Morgunblaðið - 19.07.2002, Side 27

Morgunblaðið - 19.07.2002, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2002 27 sóknirnar rfitt er að að bera um þykir jökulinn að rogast jökulinn. alsvert af útföllum, ndan jökl- ir útfallið og senda mælitækin niður,“ segir Óskar. Þegar Morgunblaðið kom við á Skeiðarársandi var hópurinn að mæla vatnsrennsli í lækjum á jökl- inum. Þá er rúmmál farvegarins sem vatnið rennur um mælt og hraðinn mældur með því að láta epli fljóta niður lækinn. Þá er hægt að reikna út hversu margir rúmmetrar af vatni fara um læk- inn á sekúndu. Óskar segir að vatnsrennsli sé mælt á ákveðnu svæði á jöklinum og þannig geti þeir reiknað hversu mikið vatn rennur á yfirborði jökulsins, einn- ig hafi þeir skoðað hversu mikið vatn rennur í gegnum jökulinn og seytlar með botninum. Dr. Fiona Tweed, kennari við Staffordshire-háskóla, segir að við jarðfræðirannsóknir henti mjög vel að hafa blandaðan hóp sér- fræðinga og sjálfboðaliða. „Sjálf- boðaliðarnir hafa ákveðna hluti fram að færa og vonandi gefum við þeim eitthvað í staðinn, eins og að læra að meta jökla, Ísland og íslenska menningu. Stundum sjá þau hluti í jöklinum eða spyrja okkur gagnlegra spurninga. Við gætum t.d. gengið fram hjá ein- hverju sem þau taka hins vegar eftir. Það er gott að fá þessi rann- sakandi og vökulu augu því við er- um vön því að vera í þessu um- hverfi,“ segir hún. Óskar segir tilgang rannsókn- anna vera að skoða vatnsstreymi frá jöklinum. „Við skoðum flóð af öllum stærðum, allt frá venjulegu streymi vatns úr jöklinum yfir í stórflóð á borð við Skeiðarár- hlaupið 1996, þar sem rennslið var u.þ.b. 40–50 þúsund rúmmetrar á sekúndu. Í Kverkfjöllum erum við að skoða flóð sem voru allt að milljón rúmmetrar á sekúndu, eða um 10–20 sinnum stærri en hlaup- ið á Skeiðarársandi. Við erum að reyna að lýsa jökulhlaupum og til- gangurinn er að fá hugmyndir um hvernig þau haga sér og hvers konar myndanir setjast til. Síðan eru þessar niðurstöður notaðar til að túlka setmyndanir t.d. á Mars sem sjást á gervitunglamyndum. Rannsóknirnar hafa varpað nýju ljósi á setmyndun Óskar segir að rannsóknirnar hafi t.d. varpað nýju ljósi á hvern- ig set verður til í jökulhlaupum. Vatn í jökulhlaupum komi af miklu dýpi þar sem frostmark vatns er lægra en við yfirborð jarðar. Þeg- ar vatn belji fram við útföll jökla myndist ísnálar í vatninu á leiðinni upp. Í ísnálunum festist set, þ.e.a.s. aur, sandur og jafnvel möl. „Þetta var ekki þekkt fyrir hlaupið 1996, þá héldu menn að setið væri alltaf að ýtast fram sem massi undir jöklinum,“ segir Óskar. Í Kverkfjöllum segir hann að hópurinn rannsaki Jökulsá á Fjöll- um. „Þar hafa komið a.m.k. tvö stór hlaup sem voru kannski millj- ón rúmmetrar á sekúndu og grófu Jökulsárgljúfur og Ásbygi. Við er- um að skoða þessi gömlu hlaup og líka minni hlaup sem urðu á 18. öld og voru á stærðargráðunni 50– 100 þúsund rúmmetrar, eða tvöfalt Skeiðarárhlaup. Slík flóð myndu valda miklu tjóni í Axarfirði ef þau yrðu núna á okkar dögum.