Morgunblaðið - 19.07.2002, Side 46

Morgunblaðið - 19.07.2002, Side 46
ÞAÐ VERÐUR án efa glatt á hjalla á Þórshöfn um helgina en þá verður í annað sinn blásið til Kátra daga þar í bæ. Að sögn Sigfúsar Ólafssonar ferðamálafulltrúa er á hátíð- inni fyrst og fremst reynt að höfða til fjölskyldufólks þó að sjálfsögðu séu allir velkomnir. „Þetta er fjölskyldu- og menningarhátíð í senn. Til- gangurinn með henni er auð- vitað sá að hér safnist saman fólk, sýni sig og sjái aðra og eigi saman ánægjulega stund.“ Aðspurður hvort einhver sérstök ástæða sé fyrir því að þessi tiltekna helgi hafi orðið fyrir valinu segir hann tilfinn- ingu heimamanna fyrir góðu veðri hafa ráðið þar mestu um: „Við hugsum þetta ekki sem verslunarmannahelg- arhátíð og ákváðum að halda þetta í júlí vegna þess að við erum að veðja á góða veðrið. Það stefnir allt í það að besta veðrið á öllu landinu verði hérna hjá okkur um helgina,“ sagði Sigfús. Dagskráin um helgina er mjög fjölbreytileg og ættu því allir að geta fund- ið eitthvað við sitt hæfi til að hafa ofan af fyrir sjálfum sér og öðrum. Meðal þess sem boðið verð- ur upp á er kassabílarall, ung- lingadansleikir, dorg- veiðikeppni, útimarkaður, fótboltamót, gönguferðir og messur svo fátt eitt sé nefnt. Auk þess mun Hreimur Örn Heimisson, söngvari Lands og sona, stjórna hreystikeppni og taka lagið. Sigfús segir svo óvænta uppákomu hafa nýverið bæst við dagskrána: „Á laugardag- inn kemur seglskútan Mb. Haukur frá Húsavík í op- inbera heimsókn hingað til Þórshafnar. Það verður boðið upp á siglingar með skútunni á laugardeginum og við hvetj- um bara alla sem eiga leið um Norðausturlandið til að koma hérna við og skella sér í sigl- ingu.“ Allir velkomnir Morgunblaðið/Arnaldur Hreimur Örn Heimisson fer fyrir hreystimennum á Kátum dögum. Kátir dagar á Þórshöfn 19. til 21. júlí FÓLK Í FRÉTTUM 46 FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ N jun g! Í TÉKKLANDI eru menn í hálf- gerðu gleðisjokki þar sem í fyrsta skiptið í sjö ár vinnur tékknesk mynd – Ár djöfulsins (Rok dábla) eftir Petr Zelenka – til einhverra verðlauna á hátíðinni þeirra í Karl- ovy Vary. En þó dómnefndin sé valin af Tékkum þá er nánast enginn Tékki í henni, heldur er dómnefndin skipuð alþjóðlegum atvinnumönnum líkt og á öllum A-kvikmyndahátíð- um, sbr. Cannes og Berlín. Tékkar unnu ekki aðeins verð- launin fyrir bestu mynd hátíðarinnar heldur einnig verðlaunin um bestu heimildarmyndina – Þorp B (Obec B) eftir Filip Remunda. En fyrir íslensk hjörtu hlýtur það að hafa verið sérlega gleðilegt að sjá að ein þeirra mynda sem veittu vinn- ingsmyndinni harða samkeppni var Mávahlátur í leikstjórn Ágústs Guð- mundssonar. Myndin var enda sú næst mest sótta af öllum þeim er sýndar voru opinberlega á hátíðinni, á eftir tékknesku sigurmyndinni. Þó myndin fengi ekki verðlaun sem slík var það mikil sárabót að Ugla Egilsdóttir fékk verðlaun sem besta leikkonan. Umfjöllun tékkneskra blaða- manna um myndina er ekki af verri endanum. Í Lidove Noviny, sem er mest selda dagblað Tékklands, segir