Morgunblaðið - 19.07.2002, Síða 39

Morgunblaðið - 19.07.2002, Síða 39
EINS og fram hefur komið er lax- veiði víða að glæðast eftir erfiða byrjun. T.d. hefur verið líflegt á bökkum Elliðaánna síðustu daga. Dagveiðin í Elliðaánum hefur farið upp í 22 laxa og líflegar göngur komu í ána á dögunum. Lax er nú dreifður um alla á og síðustu daga hefur verið fallegt sjónarspil fyrir vegfarendur sem hafa horft ofan á torfuna ofan við Árbæjarstíflu. Lax um allt Sog Um síðustu helgi voru komnir 23 laxar á land úr Soginu og veiddust þeir flestir á örfáum dögum. Í vik- unni hefur síðan verið að reytast bærilega. Lax er kominn á öll svæði, minnst þó efst, á Syðri Brú þar sem einn var kominn á land, en menn höfðu þó misst fleiri. Ásgarður var með 13 laxa, Alviðra 6 og Bíldsfell 3 laxa. Í Bíldsfelli voru auk þess komn- ar 102 bleikjur og 56 í Ásgarði. Sil- ungasvæði Ásgarðs hefur verið gjöf- ult, en alvöru tölur fást þar sjaldan því ýmsir skrá aðeins brot af afla sín- um á svæðinu. Lifnar yfir… Lifnað hefur yfir Gljúfurá, Krossá og Reykjadalsá í Borgarfirði. Þessar ár hafa allar loks gefið sína fyrstu laxa, þrír veiddust í Reykjadalsá í Borgarfirði, allir smáir og þar hafa auk þess veiðst þó nokkrar fallegar bleikjur, 2-3 punda. Menn eru farnir að sjá laxa víða í Gljúfurá, enda gat lax komist upp úr grunnum ósnum eftir að rigndi loksins. Alveg dæmi- gert fyrir Gljúfurá var að mjög góð veiði hefur verið í Straumunum af og til meðan laxinn komst ekki í Gljúf- urá vegna þurrka. Glæðist í Sogi og Elliðaám Sara Dögg Jónsdóttir, 6 ára, með Maríulaxinn sinn úr Fosskvörn í Elliðaánum, 7 punda hæng. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Markaður í Skagafirði MARKAÐUR verður haldinn í sam- komutjaldinu í Lónkoti í Skagafirði sunnudaginn 28. júlí. Hefst markað- urinn kl. 13 og stendur til kl. 18. Sölufólk getur aflað sér upplýsinga og pantað söluborð hjá Ferðaþjón- ustunni Lónkoti. Markaðir í Lónkoti eru haldnir síðustu sunnudaga í júlí og ágúst. ÞREYTA er ein af aðalorsökum umferðarslysa. Um síðustu helgi urðu að minnsta kosti tvö alvarleg umferðarslys sem rekja má til þreytu. En hvað er til ráða? Með því að skipuleggja ferðina okkar fyrirfram getum við sparað tíma, peninga og komið í veg fyrir óþarfa streitu og þreytu. Hvað mun ferðalagið taka marga tíma? Skynsamlegt er að stoppa á tveggja tíma fresti, teygja úr sér og njóta náttúrunnar. Forðumst að leggja snemma af stað að morgni þe. eftir lítinn svefn eða strax eftir þunga hádegismáltíð, slys af völdum þreytu eru algeng á þessum tím- um. Langt ferðalag eftir fullan vinnudag býður hættunni heim. Skyn- samlegt er að hafa varaökumann sem getur tekið við ef þreytan verður óbærileg. Ýmis lyf geta stuðlað að þreytu. Ráðfærum okkur við sér- fræðingana sem skaffa lyfin. Ekki freista þess að klára ferðina ef þreytan sverfur að, það gæti mistekist. Skynsamlegast er að leggja bílnum á öruggum stað og kúra í kortér. Svefn er eina meðalið við þreytu. Komum heil heim… Frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2002 39 SAMGÖNGURÁÐHERRA, sem er ráðherra ferðamála, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fagnað er að tekist hafi að leysa málefni víkinga- skipsins