Morgunblaðið - 19.07.2002, Side 22

Morgunblaðið - 19.07.2002, Side 22
ERLENT 22 FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ LEIÐTOGI stjórnarandstöð- unnar í Kasakstan, Mukhtar Ablyazov, var í gær dæmdur í sex ára fangelsi og til að greiða andvirði um 300 milljóna ís- lenskra króna í sekt fyrir vald- níðslu og ólögleg viðskipti. Ablyazov segir ákærurnar til- búning einan og að verið sé að refsa honum fyrir að hafa stofn- að stjórnarandstöðuflokkinn Lýðræðislegt val í fyrra. Áhyggjur manna á Vestur- löndum yfir ástandinu í Kas- akstan hafa verið að aukast og bendir margt til þess að forseti landsins, Nursultan Nazarb- ayev, sé að safna að sér óeðlilega miklum völdum. Grískt átak gegn hryðju- verkum GRÍSK stjórnvöld skýrðu í gær frá handöku franskrar konu sem þau segja tengjast hryðjuverka- hópnum 17. nóvember, sem staðið hefur fyrir fjölda sprengju- og skotárása frá því árið 1975 og er talinn bera ábyrgð á 23 morðum. Konan, Marie-Therese Peyn- aud, var handtekin ásamt manni sem grísk stjórnvöld segja eig- inmann hennar, Alexander Ioto- poulos, 58 ára gamlan há- skólaprófessor sem talinn er einn af leiðtogum hryðjuverka- hópsins. Undanfarinn mánuð hefur gríska lögreglan handtek- ið hundrað manns sem taldir eru tengjast hópnum. Bin Ladin- vörumerkið ógilt YFIRVÖLD í Sviss hafa ógilt vörumerkið Bin Ladin, sem hálfbróðir Osama bin Laden hafði skráð í ágúst á síðasta ári, vegna þess að það gæti sært til- finningar fólks. Vörumerkja- stofnunin í Sviss tók þessa ákvörðun í ljósi árásarinnar á World Trade Center 11. sept- ember, en al-Qaeda samtök bin Ladens eru talin bera ábyrgð á henni. Yeslam Binladin, einn 54 systkina og hálfsystkina bin Ladens, segist hafa skráð vöru- merkið til að koma í veg fyrir að nafn fjölskyldu hans yrði mis- notað. Hann neitar því að hafa ætlað að setja á stofn tískufata- línu undir nafninu og segir að hann, og fjölskylda hans öll, hafi fordæmt aðgerðir bin Ladens. „Við erum fullkomlega andvíg hugsjónum hans og hegðun,“ sagði hann. Forsetakosn- ingar í Serbíu FORSETAKOSNINGUM í Serbíu verður flýtt um þrjá mán- uði og verða haldnar 29. septem- ber, segir í tilkynningu sem for- seti serbneska þingsins, Natasa Micic, sendi frá sér í gær. Sitjandi forseti, Milan Milut- inovic, hefur verið ákærður fyrir stríðsglæpi af alþjóðlega stríð- glæpadómstólnum í Haag og telja stjórnmálaskýrendur að ýmislegt bendi til að kosningun- um hafi verið flýtt til að senda megi Milutinovic til dómstólsins. STUTT Andófs- maður dæmdur SPÁNVERJAR voru síðdegis í gær enn með her- lið á klettaeyjunni Perejil í Gíbraltarsundi og biðu svara frá Marokkómönnum við tilboði um að liðið yrði dregið á brott gegn því að samkomulag næð- ist um að hvorugt ríkið yrði með viðbúnað á eynni. Spænskir sérsveitarmenn hröktu í vikunni á brott nokkra Marokkóhermenn sem sendir höfðu verið til eyjarinnar í liðinni viku en eignarhald á henni er umdeilt. Ekki kom til vopnaviðskipta og enginn meiddist, stolt Marokkómanna beið hins vegar hnekki. Spánverjar hafa ráðið eynni frá því á 17. öld. Marokkómenn hafa fordæmt aðgerð Spánverja og segja að um gróft brot á fullveldi Marokkó sé að ræða og aðgerðin hafi jaðrað við stríðsyfirlýsingu. Atlantshafsbandalagið hefur stutt málstað Spán- verja og hvatt til þess að eyjan verði áfram herlaus eins og verið hefur í áratugi en hertaka hennar af hálfu Marokkómanna þykir slæmt fordæmi við lausnir á málum af þessu tagi. Evrópusambandið styður einnig Spánverja en heimildarmenn fullyrða þó að lítil hrifning hafi verið meðal ráðamanna í Brussel