í frumum sem ekki skipta sér, til dæmis í heila eða vöðvum,“ segir hann. Arthur segir að til séu efni sem beinlínis blokkeri eða hindri HIV- veiruna í að festa sig við vegg heil- brigðu frumunnar en líklega hafi aukaverkanir vegna slíkra efna reynst of miklar og því ekki hægt að nota þau gegn veirunni. Hefðbundin lyf sem beitt hafi verið, eins og AZT, geti haldið frumuskiptingunni niðri þótt þau drepi ekki veiruna og þeim fylgi einnig miklar aukaverkanir. Hann segist telja að ekki sé lengur deilt um það meðal vísindamanna hvort HIV-veiran sé raunveruleg or- sök alnæmis enda sýni fjölmargar tilraunir með apa að svo sé. Smit- unarleiðirnar séu fyrst og fremst blöndun líkamsvessa, fólk geti smit- ast við kynmök eða við blóðgjöf. Hann segist efast mjög um að mosk- ítóflugur geti dreift veirunni. Hún þurfi hýsil þar sem hún geti skipt sér en það geti hún ekki í flugunni og því afar ósennilegt að flugan geti smitað fólk með HIV-veirunni. Vísindamenn vona að uppgötvun gensins leiði til nýrra tegunda meðferðar gegn alnæmi Gen stöðvar HIV-veiruna París. AFP. VACLAV Havel, forseti Tékk- lands, tilnefndi í gær Vladimir Spidla, leiðtoga flokks sósíal- demókrata (CSSD) í embætti forsætisráðherra en flokkurinn sigraði í þingkosningum í liðn- um mánuði. Spidla sagði stjórn sína þurfa að leysa „einstakt, sögulegt verkefni“ sem væri að leiða þjóðina inn í Evrópusam- bandið. Stjórnin tekur við á mánudag en hún hefur mjög nauman meirhluta, 101 sæti af 200 á þingi. Nýja þingið kaus á fimmtudag nýjan þingforseta, Lubomir Zaoralek, úr CSSD en áður gegndi embættinu hægri- maðurinn Vaclav Klaus. Gert er ráð fyrir að af 17 ráðherrum verði ellefu úr CSSD en sex úr bandalagi nokkurra miðju- flokka. Margir af ráðherrum fyrri stjórnar halda embættum sínum en líklegt er talið að Cyril Svoboda, leiðtogi Kristilegra demókrata, verði nýr utanrík- isráðherra. Ný stjórn í Tékklandi Prag. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.