Íslendings og því frum- kvæði sem bæjarstjórn Reykjanes- bæjar tók í málinu. „Í næstum tvö ár hefur ríkt óvissa um framtíð skipsins og er því for- ganga Reykjanesbæjar um lausn málsins sérstakt fagnaðarefni. Í Njarðvík, nýrri heimahöfn skipsins, mun það fá hlutverk sem skipinu sæmir og mun það efla íslenska ferðaþjónustu. Er öllum sem að þessu verki hafa komið óskað til hamingju með þetta framfaraskref. Vegna árþúsundamótanna fór fram umfangsmikil kynning á Ís- landi vestanhafs á árinu 2000. Sá lið- ur kynningarinnar sem fékk mesta athygli var sigling víkingaskipsins og náði umfjöllun fjölmiðla til millj- óna manna. Sérstakan áhuga vakti framganga áhafnarinnar enda ekki á allra færi að sigla yfir Atlantshafið við aðstæður sem tíðkuðust fyrir þúsund árum. Gunnar Marel Eggertsson, sem smíðaði skipið og var jafnframt skip- stjóri þess, stóð í eldlínunni og vakti mikla athygli fjölmiðla vestanhafs. Það kom því engum á óvart þegar Gunnar hlaut fjölmiðlabikar Ferða- málaráðs árið 2000. Ferðaþjónustan kom þannig á framfæri við hann og áhöfnina alla innilegu þakklæti fyrir frábærlega unnin störf í þágu grein- arinnar. Samgönguráðherra færir öllum sem að því komu að fá Íslending heim á ný sínar bestu þakkir.“ Fagnar því að Íslend- ingur sé á heimleið Tilkynning frá samgönguráðuneytinu Barna- hátíð á Ingólfstorgi LAUGARDAGINN 20. júlí nk. verð- ur haldin barnahátíð á Ingólfstorgi á vegum Ungmennahreyfingar Rauða kross Íslands í Reykjavík. Hátíðin er liður í verkefninu „Gegn ofbeldi“, sem unnið er innan Ungmennahreyf- ingar Rauða kross Íslands. Á hátíð- inni verður margt skemmtilegt í boði, m.a. leiktæki af ýmsum toga, andlitsmálun o.fl. Þá verður gestum boðið upp á að taka táknræna af- stöðu gegn ofbeldi með handþrykki. Hátíðin hefst kl. 13.00 og lýkur kl. 17.00. Gönguferðir í Herðubreið- arfriðlandi LANDVERÐIR í Herðubreiðarfrið- landi og Öskju bjóða í sumar upp á gönguferð á laugardögum kl. 14 frá bílastæði við Vikraborgir inn að Öskjuvatni og Víti. Fjallað verður um sögu og náttúrufar svæðisins, sem er margbrotið og áhugavert. Gangan tekur um eina og hálfa klukkustund, hún er öllum fær og þátttakendum að kostnaðarlausu. Leiðrétt Heiðursgestur á hönnunarsýningu Í frétt um hönnunarsýningu í Epal í blaðinu á dögunum var ranglega sagt að Michael Young hefði verið heiðursgestur á Kortrijk Design- hönnunartvíæringnum í október sl. Rétt er að hann verður heiðursgest- ur þar næstkomandi október. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Sjö sóttu um stöðu skatt- stjóra Vest- fjarða HINN 14. júlí sl. rann út umsókn- arfrestur um stöðu skattstjóra Vest- fjarðaumdæmis. Sjö umsóknir bár- ust um stöðuna og eru nöfn umsækjenda sem hér segir: Álfheið- ur D. Gunnarsdóttir, Björn Jóhann- esson, Guðrún Björg Bragadóttir, Ólafur Páll Gunnarsson, Pétur Björnsson, Valdimar Tómasson og Þórir Jóhannesson. Fjármálaráðherra mun skipa í stöðu skattstjóra Vestfjarðaum- dæmis frá og með 1. september nk. til næstu fimm ára. LAUGARDAGINN 20. júlí verður nýtt sýningarhús vígt við Byggða- safnið í Skógum og sýningin Sam- göngur á Íslandi opnuð. Sam- gönguráðherra, Sturla Böðvarsson, mun opna sýninguna. Þetta er sýn- ing á samgöngutækjum og tækni- minjum frá árdögum vélaaldar á Íslandi og fram yfir miðja 20. öld, auk ýmissa muna frá 19. öld. Lögð er áhersla á að lýsa þeirri sam- göngubyltingu sem tilkoma vél- araflsins hafði í för með sér. Í sýningarskrá segir m.a.: „Á ör- fáum áratugum urðu aldahvörf í tæknimálum Íslendinga þegar raf- orka og vélarafl héldu innreið sína í gamalgróið samfélag og þúsund ára kyrrstaða í samgöngum og tæknilegum efnum var rofin.