Morgunblaðið - 23.07.2002, Síða 29

Morgunblaðið - 23.07.2002, Síða 29
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2002 29 Enginn átti von á að málin myndu æxlast á þennan veg dag einn í Beirút fyrir rúmum tveimur árum. Það átti að fara að skíra lítinn dreng og við vorum öll saman komin þarna, full af lífi og fjöri og nutum þess að vera saman, Hjördís, pabbi, Hildur, ég, Rina og fjölskyldan hennar. Það er svo stutt síðan. Við Hjördís kynntumst fyrir mörgum árum þó að í minningunni sé það líka örstutt. Hún var þá ung kona um þrítugt, útivinnandi og baslandi með tvö ung börn og ég strákpjakkur í sumarvinnu hjá verktaka austur í bæ milli skóla- anna. Ekki grunaði mig þá að við ættum eftir að leika svo stórt hlut- verk hvort í annars lífi. Það gengur á ýmsu í lífinu og nokkrum árum síðar var Hjördís komin inn í líf mitt aftur en þá sem tilvonandi fjöl- HJÖRDÍS ÞORSTEINSDÓTTIR ✝ Hjördís Þor-steinsdóttir fæddist í Reykjavík 14. desember 1945. Hún lést á Landspít- ala – háskólasjúkra- húsi í Fossvogi sunnudaginn 14. júlí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Bústaðakirkju 22. júlí. skyldumeðlimur og konuefni fyrir pabba. Ekki var erfitt að sjá að þau voru ástfangið par með framtíðina fyrir sér. Það átti þó ekki fyrir þeim að liggja að stofna heimili og skjóta rótum á Ís- landi í bili. Þeirra biðu ferðalög og ævintýri sem fæstir verða að- njótandi. Fljótlega var flugið tekið á framandi slóðir vegna verkefna í Suður-Jemen. Heim- sóknir um jól og á sumrin eru mér minnisstæðar og sú mikla eftirvænting sem þeim fylgdi. Þannig liðu allt of mörg ár. Næsti viðkomustaður þeirra var síðan Kaupmannahöfn. Þar áttu þau pabbi ágætt heimili um stund og þar kom ég nokkrum sinnum við á ferð- um mínum. En þar var þeim heldur ekki til setunnar boðið og í þetta sinnið var stefnan tekin á Afríku, til Tanzaníu. Þar átti að gera veg. Var þetta kannski ykkar besti tími? Tímabilið sem á eftir kom veit ég að var erfitt, langvinn barátta við hita- beltissjúkdóma og fleira. Svo voruð þau allt í einu aftur komin til Kaup- mannahafnar. Eins og áður stakk ég inn nefinu og fann hjá þeim athvarf þegar ég átti leið um. Það var þó greinilegt að á Íslandi var eitthvað sem togaði og þangað fóru þau að lokum. Ef það var til að setjast í helgan stein var það tálsýn. Eig- inkona verktaka verður alltaf að hafa ferðatöskuna nærhendis. At- burðir í Tanzaníu urðu til þess að þau voru kölluð utan aftur um hríð en komu svo heim aftur. Síðastliðið ár var eins og drægi úr hraðanum og þau næðu einhverri festu og jafn- vægi í líf sitt sem var þar ekki áður. Þá fór að bera á svo mikilli mæði hjá Hjördísi að hún komst varla lengur um. Það var í maí síðast- liðnum að hún leitaði sér lækninga. Á sunnudaginn var þegar við heim- sóttum hana með börnin upp á spít- ala var hún orðin mjög veik. Hjördís var mikið stórmenni, hugrökk, verkstjóri, ráðgjafi, móðir og amma. Hjördís þoldi ekki linkind og sjálfsvorkunn og lagði upp úr við okkur krakkana að vera sjálfstæð og taka skakkaföllum lífsbaráttunn- ar af æðruleysi. Hún átti líka á sér mjúka hlið sem hún sýndi sínum nánustu því fjölskyldan var henni afar mikilvæg og hana elskaði hún. Það var gaman að sitja með Hjör- dísi yfir kaffibolla eða einhverju betra og ræða málin fram á nótt og þannig eru margar mínar bestu minningar um hana. Að missa náinn ættingja er áfall sem erfitt er að komast yfir, svo sárt að það nístir merg og bein, svo ótrúlegt að maður trúir ekki sínum eigin augum og eyrum. En lífið heldur áfram og tíminn læknar öll sár. Við sem eftir lifum verðum að trúa því. Vertu blessuð, Hjödda mín. Oddur Thorarensen. ✝ Jón Brynjólfssonvélaverkfræð- ingur fæddist 4. október 1928. Hann lést af slysförum við heimili sitt 9. