Morgunblaðið - 19.07.2002, Side 34

Morgunblaðið - 19.07.2002, Side 34
UMRÆÐAN 34 FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Matarvenjur almenn- ings eru áhyggjuefni, enda sýna rannsóknir að tíðni offitu bæði hér á landi og annars stað- ar í Evrópu og Banda- ríkjunum hefur farið ört vaxandi og er í dag eitt alvarlegasta heilsufarslega vanda- málið sem nútímaþjóð- félög þurfa að fást við. Heilsu- og lífsstíls- könnun Gallup Gallup hefur nú ný- verið lokið viðamikilli könnun á heilsufari og lífsstíl Íslendinga. Markmiðið með henni er að safna greinargóðum upplýsingum um heilsufar þjóðarinnar. Í könnuninni er meðal annars spurt um matar- ræði, tóbaks- og áfengisneyslu, hreyfingu og útivist, sjúkdóma, slys, streitu og lífsgæði, starf og starfs- aðstæður, lyfjanotkun, tannhirðu og skoðanir fólks á íslenska heilbrigð- iskerfinu. Fullyrða má að rannsóknir af þessu tagi séu nauðsynleg forsenda fyrir öflugu forvarnarstarfi í þessum málaflokki. Hér á landi hafa ýmsir aðilar komið að rannsóknar- og for- varnarstarfi með ágætum árangri. Má þar meðal annars nefna land- læknisembættið, áfengis- og vímu- varnaráð Íslands, SÁÁ, tóbaksvarn- arnefnd, Vinnueftirlit ríkisins, manneldisráð, Krabbameinsfélag Ís- lands, Hjartavernd og ýmsa fleiri. Ýmislegt bendir til þess að forvarn- arstarf þessara aðila hafi skilað nokkrum árangri nú þegar. Tíðni ÁHUGI á tengslum atferlis og sjúkdóma hefur farið vaxandi á und- anförnum áratugum. Á Vesturlönd- um hefur náðst umtalsverður árang- ur í baráttunni við smitsjúkdóma en eftir stendur að ýmsir menningar- tengdir sjúkdómar, eins og krans- æðasjúkdómar, krabbamein og áunnin sykursýki leiða til ótímabærs heilsubrests eða jafnvel dauða meðal almennings. Það er ýmislegt í atferli nútímamanneskjunnar sem getur talist til áhættuþátta fyrir þessa helstu sjúkdóma samtímans. Má þar meðal annars nefna reykingar, of- neyslu áfengis, streitu, hreyfingar- leysi, mataræði sem einkennist af fitu- og kólesterólsríkri fæðu og ofát. reykinga meðal landsmanna hefur lækkað verulega og mælingar Hjartaverndar á blóðfitu og blóð- þrýstingi sýna töluverða lækkun á undanförnum árum. Hlutfall græn- metis og ávaxta í mataræði lands- manna hefur einnig aukist og það sama má segja um reglubundna lík- amsþjálfun. En hvað með streitu? Þær breytingar sem hafa orðið á lífsmynstri almennings á Vestur- löndum síðustu áratugina gera sífellt meiri kröfur til einstaklinga bæði í starfi og innan heimilanna. Sífellt fleirum veitist erfitt að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til þeirra í starfi og eiga um leið nægan tíma til að verja með maka og börnum. Þetta hefur meðal annars leitt til aukinnar streitu í vestrænum samfélögum og bendir ýmislegt til þess að áhrif streitu og streitutengdra sjúkdóma taki enn meiri toll af heilsu nútíma- mannsins þegar fram líða stundir. Rannsóknir hafa sýnt að langvarandi streita getur leitt til aukins álags á hjarta og æðakerfi líkamans, dregið úr virkni ónæmiskerfisins og aukið á andlega vanlíðan, eins og kvíða og þunglyndi. Streita tengist einnig óhollum lífsstíl eins og ofneyslu áfengis, reykinga, neyslu óhollrar fæðu og ónógri líkamshreyfingu. Það er athyglisvert í þessu samhengi að skoða niðurstöður úr Heilsu- og lífs- stílskönnun Gallup, en þar kemur fram að hlutfall þeirra sem reykja daglega er mun hærra hjá þeim sem eru frekar eða mjög stressaðir en þeirra sem