Morgunblaðið - 23.07.2002, Síða 19

Morgunblaðið - 23.07.2002, Síða 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2002 19 TIL SÖLU HÁRGREIÐSLUSTOFA Til sölu hárgreiðslustofa á góðum stað við Laugavegin. Bjart og skemmtilegt húsnæði. Hentar vel 2 samhentum aðilum. Leiga gæti komið til greina. Upplýsingar í síma 892-4243 eða 899-6000. HÁÞRÝSTI ÞVOTTATÆKI Verð frá kr. 8.900,- EDWARD Lee Howard, bandaríski leyniþjónustumaðurinn fyrrverandi, sem flúði til Sovétríkjanna um miðj- an níunda áratuginn, lést nýverið á heimili sínu í útjaðri Moskvu. Frá þessu var greint í The Washington Post á sunnudag. Howard var á sín- um tíma sakaður um að hafa selt sovésku leynilögreglunni, KGB, rík- isleyndarmál og veittu stjórnvöld í Moskvu honum pólitískt hæli eftir að hann hafði sloppið úr klóm bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) með ótrúlegum hætti. Howard hvarf sporlaust í sept- ember 1985 en hann bjó þá í Santa Fe í Nýju Mexíkó. Var hann skömmu síðar ákærður fyrir njósn- ir í þágu Sovétríkjanna. Hann kom fram í Moskvu um ári síðar og bjó þar til dauðadags. Því hefur verið haldið fram að upplýsingar, sem Howard veitti KGB, hafi skaðað njósnanet Banda- ríkjamanna í Sovétríkjunum á tím- um kalda stríðsins verulega og sagt er, að uppljóstranir Howards hafi orðið til þess að stjórnvöld í Moskvu höfðu hendur í hári sov- ésks sérfræðings á sviði flugmála. Var maðurinn tekinn af lífi vegna njósna í þágu Bandaríkjanna. Talsmenn leyniþjónustunnar bandarísku (CIA) hafa ekki getað staðfest, að Howard sé látinn. Rich- ard Cote, sem færði æviminningar Howards í letur árið 1995, sagðist hins vegar á sunnudag hafa fengið sendan tölvupóst fyrir helgi þar sem honum var tjáð að Howard hefði látist í slysi á heimili sínu. Ævintýraleg undankoma Howard, sem var fæddur árið 1951, gekk til liðs við CIA árið 1981. Árið 1983 var í bígerð að senda hann til starfa í Moskvu en þá bar svo við að hann féll á lyga- prófi. Var hann síðar rekinn úr starfi. Howard sneri þá aftur til æskustöðva sinna í Nýju Mexíkó en er sagður hafa átt fund með er- indrekum KGB í Austurríki árið 1984 og greiddu þeir honum 6 þús- und dollara, um 350 þúsund ísl. krónur á núvirði, fyrir ýmsar upp- lýsingar sem hann bjó yfir. Grunsemdir vöknuðu innan veggja FBI um svik Howards og stóð yfir rannsókn á máli hans er hann hvarf í september 1985. Flótta Howards bar þannig að hann fór kvöld eitt ásamt eiginkonu sinni út að borða. Er þau óku aftur heim á leið yfirgaf Howard bifreiðina svo lítið bar á og kom hann í staðinn fyrir gínu í farþegasætinu, svo grunsemdir vöknuðu ekki meðal FBI-manna, sem höfðu gætur á honum. Þá hringdi eiginkona hans símtal, þegar heim var komið, þar sem spiluð var segulbandsupptaka með rödd Howards og höfðu fulltrúar FBI, sem hleruðu síma Howards, því alla ástæðu til að ætla að hann væri enn á heimili sínu löngu eftir að hann var í reynd á bak og burt. Howard skildi eiginkonu sína og ungan son eftir í Bandaríkjunum. Cote, sem eyddi ellefu dögum með Howard í Moskvu árið 1995, í því skyni að rita endurminningar hans, sagði njósnarann hafa búið í „al- gerri einangrun“ um árabil og voru einu samskipti hans við ýmsa full- trúa KGB eða sovéskra stjórnvalda. Sjálfur neitaði Howard ávallt að hafa látið KGB svo mikilvægar upp- lýsingar í té, að þær hefðu getað flett hulunni af njósnurum CIA í Moskvu. Edward Lee Howard, sem flúði Bandaríkin, látinn Seldi KGB upplýsing- ar um njósnanet CIA Washington. The Washington Post.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.