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Brynjólfur Nikulás Jónsson trésmíða- meistari í Reykjavík, f. 10.4. 1883, d. 24.1. 1956, frá Álfadal á Ingjaldssandi, og kona hans Halldóra Jónsdóttir húsmóðir, f. 14.6. 1898, d. 27.8. 1977, frá Alviðru í Ölfusi. Systir Jóns var Jóna Kristín, sálfræð- ingur, f. 26.3. 1927, d. 26.10. 1964. Jón kvæntist 1952 Unni Bjarna- dóttur íþróttakennara, f. 17.8. 1927, frá Öndverðanesi í Gríms- nesi. Hún var dóttir Bjarna Jóns- sonar bónda og Kristínar Hall- dórsdóttur bónda í Öndverðanesi. nemi í kerfisfræði við WPI. 3) Dóttir Jóns og Vilborgar Sigurð- ardóttur verslunarmanns, f. 26.10. 1939, er María Kristín nem- andi við Listaháskóla Íslands, f. 22.11. 1977. Foreldrar Vilborgar eru Sigurður Ingi Jónsson prent- ari í Reykjavík og Ingibjörg Ólafsdóttir kaupkona í Reykjavík. Jón varð stúdent frá Verslunar- skóla Íslands 1949, tók viðbótar- próf frá stærðfræðideild MR 1950. Fyrrihlutapróf í verkfræði frá HÍ 1953, og próf í vélaverk- fræði frá DTH í Kaupmannahöfn 1956. Jón starfaði sem verkfræðingur hjá Iðnaðarmálastofnun Íslands 1956–1961, meðal annars við staðlagerð og ráðstafanir til lækkunar byggingarkostnaðar. Jón var ráðgjafarverkfræðingur í Reykjavík frá 1961, aðallega varðandi hönnun og einkaleyfa- umsóknir og einnig á sviði fram- leiðslu og rekstrartækni. Jón skrifaði fjölda blaðagreina um margvísleg málefni sem birst hafa í Morgunblaðinu. Útför Jóns fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jón og Unnur skildu 1962. Unnur lést 1982. Börn þeirra eru: 1) Brynjólfur hagfræðingur og lög- giltur fasteignasali, f. 6.4. 1952, kvæntur Sigríði Guðmunds- dóttur skrifstofu- manni. Dætur þeirra eru Jónína, f. 1979, formaður Iðnnema- sambands Íslands, Halldóra, f. 1982, ný- stúdent úr Verzlunar- skóla Íslands, og Unn- ur Kristín, f. 1992. 2) Jóna Elfa kennari og myndlist- armaður, f. 5.6. 1956, búsett í Bandaríkjunum, gift Grétari Tryggvasyni prófessor í vélaverk- fræði við WPI í Massachusetts í Bandaríkjunum. Börn þeirra eru Unnur Ósk, f. 1978, nemi í kerf- isfræði við Stanford í Bandaríkj- unum, og Jón Tómas, f. 1985, Sá, sem hér skrifar hefur verið sambandslaus við símakerfið í síð- ustu viku en heyrði þó í útvarpi að maður hefði látist í slysi á Báru- götu. Næst kom frétt um að hann hefði fæðst árið 1928. Hann var því jafnaldri minn. Margir koma og fara af Bárugötunni sem og öðrum götum. Hugur minn hneigðist þó til húseiganda eins, er bjó þar allan sinn aldur og var æskuvinur minn. Hugboð mitt staðfestist í Morg- unblaðinu á föstudegi, er sagt var að Jón Brynjólfsson væri maður- inn. Við Jón stofnuðum tveir á árum áður „Góðra drengja félagið“. Við vorum á Bárugötunni miðri. Þeir, sem vestan Stýrimannastígs bjuggu, voru þá víst vondu dreng- irnir, og fyrir austan Ægisgötu voru bara fáeinir drengir til í okkar huga. Hin síðari ár hittumst við Jón helst í síma. Þegar Jón hringdi, sagði hann í upphafi jafn- an Svenni! Vissi ég strax, hver maðurinn var, þótti vænt um kallið, og sagði blessaður Jón. Ýmsir aðrir þessa dagana, sem ávarpa mig svona og mér þykir ekki alveg jafn vænt um, fá bara svarið: Ég heiti Sveinn! Oftast þegar Jón hringdi, var hann að fást við hávísindaleg við- fangsefni, ekki bara vélaverkfræði eða einkaréttarmál, sem voru sér- svið hans. Sum verkin eins og að mæla rafstrauma í einhverri áru eða þvílíkt voru of erfið fyrir bjart- sýnasta rafmagnsverkfræðing, sem sneri sig út úr því með að tala um samband straums, Kúlombs og kósínusar fí. Samtölin urðu löng, og