Morgunblaðið - 19.07.2002, Page 40
40 FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
!
"
# !
#
$ BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
ÞEIR, sem tíðum leggja leið sína í
kirkju, veita ýmsu athygli, sem þeir,
er lítt sækja slík hús, verða ekki var-
ir. Ég geri ráð fyrir, að fólki, sem
sækir ekki kirkju nema á hátíðum og
tyllidögum, sé að miklu leyti sama,
hvernig guðsþjónustan fer fram.
Ég er tíðum í kirkju, oftast í minni
sóknarkirkju, enda hæg heimatökin.
Prestar eru tveir, og skiptast þeir á
um að messa. Vinna einnig saman,
eins og við fermingar barna. Er slíkt
til mikillar fyrirmyndar, því að illt er,
ef slíkt verður nokkurs konar reip-
dráttur. Báðir eru prestarnir áheyri-
legir. Þeir stíga báðir í ræðustólinn,
en standa ekki fyrir framan altarið
við ræðupúlt, eins og sagt er, að sum-
ir prestar séu farnir að gera. Mikill
kostur er það, er prestar eru skýr-
mæltir og liggur hátt rómur, því að
þá heyra kirkjugestir betur til þeirra.
Staðreynd er, að margir hinna trygg-
ustu kirkjugesta er eldra fólk, sem
heyrir ekki jafn vel og það gerði á sín-
um yngri árum.
Ég hef tekið eftir því, að prestar
fara dálítið misjafnt með trúarjátn-
inguna. Sumir tala um upprisu
mannsins, en aðrir holdsins. Ég lærði
hið síðarnefnda hjá mínum presti fyr-
ir ferminguna, hvað sem um það má
segja eða hvort réttara er. Svo mikið
er þó víst, að í dönsku sálmabókinni
stendur: „Ködets opstandelse“.
Þetta var nú um upprisuna. En nú
er ég eiginlega kominn að aðalefni
þessa bréfs. Í seinni tíð er altaris-
ganga í hverri guðsþjónustu, sem
tekur að vonum all-langan tíma, ef
margt fólk er í kirkju. Þar að auki á
fólk að standa talsverðan tíma, áður
en altarisgangan fer fram. Þetta er
hrein viðbót við stöður fólks í kirkju
áður. Þetta reynir mjög á gamalt
fólk, sem margt er orðið þreytt í fót-
um.
Ég er ekki á móti altarisgöngum
sem slíkum, en mér finnst, að þær
þurfi ekki að vera í hverri guðsþjón-
ustu. Áhrif þeirra verða þá minni.
Þegar ég var fermdur á sínum tíma
var altarisgangan ekki samtímis og
fermingin fór fram, heldur síðar. Ég
held nú raunar, að ég hafi ekki mætt
við þá altarisgöngu, því að þá var ég
kominn í vegavinnu, enda talinn full-
orðinn maður að þeirra tíma hætti.
Ég hef oft mætt í guðsþjónustur í
Danmörku, sem fara að miklu leyti
fram eins og hér, enda er íslenska
þjóðkirkjan arftaki dönsku kirkjunn-
ar. Þeir biðja þar fyrir drottningu og
manni hennar á stólnum, og nefna
þau með nafni. Gott er, að slíkt skuli
ekki viðhaft hér á landi. Við lítum
ekki upp til yfirvalda, veraldlegra
sem andlegra, á svipaðan hátt og
margar aðrar þjóðir. Við erum meiri
jafnaðarmenn í hugsun, guði sé lof!
AUÐUNN BRAGI
SVEINSSON,
Hjarðarhaga 28, Reykjavík,
Nokkur orð
frá kirkjugesti
Frá Auðuni Braga Sveinssyni:
ÍSLENDINGAR njóta um þessar
mundir aðdáunar erlendra þjóða fyr-
ir varðveislu ósnortinna víðerna. Ný-
mæli er að hingað
streymir fjöldi as-
ískra ferðalanga
sem aldrei hafa
augum litið
ósnortið land.
Fréttir af þessu
einstæða eylandi
náttúruperlna
hafa borist um
veröldina og Ís-
lendingar veg-
samaðir fyrir að
láta eyðileggingu sögualdar vera sér
víti til varnaðar og að hafa ekki látið
auðhyggjuáróður nútímanns byrgja
sér sýn. Hjá öllum þjóðum vegur
þungt að hafa það gott og helst meira
þótt skammvinn velmegunin sé of oft
tekin út á framtíðina. Það er þegar
komandi kynslóðum er ætlað að
blæða fyrir valdadrauma skamm-
sýnna pólitíkusa. Um veröldina þvera
og endilanga eru misvitrir stjórnend-
ur að eyða ósonlaginu og nýta til þess
áróður sem engin rök stenst. Valds-
menn vona að þegar afleiðingar gerða
þeirra verða lýðum ljósar séu þeir
ekki til að svara til saka fyrir voðann
sem af mun hljótast. Samkvæmt nátt-
úrulögmáli þarf ég ekki að óttast
eyðileggingu láðs og lagar og það að
ganga með súrefnisgrímu og færa bú-
stað minn hærra upp á landið. En ég
á börn og barnabörn og ég óttast um
framtíð þeirra og komandi kynslóða
ef svo heldur sem horfir.
Gífurlegum fjármunum er nú varið
í að blekkja alþýðu allra landa til að
hún trúi því sem stjórnvöld segja
henni og fer aðferðin eftir stöðu
hverrar þjóðar. Fátækar eru gjarnan
beittar harðræði en hinar blekktar
með glansmyndum og lygum. Meng-
un hverskonar og kjarnorkuúrgang-
ur gengur nú kaupum og sölum og er
orðin algeng skiptimynt milli þjóða.
Skipulögðum glæpasamtökum sýnist
í þessu, eins og í mansali, meiri gróði
og minni áhætta en eitursölu og öðr-
um hefðbundnum myrkraverkum og
því kærkomin viðbót til að svala
græðginni.
Ágætu landar mínir, horfum fram
á veginn og látum ekki loforð inn-
lendra og erlendra draumóra- og
fjárglæframanna glepja okkur sýn á
hvað okkur er fyrir bestu til lengri
tíma litið. Loft, láð og lögur eru und-
irstaða alls lífs, ef við spillum því er
voðinn vís.
Jesús sagði um ofsóknarmenn
sína: Fyrirgefið þeim því þeir vita
ekki hvað þeir gera. Það er ekki hægt
að segja slíkt um þá sem nú vilja
fórna ósnortinni náttúru Íslands fyrir
pólitískan frama sinn því viðvaranir
við gerðum þeirra eru á hverju strái.
Í náinni framtíð verður rafmagn
framleitt með vistvænum hætti og
flest annað en eiturspúandi stóriðja
mun fleyta mönnum fram á veginn.
Jarðvarmi og vindorka eru að þróast
til framleiðslu rafmagns og sól og
sjávarföll eru sjálfbær náttúruauðæfi
sem bíða við bæjardyrnar.
ALBERT JENSEN,
Sléttuvegi 3, Reykjavík.
Ísland – undur veraldar
Frá Alberti Jensen:
Albert
Jensen