Morgunblaðið - 16.07.2002, Síða 43

Morgunblaðið - 16.07.2002, Síða 43
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 43 MEÐFERÐARHEIMILI Götu- smiðjunnar á Árvöllum hefur tekið upp nýtt úrræði innan meðferðar- innar þar sem nemendum gefst kostur á að komast í kynni við ís- lenska hestinn. Í tilefni þess hefur verið stofnaður hestaklúbbur sem fengið hefur nafnið Árvakur. Í þessum klúbb er tvískipt starfsemi. Til að byrja með fara nemendur í reiðskóla þar sem þeir læra öll helstu undirstöðuatriði hesta- mennskunnar. Þegar nemendurnir hafa náð tökum á reiðmennskunni takast þeir á við önnur og meira krefjandi verkefni. Nemendurnir munu vinna að frumtamningu hesta og læra um fóðrun og hirðingu þeirra. Í frum- tamningunum er notuð tamningaað- ferð sem ættuð er frá frumbyggjum Ameríku. Þar miða tamningarnar að því að hesturinn samþykki manninn, verði félagi og beri virð- ingu fyrir manninum sem er ekki svo fjarri þeirri nálgun sem Árvellir hafa að leiðarljósi gagnvart nem- endum sínum. Starf nemenda með hestinum er liður í meðferðinni og er hver reiðtími í raun einkatími með ráðgjafa. Í framtíðinni er stefnt að því að koma upp góðri aðstöðu fyrir bæði hesta og menn á Árvöllum. Þar sem þessi hluti meðferðarinnar er á byrjunarstigi er talsverður skortur á reiðtygjum og öðrum fylgihlutum þó að hestavöruverslunin Ástund hafi sýnt verkefninu mikinn stuðn- ing. Fram að þessu hefur Götu- smiðjan verið svo lánsöm að fá lán- aða hesta en stefnt er að því að Götusmiðjan geti sjálf átt hestana. Umsjónarmaður og hugmynda- smiður að Árvakri er Ísólfur Þ. Líndal. Ísólfur er menntaður bú- fræðingur og hefur verið í atvinnu- maður í hestamennsku í 6 ár, sam- kvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá Götusmiðj- unni. LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á Reykjanesbraut við Bústaðaveg 11. júlí sl. kl. 21.20. Þar lentu saman grá Nissan Micra bifreið og rauð Hyundai Pony bifreið. Tildrög voru þau að Nissan bifreiðinni var ekið af Reykja- nesbraut vestur Bústaðaveg og Hy- undai bifreiðinni suður Reykjanes- braut. Ágreiningur er um stöðu umferðarljósa er óhappið varð. Þá er lýst eftir vitnum að óhappi sem varð hinn 5. júlí sl. kl. 14.30 á ak- leið um bifreiðastæði við Þarabakka í Mjódd. Þar var ekið aftan á hvíta Nissan Sunny bifreið. Tjónvaldur er talinn hafa verið á lítilli ljósgrárri sendibifreið. Þeir sem geta veitt upp- lýsingar um þessi mál eru beðnir að hafa samband við rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík. Lýst eftir vitnum UNGMENNAFÉLAG Íslands og norrænu samtökin NSU stóðu fyr- ir leiðtogaskóla fyrir ungmenni frá öllum Norðurlöndum í byrjun júlí. Alls tóku 32 nemendur á aldrinum 18-25 ára þátt í fjölbreyttri dag- skrá. Leiðtogaskólinn var byggður upp á fyrirlestrum, ýmsum leikj- um, hópefli og afþreyingu að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Fyrirlesarar í leiðtogaskólanum voru Sigrún Stefánsdóttir, sem fjallaði um norræna samvinnu og fjölmiðla, Rannveig Einarsdóttir fjallaði um deilur og lausnir á vandamálum, Kristján Kristjáns- son fjallaði um markmið og áætl- anagerð og Jóhann Ingi Gunnars- son fjallaði um leiðtogann í dag. Að fyrirlestrum loknum var farið í ýmsa leiki, keppnir og afþreyingu og má þar nefna kajakferð, sjó- stangaveiði, vélsleðaferð upp á Snæfellsjökul, „rafting“ niður Hvítá og skoðunarferð bæði til Stykkishólms og um Suðurland á lokadegi leiðtogaskólans. Valdimar Gunnarsson, verkefnastjóri hjá Ungmennafélagi Íslands og fram- kvæmdastjóri NSU, hafði veg og vanda af undirbúningi og fram- kvæmd leiðtogaskólans og honum til halds og trausts var Páll Guð- mundsson, nýráðinn kynningar- fulltrúi hjá ungmennafélaginu. Leiðtogaskóli UMFÍ á Gufu- skálum Götusmiðjan stofnar