er ég heyrði hver hringdi færði ég símann og fékk mér sæti. Hringdi Jón í vinnusímann varð ég stund- um, samvisku minnar vegna, að skrökva að vini mínum til þess að stytta málið. Maður sæti hinum megin við borðið hjá mér, og við skyldum taka það aftur upp að kvöldi dags. Lesendur Morgun- blaðsins hafa nýlega lesið greinar vélaverkfræðingsins um D-vítamín, kalk og beinþynningu, en þær urðu til þess að aðrir fræðimenn brugð- ust við. Jón var víðlesinn. Er ég sem aðrir gruflaði í árinu 0, og hve- nær halda skyldi upp á áramótin 2000, var Jón nægtabrunnur fróð- leiks um Heródesana tvo á dögum Pílatusar og fæðingarmánuð Jes- úsar í okkar tímatali alheimsins. Ég votta börnunum og allri fjöl- skyldunni hans Jóns samúð mína við það, sem gamlingjanum finnst vera ótímabært fráfall. Sveinn Guðmundsson. Nú er enn höggvið skarð í þann fámenna hóp stúdenta sem útskrif- aðist úr lærdómsdeild Verzlunar- skóla Íslands vorið 1949, þegar bekkjarbróðir okkar, Jón Brynj- ólfsson verkfræðingur, lést af slys- förum 9. júlí sl. Eru nú horfnir af velli níu af sautján manna hópi sem var fimmti, og þá fjölmennasti, ár- gangur stúdenta frá Verzlunarskól- anum, en lærdómsdeildin tók til starfa haustið 1943 og fyrsti ár- gangurinn lauk prófum 1945. Sá samhenti hópur, sem sumir hverjir höfðu verið allt að sjö vetur í Verzlunarskólanum, ef undirbún- ingsdeildin er talin með, vann að því hörðum höndum seinustu tvö árin í skólanum að afla fjár til ut- anferðar að námi loknu. Var það gert með rekstri skólabúðar þar sem þátttöku í störfunum var skip- að niður á alla bekkjarfélagana. Árangurinn skilaði fé til greiðslu ferðakostnaðar, að mestu leyti, fyr- ir allan hópinn, sem að loknu stúd- entsprófi fór með Dronning Alex- andrine til Þórshafnar í Færeyjum og Kaupmannahafnar og ferðaðist þaðan til Stokkhólms, Oslóar og aftur til Kaupmannahafnar. Vil- hjálmur Þ. Gíslason skólastjóri var okkur innan handar við skipulagn- ingu ferðarinnar og fékk norrænu félögin í þessum löndum til að taka á móti okkur og leiðbeina, sem þau gerðu öll með miklum sóma auk þess sem Vilhjálmur var með okk- ur í nokkur skipti í Stokkhólmi, Osló og Kaupmannahöfn. Fengum við leiðsögumenn í borgunum, ódýrt og jafnvel ókeypis svefn- pláss, t.a.m. í skólum, ásamt því að vera boðin í skoðunarferðir og jafn- vel til veisluhalda. Ógleymanlegar voru móttökurnar í Stokkhólmi þar sem fyrirtæki, stofnanir og félög voru heimsótt og hver dagur var ævintýri sem endaði með kvöld- veislu á völdum stöðum, m.a. í Bell- manskjallaranum í Gamla Stan. Mun þetta vera ein fyrsta ferð stúdentaárgangs til útlanda, en Menntaskólinn hafði áður farið í utanferð í tilefni af 100 ára afmæli skólans í Reykjavík 1946. Allur bekkurinn tók þátt í þessari ferð, þ.á m. Jón Brynjólfsson, sem naut sín vel að vanda. Ferðin opnaði okkur nýjan heim fagurra mann- legra samskipta og aðlaðandi um- hverfis þótt enn sæi ótvíræð verks- ummerki seinni heimsstyrjald- arinnar á efnahag þjóðanna. Í tvennum skilningi var ferðin því mikil lífsreynsla og ómetanlegt veganesti til komandi ára því áhrif- in glæddu bjartsýni okkar á fram- tíðina sem ekki veitti af eftir hild- arleikinn mikla. Er heim kom dreifðist hópurinn til ýmissa sumarstarfa. Flestir inn- rituðu sig í Háskóla Íslands eða fóru utan til náms og var Jón Brynjólfsson einn þeirra. Hann var ágætur námsmaður og stefndi hug- ur hans til verkfræði að stúdents- prófi loknu. Til að svo gæti orðið þurfti að bæta við sig námi í stærð- fræði og tók hann lokapróf í þeirri grein frá stærðfræðideild Mennta- skólans í Reykjavík sem og tveir aðrir bekkjarbræður okkar, sem einnig eru látnir, og allir