“ Óskar segir að útlit sé fyrir að stórflóð í Jökulsá á Fjöllum hafi komið frá um 60 km breiðu svæði, allt frá Dyngjufjöllum, Kverkfjöllum og úr vestasta hluta Brúarjökuls. „Við skoðum landslagið, mælum seteiningar sem hafa myndast í þessum hlaupum og reynum að áætla hversu mörg hlaup hafi orð- ið í hverjum farvegi.“ Sums staðar megi t.d. sjá hlaupasand milli hraunlaga sem hjálpi vísinda- mönnunum við að tímasetja hlaup- in. „Þessar rannsóknir eru mjög mikilvægar vegna þess að við vit- um jú að allir þessir fjallaskálar í kringum Jökulsá á Fjöllum, í Kverkfjöllum, Hvannalindum og Herðubreiðarlindum, eru í flóðfar- vegi. Með því að vita hvernig flóð haga sér þarna væri mögulegt að rýma svæðið,“ segir Óskar. Vís- indamennirnir hafa skrifað fjölda greina um rannsóknirnar sem hafa verið birtar í virtum vísindaritum á borð við Geology og Journal of Glaciology. Kviksyndi og blautur sandur Þegar Morgunblaðið sótti hóp- inn heim var hann við rannsóknir í vestanverðum Skeiðarárjökli og er aðgengi að jöklinum þar nokkuð erfitt. Um 40 mínútna gangur er frá vegslóðanum að jökulröndinni og þarf að ganga yfir blautan sand og stikla yfir ár á leiðinni. Um einni mínútu eftir að Óskar full- vissaði blaðamann og ljósmyndara Morgunblaðsins um að kviksyndi væri ekki að finna á svæðinu sökk ljósmyndarinn upp að mitti í blautan sand. „Flestum finnst þetta æðislegt þegar þeir hafa sokkið í sandinn,“ segir Fiona Tweed og hlær. „Svo lengi sem veðrið er gott finnst þeim þetta frábært. Þau eru komin hingað til að vinna og finnst gaman að taka þátt í þessu. Það koma svo fáir hingað upp eftir, fæstir, fyrir utan vísindamenn, skoða þennan jökul.“ Óskar segir að sjálfboðaliðarnir kynnist landinu frá allt öðru sjón- arhorni en venjulegir ferðamenn. Óskar segir að Earthwatch hafi gefið vilyrði fyrir styrk vegna rannsóknanna í tvö ár í viðbót. „Á næstu árum munum við trúlega taka til við að rannsaka Mýrdals- sand og hlaup úr Kötlu. Mýrdals- sandur er mjög stórt verkefni og einnig eigum við mikið eftir norð- an Vatnajökuls. Við erum rétt byrjuð að skoða Kverkfjöll, við eigum eftir að fara vestar og skoða betur Dyngjujökul. Einnig að fara niður með farveginum og rannsaka ýmis setlög sem við höf- um fundið og öll gljúfrin.“ Þannig virðast næg rannsóknarefni vera fyrir hópinn næstu árin. ands og greiða hátt í 200.000 krónur fyrir að fá að taka þátt í rannsóknum á jökulhlaupum andað- manna aliða nina@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart ða mjög erfiður yfirferðar. Til að komast að sindahópurinn að ganga í um 40 mínútur í ikla yfir ár, en menn létu það ekki á sig fá. Morgunblaðið/Jim Smart Jarðfræðingarnir Óskar Knudsen og Matthew J. Roberts standa við jökulbrúnina. Vegagerðin hefur styrkt Óskar til að taka þátt í rann- sóknunum á sandinum, en Roberts starfar á Veðurstofu Íslands. Morgunblaðið/Jim Smart Tim Harris, kennari við Staffordshire-háskóla í Bretlandi, sýnir Walter Rector og öðrum áhugasömum sjálfboðaliða klaka úr Skeið- arárhlaupinu 1996 sem hefur varðveist innan í sandi. Morgunblaðið/Jim Smart Vatnsrennsli í lækjum á yfirborði jökulsins er mælt með því að reikna út rúmmál árfarvegarins. Síðan er hraði vatnsins mældur með því að mæla hversu langan tíma það tekur epli að renna niður lækinn. Epli hafa