Morgunblaðið - 19.07.2002, Qupperneq 33
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2002 33
SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐFerðamálaráð Íslands
A
B
X
/
S
ÍA
TAYLOR’S
TÍVOLÍ
FUNLAND
Miðbakka Reykjavík
Opið daglega frá kl. 14-23.30
Í ár erum við með
nýjustu tækin í Evrópu.
Sérstök fjölskyldukort í boði
mánudaga til fimmtudaga
SPARIÐ 1.000 kr.
með hverju korti sem inniheldur
50 miða.
Munið! Lokadagur
TAYLOR´S TÍVOLÍ FUNLAND
er 22. júlí.
Sjáumst á Miðbakka!
ÞRIÐJUDAGINN
9. júlí sl. birtist grein í
Morgunblaðinu eftir
Ólaf Örn Arnarson,
lækni, undir fyrirsögn-
inni: „Hver er réttur
sjúklinga?“ Í greininni
fjallar Ólafur um rétt
sjúklinga til þess að
njóta þjónustu af hálfu
heilbrigðiskerfisins og
hvernig heilbrigðis-
kerfið uppfyllir skyldur
sínar gagnvart sjúk-
lingum. Niðurstaða
hans er að heilbrigðis-
kerfið eigi sífellt erfið-
ara með að veita þá
þjónustu sem því er
ætlað samkvæmt gildandi lögum.
Hann bendir m.a. annars á, að marg-
ir hafi ekki eðlilegan aðgang að heil-
brigðisþjónustunni, hundruð aldr-
aðra bíði eftir plássi á
hjúkrunarheimilum og þúsundir
sjúklinga séu á biðlista eftir skurð-
aðgerðum. Í greininni kallar Ólafur
Örn eftir viðbrögðum ýmissa sam-
taka sem málið varðar til að koma
málinu á dagskrá.
Það eru margir sem deila með
Ólafi Erni áhyggjum af ástandinu og
er ég sannfærður um að fjölmörg
samtök eru tilbúin til að taka áskor-
un hans um að setja heilbrigðismálin
í kastljós umræðunnar næstu miss-
erin. Það væri fagnaðarefni ef hægt
væri að skapa samstöðu meðal fag-
fólks í heilbrigðiskerfinu og hags-
munasamtaka við að móta framtíð-
aráherslur m.a í heilbrigðiskerfinu.
Á vettvangi Alþýðusambands Ís-
lands hefur verið ákveðið að hefja
vinnu við að skoða velferðarkerfið,
hvar vel hafi tekist og hvar veikleik-
arnir liggja. Fyrsta verkefnið verður
að skoða heilbrigðiskerfið og ekki
síst út frá réttindum þeirra sem
þurfa á þjónustunni að halda. Um
miðjan ágúst mun velferðarnefnd
ASÍ kalla til sín fjölmarga hags-
munaaðila ásamt sérfræðingum sem
starfa innan velferðarkerfisins, þ. á
m. fulltrúa frá Læknafélagi Íslands,
með það að markmiði að fá sem heil-
stæðasta yfirsýn yfir styrkleika og
veikleika velferðar-
kerfisins. Ákveðið hef-
ur verið að á ársfundi
ASÍ í lok október verði
velferðarmálin aðalmál
fundarins.
Í þeirri vinnu sem
óhjákvæmilega er
framundan við endur-
skoðun á velferðar-
kerfinu er mikilvægt
að tryggja þegnunum
þau réttindi sem sett
eru í lögum. Miðað við
það ástand sem skap-
ast hefur, t.d í heil-
brigðiskerfinu og Ólaf-
ur Örn lýsir í grein
sinni, tel ég að gengið
sé með gróflegum hætti á lögbundin
réttindi sjúklinga.
Samstaða hefur verið um það í ís-
lensku samfélagi að félagsleg rétt-
indi séu hluti af þeim mannréttind-
um sem okkar samfélag byggist á. Í
þessu felst m.a. réttur þegnanna til
að hafa aðgang að fullkomnu heil-
brigðiskerfi án tillits til efnahags og
félagslegrar stöðu. Í umræðunni um
rekstrarvanda heilbrigðiskerfisins
finnst mér lítið fara fyrir þessu
grundvallaratriði.
Fjárhagsvandi spítalans er
ekki hans vandi
Í umræðunni um fjárhagsvanda
Landsspítala - háskólasjúkrahúss er
nær eingöngu talað um hvað spít-
alinn hafi farið mikið fram úr fjár-
veitingum, eins og þeir sem þar
stjórna séu að setja peninga í eitt-
hvað annað en þeim ber. Það er lítið
rætt um að spítalinn hafi skyldur við
þegna þessa lands og honum beri að
taka við öllum þeim sem nauðsyn-
lega þurfa á læknisaðstoð að halda.
Maður fær það á tilfinninguna að
fólkið sem á rétt á þjónustunni sam-
kvæmt íslenskum lögum sé orðið
aukaatriði en aðalatriðið sé að stand-
ast fjárhagsrammann. Ég er ekki
þar með að segja að ekki eigi að vera
aðhald í heilbrigðiskerfinu heldur
hitt að saman verða að fara skyldur
spítalans og fjárhagslegir mögu-
leikar til að standa undir þeim skyld-
um. Ég hef miklar efasemdir um að
þetta tvennt fari saman í dag.
Ef Landsspítalinn - háskóla-
sjúkrahús er eingöngu að sinna lög-
bundnum skyldum sínum er það
ekki hans vandamál að fjármagn
skorti, vandamálið er fólgið í því að
honum eru ekki tryggðir þeir fjár-
munir sem eru forsenda þess að
spítalinn geti gegnt lögbundnu hlut-
verki sínu.