yfir ákvörðun Spánverja um að beita valdi til að hrekja Mar- okkómennina burt. Arababandalagið styður Mar- okkómenn og segir að eyjan sé réttmæt eign þeirra. Spænskir embættismenn sögðu í gær að stjórn- völd vildu alls ekki æsa til meiri ófriðar vegna málsins. Ana de Palacio utanríkisráðherra sagði að ef Mohammed VI., konungur Marokkó, eða stjórn hans gæfi út ótvíræða yfirlýsingu um að ekki stæði til að hernema eyjuna á ný. „Engir hafa meiri áhuga en Spánverjar á að halda uppi góðum samskiptum við konungsríkið Marokkó,“ sagði Jose Maria Aznar, forsætisráð- herra Spánar, í gær. Sagði hann það vilja sinn að samið yrði um að hvorug þjóðin reisti fána sinn á skerinu. Einnig vilja Spánverjar að ríkin samein- ist um að halda uppi eftirliti á svæðinu og komi þannig í veg fyrir að Perejil sé bækistöð fyrir smygl á ólöglegum innflytjendum til Spánar. Að- alröksemd Marokkómanna fyrir hernáminu í síð- ustu viku var að eyjan væri notuð sem bækistöð af glæpamönnum. Margvíslegur ágreiningur Spánverjar eru ein helsta viðskiptaþjóð Mar- okkómanna og veita þeim mikla þróunaraðstoð. En ríkin hafa deilt hart um fiskveiðimál og straumur ólöglegra innflytjenda yfir Gíbraltar- sund til Spánar veldur einnig vaxandi ágreiningi. Sundið er aðeins um 20 kílómetrar að breidd og reynir fólk að komst yfir á lélegum og ofhlöðnum smákænum. Oft finnast sjórekin lík flóttamanna á spænskum ströndum, vitað er um dæmi þess að flóttamenn hafi reynt að synda yfir. Annað deilumál er örlög Vestur-Sahara sem Marokkó innlimaði á áttunda áratugnum, svæðið var áður spænsk nýlenda og þar eru miklar fosfat- námur. Íbúar V-Sahara vilja margir sjálfstæði og hafa áratugum samaN barist við hermenn Mar- okkóstjórnar, Sameinuðu þjóðunum hefur ekki tekist að miðla málum í deilunni. Spánverjar styðja kröfur um að efnt verði til þjóðaratkvæðis meðal V-Saharamanna um tengslin við Marokkó. Perejil eða Steinseljan er gróðurlítið sker og ekki er þar föst mannabyggð, hún er um 200 metra frá strönd Marokkó og öðru hverju beita geitah- irðar skepnum sínum þar. Spánverjar eiga frá fornu fari tvær litlar borgir á Marokkóströnd, Ceuta og Melilla. Andspænis borgunum Evrópu- megin er Gíbraltarhöfði sem er bresk nýlenda. Spánverjar tóku Perejil af Portúgölum árið 1668. Ýmsar þjóðir hafa sýnt áhuga á skerinu í ald- anna rás. Bandaríkjamenn vildu hefja þar kola- nám árið 1836. En Bretum leist ekki á hugmynd- ina og brugðu fyrir hana fæti enda flotastöðin í Gíbraltar ein af undirstöðum heimsveldis þeirra og óþarfi að leyfa keppinautum á heimshöfunum að ógna stöðu hennar. Spánverjar vilja að kletta- eyjan verði herlaust svæði Madrid, Ceuta. AP, AFP. ÞAÐ er tekið að spyrjast út að Hitl- er hafi einu sinni átt heima í bænum Leonding í Austurríki. Í marga ára- tugi hafa fáir utan bæjarins vitað að þýski einræðisherrann ólst upp í þessum huggulega bæ, sem er skammt frá borginni Linz. Helst hefðu bæjarbúar viljað að þessi staðreynd yrði þögninni að bráð. En nú í ár var svo komið, að húsið þar sem Hitler átti heima í sex ár, þar til hann var 15 ára, var í slíkri niðurníðslu að hætta stafaði af. Þá varð að ákveða hvort það skyldi endurbyggt eða rifið. Um það urðu heiftarlegar deilur. Sumir bæjarbúa vildu að húsinu yrði haldið við tómu, sem minn- isvarða um smán, en aðrir kröfðust þess að það yrði rifið til grunna. Bæjarstjóranum, Herbert Sperl, sem hefur lýst sjálfum sér sem manni málamiðlana, gast að hvor- ugri hugmyndinni. Þess í stað fékk hann bæjarstjórn- ina til að samþykkja áætlun um að húsið yrði endurbyggt, ekki merkt sérstaklega