áður reynst gagnlegt verkfæri í raunvísindum, en það átti stóran hlut í uppgötvun þyngdarlögmálsins. eru í ð rann- , sjö retar, in frá æra ndi verða mmtisigl- kkert að or, sem er um. tendo og r unnið m Earth- ds og óp. Jökl- gamál að ég jökla ég kom ður,“ t mjög mjög iðri borðum hlær. num finn- segir ðið forrit- við g veru ið séum a væri úsinu, gra,“ segir hann. „Hér fær maður tæki- færi til að vinna með vís- indamönnum sem eru mjög fram- arlega í sínu fagi, fólki sem maður gæti annars bara lesið greinar eft- ir í vísindatímaritum. Maður lærir svo miklu meira á því að gera hlutina en lesa um þá.“ Rector, sem er 58 ára, hefur áður farið með Earthwatch til Indónesíu þar sem hann vann við aðvernda eðl- ur, Norður-Kanada þar sem verk- efnið var hækkun hitastigs jarð- arinnar og Brasilíu, þar sem fuglar voru viðfangsefnið. Allir vel undirbúnir Rector segir þetta ekki of erfitt. „Earthwatch leggur mikla áherslu á að fólk sé öruggt og því líði ekki illa. Okkur var ráðlagt að taka með okkur hlý og vatnsheld föt. Það kom enginn með tvennar gallabuxur og jakka,“ segir hann og hlær. Rignt hafði þrjá daga í röð áður en Morgunblaðið heim- sótti hópinn. Rector segir að allir hafi verið orðnir mjög þreyttir á rigningunni og játar því að svona sumarfrí hljóti að vera svolítið eins og að taka þátt í Survivor- þáttunum, þar sem fólk þarf að ganga í gegnum ýmsar eldraunir. Þau hafi t.d. þurft að borða und- arlegan mat, og á þá við harðfisk. „Það var reyndar bara gott og ætla ég að taka svoleiðis með mér heim,“ segir hann og brosir. Garry Tucker, 42 ára Nýsjá- lendingur, segir að síðustu þrjú ár hafi hann sótt um að fá styrk frá fyrirtækinu sem hann vinnur hjá til að fara í svona ferð, en árlega eru 24 starfsmenn fyrirtækisins á heimsvísu styrktir til dvalar á veg- um Earthwatch. „Ísland er ein- stakt og mér fannst líka spenn- andi að komast svona nálægt norðurheimskautsbaugi. Ég hef aldrei áður komið á norðurhvel jarðar,“ segir Tucker sem þurfti að leggja á sig 30 tíma flugferð til að komast hingað. Hann kom úr 5° frosti en nú er vetur heima hjá honum. „Þetta er mjög spennandi, hér kemur mjög ólíkur hópur frá mis- munandi hlutum heimsins og býr saman í tjaldbúðum í tvær vikur. Við kynnumst vel og lærum margt um hvert annað,“ segir hann. „Jarðfræðingarnir eru mjög ein- beittir og hafa mikinn áhuga á að skoða sögu jöklanna og ég vil gera allt sem ég get til að hjálpa þeim. Þess vegna kom ég hingað.“ Bretarnir Joanne Jagger, 25 ára, og Steven Percival, 34 ára, voru einnig styrkt af trygginga- fyrirtækinu sem þau vinna hjá til að koma til Íslands. Þau segja dvölina hafa verið nokkuð erfiða, enda hafi veðrið verið leiðinlegt þrjá daga í röð. „Þetta er áskorun, það er það góða við það,“ segir Jagger. Hún segir erfiðast að ganga um blautan sandinn en hún lenti t.d. í því að sökkva í sandinn upp að mitti. „Þetta er gjörólíkt því að vera við skrifborðið allan daginn og vinna. Mér finnst gam- an að vera úti og ganga,“ segir Percival sem hafði aldrei stigið á jökul áður en hann kom til Íslands. Nýta fríið til þess að læra eitthvað nýtt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.