“ Það er Byggðasafnið í Skógum sem stendur að sýningunni en sam- starfsaðilar eru Þjóðminjasafn Ís- lands, Vegagerðin og Íslandspóst- ur, en þessir aðilar hafa lánað Skógasafni marga muni sem prýða munu sýninguna. Nýja sýningarhúsið er 1510 ferm. að stærð, límtréshús klætt yleiningum. Teiknistofan Arkís ehf. hefur séð um hönnun hússins í samstarfi við Límtré hf. og Ístak hf. Í húsinu verður gestamóttaka, kaffistofa, safnverslun og um 1100 fermetra sýningarsvæði þar sem tækniminj- ar af ýmsum toga verða til sýnis, auk ökutækja af öllum stærðum og gerðum, allt frá upphafi bílaaldar á Íslandi og fram á okkar daga. Menntamálaráðuneytið styrkti byggingu hússins, en einnig hefur safnið fengið fjárveitingu frá Al- þingi og styrki til verkefnisins frá ýmsum aðilum. Björn G. Björnsson hefur hann- að sýninguna og séð um uppsetn- ingu hennar. Hér er um að ræða 1. áfanga þessa verkefnis, en áætlað er að uppbygging þessarar sýning- ardeildar taki um tvö ár og að yf- irlitssýning um samgöngur á Ís- landi frá landnámi til okkar daga verði opnuð árið 2004, en þá verða liðin 100 ár frá komu fyrstu bif- reiðarinnar til landsins. Nýtt sýningarhús vígt í Skógum Nýtt vefumsjónarkerfi opnað á Hornafirði NÝTT „hótel“ hefur verið tekið í notkun á Hornafirði, en það nefnd- ist Vefhótel Galdurs. Vefhótelið er vefumsjónarkerfi sem gerir öllum kleift að búa til sinn eigin vef með lítilli fyrirhöfn og litlum tilkostn- aði. Vefhótel Galdurs hentar sér- staklega vel einstaklingum, félaga- samtökum og litlum og meðalstór- um fyrirtækjum sem vilja stíga það nauðsynlega skref að verða sýnileg á internetinu. Vefhótel fyrir venjulegt fólk Allir geta unnið í kerfinu og þarf enga sérkunnáttu til þess að búa til síður og viðhalda efni þeirra. Það eina sem þarf er nettengd tölva og venjulegur vefskoðari. Til þess að búa til vef með venjulegum efnissíðum þarf ein- ungis að hafa svokallaðan grunn- aðgang, sem kostar aðeins 1.500 kr. á mánuði. Innifalið er eitt af fjölmörgum stöðluðum útlitum, að- gangur að vefumsjónarkerfi og tengill á Heimasíðu Hornfirðinga, horn.is. Ótal möguleikar Auk grunnaðgangs býður Gald- ur ehf. uppá ýmsar sérlausnir sem tengja má við vefhótelið. M.a. má nefna sérhannað útlit, fréttakerfi, póstlistakerfi, fyrirspurnakerfi, póstsendingaform o.fl. Galdur ehf. er austfirskt fyr- irtæki á sviði Internetlausna, graf- ískrar hönnunar og upplýsinga- miðlunar. Einnig starfrækir Galdur frétta- og upplýsingavefinn horn.is. Fyrirtækið er til húsa í Ný- herjabúðum og hefur hefur starfað í um níu mánuði. Eigendur Gald- urs eru Heiðar Sigurðsson vef- hönnuður og Sigurður Mar Hall- dórsson ljósmyndari. Nánari upplýsingar er að finna á www.galdur.is/vefhotel.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.