Það er einkennilegt að hugsa til
þess að það skuli vera sömu menn-
irnir sem setja lög um réttindi þegn-
anna og skammta fjármagnið en svo
naumlega að fyrirfram er vitað að
ekki er hægt að tryggja þau réttindi
sem þeir sjálfir hafa þó lögfest.
Hér komum við að þeirri grund-
vallarspurningu sem við þurfum að
svara; hvernig viljum við fjármagna
velferðarkerfið? Mér sýnist stefna
núverandi stjórnvalda vera að sigla í
strand og ekki verði haldið lengra á
þeirri braut. Spurningin er hvort
ekki sé nauðsynlegt að tryggja vel-
ferðarkerfinu fastari tekjustofna en
nú er.
Ég tek undir orð Ólafs Arnar um
mikilvægi þess að næstu alþingis-
kosningar snúist um framtíð velferð-
arkerfisins. Það er skylda stjórn-
málaflokkanna að leggja fram
skýrar hugmyndir um framtíð vel-
ferðarkerfisins og ekki síst hvernig
eigi að fjármagna það.
Næstu kosningar
snúist um framtíð
velferðarkerfisins
Þorbjörn
Guðmundsson
Heilbrigðiskerfið
Mér sýnist stefna
núverandi stjórnvalda
vera að sigla
í strand, segir
Þorbjörn Guðmunds-
son, og ekki verði haldið
lengra á þeirri braut.
Höfundur er formaður velferðar-
nefndar ASÍ og starfsmaður
Samiðnar.
SEM kunnugt er
hefur það farið vax-
andi, að veiðimenn
sleppi aftur þeim laxi,
sem þeir veiða, og var
hlutfall slepptra laxa
komið í 12% af heild-
arveiði á síðasta
sumri. Nú í sumar
hafa stangaveiðimenn
verið hvattir til að
sleppa stórum löxum
en þeim hefur farið
hlutfallslega fækkandi
í veiði á undanförnum
árum. Má því reikna
með verulegri aukn-
ingu í fjölda slepptra
laxa á þessu sumri og
komandi sumrum.
Nákvæmni í veiðiskráningu
Aukning í sleppingum á laxi get-
ur óhjákvæmilega valdið óná-
kvæmni í veiðiskráningu, bæði
vegna ofskráningar, þar sem sami
laxinn er veiddur oftar en einu
sinni, og vegna vanskráningar, þar
sem skráning veiðimanna á feng
sínum á árbakkanum skilar sér
ekki í veiðibækur. Af þessum or-
sökum er hætta á, að veiðitölur úr
veiðibókum gefi ónákvæmari upp-
lýsingar en áður um stærð laxa-
göngunnar í ána og samanburður
við veiði fyrri ára verði minna
marktækur. Þetta á sérstaklega
við, ef og þegar fjöldi slepptra laxa
verður orðinn um og
yfir helmingur af
skráðri veiði, sem
þegar er orðið algengt
í mörgum löndum
með mikla stanga-
veiði, svo sem í Kan-
ada og Rússlandi.
Viðhalda þarf góð-
um veiðiskýrslum
Skráning á afla í
stangaveiði hér á
landi hefur verið mjög
nákvæm og með því
besta sem gerist í
heiminum. Kemur þar
til hagstæð laxveiði-
löggjöf, góð yfirsýn opinberra að-
ila, takmarkaður stangafjöldi í
veiðiám og góð aðstaða í veiði-
húsum til skráningar í veiðibækur
í lok veiðidags. Mæling og skrán-
ing á þeim laxi, sem sleppt er, er
hinsvegar mun erfiðari, þar sem
mæla þarf laxinn í vatni við ár-
bakkann og skrá mælingu á sér-
stök blöð sem síðan eru afrituð í
veiðibók, þegar komið er í veiði-
hús. Við slík skilyrði er þónokkur
hætta á, að skráning fari úrskeiðis
og um vanskráningu verði að
ræða. Hinsvegar er mjög brýnt að
viðhalda því nákvæma skráning-
arkerfi, sem byggt hefur verið upp
hér á landi.
Skráning á árbakkanum
Í ljósi þessa er ástæða til að
hvetja veiðimenn til að vanda til
skráningar á þeim löxum, sem þeir
sleppa. Ekki þarf að þyngdarmæla
slíka fiska, þar sem hægt er að fá
haldgóðar upplýsingar um þyngd
út frá lengdarmælingu. Til sam-
ræmingar væri hinsvegar æskilegt
að auka skráningu á lengd hjá
lönduðum laxi auk þyngdarmæl-
ingar.
Til að tryggja góðar veiði-
skýrslur er því nauðsynlegt, að
veiðimenn séu vel útbúnir við ána
með málband, blað og skriffæri til
þess að mæla lengd og skrá upp-
lýsingar um sleppta laxa og muna
að afrita upplýsingarnar í veiðibók
þegar þeir koma í veiðihús.
Laxveiðin í sumar
Árni
Ísaksson
Laxaslepping
Nákvæm skráning
veiddra laxa er nauðsyn,
segir Árni Ísaksson, og
ástæða er til að hvetja
veiðimenn til að vanda
til skráningar á þeim
löxum, sem þeir sleppa.
Höfundur er veiðimálastjóri.
4 stk. í pakka verð kr. 2.300.
Kanna í stíl kr. 2.995.
5 mismunandi gerðir.
PIPAR OG SALT
Klapparstíg 44 Sími 562 3614
DARTINGTON GLÖS