og notað sem geymsla fyrir líkkistur nærliggjandi útfar- arstofnunar. „Ein leiðin til þess að tryggja að Hitler verði ekki gert hátt undir höfði er að end- urskilgreina hlutverk hússins,“ sagði Sperl. Þótt endurbygging hússins sé þegar hafin eru sumir enn ósáttir. Þeir benda á að á öðrum húsum – fæðingarstað Hitlers í Braunau, skammt vestur af Leonding, og skólanum sem hann gekk í í Fischl- ham – eru minnismerki eða skildir þar sem glæpir Hitlers gegn mann- kyninu eru fordæmdir. Flestir Aust- urríkismenn viðurkenna núorðið að land þeirra var ekki saklaust fórn- arlamb á nasistatímanum heldur virkur þátttakandi. „Ég lagði til að við gerðum [húsið] að minnismerki um þær milljónir gyðinga sem voru myrtar í helför- inni,“ sagði dr. Claudia Müller- Wechselberger, 42 ára læknir á sjúkrahúsinu í bænum. „Það breytir ekki sögunni að gera húsið að ein- hverju sem það hefur aldrei verið. Það er kominn tími til að fólk hér hætti að líta undan og horfist í augu við staðreyndir – Hitler bjó hérna, á meðal okkar.“ Í mars skrifaði hún staðarblaðinu, Oberösterreichische Nachrichten, og sagði að peningunum, sem fara eiga í endurbæturnar á húsinu, um 25 milljónum króna, væri betur var- ið með því að breyta húsinu í minn- ismerki. Viðbrögðin létu ekki á sér standa – og stundum voru þau ógn- vekjandi. Fólk sakaði hana um að varpa neikvæðu ljósi á bæinn með því að vekja athygli á tengslunum við Hitler. Hitler fæddist í Braunau, og ólst þar upp til þriggja ára aldurs. „Hús Hitlers“ í bænum hefur lengi verið notað sem vinnustaður fyrir þroska- hefta, en aðdáendur Hitlers koma þangað í pílagrímsferðir og and- stæðingar nasista koma þangað til mótmælahalds. Gerhard Skiba, bæj- arstjóri í Braunau, segir að orðspor bæjarins sem fæðingarstaðar Hit- lers sé byrði sem bæjarbúar muni ætíð bera. Lucas Dorn-Fussenegger, félagi í flokki græningja, var annar tveggja af níu bæjarfulltrúum í Leonding sem greiddi atkvæði gegn fyrirætl- unum bæjarstjórans. Fussenegger lagði til að húsið yrði merkt í sam- ræmi við sögu þess. Sem heimili Hitlers til 1904, og að settur yrði upp spegill við hlið merkingarinnar „til þess að þeir sem koma að skoða húsið geti séð sjálfan sig og áttað sig á því að umburðarleysið sem leiddi til helfararinnar byrjar með litla manninum“. Horst Wagenhofer, bæjarfulltrúi frelsisflokks Jörgs Haiders, var einnig á móti tillögu bæjarstjórans. Wagenhofer vildi að húsið yrði „rif- ið til grunna fremur en að það verði gert að segulstáli fyrir frjálslynda vinstrimenn og veggjakrotið þeirra“. En skuggi Hitlers mun áreið- anlega hvíla áfram yfir Leonding. Í kirkjugarðinum við hliðina á húsinu hvíla foreldrar hans, Klara og Alois, og eru grafir þeirra alsettar kerta- stubbum, til marks um að margir heimsækja grafirnar. Starfsmenn kirkjugarðsins og fólk sem á leið um ypptir öxlum og segist ekkert vita þegar það er spurt hverjir komi að gröfum foreldra Hitlers. „Það gleður mig að einhver skuli gefa sér tíma til að heiðra minningu þeirra,“ sagði Ilse Maier, 55 ára. Um Hitler sagði hún: „Það er gott að hann skuli hafa átt heima hérna.“ AP Iðnaðarmenn eru í óðaönn að endurbyggja húsið sem Adolf Hitler átti heima í frá 1898 til 1904. Æskuheimili Hitlers vekur harðar deilur Leonding í Austurríki. AP. ’ Ein leiðin til þessað tryggja að Hitler verði ekki gert hátt undir höfði er að endurskilgreina hlutverk hússins ‘ AP Myndir af foreldrum Hitlers, Klöru og Alois, eru á legstein- inum á leiði þeirra í kirkjugarð- inum í Leonding í Austurríki.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.