eru lítið eða ekkert stressaðir (mynd 1). Einnig er hlut- fall þeirra sem taka oftast eða alltaf inn verkjalyf þegar þeir finna fyrir verk mun hærra á meðal þeirra sem eru frekar eða mjög stressaðir en meðal þeirra sem eru lítið eða ekkert stressaðir (mynd 2). Í framhaldi af þessu er athyglis- vert að skoða tölur frá Vinnueftirlit- inu í Bretlandi, en þar er áætlað að um fimm milljónir starfandi Breta séu illa haldnir af vinnutengdri streitu og að um hálf milljón manna eigi við veikindi að stríða sem rekja megi beint til streitu. Áætlað hefur verið að þetta þýði um 6,7 milljónir tapaðra vinnudaga á ári, sem kosti breskt þjóðfélag um 3,7 til 3,8 millj- arða punda ár hvert (miðað við verð- lag fyrir árin 1995-1996). Við höfum því miður ekki sam- bærilegar tölur handbærar fyrir ís- lenskt atvinnulíf en niðurstöður úr Heilsu- og lífsstílskönnun Gallup benda eindregið til þess að vinnu- tengd streita sé einnig alvarlegt vandamál hér á landi. Í töflu 1 má sjá að 27% Íslendinga telja sig finna oft fyrir streitu í starfi sínu og 11% þeirra telja að það hafi neikvæð áhrif á frammistöðu sína í starfi. Einnig er athyglisvert að rúmlega 18% Íslend- inga telja að streita hafi neikvæð áhrif á starfsandann á sínum vinnu- stað. Sjá töflu. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Ís- lands fyrir apríl 2002 voru 157.100 Íslendingar á aldrinum 16 til 74 ára í föstu starfi. Miðað við niðurstöður Heilsu- og lífsstílskönnunar Gallup má því gera ráð fyrir að um 42.000 Íslendingar finni oft fyrir streitu í starfi sínu, að rúmlega 17.000 þeirra telji að streita hafi oft slæm áhrif á frammistöðu þeirra í starfi og að um 29.000 telji að streita hafi oft nei- kvæð áhrif á starfsandann á þeirra vinnustað. Þetta eru stórar tölur og sýna að mikil þörf er á að fyrirtæki hér á landi fari að huga betur að and- legri velferð starfsmanna sinna. Það má einnig ljóst vera að ef hlutfalls- legur kostnaður vegna streitu og streitutengdra sjúkdóma er svipaður hér á landi og er í Bretlandi myndu markvissar aðgerðir gegn streitu ekki aðeins auka á lífsgæði starfandi Íslendinga heldur einnig vera fjár- hagslega hagkvæmar fyrir atvinnu- lífið. Það er ljóst að slíkar upplýsingar um heilsufar Íslendinga eru nauð- synleg forsenda fyrir markvissu for- varnarstarfi hér á landi. Til stendur að gera Heilsu- og lífsstílskönnun Gallup árlega, sem gefur hagsmuna- aðilum á sviði forvarna ómetanlegt tækifæri til að fylgjast með þróun heilsufars íslensku þjóðarinnar á næstu árum og þannig meta árangur eigin forvarnastarfs. Tíðni vinnutengdrar streitu meðal almennings á Íslandi Daníel Þór Ólason Atferli Niðurstöður úr Heilsu- og lífsstílskönnun Gallup benda eindregið til þess, segja Daníel Þór Ólason og Þóra Ásgeirsdóttir, að vinnutengd streita sé alvarlegt vandamál hér á landi. Höfundar eru sérfræðingar hjá IMG-Gallup. Þóra Ásgeirsdóttir Tafla 1: Tíðni vinnutengdrar streitu meðal almennings á Íslandi. Oft Stundum Sjaldan eða aldrei Hversu oft finnur þú fyrir streitu í starfi? 27% 44,3% 28,7% Telur þú að streita hafi neikvæð áhrif á frammistöðu þína í starfi? 11% 35,5% 53,4% Telur þú að streita hafi neikvæð áhrif á starfsandann á vinnustað þínum? 18,6% 39,7% 41,8% Rannsóknin var póstkönnun á meðal 2000 íslendinga sem valdir voru með slembiaðferð úr þjóð- skrá. Svarhlutfall var 54%. alltaf á þriðjudögum ÍÞRÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.