luku þeir námi í verkfræði erlendis með miklum sóma. Jón lauk fyrrihluta- prófi í verkfræði frá Háskóla Ís- lands 1953 og prófi í vélaverkfræði frá Danmarks Tekniske Højskole 1956. Sérgreinar Jóns voru fram- leiðslu- og rekstrartækni. Að námi loknu hóf hann störf hjá Iðnaðar- málastofnun Íslands og seinna hjá Rafmagnsveitum ríkisins, Rarik, þar sem hann rannsakaði og gerði tillögur um vatnsvegi úr Eyja- bakka- og Jökulsárlónum í Lag- arfljót, sannarlega okkur orðið vel kunnugt efni á margumræddum svæðum og í stöðugri umfjöllun nú um stundir. Á seinni árum starfaði Jón sjálfstætt og stundaði rann- sóknir á eigin vegum, þ.á m. land- reki, eldgosum og jarðskjálftum og ýmsum hugðarefnum öðrum sem vöktu sérstakan áhuga hans, ber þar að nefna pýramídann mikla, Keops-pýramídann. Um þessi efni skrifaði hann margar blaðagreinar. Jón var góður félagi, óáreitinn og var ætíð í hópi þeirra sem fögn- uðu tímamótum þegar bekkjar- félagarnir komu saman og seinast á 50 ára stúdentsafmælinu fyrir þremur árum. Að endingu sendum við börnum hans og öðrum að- standendum innilegar samúðar- kveðjur vegna fráfalls Jóns. Helgi Ólafsson, Már Elísson, Sveinn Elíasson. Um síðustu mánaðamót hringdi hann Jón, skólabróðir minn, til mín eins og hann hafði oft gert og gaf mér góð ráð varðandi heilsuna. Jón sagði mér að hann væri far- inn að gera við húsið sitt að utan og ég bað hann að fara nú ekki að klifra upp í stiga, því hann væri orðinn gamall og gæti dottið niður ef hann fengi svima. Það gerðist svo 9. júlí að hann féll úr stiga þeg- ar hann var að vinna við húsið og dó af afleiðingum þess. Við Jón vorum búin að þekkjast í mörg ár. Hann kom í bekkinn okk- ar í Verzlunarskólanum fyrir nærri 60 árum. Við stelpurnar urðum strax hrifnar af þessum bráðmynd- arlega manni og ekki skemmdi það fyrir að hann var mikill námsmað- ur. Árið 1947 vorum við fimmtíu sem lukum verzlunarprófi. Um haustið vorum við sautján sem fórum í framhaldsdeildina og urðum öll stúdentar 1949, sextán strákar og ég eina stelpan. Nú er- um við aðeins átta eftir af þessum hópi, er Jón er fallinn frá. Jón lærði síðan vélaverkfræði og lauk námi frá DTH í Kaupmannnahöfn 1956. Ekki kvæntist Jón neinni af okk- ur skólasystrunum. Hann kvæntist frænku sinni, sem nú er löngu lát- in. Jón eignaðist þrjú börn, sem hann var mjög stoltur af. Ég votta börnum Jóns innilega samúð mína. Blessuð sé minning hans. Margrét H. Sigurðardóttir. Það er mikið lán að eiga góða granna. „Jón við hliðina“ hefur ver- ið okkar næsti nágranni í hartnær 30 ár. Aldrei hefur komið til neinn- ar misklíðar öll þessi ár og hefur þó áreiðanlega gefist tilefni til þess með ung börnin í ærslafullum leikj- um. Hann ræddi við þau af áhuga um skólagöngu þeirra og dagleg viðfangsefni. Reyndar var Jóni um- hugað um börn okkar og fylgdist með þeim af áhuga. Sjálf áttum við alltaf hauk í horni þar sem Jón var. Jón var um flest afar sérstakur maður. Hann var sívakandi og kynnti sér öll mál af mikilli kost- gæfni og voru þau af ólíklegasta toga. Hann var vélaverkfræðingur að mennt en var fjölfróður og sí- fellt að bæta við þekkingu sína. Þeir eru margir vorboðarnir. Ló- an, grásleppan og krían. Vorboðinn okkar á Bárugötunni var Jón Brynjólfsson þegar hann var kom- inn í bláa samfestinginn og tekinn til við að lagfæra húsið, bílinn eða lóðina. Það er sjónarsviptir að Jóni og við söknum hans um leið og við þökkum honum fyrir áratuga sam- fylgd. Helga J. Gísladóttir. JÓN BRYNJÓLFSSON Erfisdrykkjur 50-300 manna Glæsilegir salir Bræðraminni ehf., Kíwanishúsinu, Engjateigi 11, sími 588 4460.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.