Morgunblaðið - 16.07.2002, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 16.07.2002, Qupperneq 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ                             !  " #            $      %& BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. FRÁ ÞVÍ er að segja, að gefnu tilefni, að Hrafnseyrarnefnd hefur nú í vel á þriðja tug ára boðið ýmsum málsmet- andi mönnum að flytja hátíðarræðu í minningu Jóns Sigurðssonar hér á Hrafnseyri 17. júní ár hvert. Hefur þetta fallið í góðan jarðveg og margir komið víða að til að hlusta á spekiorðin. Þykir mikill heiður að lenda í þessu hlutverki og hafa viðkomandi frjálsar hendur um ræðuefni. Margir ræðu- manna hafa eðli málsins samkvæmt komið inn á samskipti okkar við Evrópusambandið og aðrar viðskiptaþjóðir; hvort Jón Sigurðsson hefði mælt með inn- göngu í það blessaða samband væri hann enn á meðal vor og þar fram eftir götun- um. Meðal þeirra sem komið hafa við þessa sögu má nefna þá ritstjórana Matthías Johannessen og Styrmi Gunnarsson, Jón Sigurðsson, banka- stjóra Norræna fárfestingarbankans, Ingvar Gíslason, menntamálaráð- herra, Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli, nöfnurnar Guðrúnu Pét- ursdóttur sjávarútvegsfræðing og Guðrúnu P. Helgadóttur skólastjóra, Ágúst Böðvarsson landmælinga- mann, Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra, Jóhannes Nordal seðlabankastjóra, Sigurð Líndal pró- fessoar, Davíð Oddsson forsætisráð- herra og nú síðast Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra, svo nokkrir séu nefndir af handahófi. Hefur jafn- vel komið til tals að gefa vísdóm ræðumanna út á bók en það er nú önnur saga. Jón forseti skrifaði 1841: „Það er enginn skaði þó meininga- munur sé, heldur getur orðið skaði að hversu meiningunum er fylgt. Full- komin samhljóðan meininga hjá mörgum mönnum getur aðeins verið, þar sem er fullkomin harðstjórn, og enginn þorir að láta uppi það sem hann meinar. Því sagði einnig Pitt hinn eldri, þegar hann réð mestu á Englandi: Hefðum vér engan mótspyrnuflokk, þá yrðum vér að búa oss hann til sjálfir. Þegar menn hafa ein- ungis fyrir augum að koma fram sínu máli með hverjum þeim brögðum, sem verða má, og níða alla, sem móti mæla, bæði leynt og ljóst, þá er málinu komið í illt horf, því þá má verða að sá hafi sitt mál, sem verr gegnir, og hrekkvísastur er eða illorðastur, einkum þegar við einfaldan al- múga er að tefla. En þegar hver mótmælir öðrum með greind og góðum rökum og stillingu, og hvorugir vilja ráða meiru en sann- leikurinn sjálfur ryður til rúms, og auðsénn er hvoru tveggja tilgangur, að verða allri þjóðinni til svo mikils gagns, sem auðið má verða, enda leggi hvorugur öðrum það til að raun- arlausu, sem ekki sómir ráðvöndum manni, þá má slík keppni aldrei verða til annars en góðs fyrir fósturjörðina og hinar komandi kynslóðir, því drengileg mótmæli skynsamra manna og góðra eru fremsta meðal til að festa, styrkja og skerpa meiningar þeirra manna, sem nokkurt andlegt þrek er í, eins og freistingarnar styrkja og skerpa dyggðina.“ Svo mörg voru þau orð Vestfirð- ingsins og leyna á sér eins og flest sem þessi ótrúlegi maður skrifaði. Að ræða málin en standa fastur fyrir var stíll Jóns Sigurðssonar. HALLGRÍMUR SVEINSSON, Hrafnseyri. Stíll Jóns Sigurðssonar Frá Hallgrími Sveinssyni: Jón Sigurðsson Í FJÖRUTÍU ár hef ég skrifað um málefni eldra fólks. Enginn veit og allra síst ég ástæður fyrir þesum áhuga. Allt mitt fólk hefur getað dáið með reisn. Ég hef skrifað með góðum hvíld- um og fyrsta áratuginn voru fjár- mál fullorðins fólks aðaláhugamálið enda stefna verkalýðshreyfingar- innar „meira í budduna“. Þessi forgangsröðun breyttist smátt og smátt yfir á félagslega vænginn og ekki síst þegar ég kynntist hinni hliðinni á stjórn- málamanninum og heimspekingn- um Marcúsi Túleníusi Ciceró. Í bókinni um ellina er þetta setning- arbrot: „... að þeim sem ekki hafa tök á að áorka neinu sér til farsældar í lífinu verði sérhvert aldursskeið þungbært! Þeim sem á hinn bóginn leita lífsins gæða hið innra með sér verður ekkert það vandmeðfarið sem lögmál lífsins hefur í för með sér. Á það einkum við um ellina sem allir vilja höndla en fárast svo yfir þegar hennar verður vart.“ Þessi hugmyndafræði hefur ver- ið þung á metunum hjá nokkrum hópi fólks en meginþorri fólks í samtökum eldri borgara hefur vilj- að fara gömlu leiðina áfram. Nú er verið að skrifa undir samninga um stærstu framkvæmd- ir Íslandssögunnar og ráðamenn eru meira að segja farnir að tala um að fresta framkvæmdum vegna komandi þenslu. Í guðanna bænum, takið frá fjár- magn til að leysa fjárhagslegan vanda fullorðins fólks og fyrir vöxt heilbrigðiskerfisins. HRAFN SÆMUNDSSON, fyrrv. atvinnumálafulltrúi. Neyðaróp einstaklings Frá Hrafni Sæmundssyni:

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.