blaðamaður að myndin sé ekki að- eins stórvel leikin „og þá á ég [blaða- maðurinn] aðallega við kvenleikar- ana sem eru hreint út sagt framúrskarandi,“ heldur einkenni myndina alla svartur húmor af bestu gerð. Í dagblaðinu Pravo bendir blaða- maður á að oft sé verðlaunum fyrir leikframmistöðu beint til mynda sem sóttu hvað harðast að verðlauna- myndinni og í næstu setningu talar hann um hversu Mávahlátur hafi komið á óvart á hátíðinni með óvenjulegum en jákvæðum tón í kvikmyndatöku og góðum leik. Þó Tékkar hlæi af gleði þessa dag- ana munu mávarnir í framleiðslu- deild Mávahláturs án nokkurs vafa einnig hlæja af gleði þar sem verð- laun á svona A-hátíð skipta miklu þegar sækja á inn á Evrópumarkað með myndina. Vafalaust hafa þeir gert rétt í því að halda alþjóðlega frumsýningu á myndinni hér í Karl- ovy Vary. Leikkonur Mávahláturs fá mikið lof: Margrét Vilhjálmsdóttir, Ugla Eg- ilsdóttir og Edda Björg Eyjólfsdóttir. Kvenleik- ararnir framúr- skarandi Umsagnir tékkneskra dagblaða um Mávahlátur Karlovy Vary. Morgunblaðið. About a Boy Hugh Grant fer fyrir einstökum leikhóp og myndin er undur vel gerð og skrifuð. Frábær skemmtun. (S.V.) Háskólabíó, Sambíóin. Amores Perros Fersk og sterk örlagasaga frá mexíkóska leik- stjóranum Alejandro González Inárritu. (H.J.)  Sambíóin, Háskólabíó. Jimmy Neutron Virkilega vel til fundin og flott teiknimynd, skemmtun fyrir alla í fjölskyldunni. (H.L.)  Sambíóin, Háskólabíó. Skrímsli HF Raddsett tölvuteiknuð barna- og fjölskyldu- mynd um skrímslin í skápnum sem reynast jafnvel hræddari við börn en börn við þau. (S.V.)  Sambíóin. Árás klónanna Næstsíðasti kafli Stjörnustríðsins er skref í rétta átt, hreinræktað ævintýri og þrjúbíó þó nokkuð vanti upp á seið fyrstu myndanna. (S.V.)  Regnboginn. Murder By Numbers Í anda Rope eftir Hitchcock og vinnubrögð Barbets Schroeser eru öll hin fagmannlegustu. Morðsagan sjálf er hins vegar full fyrirsjáanleg. Ungu leikararnir standa sig best. (S.V.)  ½ Sambíóin Reykjavík og Akureyri. Panic Room Vel gerður og lengst af spennandi tryllir um mæðgur í höggi við innbrotsþjófa. (S.V.)  Smárabíó, Regnboginn. Kóngulóarmaðurinn Ný og flott mynd um Kóngulóarmanninn í gamaldags hasarblaðastíl, í bland við strauml- ínulagað tölvugrafíkútlit. (H.J.)  Regnboginn. Bad Company Hopkins og Rock eru furðulegt par sem venst vel í annars stundum fyndinni en alltof langri og ófrumlegri spennumynd. (H.L.) Sambíóin, Háskólabíó. Pétur Pan 2: Aftur til Hvergilands Pétur Pan berst enn við Kaftein Krók og nú með hjálp Jónu dóttur hennar Vöndu. Ósköp sæt mynd en heldur tíðindalítil og ófrumleg. (H.J.) Sambíóin, Háskólabíó. Van Wilder Party Liaison Einhver alversta mynd sem rekið hefur á fjörur íslenskra kvikmyndahúsagesta í langan tíma. (H.J.) 0 Regnboginn. BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson/Hildur Loftsdóttir/Heiða Jóhannsdóttir  Meistaraverk  Ómissandi  Miðjumoð  Tímasóun 0 Botninn Skrímsli hf., prýðis fjölskyldumynd, að mati Sæbjörns Valdimarssonar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.