hesta- klúbb R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI Skrifstofuherbergi við Suðurlandsbraut Til leigu nokkur góð skrifstofuherbergi með aðgangi að kaffistofu. Upplýsingar gefur Bald- vin eða Steinunn í síma 553 8640. Verslunarhúsnæði Til leigu eða sölu er 80 fm húsnæði í verslunarh. Miðbæ við Háaleitisbraut 58—60 frá 1. ágúst nk. Upplýsingar í síma 557 5115. Til leigu Byggingafélag Gylfa og Gunnars er með eftirtalið húsnæði til leigu: Hlíðasmári: Í nýju og fallegu húsnæði, hentar vel fyrir skrifstofu, verslun eða þjónustu. Stærðir frá 150—600 fm. Síðumúli: Í nýju og glæsilegu húsnæði, stærð ca 300 + fm. Grandavegur: Í húsnæði fyrir eldri borgara. Hentar vel fyrir nudd eða heilsugæslu, stærð 103 fm. Vegmúli: 141 fm mjög vel innréttað húsnæði sem hentar t.d. fyrir kírópraktora eða nuddara. Uppl. gefur Gunnar í síma 693 7310. KENNSLA                          !  "  „Öll heilun kemur að innan. Aðeins þú getur heilað sjálfan þig.“ Rahul Patel. Einnig býður Rahul Patel upp á einkatíma 25. og 26. júlí. „Meðvitundarbreyting er upphaf allrar heilunar. Rahul Patel hefur stórkostlegt innsæi í eðli þessara umbreytinga. Reynsla hans og innsæi munu hjálpa þeim sem eru tilbúnir til að hlusta á hann.” Deepak Chopra MD, höfundur metsölubókar- innar Lögmálin sjö um velgengni. Nánari upplýsingar veitir Ragnhildur í síma 896 3615 og Reynir í síma 861 2004 eða www.simnet.is/ orkublik, Ármúla 38, 3. hæð, 27. júlí 2002 kl. 10–17. TIL LEIGU Skrifstofuhúsnæði til leigu Lyngháls 4 Eigum laust glæsilegt skrifstofuhúsnæði með tignarlegu útsýni á þessum vinsæla stað í borg- inni. Um er að ræða: ● 350 m² á 5. hæð („penthouse“). ● 50—1.100 m2 á 4. hæð. ● Bílastæði í bílahúsi fylgja húsinu. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Eyktar ehf. í síma 595 4400 milli kl. 9 og 17. Eykt ehf. sérhæfir sig í að veita stofnunum og fyrirtækjum sérhannaðar heildarlausnir varðandi skrifstofuhúsnæði. UPPBOÐ Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Gularás, Rangárþingi eystra, þingl. eig. Ólafur Árni Óskarsson, gerð- arbeiðandi Landssími Íslands hf., innheimta, þriðjudaginn 23. júlí 2002 kl. 13.30. Stóra-Rimakot, Rangárþingi ytra, þingl. eig. Kró ehf., gerðarbeiðandi Lánasjóður landbúnaðarins, þriðjudaginn 23. júlí 2002 kl. 10.00. Suðurlandsvegur 2, 56,42%, Hellu, þingl. eig. Árni Kristjánsson, gerðarbeiðendur Bifreiðar & landbúnaðarvélar hf. og Fjármögnun ehf., þriðjudaginn 23. júlí 2002 kl. 11.15. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli, 15. júlí 2002. SMÁAUGLÝSINGAR TILKYNNINGAR Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur, Síðumúla 31, s. 588 6060. Miðlarnir, spámiðlarnir og hug- læknarnir Þórhallur Guð- mundsson, Ólafur Hraundal Thorarensen, Bíbí Ólafsdóttir, Ingibjörg Þengilsdóttir, Erla Alexandersdóttir, og Garðar Björgvinsson michael-miðill starfa hjá félaginu og bjóða félagsmönnum og öðrum uppá einkatíma. Upplýsingar um félagið, einka- tíma og tímapantanir eru alla virka daga ársins frá kl. 13—18. Utan þess tíma er einnig hægt að skilja eftir skilaboð á sím- svara félagsins. Netfang: mhs@vortex.is . Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur starfar í nánum tengslum við Sál- arrannsóknarskólann á sama stað. SRFR. KENNSLA ■ www.nudd.is FÉLAGSLÍF Dagsferðir framundan: 17. júlí, miðvikud: Hellaskoð- unarferð með Hellarann- sóknafélagi Íslands. Brottför frá BSÍ og Mörkinni 6 kl. 19:30. Verð kr. 1.200/1.500. 21. júlí, sunnud: Dyravegur, afmælisferð, munið stimplana. Næsta helgarferð 19.—21. júlí: Fimmvörðuháls, pantið tímanlega á skrifstofu Enn hægt að komast í göngu- ferð umhverfis Kerlingarfjöll 20.—23. júlí og í Héðinsfjörð og Hvanndali 24.—27. júlí.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.